Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1940, Blaðsíða 8

Fálkinn - 27.09.1940, Blaðsíða 8
8 FÁLIINN Ellen Kirk: Lííið sigrar TNGE setti kertiö frá sjer á koffort, og kraup fyrir fram- an gamla kommóðu, sem stóð í dimmasta horninu uppi á hana- bjálkanum. Hún dró neðstu skúff una út og byrjaði að tína upp úr henni. Fyrst kom tusku-hundur, sem vantaði annað hrúna gler- augað sitt, síðan brúða, sem var búin að tína hárkollunni, og önnur slitin og bitin leikföng. Hún vissi vel, að hún átti ekki að fara hingað upp, og að Hjálm- ar mundi hafa ávítað liana fyrir það. En Hjálmar hafði um svo margt að hugsa. Fyrir honum hafði Berli aldrei verið tilgangur lífsins. f kvöld var liann úti — sat og spilaði Bridge hjá Winth- er dýralækni — og hafði skilið hana eina eftir lieima, þótt hann mætti vita, að hún þoldi ekki að vera ein lieima þegar veðrið liamaðist eins og það gerði' í kvöld. Svona óveður hafði lika geysað kvöldið sem Berli dó. Það fór hrollur um liana, jelið lamdist á rúðunni og stormur- inn hvein á húsinu.---------- Berli liafði fengið ný stígvjel og sleða og viljað vera úti í snjónum allan daginn, um kvöldið fjekk hún iiita, kvef og lungnabólgu upp úr þvi, og eina nóttina þegar Hjálmar var kall- aður til sængurkonu úti á lieið- inni, dó hún. Mundi hún liafa dáið ef Hjálmar hefði verið lieima? Mundi hann ekki hafa getað bjai-gað henni? Oft hafði Inge velt þessu fyrir sjer, og stundum lá við að hún liataði „Systurnar“ lieitir nýleg kvik- mynd, sem Bette Davis leikur í. Þar eru sýndir stórkostlegir iandskjálft- ar í San Fransico 1900, og þar þótti Bette Davis leika svo snildarvel, að hún fjekk feikna hól fyrir frammi- stöSuna. En hún var svo heiSarleg aS játa, aS í raun og veru hefSi þetta enginn leikur veriS, því aS þegar múrarnir fóru að hrynja, varö hún svo hrædd aS hún gleymdi þvi alveg, aS þetta var tilbúinn tand- skjálfti. Svo eSlilega var þetta út- búiS.. Annars segir Bette Davis, aS kvik- myndaleikkonur megi ekki fyrst og frernst hugsa um þaS, aö líta vel út i kvikmyndum, viS þaS tapi listin. hann, af því að henni fanst að liann liefði svikið harnið silt. — Þú verður að lierða þig upp Inge, var Hjálmar vanur að segja. — Þú mátt ekki eyða æfi þinni fyrir það sem er horfið. Við liin höfum lika þörf fyrir þig. Mundu eftir þvi að lífið er sterkara en dauðinn. Hún hafði beðið liann að fara ekki út þessa nótt, og liann hafði svarað: — Heldurðu að það sje ekki erfitt fyrir mig að skilja við ykkur núna? En jeg verö, jeg get ekki brugðist. Þau geta ekki náð í annan lækni, og Marie Jepsen er veik fyrir. Jeg get ekki látið liana liggja og deyja af því að hún fái ekki hjálp. Svo skildi hann liana eftir hjá sorginni. Hún þorði ekki að vera lengur uppi. Einhver kynni að hringja. Hún varð að fara niður. Það var lilýtt og notalegt í stóru dagstofunni, en alt í einu tóku tóku tárin til að streyma niður eftir kinnum liennar. Það var eins og Berli væri allstaðar. IJver lilutur minti á hana og geymdi minningu um hana. Fyrir utan óhnaðist veðrið og snjórinn lamdist á rúðunum. Hún þoldi ekki við hjer. Ilún varð að komast burtu úr þessum þöglu stofum þar sem hlátur og grátur barnsins hennar lijelt á- fram að bergmála i eyrum henn- ar, og myrkrið læstist utan um liana svo að hún vaf svo ein, svo alein .... Á meðan hún ók milli hús- anna var nokkurnveginn skjól, en þegar liún komst út fyrir hæ- inn náði veðrið sjer niðri. Snjór- inn þyrlaðist með ofsahraða i hirtunni fró bílnum og klíndist á rúðurnar. IJún jók hraðann svo að bíll- inn kastaðist til í sköfhmum og rann í gegnum haf af snjó. Það voru engin ljós við veginn leng- ur. Heiðin teygði út í myrkrið og hún ók nánast í blindni. Og allan tímann sat gráturinn í kverkum hennar, og liún dró andann i snöggum kippum. Alt í einu stansaði hún snögg- lega, opnaði hurðina og stökk út. Á miðjum veginum lá eittlivað dökkt, þakið lausri mjöll. S tirðn- aður líkami á grúfu. Hún beygði sig niður og sópaði burtu snjón- um með þykku vetlingunum sín- uni. Það var karhnaður, magurl skeggjað andlit. Hann hlaut að vera dauður, króknaður. Hún liorfði í kringum sig eftir aðstoð. Það var ekkert að sjá annað en myrkrið og hriðina. Bílnum gat hún ekki komið lengra, svo að hún varð að ganga til þess að finna hús, þar sem að- stoð væri að fá. Það kostaði hana mikið erfiði að draga líkið út á vegbrúnina. Svo fór hún að herjasl á móti veðrinu, og í fyrsta sinn í marga klukkutíma var Inge Falk ekki að hugsa um Berli. Henni var ískalt, þegar liún loksins kom auga á ljós fram- undan, og augnahliki síðar stóð hún í forstofu og var að reyna að gera manni og konu skiljan- legt hvað um væri að vera. Þau litu livort á annað og mað- urinn tautaði: — Það lilýtur að vera hann — Sören Jepsen —. Hann kom hingað til þess að liringja til læknisins, sagði konan, en liann gat ekki náð neinu sambandi, svo að hann á- kvað að fara sjálfur. Við reynd- um að hafa liann ofan af því, því að þetta er ekki veður fyrir nokk urn mann, en Marie liggur víst fyrir dauðanum, svo að það Iijeldu honum engin bönd. Inge hrökk við. Sören Jepsen það var hans harn, sem hafði tekið Hjálmar burtu frá Berli. Og nú liafði hann hringt eftir hjálp á meðan hún sat upp á loftinu og liafði glevmt að hlusta eftir símanum. Það var hennar sök að hann lá nú frosinn í liel lijer úti á veginum. Hringið strax eftir læknin- u.m, sagði hún hás. — Hringið til Winthers dýralæknis. Þar er hann. Áður en þau fengu ráðrúm til þess að svara var hún þotin út. Hún vissi vel hvar hús Sören Jepsens var. Hún hafði verið þar með Hjálmari. Hún kom inn i litla stofu. Loftið var molluþungt og í öðr- um glugganum logaði dauft á olíulampa. 1 einu horninu stóð rúm, og Inge gekk liægt að því og sá að andlilið á koddanum vár eins bleikt og stirðnað eins og andlit mannsins úti i snjón- um. Marie Jepsen var dáin. — Það er mjer að kenna, livísl- aði liún. — Það er mjer að kenna — og andlit hennar varð næstum því eins fölt og hin látna. — Ef jeg hefði gert cins og mjer har, þá liefði þetta kanske aldrei komið fyrir. Hún átti sök á dauða tveggja manna; af því að hún hafði ekki skeytt um lífið og þess kröfur, urðu aðrir að deyja. Alt í einu hcyrði hún hljóð, sem hún kannaðist við. Veikt og umlandi, úr öðru horni stofunn- ar. Hún sneri sjer frá hinni látnu, og starði út í rökkrið. í tveimur Ijelegum körfustölum, sem voru hundnir saman á fótunum, lá lít- ið barn. Inge tók lampann og gekk til harnsins. Það var lítil stúlka, á að giska ársgömul. Hún var ekki nærri því eins sælleg og bústin og Berli hafði verið, en það var sami glókollurinn og augun voru eins blá. Um leið og hún sá and- lilið, sem beygði sig yfir liana, rak liún upp fagnaðarliljóð og reyndi að lyfta sjer upp, eins og hún ætlaði að kasta sjer beint upp i fangið á Inge. Ingi brosti, og það færðist aft- ur litur í kinnar hennar, þar sem hún kraup niður við hliðina á þessu lítilf jörlega rúmi og sagði: — Litla barnið, litla barnið. Barnið sló liöndunum utan um vanga liennar, en slepti slrax aft- ur þegar það fann kuldann. Get jeg nokkurntíma bætl fvrir það sem jeg hefi vanrækt, mundir þú geta fyrirgefið mjer ef þú vissir — Hún var svo niðursokkin í að hjala við barnið, að liún tók ekk- ert eftir því að einliver kom inn, fyr en hún lieyrði rödd: (), litla hróið — orðin bæði föður og móðurlaus á sama kvöldi! — Já hvíslaði Inge og stóð upp án þess að sleppa litlu liend- inni, sem lijelt í fingurinn á lienni. Leikkona á ferð og flugi. Hin fagra Louise Canipbell leikur aöalkvenhlutverkið í kvikmyndinni „Flughetjur", og sýnir þar stúlku, sem er mjög hneigð fyrir flug. En í raun og veru hafði hún aldrei fiogið sjálf. En einn góðan veður- dag fær hún skyndilöngun til að fljúga, svo að hún biður listflug- mann einn að skreppa með sig dálitla ferð í matartímanum. Þeim gekk prýðilega að komast af stað, en cftir stutt flug varð flygillinn þess var, að hjólin höfðu dottið af, þegar vjelin losnaði frá jörðu. Þá var ekki um annað að gera en að setja á vjelarskrokkinn sjálfan, sein altaf er liættuspil. Á flugvellinum sjálfum var fult af flugvjelum, svo að ekki stoðaði að leita lendingar þar. En í nokluir hundruð kilómetra fjarlægð sá flugmaðurinn sljetta landspildu og þar lenti hann og alt hepnaðist vel. Louise Campheil varð auðvitað hálfskeikuð þegar hún varð þessarar hættu vör, en ekki varð það til þess að fæla hana frá fluginu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.