Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1940, Síða 4

Fálkinn - 31.05.1940, Síða 4
4 FÁLKINN Chaplin. m Niðurl. ÞaS var í fyrsta siiini áriö 1903, aö gerð var kvikmynd, seni fól í sjer söguþráð. Fram aS þeim tíma var ekki um að ræða nema frjetta- kvikmyndir, náttúrukvikmýndir og svo myndir með allskonar upp- fundnum, brögðum, sem vöktu hjá fólki ótta og eftirvæntingu i senn. Það var kvikmyndastjóri hjá am- eríska kvikmyndafjelaginu Edison, Edwin S. Porter að nafni, sem fyrst- ur bjó til kvikmýnd, sem hafði sögu- þráð og stígandi og ákveðinn endi. Mynd þessi hjet „Hið mikla járn- brautarrán". Þessi kvikmynd varð mjög vinsæl og l)enti kvikmyndun- um um leið inn á þá braut, sem þær síðan hafa gengið. Öndvegislönd kvikmyndanna i Ev- rópu voru lengi framan af: Frakkl., Danmörk og Ítalía. Ítalía varð fræg- ust fyrir kvikmyndina „Quo Vadis'* árið 1913. í Danmörku voru gerðar margai' kvikmyndir, sem náðu heimsfrægð. Það var kvikmynda- stjórinn Ole Olsen, sem gerði Dan- mörk fræga með kvikmyndum sín- um. íslenskir kvikmyndavinir munu minnast hinnar heillandi dönsku kvikmyndaleikkonu Ástu Nielsen, sem ljek aðalhlutverkið i mörgum myndum Ole Olsen. Fyrst framan af, eins og raunar enn, var aðaláherslan lögð á að búa til kvikmyndir, sem best voru falln- ar til að græða á. Eins og gefur að skilja var kvikmyndasmekkur mann ; í þá daga ekki eins þroskaður eins og nú á dögum. Það var tæplega lit- ið á kvikmyndirnar, sem listrænt fyrirbrigði. Það þótti fyrst framan af tæplega sæmandi „finu fóíki" að sækja kvikmyndahús. Hins vegar kom það víst oft fyrir, að þetta fína fólk blótaði á laun og fór á sýningar Ilarald Lloyd. Kvikmyndir og nútímamenning eftir Skúla H. Magnússon. likt eins og þegar heldri nianna syn- ir I þá daga fóru á stefnumót við alþýðustúlku. En hvað um það. Kvik myndirnar stóðu líka i þá daga list leikhúsanna langt að baki. Mynd- irnar, sem gengu best, voru myndir með nöfnum eins og „Úr undirdjúp- uniim", „Sodoma", „Dæmdur til glötunar", „Frá skuggahlið lífsins" o. s. frv. Sem dæmi um það, hve gengið var langt í þvi að gefa kvik- myndunum eitthvað sláandi nafn var að söngleikurinn „Tosca", sem Norð- menn kvikmynduðu, gáfu þeir nafn- ið „Hið volga lík". Shirley Temple. „Nordisk Filmskompagni", sem öle Olsen veitti forstöðu græddist vel Ije. Það fann lílca köllun hjá sjer lil þess að nota eitthvað af Jjessu fje til að búa til góðar listrænar myndir. En þau undur gerðust, að þessar myndir urðu einnig góð yerslunarvara. Kvikmyndir eins og „Niður með vopnin" eftir skáldsögu Bertha von Stuttner og „Byltingar- brúðkaupið" eftir Sophus Michaelis gáfu hluthöfunum milli 50 -60% ágóða. Nokkru fyrir stríð fara að koma frá Ameriku kvikmyndir, sem þóttu nokkuð nýstárlegar. Það voru kvik- myndirnar, sem enn í dag eru kend- ar við „hið vilta vestur". Þær fjellu almenningi vel i geð og urðu skæð- ur keppinautur evrópiskra kvik- mynda, sem fram að þessu höfðn verið einráðar á heimsmarkaðinum. Kvikmyndafjelög Evrópu reyndu að sigrast á þeim með Jiví að búa til kvikmyndir i sama stíl með „cow- boys“, kúasmala, í aðalhlutverkinu. Auðvitað voru myndirnar látnar ger- ast í „hinu vilta vestri", sem var heimatilbúið i kvikmyndunarstöðv- um Evrópu. En þetta dugði ekki til. Fólk tók hinar amerísku kúasmala- myndir fram yfir jiær, J^vi hefir ef- laust fundist jiær ósviknari. Þessar kvikmyndir ruddu veginn fyrir am- erískar kvikmyndir inn á heims- markaðinn. Engum lifandi manni hafði dottið það i hug, að höfuðból kvikmynd- anna ætti eftir að liggja í Ameríku. Lengi framan af stóð amerísk kvik- myndagerð mjög að baki evrópislu- ar kvikmyndagerðar. Franskar, ensk- ar, ítalskar, þýskar og danskar kvik- Gi'ace Moore. hans. Hann reyndi árangurslaust að hindra Jsetta. Fjórir bræður, sem áttu í samein- ingu reiðhjólaverslun, tóku alt í einu upp á j)vi, að opna kvikmyndahús, sem gat tekið 100 áhorfendur. Þeir taka sjer einnig fyrir hendur, að búa til kvikmyndir ag leigja jiær út. Þessir bræður eru nú vel þektir undir nafninu Warner Brothers. Margt fleira ójsekt fólk fer að fásl við kvikmyndirnar. Eins og l. d. William Fox eða Fuch, sem var bans upprunalega nafn. Hann varð ungur, að bjarga sjer sjálfur með því að selja ofnsvertu og Kínalífs- elixír. Með aðstoð sjónhverfinga- manns lokkaði hann fólk inn i hið litla og dinnna kvikmyndahús sitt í New York og það leið ekki á löngu þangað til hann álti lylft slíkra húsa viðsvegar um borgina. Svipaða sögu eiga að baki sjer flestir núverandi auðjötnar hinna stóru amerísku kvik myndafjelaga. Samuel Goldfisch, sem seinna tók sjer nafnið Sam Goldwin var farandsali. Louis Mayer var pólskur flóttamaður. Þeir eru nú eigendur hins víðkunna kvikmynda- fjelags: Metro Goldwin-Mayer. Ad- olph Zukor aðaleigandi Paramount kvikmyndafjelagsins, strauk 10 ára gamall frá fæðingarbæ sínum Risce í Ungverjalandi með einn dollar í vasanum til |)ess að freista gæfunnar i Ameriku. Þannig mætti lengi telja. Hin fyrstu ár svipar ameriskri kvikmyndagerð ekki að svo litlu leyti til stigamannasjónleika, eins og við þekkjum l)á besta í amerískum kvikmyndum nú á dögum. Fyrst í stað voru notaðar heiðarlegar að- ferðir í samkeppninni milli keppi- nautanna. 1909 breyttist þetla skyndi lega Jiegar Edison-fjelagið og Vita- graph og Biograph- fjelagið gera með sjer samband og ákveða að ná teinokun í kvikmyndaframleiðslunni Jmeð því að kúga alla smærri kvik- mimyndaframleiðendur til að hætta að búa til kvikmyndir, nema með þeirra leyfi. Þeir tóku sjer til fyrirmyndar Rockefeller og Morgan, sem nieð harðri hendi og oft í trássi viö lögin hömruðu saman Olíuhringinn og stálhringinn. Það leit út fyrir, að þessum fjelög- um ætláði að takast að leggja undir sig alla kvikmyndaframleiðsluna. Edison-fjelagið bjó til megnið af öll- um kvikmyndatækjum og Eastman stóð J)eirra megin og hótaði að selja ekki hrá-filmu til annara en þeirra, sém tilheyrðu kvikmyndahringnum. William Fox, Carl Laemmle og Warn erbræðurnir neituðu að ganga kvik- myndahringnum á hönd. Fox stofn- aði sitt eigið fjelag, Laemmle skipu- lagði fjelagsskap með hinum óháðu kvikmyndaframleiðendum „Inde- pendent Motion Picture Comp." Þetta varð upphaf kvikmyndastríðs- ins, er stóð alt til 1915. Hinir óháðu kvikmyndaframleiðendur voru hvergi óhultir með upptöku kvilcmynda sinna fyrir njósnurum og skemdar- vörgum frá kvikmyndahringnum. Stundum notuðu Jjeir skýkljúfa New York borgar við upptöku kvikmynd- anna. Eitt sinn varð Laemmle að flýja með kvikmyndaleikkpnuna Mary Pickford alla leið til Cuba, eltur af móður hennar, mönnum frá kvik- myndahringnum og lögreglunni. Þetta kvikmyndastríð varð óbein- linis orsök þess, að Hollywood varð höfuðból kvikmyndanna. Hollywood Norma Shearer. myndii' voru seldar lil Ameríku i stórum stíl. í skjóli verndartolla tókst að gera ameríska kvikmynda- gerð arðberandi og afla henni mark- aða innanlands. Ástandið í amer- ískri kvikmyndagerð var síður en svo skemtilegt um Jiessar mundii'. Upphafsmenn kvikmyndanna þar höfðu alls ekki gert sjer grein fyrir hinni miklu framtíð Jjeirra. — — Edison gamli, sem tahti sig hafa fundið upp kvikmyndirnar var arg- ur yfir því, að allskonar fólk, vafa samt í hans augum, var að reyna að gera sjer mat úr kvikmyndatækjum Greta Garbo.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.