Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1940, Page 4

Fálkinn - 19.07.1940, Page 4
4 F Á L K I N N Sigurður Krisijánsson, Húsavík: ÖRÆFAFERÐ MEÐ FJALLA-BENSA. Kannist þið nokkuð við Fjalla-Bensa? Sennilega mörg ykkar, einkum Norðlendingar. En sögur um atburði úr æfi hans hafa miklu víðar borist en um Norðurland, því að það er Fjalla-Bensi, sem er söguhetjan í bók Gunnars skálds Gunnarssonar, „Aðventu“. Fullu nafni heitir Fjalla-Bensi Benedikt Sigurjónsson, en hann hefir svo lengi fengist við fjöllin, að hann hefir fengið viðurnefni dregið af þeim. Hjer segir Sigurður Kristjánsson á Húsavík frá öræfa- ferð með þessum merkilega manni. fíenedikt Sigurjónsson (Fjalla-fíensi). Allir íslendingar þekkja sögu Fjalla-Eyvindar, liins ofsótta út- laga, sem leitaði á náðir islensku öræfanna og fann þar griðastaði sjer og lconu sinni, Höllu. Flestir munu einnig kannast við Fjalla-Bensa, manninn, sem vetur eftir vetur hefir farið einn sins liðs fram á öræfin, til þess að leita liinna týndu sauða, og bjarga þeim. Manninn, sem er sögulietjan i bók Gunnars Gunn- arssonar, „Aðventa“. Nú seinast siðastliðinn vetur fór Bensi, 62 ára gamall, í fjárleit á öræfin. Nú á siðari árum eru öræfi landsins farin að draga til sín fleira fólk í ferðalög. En það eru oftast sumarferðalög á bíl- um, i stórum hópum, og æði ólik baráttu „Fjalla“-mannanna við vetrarógnirnar. Þessi ferðalög opna þó augu manna æ betur í'yrir fegurð og tign öræfanna, og frá þeim eiga margir ýmsar af sínum dýrmætustu minningum. I fyrrasumar fóru ferðafjelög- in á Akureyri og i Húsavik sam- eiginlega skemtiferð í Herðu- breiðarlindir. Var Benedikt Sig- urjónsson — Fjalla-Bensi — sjálf- kjörinn leiðsögumaður í þeirri l'erð og um leið lirókur alls fagn- aðar. Leiðsögn Bensa og frásagnir í sambandi við ýmsa staði á öræfunum, ásamt því að skoða breysi Fjalla-Eyvindar i Herðu- breiðarlindum, fanst mjer gera þetta ferðalag að meira en venju- legri skemtiferð. Mjer fanst jeg skynja mátt, tign og fegurð ör- æfanna, ekki einungis í sólbað- aðri dýrð sumarsins, beldur einn- ig i frostglitrandi fannkufli, eða i snækófi vetrarstórliríðanna. í þessari ferð voru 76 þátttak- endur og var ekið á bílum, fyrst til Mývatnssveitar, norður með vatninu að austan til Reykjalilíð- ar og þaðan austur i gegnum Námaskarð. Taka þá við Mý- vatnsöræfin, og var ekið austur í gegnum þau, að Hrossaborgar- b'ndum, sem eru skamt vestan við Jökulsá. — Var þar tjaldað fyrstu nóttina. Eftir að menn liöfðu snætt kvöldverð, komu allir út úr tjöld- unum. Varðeldar voru lcveiktir. Sagðar voru sögur og sungið. Að sjálfsögðu var nú skorað á Bensa að segja einhverja sögu frá ferða- lögum sínum um þessar slóðir, og ljet bann til þess leiðast. Jeg gleymi aldrei þessu kvöldi. Það var blæjalogn. Máninn full- ur í hásuðri, beint yfir Hrossa- borginni, speglaðist í silfurglitr- andi vatnsfleti lindanna. Alt í kring bar skarpar brúnir liinna tignarlegu fjalla við kvöldloftið. Og í miðri auðninni á grasflöt- inni við lindirnar, liópur glaðra og syngjandi æskumanna um- bverfis varðeldana. En þegar Bensi hóf frásögn sína var eins og.landslagið skifti um svip. Við sáum hinar enda- lausu fannbreiður og lieyrðum livininn og ýlfrið i hriðinni — stórbríðinni. „Það er þá líklega best að jeg' segi ykkur frá þvi, þegar jeg varð sauðaþjófur“, hóf Bensi frá- söguna. „Nú eru liðin mörg ár síðan. Það var í einni af vetrarferðum mínum. Jeg var búinn að ganga langt suður fyrir Herðubreið — suður í Hvannalindir — og hafði fundið tvær kindur. Færðin var afleit, svo að jeg hafði verið leng- ur á leiðinni en jeg bjóst við. Var því nestið farið að minka. Jeg bjelt svo norðureftir aftur með kindurnar. En brátt fór að snjóa og svo fór að hvessa á norðan. Innan skannns var kom- in iðulaus stórhríð. Degi var nú tekið að halla, svo jeg settist að með kindurnar. Gróf mig og þær i fönn. Ákvað jeg að bíða þar næsta dags í von um, að þá yrði komið skárra veður. Þessi von brást þó, þvi daginn eftir var enn norðan ösku-bylur, svo að varla sá handa skil. Vegna þess, bve íramorðið var orðið í nestispokanum, var þó ekki um annað að gera en að lialda áfram. Jeg lagði því af stað með kind- urnar, með storminn beint í fangið. Þetta var erfiður dagur. — I Grafarlöndum fann jeg fleiri kindur, og það var ekkert á- blaupaverk að koma þeim öll- um áfram, á móti stórhríðinni. Sannast að segja var jeg far- inn að hugsa um að skilja kind- urnar eftir og reyna bara að hafa sjálfan mig lil búsa. En jeg kunni þó ekki almennilega við það að koma heim kindalaus, og verða þó að kannast við að liafa fund- ið kindur. Mývetningum mundi líklega þykja Bensa illa aftur farið, ef liann gæti ekki komið þessum fáu skjátum, sem liann íyndi, beim. Svo að jeg hugsaði með mjer, að annaðhvort skyldi jeg koma kindunum með mjer, eða þá liggja dauður hjá þeim i fönninni. Þeir, sem fyndu ræfl- ana, gætu þá sjeð, að Bensi gamli bafði ekki blaupið frá skepnun- um, sem bann ætlaði að bjarga. Jeg hafði ætlað mjer að ná í sæluhúsið við Jökulsá þennan dag, en sá að það var vonlaust Fjalla-fíensi. í þessu veðri og ófærð. Það var því ekki um annað að gera en að gista í snjónum með fje aðra nótt til. Það er sú versta nótt, sem jeg befi ált um dagana. Jeg borðaði það seinasta af nestinu — það var nú reyndar ekki mikið. Svo gróf jeg gryfju í skafl og lagðist þar niður á milli kindanna. Það fenti fljótt yfir okkur og jeg sofnaði bráðlega. En jeg vakn- aði aftur eftir litla stund, renn- blautur og skjálfandi. Hitinn frá mjer og kindunum bafði brætt svo snjóinn næst okkur, að föt mín voru orðin gegnblaut. Jeg var að reyna að bylta mjer og berja mjer, til þess að halda á mjer hita. Dottaði svolitla stund öðru hverju, en hrökk jafnbarð- an upp aftur bundskjálfandi. Þarna lágum við svo til morg- uns. Hafði þá hríðina birt nokk- uð, en frostið liafði aukist, svo að fötin gaddfrusu utan um mig strax og jeg var skriðinn úr skaflinum. 1 fyrstu gat jeg varla gengið, því að buxurnar voru svo stokkfrosnar, en fljótlega brotn- uðu þær sundur á hnjánum, svo að hnén stóðu ber út úr. Eftir það gekk mér miklu betur að komast áfram. Síðdegis þennan dag náði jeg sæluhúsinu, með fjeð. Jeg átti von á, að bóndinn í Hólsseli, næsta bæ austan við ána, yrði búinn að koma þangað vistum og eldsneyti banda mjer, því að liann vissi um ferðir mínar. En þegar jeg kom inn í kofann, sá jeg, að þangað liafði enginn kom- ið nýlega, og var þar ekkert að bíta eða brenna. Eins og þið fáið að sjá i fyrra- málið, er kjallari undir sæluhús- inu. í honum eru liýstar kindur og hestar. En uppi er þiljað inn- an og eru þar rúmbálkar og eldstæði. Jeg bleypti kindunum inn í kjallarann og fór svo inn uppi. Jeg tók af mjer vetling- ana og var að byrja að þíða ldakann úr hárinu og skegginu, þegar jeg beyrði köll úti. Þegar jeg kom lit, sá jeg tvo menn austan við Jökulsá. Voru það þeir Sigurður bóndi í Hóls- seli og vinnumaður lians. Þeir höfðu meðferðis vistir og eldivið lianda mjer. En ísinn á ánni var á reki, svo að ómögulegt sýndist að komast yfir. Vinnumaðurinn gerði þó til- raun, sem nærri hafði endað með skelfingu. Þegar bann var kom inn nærri liálfa leið, kom alt i einu meiri ferð á ísinn og áður en varði stóð maðurinn á litl- um jaka, sem hringsnerist og barst um leið óðfluga niður gul- gráa, fyssandi ána. .Teg bljóp niður vesturbakkann og Sigurð- ur niður austurbakkann, en við gátum ekkert aðbafst. Jeg vona að jeg þurfi aldrei afínr að borfa á slíkt, eða lieyra önnur eins neyðaróp og maðurinn rak upp, þegar jakinn sigldi þarna niður ána. Okkur virtist að jakinn blyti þá og þegar að molna og mað-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.