Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1940, Page 4

Fálkinn - 26.04.1940, Page 4
4 F A L K 1 N N PÁSKAR Á TINDAFJALLAJÖKLI Fyrsta námskeið í háfjallaíþróttum að uetrarlagi. — 24 þátttakendur. Haldið á Tindafjallajökul páska- uikuna 1940, að tilhlutun »Fjallamanna« Æfiny i brattri hengju. Uin páskaleytið hugsa jökla- og fjallamenn sjer til hreyfings, jiví að snjórinn á láglendinu er orðinn ærið óhreinn og slitróttur, svo eru dularfullar bungur jöklanna búnar að seiða hugann til sín, lággeng sól og hríðarveður hafa haidið útþránn) i skefjum veturlangt. Sleðar, tjöld, hvilupokar og annar ferðaútbúnaður er tekinn fram og endurbættur áætlanir smíðaðar - já, beinlinis smíðaðar fyrst er dregið að efnið, 1—2—3 ferða- langar hittast, tala um ýmsa mögu- leika, í fyrstu eru þetta lauslegar endurminningar undanfarinna ára, svo smá þrengist hringurinn, hópur- inn stækkar, uns allir eru sammáia: Tindafjallajökull. Þar með eru fje- lagarnir orðnir 24 og fyrsta nám- skeið fjallamanna að vetrarlagi á- kveðið. Toppur Tindafjallajökuls. Valnafjöll í baksýn. 5 daga námskeið i háfjallaíþrótt- um er raúnar aðeins ferðalag, þar sem hægt er að sýna ýmislegt, er að gagni kemur í ferðalögum, en ekki kenna það til fullnustu. Einnig á þvi sviði er listin löng en lífið stutt. Vetrarferðalög á jöklum og há- fjöllum geta verið skemtileg og heill- andi, en aðeins með því móti, að útbúnaður allur sje vandaður og öruggur — öryggið byggist á reynslu, sem ávalt miðast við væntanlega erfiðleika. Ótal gerðir eru til af sleðum, tjöld- um og hvílupokum, en við vitum, að sleði, sem nota skal, þarf að vera slerkur, sveigjanlegur, ljettur, helst samansettur með böndum (Nan- sensleði, Alaskasleði). Sleðinn þarf að geta borið 20—30 falda þyngd sína. Tjaldið: lítið og sterkt úr hörlíni, ef súlur eru notaðar, þá stálsúlur, hæiar 40 cm. grannar stálpípur (eða duraluminium) og til vara aðrir fyrir is, stuttir fleygar. Hvílupokinn: Úr sauðargærum eða bjarnarfeldi (húðfat), pokar úr ull, baðmull eða aún eru ófullnægjandi. Skíðin eiga að vera stult og sterk með böndum fyrir göngu og svig. Fjallamaðurinn verður að læra að ganga frá tjaldi og velja tjaldstað, l>ví að betra er að tjalda á ber- svæði, en að fenna í kaf í skjólinu, hinsvegar er liægt að búa til skjól á bersvæði með ramlegum, hlöðn- um vegg úr kögglum, stnngnum úr snjó, umhverfis tjaldið. Nú stendur tjaldborg fjallamanná við Tindafjallajökul, 7 tjöld fyrir 2—4 manns. — Suðið i prímusum, glaðværir hlátrar og söngur ómar í kvöldkyrðinni, úti er snjóbjart veð- ur, fult tungl og norðurljós. Þessi litla tjaldborg rís þarna upp á skömmum tíma með skjólveggjum og er öllum farangri raðað haganlega við tjaldaskarirnar. Kerti og raf- magnsluktir lýsa tjaldstaðinn. 7 litl- ir ljósdeplar í jökulauðninni minna á álfaslóðir og dularfull æfintýr. Og morgunsólin vekur! Þótt 10 stiga frost sje úti, þá er hlýtt i tjöld- um. Úr tjaldstað sjest yfir Eyjafjalla- jökul og Goðalandsjökul í suðri. — Hekla gnæfir við hiinin í norðri, en bak við skína bungur Hofsjökuls og Langjökuls. Við liafsbrún sjást fiskiskip, en Suðurlandsundirlendið er sveipað hrímþokuslæðum. Skamt frá tjaldstað er góð æfinga- brekka, námskeiðsfólkið raðar sjer þar til morgunleikfimi. Síðan eru skíðaæfingar. Þær eru sniðnar eftir þörfum þeirra, er ferðast vilja i bröttum fjöllum. Skíðaíþróttin er jafn nauðsynleg fjallamönnum og sundíþróttin sjó- mönnum. Fyrir fjallaman’ninn og skíðakepp^ andann gilda ekki söniu reglur. í fjöllum er það örygyið, sem mótar kensluna. Fyrir keppni í lagðri braut er aðalatriðið hraðinn, stíllinn og „punktarnir". Skíðaíþróttin er nú kend með vísindalegri nákvæmni, ferðatæknin hefir þroskast jafnhliða keppendatækninni, en hjer á landi hefir ferðatæknin verið iðkuð minua. Aðeins örlítið er til af nauðsynlcg- ustu tækjum fyrir slíka kenslu. Nauðsynlegustu tæki eru: Sleðar ísaxir, fjallalínur og ísfleygar. Fjallamaðurinn þarl' að geta farið á skíðum í erfiðum fjöllum með 20 kg. þungan bakpoka, rent sjer bund- inn í línu (15 m. milli manna), hann verður að liafa það mikið vald á skíðum, að hann geti stöðvað sig á svipstundu, ef einhver fjelaganna fellur í jökulsprungu. Fjallamenn þurfa að kunna að mat- reiða, sameiginlegur miðdegismatur í tjaldbúðum er inikill og góður, eldamenn og „hjálparkokkar" eru skipaðir fyrir livern dag og þeir áiíta heiður sinn í veði, ef þeir skemma matinn. Þetta sama fólk get- ur haft það til, að dæma matsölu- húsin í borginni, en uppi við Tinda- fjallajökul er spurningin: „Get jeg gert betri mat, þegar þar að kemur?“ Allir læra að fara sparlega með vatnið, þegar það er brætt úr ís á prímus. Á eftirmiðdögum er farið í göngu- ferðir og skíðaferðir með linu og ísaxir, tíminn er naumur, svo að ekki vinst tími til að sýna nema lítið eitt af því allra nauðsynlegasta, en þátttakendur læra að nota ísöx- ina og skilja, að hún er ómissandi í fjöllum, einnig broddar og lína. Snjó og ishengjur eru liættulegar og oft ókleifar með höndum einum. Með fleygum má kíifra nærri lóð- rjettan is, en slikt getuni við ekki fengist við, að þessu sinni. Ákveðið var að kenna byggingu snjóhúsa. Á ferðalögum mínum i Ölpunum hefi jeg lært, að meta kosti snjóhúsa, bæði snjóborga (íglo) og snjóbyrgja. Á ferðuni okkar um jöklana hjer heima höfum við stund- um notað þau með góðum árangri, án þess þó að treysta á þau ein- göngu; víst er, að betur þolir maður frost í snjóhúsum en tjaldi. í 27 gráða frosti reyndum við þetta eitl sinn, tjaldvistin var þá óþægileg. t snjóborg var allgott að vera, en í byrginu var þá vel heitl. Réttnefni „Eskimóaiglo“ er snjó- borg (samánber fjárborg, hlaðna á ískristallar á hámjpu Tindafjalla- jökuls. sama hátt úr liellum), smærri hús eða gryfjur er þó rjett að kalla byrgi. Allir vita, hvernig snjóborg lítur út og hvernig hún er byggð í höfuð- atriðum. En enginn byggir borgina vjett nema með töluverðri æfingu, 5 samæfðir menn geta bygt 12 manna borg á 60—75 minútum, en 4 menn geta bygt byrgi fyrir sig á 25 mín- útum. Byrgin, sem kent var að byggja, voru samskonar og notuð eru í Skandinavíu og Ölpum fyrir her- íhenn og ferðáfólk. Þau skal byggja með skíðuni eingöngu, fyrir borgir þarl' sveðju eða stunguskóflu (helsl hvorttveggja). Byrgi fyrir 4 er 1% meter á alla vegu að innan - fyrir grant fólk nægir 1 meter breidd. - Byrgið er að % leyti grafið ofan í fönnina, 1 djúpri jökulsprungu. og er setið i þeim 2 og 2 hlið við hlið — eru þau því líkust því, sem 2 tveggja manna setbekkjum sje snú- ið saman, þannig að hnjen neini saman. 1 par skíða er notað i livort sætið, en hin tvö pörin - ásaml skíðastöfum — eru notuð sern á- rcfti ofan á lága veggi, er hlaðnir eru úr köglum þeim, er koma upp úr gryfjunni, skíðin langsum, staf- irnir þversum. Öfan á reftið eru svo breidd skiðasegl, stormjakkar eða þessháttar, svo þakið með snjó. Byrgi þessi eru ekki eins þægileg og snjóborgin, en heitari, sökum þess að rúmmálið er minna. Hinsvegar, ef snjóborg er einangr- uð með niðurgröfnum inngangi, og þegar ln'in er hituð upp nieð eld- færi, þá þjettist hún, sökum þess, að loftþjett íshúð myridast á vegg- Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.