Fálkinn - 19.07.1940, Page 5
F A L K I N N
;>
að fara yfir all vatnsmikla á,
Lindá. Gekk það vel með fyrsta
bilinn. En næsti billinn sal fast-
ur í miðri ánni oí> gelck langur
tími í að koma honum upp úr.
Margir urðu að fara út í og vaða.
Bensi var með þeim fyrstu, sem
stökk út í. Bíllinn, sem á undan
var kominn, var látinn hjálpa til
að draga hinn upp úr með vír-
streng. En þegar hann kipti i,
vildi svo óheppilega til, að streng-
urinn kipti fótunum undan
Bensa, svo að liann fjell endi-
langur í ána. En hann var snar
á fætur aftur og lijelt áfram að
hjálpa til í ánni. Að lokum komst
híllinn upp úr og var þá Bensi
spurður, livort honum væri ekki
kall og livort hann vildi ekki
liafa fataskifti. Hann neitaði þvi.
„Það er enginn verri þó hann
vökni. Og jeg Iiefi oft blotnað í
i kaldara veðri en þetta, án ])ess
að lial'a fataskifti. Það er hara
verst með hvitu skvrtuna mina.
Sú hefir fengið fyrir ferðina.“
Við ókum nú í Herðubreiðar-
lindir og var þar tjaldað á græn-
um hökkum vöxnum grasi og
hvannstóði, rjett við jaðarinn á
Ódáðahrauni. Þegar allir höfðu
matast fóru sumir að liugsa til
uppgöngu á Herðubreið. Urðu
alls 15, sem til uppgöngu rjeðust,
undir forustu tveggja Akureyr-
Frh. á bls. ik.
Herðubreið — eitl hið fegursta fjall á íslandi.
urinn að hverfa í strauminn. En
að lokum stöðvaðisl jakinn á
sandrifi, nokkru nær austurbakk-
anum. Manninum tókst að kom-
ast í land, með því að klöngrast
á jaka af jaka. Oft lenti hann
niður á milli, en tókst þó altaf
á einhvern undursamlegan hátt
að klóra sig upp aftur. Og að
lokum stóð hann heill á húfi, en
bjórvotur, á austurbakkanum
aftur.
L>að var nú auðsjeð, að ekki
var viðlil að komast yfir ána,
og jeg gal ekki náð í neilt af
matnum Hólsfjallahangiket-
inu og öllu því góðgæti, sem
Sigurður hafði meðferðis. Jeg
varð að híða i sæluhúsinu eftir
því, að áin yrði fær, því að það
var vonlaust fyrir mig að ætla
að komast alla leið til Mývatns-
sveitar, eins og ég var út leik-
inn.
Það seinasta, sem Sigurður
kallaði til min yfir ána, áður en
liann sneri heimleiðis, var, að
ég skyldi ekki spara þiljurnar i
kofanum, heldur reyna að halda
á mjer liita með þeim.
Þegar jeg kom aftur inn i kof-
ann, tók jeg eftir því, að mig
hafði kalið talsvert á fingrunum
á meðan jeg var þarna á hlaup-
um meðfram ánni, vetlingalaus.
Aður var jeg orðinn dálítið kal-
inn á hnjánum.
Og þá gerðist jeg sauðaþjófur.
.leg tók lamb og slátraði þvi. Jeg
horðaði með góðri list. Verst
þótti mjer að hafa ekki salt.
Jeg varð að hafast við þarna
í sæluhúsinu tvo næstu daga. Á
hverjum morgni kom Sigurður
auslan að ánni til þess að vita,
hvort jeg tórði enn.
Á þriðja degi fór jeg' austur
yfir ána. Jeg get ekkert sagt um
um það hvernig jeg komst yfir,
en heim að Hólsseli komst jeg.
Og þar varð jeg að halda kyrru
fyrir þar til kalið á höndum og
fótum var gróið.“
Bensi þagnaði.
Það var hljótt um stund. Það
var eins og við þyrftum nokkra
siund til að flytjast úr ógnum
vetrarins að varðeldunum i sum-
arhliðunni.
En ýmsir höfðu heyrt að reiml
væri í sælulnisinu, og einhver
spurði Bensa, hvort hann liefði
aldrei orðið var við draugagang
])ar.
„Það get jeg varla sagl“, sagði
Bensi. — „En fvrstu nóttina, sem
jeg var þar í þetta skifti, ætlaði
jeg að sofa í jötunni niðri hjá
kindunum. En rjett þegar jeg
var að festa svefninn, hrökk jeg
upp við þung liögg í jötustokk-
inn. Það var náttúrlega þreifandi
myrkur, og jeg hjelt fvrst að
þetta væru hara kindurnar, að
herja jötuna með hornunum. En
þegar jeg þreifaði fvrir mjer,
komst jeg að þeirri niðurstöðu,
að kindurnar gætu þetta ekki ver-
ið. Þær voru allar svo langt frá
jötunni, og' þegar jeg þreifaði
eftir jötustokknum, þá konm
höggin i hann rjett við hendina
á mjer, án þess þó að jeg fvndi
nokkuð snerta hana. Jeg reyndi
nú að reka þessi högg í burtu
með orðum - og jeg verð að
viðurkenna, að það voru ekki all
hlessunarorð en það har eng-
an árangur. Þegar jeg hafði svo
legið svona um stund og liöggin
hjeldu sífelt áfram, sá jeg, að
mjer mundi ekki verða svefn-
samt með þessu móti, svo að jeg
flutti mig upp og þar varð jeg
cinskis var. Þetta er í eina
skiftið, sem jeg hefi orðið var
við eitthvað mjer óskiljanlegt i
sæluhúsinu.
„Varðst ])ú ekki hræddur við
þessi liögg?“ spurði einhver.
„Hræddur? Nei. En það
fauk í mig yfir því, að fá ekki
frið til að sofa, þvi að jeg var
hæði þreyttur og syfjaður.“
Morguninn eftir ókum við fyrst
austur að Jökulsá og skoðuðum
sæluhúsið. Síðan ókum við í suð-
ur, stefnu á Herðubreið. Þegar
nálgast Herðuhreiðarlindir, þarf