Fálkinn - 27.09.1940, Side 2
2
- NÝJA BÍÓ -
Fáir rithöfundar hafa verið
jafn afkastamiklir og Jack Lond-
on, þessi glæsilegi fullhugi, sem
sóttist altaf eftir æfintýrum og
ljet ekki alt fyrir iirjósti brenna.
Skáldsögur lians eru þrungnar
æsandi spenningi frá upphafi til
enda, án þess að vera ómerkileg-
ir reyfarar. Enn er Jack London
einn hinn víðlesnasti ritliöfund-
ur heimsins.
Kvikmyndin, sem Nýja Bíó
sýnir bráðlega, er gerð eftir
skáldsögu eftir Jack London.
Hún heitir Eldur i Rauðuskógum
(Romance of the Redwoods), og
gerist, eins og' nafnið bendir til í
hinum miklu skógum Ameríku.
Lar gerist myndin og sýnir dag-
legt lif skógarhöggsmannanna,
þessara glaðlyndu og hraustu
pilta, sem eru ástríðuríkir og
æfintýragjarnir, rjett eins og liöf-
undur sögunnar, Jack London
sjálfur.
„Það er fagurt i Rauðuskógum
kvöldið, sem Jed Malone kemur
í atvinnuleit til Wittakers for-
manns, og það er glatt á lijalla
hjá frú Manning, þar sem skóg-
arhöggsmennirnir húa.
Þeir eru að skemta sjer við
bjórdrykkju, og Steve Blake og
Wittaker eru að reyna hvor
þeirra geti staðið lengur á veli-
andi tunnum, án þess að liella
úr ölkrúsum, sem þeir halda á
í höndunum.“
Svona lítur út í húsinu, þegar
Jed Malone kemur að leita sjer
atvinnu og fær hana fyrir at-
beina June, heixnasætunnar. Sá
lcunningsskapur leiðir til ástar
og trúlofunar. Þeir Jed og Steve
verða virktavinir, en þó verður
Steve fyrir vonbrigðum, þegar
hann frjettir trúlofunina. En
hann hristir það af sjer og lieiml-
ar að þeim sje haldin vegleg
veisla, hjónaefnunum. Svona er
Steve.
En skuggi fellur á. Jed verður.
fyrir sögunarvjel og deyr. Það
er mikið áfall fyrir bæði June og
Steve. En myndin er ekki þar
með búin. Ógurlegur eldur brýst
út i Rauðuskógum, og allir vita
hvað er í liúfi þegar skógareldar
geisa og eira engu lifandi.
Helstu hlutverkin eru þannig
skipuð:
Steve Blake . .. Charles Bickford
June Martin......Jean Parker
Boss Witaker .... Alan Bridge
Jed Malone .... Gordon Oliver
M>mdin er frá Columbia Film.
ttbreiðið Fðlkann.
- GAMLA BÍÓ -
sem var sannfærður um, að
Douglas hefði hæfileika til leik-
listar. Og fór svo að hann lagði
út á listamannabrautina og hef-
ir leikið fjölda af lilutverkum og
átt frábærum vinsældum að
fagna. —
Af öðrum leikurum má nefna
Ina Clair og Bela Lugosi, sem
altaf hefir leikið illmenni þang-
að til í þessari mynd, og kveðst
hann verða þeirri breytingu feg-
inn. Leikstjórnina hefir Ernst
Lubitscli haft með höndum.
Lew Ayres.
Kvikmyndafjelögin leita stöðugt
að nýjum leikurum og einn af þeim
nýrri er Lew Ayres.
Þegar í bernsku dreymdi hann
um leikfrsagð, en átti lengi erfitt
með að vekja athygli leikstjóranna
á sjer. Þá tóic hann það ráð að eyða
Öllum sínum peningum í fin föt, og
er sagt, að það hafi dálítið hjálpað
honum af stað, hversu mikill sund-
urgerðarmaður hann var í klæða-
hurði. En þegar hann toks fjekk
sæmilega atvinnu var hann orðinn
svo „blankur“, að hann átti ekki
fyrir lierbergi til að sofa i, og skuld-
aði fyrir tvo mánuði. En svo gekk
honum vel úr því.
I háa tíð hefir Greta Garbo
einungis leikið í sögulegúm kvik-
myndum alvarlegs efnis, en bráð-
lega gefst Reykvíkingum kostur
á að sjá hina heimsfrægu leik-
konu í nýrri mynd, ólikri þeim,
sem hún hefir leilcið í undanfarið.
Það er skemtimyndin Nin-
otchka frá Metro-Goldwyn-Meyer
fjelaginu.
Myndin gerist í París, og leikur
Greta Garbo rússneska stúlku,
erindreka stjórnar sinnar, sem
send hefir veiið til Parísar, á-
samt nokkrum fjelögum sínuni.
Rússneska stúlkan verður mjög
snortin af Parísarlífinu. Hún
kynnist af tilviljun frönskum
greifa, Meívyn Diouglas, sem
verður ástfangin í henni. Sýnir
myndin hvernig f jelagi Ninotchka
missir áhugann fyrir þeim alvar-
legu störfum, sem henni hefir
verið ætlað að leysa af liöndum,
og grípur fegins hendi alt það,
sem skemtanalíf liinnar miklu
borgar hefir að bjóða.
Alt er þetta sýnt af mikilli list
og á fjörlegan og skemtilegan
hátt. Er myndin sniðin eftir
skáldsögu eftir Melchior Lengyel.
Gefur saga þessi Gretu Garbo
tækifæri til þess að reyna gam-
anleikara hæfileika sína, sem
sagt er, að liana hafi langað mjög
til að reyna, og í þessari mynd
heyrist hún í fyrsta sinn syngja,
og sumum mun jafnvel finnast
þeir nú í fyrsta sinni sjá þessa
miklu sorgleikakonu glaða. Hinn
franski greifi strýkur alvöruna
af andliti fjelaga Ninotchka.
Melvyn Douglas,- sem leikur
liinn fjöruga franska greifa,
hefir áður leikið á móti Gretu
Garbo. Hann er rússneskur í
föðuræít. Þegar Bandaríkin fóru
í stríðið bætti hann nokkrum ár-
um við aldur sinn og var tekinn
með. Þó fór hann aldrei til Ev-
rópu í það sinn. I Chicago hitti
liann gamlan kunningja sinn,
leikara, William Owen að nafni,
Kristinn Jónsson, vagnasmiður,
Frakkastíg 12, verður sjötugur
30. sept.
Frú Sigríður Halldórsdóttir,
Skothúsveg 7, verðUr 60 ára
'30. þ. m.
Ólafur Ág. Thejll, afgreiðslu-
stjóri i Sjúkrasamlagi Reykja-
víkur, verður fertugur 29. þ. m.
Frú Sigrún Árnadóttir frá Mó-
um, nú til heimilis Fjölnisveg
20, verður 50 ára 28. þ. m.
Helgi Guðmundsson, bankastj.,
Laufásv. 77, verður 50 ára 29.
■ þ. m.