Fálkinn


Fálkinn - 19.04.1940, Síða 12

Fálkinn - 19.04.1940, Síða 12
12 F Á L K i N N 3F5FSF SUNDRUÐ HJORTU ©&3BE Skáldsaga eííir Blank Eismann BBBEE& 24, -—K=EE BB^^ElfðSsElam 1 Og meðan hún hjekk mn hálsinn á Ey- soldt sendi hún, um öxl honnm, Osinski sigurhrósandi augnaráð, sem átti að þýða: „Sjerðu hve góður leikari jeg er. Hráðum er sigurinn unninn.“ ,Komdu. komdu,“ sagði hún við doktor Eysoldt og ljet eins og hún ætlaði að draga hann með sjer út undir eins. En alt i einu staðnæmdist hún, tók hlæj- andi um ennið og sagði: „Uppgötvunin þín!“ Hún benti á vjelrituðu blöðin, sem lágu á skrifborðinu. „Hvað ætl- arðu að gera við þau? Ekki máttu láta þau iiggja Jiarna á horðiriu meðan við erum i burtu?“ Honum var skemt að heyra, hve barna- lega hún talaði. ,,Nei, vertu ekkerl hrædd um Jiað svo mikill trassi er jeg ekki.“ „Hefirðu öruggan stað, sem ]ni getur geymt þau í?“ „Það er eins og Ijett sje al' mjer þtmgum steini. Jeg mundi alls ekki geta skemt mjer í dag, ef jeg vissi, að Jiessi skjöl lægju hjer á glámbekk, þar sem allir gætu sjeð þau.“ Doktor Eysoldt lagði blöðin í umslag, sem hann innsiglaði. Svo bað hann gestina að af- saka sig eitt augnahlik og fór inn í herbergið til hliðar. Osinski var á verði við dyrnar og Sonja hlustaði og Jiorði varla að draga and- ann. Þau heyrðu bæði, að þungri stálhurð var lokið upp og henni skell i lás aftur. „Ertu ánægður með mig.?“ hvislaði Sonja i eyra Osinskis. Hann kinkaði kolli. „Efastu ennþá um, að Jiað takist?“ spurði hún áfram. Harin hristi höfuðið. Þegar Eysoldl kom fram aftur stóðu Jiau liæði við gluggann og ljetust vera að skoða fallegan skýjahakka. Doktorinn bauð Sonju arminn. í anddyrinu vjek hann sjer að Pauk- ert og bað liann að liringja til móður sinn- ar, að hann kæmi ekki heim i miðdegisverð. 21. KAPÍTULI. Morguninn eftir kom Eysoldt fyr ofan i morgunverðinn en liann var vanur. Kinn- arnar voru öskugráar og Jiað var auðsjeð, að hann hafði átt svefnlausa nótt. Það voru stórir skuggai- undir augunum og hendurnar skulfu. Honum varð íjettara er han sá, að stóll Natösju stóð auður, því að hann langaði til að segja móður sinni upp alla sögu og lieyra álit hennar á málinu. Hann ætlaði ekki að leyna liana neinu. Hann ætlaði að segja henni frá þeim tortrygniseldi, sem Sonja og föru- nautur hennar höfðu kveikt i sál hans, játa, að hann iðraðisl þess, hve ókurteislega og harkalega liann hafði komið fram gagnvart Natösju, í stað Jiess að segja henni lirein skilnislega, hvað þau Sonja höfðu sagt um hana. Og að svo búnu ætlaði liann að lilusta á skoðun móður sinnar, sem liann mat altaf mikils, Jivi að hún hafði jafnan lag á. að skilja hismið frá og skoða kjarnann. Ef þörf gerðist, J>á ætlaði liann ekki lield- ur að leyna liana Jiví, að liann hafði látið lokkast af Sonju á nýjan leik. Honum bauð við sjálfum sjer, er hann mintist dagsins i gær, og undir eins um nóttina hafði hann strengt þess beit, að sjá þessa svarteygu daðurdrós aldrei framar. Þcgar hann kysti móður sína á ennið að vanda, leit hún forviða á hann og sagði í ásökunarróm: „Jeg liafði hugsað mjer kvöldið í gær- kvöldi og morguninn í dag alt öðruvísi, Walter.“ Hann brosti vandræðalega. „Jeg líka, raamma." „En hvað veldur öllu þessu? Jeg skil það ekki.“ „Jeg ekki heldur, mamma.“ „Natasja var ekki mönnum sinnandi, Jieg- ar hún kom heim í gærkvöldi. Hún bað mig að afsaka, að lnin gæti ekki verið við borðið, en befði afleitan höfuðverk og fór undir eins að liátta. Þegar jeg ætlaði að líta inn til hennar seinna í gærkvöldi var hurðin aflæsl. Og svo beið jeg eftir þjer. Þú getur nærri, að mjer brá í brún, Jiegar Peukert sagði mjer, að Jni hefðir ekið á burt með rússnesku dansmeynni." Doktor Eysokit hafði stunið við, um leið og liann settisl. „Það var tilviljun. Jeg skal útskýra Jietta fyrir þjer. . . .“ En móðir hans tók fram í fyrir honum og var reið: „Ef Jijer Jiykir i rauri og veru vænt um Natösju, eins og Jiú hefir sagl mjer,þá ættirðu fyrir löngu að vera búinn að koma dækjunni af þjer fyrir fult og alt. Mig furðar ekki á, Jió Natösju bafi ekki komið dúr á auga i alla nótt. Hún hefir gengið eirðarlaus um gólfið aftur og fram og fram og aftur.“ I Jiessum svifum hugsaði liann eingöngu um Jiað, að ef til vill liefði afbrýðissemi hennar vaknað, er liúri sá rússnesku dans- meyna og að augu liennar liefðu opnasl fyrir þvi, að hún elskaði liann. Á sjálfan hann liöfðu endurfundirnir við Sonju haft þau áhrif, að liann fann betur en nokkurn- tíma áður, hve heilt hann elskaði Natösju. „Þegar ung stúlka getur ekki fest blund i heila nótt, blýtur eittlivað sjerstakt að bafa borið fyrir hana,“ hjelt móðir lians áfram. „Kona dvravarðarins sagðist hafa sjeð hana fara út um bakdyrnar klukkan tólf i gær- kvöldi.“ Doktor Evsoldt hrökk við. „IJún er þá kanske farin á bak og burt?“ „Nei, hún er heima. Hún svaraði önnu rjett áðan, Jiegar jeg sendi liana upp til að spvrja hana, livernig henni liði.“ f saina bili var drepið bljóðlega á dvrnar og Natasja kom inn í borðstofuna. Hún var i kápu og með ferðatösku í bendinni. Frú Eysoldt sneri sjer að henni og spurði undrandi: „Hvað er að yður, barn ?“ Ætlið þjer að yfirgefa okkur?“ Munnurinn á Natösju vipraði, eins og hún væri að halda niðri i sjer gráti. Hún laut niður til þess að Jiurfa ekki að horfa í augu frúarinnar og sagði: „Eftir ])að, sem gerðist í gær, neyðist jeg til þess. Jeg gel ekki misbrúkað góðsemi yðar lengur. Frú Eysoldt liorfði á hana og son sinn á víxl: Svar ungu stúlkunnar var eins og lágl andvarp: „Doktorinn getur best skýrt Jiað fyrir yð- ur sjálfur.“ Frú Eysoldt tók um báðar bendur hennar og hjelt henni fastri. „Flas er ekki til fagnaðar, barnið gott. Þetta hlýtur að vera einhver inisskilningur.“ ,,.Tá, misskilningur," endurtók doktor Eys- oldt vandræðalega. „Jeg skal reyna að út- skýra Jietta fyrir yður, ungfrú Natasja." í sama bili hringdi símabjallan. Hann brökk við og af gömlum vana tók hann símann án Jiess að lnigsa út i, að láta móð- ur sína um ])að. Hann rak upp undrunaróp, svo að frúin og Natasja brukku báðar við og hlustuðu. „Hvað segið ])jer? .... Innbrot? .... I nótt? .... Peningaskápurinn brotinn upp? .... Jeg kem undir eins........lá, vitanlega bringið þjer til lögreglunnar. Já .... já. . . .“ Hann flevgði heyrnartólinu og sneri sjer að móður sinni, sem spurði í ákafa: „Hvað er að ? Innbrot i verksmiðjunni?“ Andlit Eysoldts var eins og gríma. Honum vai'ð litið á Natösju og bann endurtók með hrollkaldri rödd: „Innbrot í verksmiðjunni .... já.‘

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.