Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1940, Qupperneq 11

Fálkinn - 26.04.1940, Qupperneq 11
F Á L K I N x\ 11 □scar Glausen: Prestur og grenjaskytta. Kvennadálkurinn. FALLEG LOÐKÁPA. Bæði pardusdýraskinn og hljebarða eru ágæl í loðkápur, flekkótta skinn- ið fer vel við sterka liti og sömu- leiðis ýnisa aðra liluti, eins og t. d. ullarvettlinga, leðurstígvjel og jiykka sokka. En þetta eru voða dýrar flíkur. SETJIST VAHLEGA! Þessi kjóll virðist eingöngu vera sniðinn fyrir standandi veislur, það er varla vandalaust að setja sig nið- ur, án þess að „gardinurnar" fari eitthvað úr lagi. Hehnesþergar, hljómsveitarstjóri óperunnar í Wieii fjekst talsvert við tónsmíðasamningu og hafði m. a. einu sinni samið kvartett fyrir strok- hljóðfæri. Bíddu nú hægur, sagði vinur hans, sem hlustaði á tónsmíðina. Þú hefir stolið fyrsta kaflanum frá Mozart. — Gat jeg valið mjer uokkurn betri? svaraði Helmesberger. Séra Magnús Ölafsson var prestur i Bjarnanesi í Hornafirði, i 44 ár fyrir og eftir aldamótin 1800. Iiann var fæddur í Haga á Barða- strönd og var sonur Ólafs sýslu- manns Árnasonar og Halldóru Teits- dóttir, en þau Voru alræmd fyrir harðdrægni og svíðingshátt. Auður þeirra fór illa, og var jiað trú manna, að einhver bölvun hafi verið yfir þeim hjónum og reitum þeirra. Af Ólafi sýslmanni i Haga fór betra orð en af Hallóru konu hans. Hann var fríður sýnum og nettmenni, gáf- aður og góður þeini, sem flýðu und- ir skjól hans, en harðdrægur með afbrigðum í öllum fjármálum; reynd- ar var þar áhrifum konu hans kcnt eins mikið um. Ágengi hennar átti sjer ekkert hóf, og er sagt að hún hafi spilt inanni sínum mikið. Þau urðu vellauðug, en þó urðu það ör- lög sýslumannsfrúarinnar, að deyja blásnauð undir ömurlegustu kring- umslæðum. Það er sagt, að hún hafi dáið í litlum kotbæ, klædd rifnum hempugarmi, liggjandi á reiðings- torfu og þegar talað var um auð þeirra hjóna, hafi margur minst hins gamla málsháttar: „Tllur fengur illa forgengur.“ — Séra Magnúsi er lýst þannig, að hann hafi verið mesti áhugamaður og kjarkmikill, en verið eins mikið gefinn fyrir almenna líkamlega vinnu, eins og andlega hluti, enda gekk hann að allri vinnu eins og hver annar verkamaður. Hann var líka besta skytta eftir þvi, sem þá gjörðist. Á þeim árum var mikill dýrbítur, svo að refir voru svo nær- göngúlir, að jieir drápu fé manna, hrönnum saman, heima við bæ. Var þá það ráð tekið, að eitra fyrir ref- ina og svo voru þeir veiddir í dýra- boga, en mest kapp var lagt á það. eins og nú, að leita að grenjunum og reyna að skjóta bæði dýrin áður en yrðlingarnir kæmust á legg. — Þá áttu fáir menn byssur, og því voru þeir, sem slík verkfæri áttu, sóttir langar leiðir til þess að vinna grenin, þegar þau fundust. Sira Mágnús var einn þeirra fáu, sem fóru með byssu í þá daga, enda var liann afbragðs skytta. Var hann því oft fenginn til þess, að vinna greni og sóttur langar leiðir að, i því skyni. Eitt vorið fanst greni á Viðborðs- dal og var síra Magnúsar vitjað til þess, að skjóta dýrin. Það var á hvitasunnumorgun, að maður kom til Bjarnaness og vakti prestinn með þessum frjettum. Prestur klæddi sig í skyndi og kom út um bæjardyrn- ar og var komumaður þar fyrir. Það var óðagot á sira Magnúsi og varð jiað nú jafnsnemma, að prestur signdi sig og spurði um grenið, og er sagl, að sá formáli hafi verið á þessa leið: í nafni föður og sonar, — hafið þið fundið tófu, nú vantar mig hestinn minn, — og heilags anda, — vetli«gana“. — Það var nú að velja á milli grenisins og guðs- hússins, þvi auðvitað átti prestur að eúibætta í Bjarnanesi þennan stór- hátíðisdag. Síra Magnús valdi og fór, án nokkurrar tafar, með sendimanni, til þess að vinna grenið. Honum hepnaðist það vel og skaut hann bæði dýrin þegar eftir að hann kom að greninu. Svo sneri hann jafn- skjótt við aftur og var kominn upp i stólinn i Bjarnarneskirkju um nónbilið þennan dag, en hart hefir hann orðið að riða, liar sem jietta mun vera 3 tíma reið hvora leiðina. Eins og áður var getið, var sira Magnús ineir hneigður til verald- legra hluta, en andlegra, enda var hann bumaður góður, en ekki Jióttu ræður hans merkilegar. Það kom stundum fyrir þegar liann var i stólnum og prjedikaði, að tilvitnanir hans í Jiá heilögu bók, biblíuna, voru ekki alveg rjettar. Einu sinni var aðkoinuprestúr við kirkju hjá honum og vitnaði l>á séra Magn- ús í Sírak, cn ]iað var ekki rjett. Aðkomupresturinn greiii fram í fyr- ir honum, leiðrjetti hann, og sagði „Zophonias". — Þá hjelt sira Magn- ús áfram og bælti við: ,,.lá, fyrst Zophonias sagði Jiað, Jiá er liað rjett". Einu sinni kom Jiað l'yrir, í prest- skapartið síra Magnúsar, að engin sigling koin i 2 ár, í ])á kaupstaði sem Austur-Skaftfellssýsla náði til, en þá frjettist að vöruskip væri kom- ið á Eskifjörð. Vöruvöntun var orðin tilfinnanleg og m. a. hafði ekki feng- isl járn, svo að allir hestar urðu að ganga járnalausir og treystu menn sjer þvi ekki að leggja upp i svo langa ferð, með alla hesta berfætta. Síra Magnús lagði samt af stað og einn eða tveir bændur með hon- um og ætluðu alla leið austur á Eski- fjörð. Þegar þeir voru komnir austur undir Almannaskarð, vildi prestur stansa þar. Þar fóru þeir af baki og sleptu hestunum, en prestur lagðisl fyrir og hjeldu þeir, sem með hon-. um voru, að hann hefði sofnað stundarkorn. Svo reis hann alt í einu upp og sagði: „Bara sko til (það var orðtak hans) nú sje jeg ráð til að járna hestana, við skulum taka kirkju járnið, j)að get jeg fengið aftur jafn- gott“. Þeir sneru svo aftur heim og þegar þangað kom, tók prestur kirkjujárnið og smíðaði úr því hesta- járn, en Jiau dugðu undir hestana, sem þeir Jnirftu ineð i ferðina. — Þeim gekk síðan ferðin ágætlega Það var almenn trú manna, að draugur fylgdi sira Magnúsi og ef til vill einhverjum afkomendum hans, og átti það að vera stúlka afturgengin, sem Oddrún lijet, en þessi saga er sögð um upphaf fylgju þessarar. — Þegar Magnús var í skóla hafði hann kynst Oddrúnu þessari og hafði hún sótt mjög fast eftir honum og þau trúlofast, en hann svikið hana. Þá hafði Oddrún hótað honum að fyrirfara sjer og ganga aftur, en Magnús ljet sjer ekki segjast við hótanir hennar og gjörði hún þá alvöru úr þessu. En áður en hún fyrirfór sjer, klæddi hún sig í alt brúðarskartið, sem hafði verið mjög skráutlegt í þá daga, og í þeirri „munderingu“ var draugurinn altaf, þegar fólk þóttist sjá hann í fylgd með síra Magnúsi. — Oddrún hafði átt marga skartgripi úr silfri og því hringlaði altaf i draug þessum eins og síldum hesti Jiegar hann var á ferð, og svo þóttust sumir sjá lýs- andi geisla út frá henni Jiegar hún var á eftir presti. — Svo var trúin á draug þennan mögnuð, að því var alment trúað, að Oddrún liafi verið orsök í dauða þriggja sona prests- ins, sem allir fórust vofeiflega. Síra Magnús á Bjarnanesi varð bæði langlífur og lengi prestur. Hann var prestur i 58 ár og var orð- inn 88 ára gamall þegar hann dó, 14. október 1834, en þá var hann enn ern og hafði góða sjón. 1 prest- skap sínum skírði hann 384 börn, fermdi 199 unglinga, gifti 76 lijón og söng yfir 354 likum, en ekki er þess getið hversu mörg tófugreni hann hafi unnið á æfinni, en þau voru máske mestu afrek hans1). O Með hliðsjón af Lbs. 1585 8to og Prœ. II. DROTNINGIN ME« GASGltÍMU. f Englandi bera nú flestir gas- grímur sínar á sjer, lil þess að vera við öllu búnir. Hjer er Elísabet drotning með sína grimu — i tösku. GORT HERSHÖFÐINGI hæstráðandi enska hersins í Frakk- landi, sjest hjer á myndinni. Það er einkum talið honum að kenna, að Hore Belisha hermálastjóri varð að vikja úr ensku stjórninni. Darwin hjelt þvi fram, að sumar jurtir hefðu sjón og ýmsir ágætir grasafræðingar liafa stutt jiessa ti 1- gátu. Þannig segir indverskur jurta- fræðingur þessa sögu: Jeg sat á svölunum hjá mjer, en þár vaxa vafningspurtir upp með stoðunum. Margir af klifurþráðunum hjengu út fyrir handriðið, og nú sá jeg að nokkrir þeirra teygðu sig þangað. sem fóturinn á mjer var, og eftir klukkutima höfðu Jieir vafist um fótinn. Þetta skeði snemma morg- uns, og þegar jeg sagði konunni minni frá því, einsettum við okkur að gera tilraun. Þegar við komum út á svalirnar höfðu klifurþræðirnir vafist um handriðið á ný, en eftir að við höfðum sett upp skaft skaml frá handriðinu leið ekki á löugu, þangað lil þræðirnir fóru að teygja sig þangað. Eftir tvo tíma var skaft- ið umvafið klifurjiráðum. Skaftið var undan birtunni og liessvegna er því ekki til að dreifa, að jurtin hafi leitað á Ijósið. (Neivs Review, LoncionJ

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.