Fálkinn - 31.05.1940, Síða 3
F Á L R I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar: Skúli Skúlason.
Ragnar Jóhannesson.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Aðalskrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0.
Skrifstofa í Oslo:
A n 1 o n Schjötsgade 14.
Blaðið kemur út hvern föstudag.
kr. 5.25 á ársfj. og 21 kr.. árg.
Erlendis 28 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Aufflýsingaverð: 20 aura millim.
HERBERTSprení.
Skraddaraþankar.
Því er haldið fram, að sannleik-
urinn sje ekki nema einn í hverju
máli, og yfirleitt fallast dauðlegiv
menn á þessa kenningu. „Aut est aut
non est, tertium non datur“ — ann-
aðhvort er það eða er ekki, hið
þriðja er ekki til — segir latneska
orðtækið.
En Albert Einstein hefir snúið
þessu i villu, að því er hið áþreifan-
lega snertir, með afstæðiskenningu
sinni, og margir hafa reynt að snúa
því í villu, bæði undan honum og
eftir, hvað liið huglæga snertir. Um
jafn merkt undirstöðuatriði og það,
hvort jörðin snúist, segir Einsteinn:
„Hún snýst og hún snýst ekki —
alveg eftir þvi hvaðan á það er lit-
ið“. Og þess vegna er ekki furða,
þó að menn greini á um, hvað sann-
leikur sje, i þvi sem minna varðar.
Menn greinir á um menn og mál-
efni, ekki vegna þess, að maðurinn
og málefnið sje ekki það sama i
eðli sínu, heldur af því, að áhorfend-
urnir líta á það, af mismunandi sjón-
arhól. Hluturinn breytir ekki um lit
þó að hann sýnist blár, ef litið er
á hann gegn um blátt gler og ekki
stækkar hann þó hann sýnist stærri
er hann færisl nær. Það þykir mik-
ill viðburður í Reykjavík, ef tuttugu
menn farast á íslensku skipi, en ef
skipið er útlent og ferst í Norður-
sjónum, er fregnin gleymd á morg-
un. Alt er undir viðhorfinu komið
- það litar, það stækkar og smækk-
ar, þó að hluturinn eða atburðurinn
sje óbreyttur og sá sami.
Það er oftast afstaða einstaklings-
ins, til þess sem er að gerast, sem
ræður áliti hans. Sagan segir, að
tveir menn sjeu skapaðir alveg eins,
hvorki á sál eða líkama, og því er
ekki að furða, þó að skoðun tveggja
manna verði sjaldan eins. Skoðanir
einstaklinganna, álit og dómar hljóta
að mótast af þeirra eigin manni, og
það í þeim mun meira mæli, sem
einstaklingurinn hefir fengi tækifæri
lil að þroska sína eigin liugsun og
mynda sina eigin skoðun, án áhrifa
frá öðrum. Greindir menn, sem alist
hafa upp í fámenni, verða oft sjer-
vitrir, sem kallað er. Þeir hafa bygl
upp sína sjónarhóla án áhrifa frá
öðrum, eða við svo einræn áhrif,
að þeir verða einrænir sjálfir. Þeir
sverja við orð þess eina meistara,
sem þeir þekkja og vitna í meistara
Jón, eða l>eir vitna bara i sjálfa sig.
En þeir, sem eigi hafa tamið sjer
að hugsa, verða hlúti úr múgsálinni,
sem láétur aðra hugsa fyrir sig 'og
ráða gerðum sínum. Og það er oftast
undir ytri ástæðum komið, hvar
þessir einstaklingar lenda.
91
4l
Of
Mannfjöldinn við 'Leifsstyttuna á síðasta sjómannadegi.
Sjómannadagurinn
sóma eins og Örn Arnarson
segir:
Þegar liætt reynist för,
þegar kröpp reynast kjör,
verpur karlmenskan íslenska
bjarma á hans slóð.
Þessvegna má íslenska þjóðin
ekkert ógert láta, sem í hennar
valdi stendur, til að bæta kjör
og öryggi sjómanna sinna.
Dagskrá Sjómannadagsins verð-
ur að þessu sinni nokkuð á annan
veg háttað en undanfarin ár, og
og mun það stafa af því, hversu
margir sjómenn verða nú fjar-
verandi.
Að þessu sinni fellur t. d. lióp-
gangan niður, en liún hefir verið
afburða fjölmenn undanfarin ár.
Þá getur heldur ekki orðið af
kappróðrinum.
En þrátt fyrir það er fyrirhug-
uð dagskrá hin myndarlegasta.
Hátiðisdagurinn hefst kl. 8 ár-
degis með því, að öll íslensk skip
á höfriinni draga fána að hún.
Sjómannablaðið kemúr út fjöl-
breytt þennan dag og merkja-
sala verður á götum. Þá ber að
geta þess, að forstöðunefnd Sjó-
mannadagsins gefur út snoturt
kver, sem Sjómannasöngvar
nefnist.Eru það ljóð, sem hárusl
í verðlaunasamkeppni i fvrra og
hefst bókin á verðlaunakvæði
Magnúsar Stefánssonar, íslands
Hrafnistumenn. Alls eru þarna
kvæði eftir 32 höfunda og mun
marga fýsa að lesa kverið. Meist-
ari Vilhjálmur Þ. Gíslason liefir
sjeð um útgáfuna og er frágang-
ur kversins hinn snotrasti.
Kl. 9.30 er sjómannamessa.
Sigurður Einarsson docent prjed-
ikar og verður athöfninni út-
varpað.
Kl. 13.30 safnast sjómenn
við Leifssstyttuna. Biskupinn,
herra Sigurgeir, minnist drukkn-
aðra sjómanna og verður þögn
i eina mínútu að því loknu.
Frh. á bls. 14.
June-Munktell bikarinn.
Oft hefir mikið á þvi oltið, að
íslenskir sjómenn geri skyldu
sína, enda liafa þeir aldrei brugð-
ist þvi trausti, sem þjóðin liefir
borið og ber til þeirra. Sjaldan
reynir eins á sjómamlastjettina
og á stríðstímum. Giftusainlega
liafa íslenskum sjómönnum tek-
ist siglingar um hættusvæði, það
sem af er þessum ófriði og er
brennandi ósk allra landsmanna,
að svo megi enn verða. Og það
er áreiðanlega með heilum hug
og einlægu hjarta, sem allir
íslendingar hylla sjómannastjett
sína á hátíðisdegi liennar, sem
að þessu sinni verður haldin n.k.
sunnudag. Þvi miður geta ekki
allir sjómenn verið viðstaddir há-
tíðaliöldin þennan dag, fremur
en áður. Þjóðin þarf að fá bjarg-
ir sínar aðfluttar og sjómenn-
irnir geta ekki slegið slöku við
einn einasta dag. Fjöldi skipa
verður í hafi á sjómannadaginn,
eða i höfnum framandi þjóða.
En allir munu þeir hugsa lilýtt
heim þennan dag og áreiðanlega
verða það eigi óhlýrri kveðjur,
sem þeim verða sendar hjeðan
að heiman, Vjer vitum öll, live
mikið við eigum þeim að þakka,
og vitum, að íslenski sjómaður-
inn er þjóð sinni allsstaðar lil