Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1940, Page 12

Fálkinn - 08.03.1940, Page 12
12 F A L K 1 N N • • SUNDRUÐ HJORTU Skáldsaga eítir Blank Eismann @^3BE 18. 3B^j@faaaa«Bl Þar eins og livgrvetna annarsstaðar gat liann sjeð, hvernig ýnisir hinna landf'lótta Rússa höfðu komið fyrir sig fótum i fram- andi landi og græddu of fjár. hin fjöldinn hafði liðið skipbrot. hað var ekki liægt að segja, að liann væri ræðinn við dömuna, sem hjá honum sat yfir horðum. Það var lítil og fjörug ílölsk kona, sem gift var rússneskum listamanni, er liafði sesl að i Þýskalandi að stríðinu loknu og var orðinn svo vel settur, að hann var orðinn afhuga því, að hverfa heim til sín aftur. Daman var ein um að halda sam- ræðunum við. Boris var eins og í svefni, þangað til hún loksins nefndi nafnið Nikita Abramitsj Osinski. ,Osinski?“ hváði hann. „Nikita Abramitsj Osinski? Hefir maðurinn yðar málað mynd af honum ?“ Litla frúin kinkaði kolli. „Já, liann hefir lokið við myndina alveg nýlega." „Svo að Osinski er þá lijer í Berlín ?“ ,,Nei, haiih er nýfarinn lil London.“ Boris hafði ekki sjeð Osinski síðan dag- inn sæla fyrir mörgum árum, sem hann frelsaði Natösju úr klóm þessa hrotta og kom henni vestur yfir landamærin. En liann hal'ði oft heyrt hans getið síðan, i samhandi við uppreisnir, morð og íkveikjur. Iiann liafði líka frjett að fjelagar Osinski höfðu allir sem einn maður snúið við honum bakinu vegna þess, hve mikil skepna og i 11- menni hann var. Gat ])að verið þessi sami Osinski, sem nú hafði lálið frægan listmálara gera mynd af sjer? Hann var i þann veginn að spvrja horð- dömuna sína nýrrar spurningar um þennan mann, þegar hún hvislaði að honum: , Manninum mínum var nú ekki að skapi að gera þetta, þvi að Osinski er svo við- bjóðslega ljótur. En af því að hann hafði áður málað mynd af Sonju Jegorownu, ])á------“ „Þekkið þjer Sonju Jegorownu?" spurði Boris óðamála. „Auðvitað. Allir þekkja hana. Það ber mikið á henni hjerna í borginni, á stóra einkaibúð og heldur ríkmannlegt heimili. Sumir segja, að Osinski hafi gefið henni húsið, en mjer er nú nær að halda, að það sje sönnu nær, sem aðrir segja, að iðju- höldurinn, þessi doktor Eysoldt hafi gefið henni það. Þau eru altaf saman um þessar mundir.“ ,,.íeg hjelt að Sonja Jegorowna væri fræg dansmær.“ „Hún reynir líka að telja öllum trú um það, sem ekki vita betur. En í rauninni hefir hún aldrei dansað nema á ljelegum fjöl- leikahúsum. Henni ferst miklu betur úr hendi, að vera vændiskona. Það er ótrúlegt, hvernig hún liefir komið ár sinni fyrir horð. En þær eru ljótar sögurnar, sem um hana ganga.“ „Jæja, er það?“ sagði Boris. Litla málarafrúin, sem þótti vænt um að hafa fundið umtalsefni, sem borðherra henn- ar hafði áhuga fyrir, reiuli augunum til hægri og vinstri og hvislaði svo að Boris, um leið og hún bar hlævængnúm fvrir munninn: „Það er sagt, að hún sje njósnari og sje i samvinnu við Osinski, sem er talinn for- stöðuinaður að stórri njósnaramiðstöð." „Mikil svívirða!“ sagði Boris og fölnaði af gremju. Litla málarafrúin hrökk við og greip fyrir munninn á sjer. „Þarna álpaðist víst meira út úr mjer en jeg hefði átt að segja. Þjer verðið að lofa nijer, að segja ekki neinum frá því, hr. Bhoden. Jeg veit ekki, hvort það er nokkuð lil í þessari sögusögn, og maðurinn minn hefir harðbannað mjer, að minnast á hana, en jeg lijelt að að —“ „Þjer skuluð ekki óttast neitl um það, frú,“ sagði Boris hrosandi og reyndi að' levna gremju sinni. „Mjer gramdist ekkert við yður, en hinsvegar gremst mjer athæfi þessara tveggja, sem þjer voruð að segja mjer frá.“ „Ó, guði sje Jol'. Jeg varð svo hrædd, að jeg liefði hlaupið á mig. Þjer megið umfram alla muni ekki segja manninum mínum, að jeg hafi sagl yður þetta. Jeg skal trúa yður fyrir því —“ nú bar hún blævænginn aftur fyrir munninn til ldífðar, „að jeg þoli ekki þessa Sonju Jegorownu." „Hversvegna ekki?“ „Vegna þess að hún duflaði svo hræði- lega við manninn minn, þegar hún sal fyrir hjá honum. IJún er ein af þessum drósuin, sem aldrei getur fengið nógu marga aðdá- endur fyrir sjer. Mín vegna getur hún náð í' eins marga og hana lystir, ef hún lætur bara manninn minn í friði.“ Boris var skeml, er hann sá, hve áköf hún var. „Frúin hefir með öðrum orðum svarið Sonju Jegorownu hefndir?“ „Já, einmilt! En hefndinni get jeg aðeins náð með því, að njósna um einkalíf hennar og komast til botns i þessu dularfulla, sem hún er hjúpuð i. Þegar maður er með lönd- um hennar er ofl á það minst, hvaðan hún hafi alla peningana. Eins og jeg sagði yður áðan, þá lieldur hún sig ríkmannlega, hefir bifreið sjálf og gengur i dýrasta fatnaði. Jafnvel blöðin minnast ekki sjaldan á veisl- urnar, sem Sonja Jegorowna heldur heima hjá sjer.“ Boris fansl enn einu sinni ástæða til að furða sig á dutlungum forsjórtarinnar. „Er Osinski líka í þessum veislum?“ spurði hann. „Lætur hann líka mikið á sjer bera hjer i borginni?“ „Við höfum oft verið boðin til Sonju Jegorownu, maðurinn minn og jeg, en jeg hefi aldrei hitl Osinski þar. En upp á síð- kastið hefir doktor Walter Éysoldt altaf verið þar. Hann virðist vera ákaflega hril'- inn af þessari svarteygðu norn.“ „Þekkið þjer hann?“ „Doktor Eysoldt? Já, hvort jeg geri það. Hverl einasta mannsbarn í Berlín þekkir hann. Hann er eigandi stærstu verksmiðj- unnar i Þýskalandi. Allar helstu efnavör- urnar eru framleiddar i verksmiðjunum hans, og liann er talinn vera hugvitssnill- ingur og liefir gert margar mikilvægar upp- götvanir." Viðtalið snerist nú að öðrum almennari efnum, þangað lil að los komst á gestina, svo að auðsjeð þótti, að eitthvað óvænt hefði gerst Boris leit upp og skimaði kringum sig. Það var Sonja Jegorowna, sem var að koma inn í salinn. Hún var töfrandi. Klædd dumbgrænum húningi og alsett kniplingum. Hálsinn, hand- leggirnir og bakið nakið. Hvítt hörundið ljómaði eins og alabast. Hárið svart eins og íbéiiviður. Sonja naut þess auðsjáanlegá, hve mikið var tekið eftir henni. Hún gekk fram með horðinu eins og drotning, kastaði kveðju til heggja handa, staðnæmdist lijer og hvar og skiftist fáeinum orðum á við fólk, og gætti þess vel að vera svo eggjandi sem hest hún gat. En Boris tók eftir, að það var einhver ókvrð vfir henni. Málarafrúin laut að honum og hvislaði: „Hún ætlar sjer víst að veiða einhvern nýjan i kvöld, úr því að hún er elcki með doklor Eysoldt. Ó, jeg gæti stungið úr henni augun! Sjáið þjer, nú er hún að tala við manninn minn —stendur þarna án þess að fara hjá sjer og horfir til hans biðjandi aug- um. Þessum viðbjóðslegu, svörtu púkaaug- um! Nei, hún skal aldrei ná í hann frá mjer, salans nornin.“ Hún stóð upp og skundaði til mannsins síns. Boris sá, að hún tók undir liandlegginn á honum og dró lumn með sjer. Áðu r en varði stóð Sonja hjá Boris. Svörlu augun i henni tindruðu og lokkuðu. Röddin var óskýr. „Það var gotl, að jeg hitti þig aftur, áður en þú ferð áfram, Boris Petrovitsj. Ef þú ferð þá lengra.“ Síðari setningin var eins og lokkandi kurr í dúfu. „Við föruin allir, eins og þú líklega veist,“ svaraði hann kuldalega. „Jcg sje eftir, að jeg ljet fjúka í mig siðast, sem við vorum saman, Boris. Það heið ofurlitil kvöldveisla heima hjá mjer. Jeg hafði hlakkað til að eiga dálitla stund heima með þjer einum. Við skulum hæta okkur það upp. Hringdu til mín. Jeg skal láta setja kampavínið í is nndir eins, svo að við getum fagnað endurfundunum.“ Hún stóð þarna andspænis honum eins og sjálf erfðasyndin og lokkandi og laðandi. En það var eins og að skvetta vatni á gæs. Hann hvesti brúnirnar um leið og hann sagði: „Ertu ekki hrædd um, að jeg lari að I

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.