Fálkinn - 27.09.1940, Síða 3
F Á L K I N N
3
S jöliií>.s afmi ælí
Krístjáns kommngs tíunda.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar: Skúli Skúlason,
Ragnar Jóhannesson.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Aðalskrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og l-ö.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjötsgade 14.
BlaSið kemur út hvern föstudag.
kr. 5.25 á ársfj. og 21 kr„ árg.
Erlendis 28 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura miltim.
HERBEliTS pren t.
Shratídaraþankar.
Land vort er land andstæðnanna.
Skóglaust er það og bert, hrjóstugt
og kaldsætt. Móti þvi verður trauðla
borið. Það er fátækt, og þjóðin, sem
á það, því heldur ekki auðug. En
þó býr þetta land yfir óþrjótandi
auðæfum og höfin umhverfis það
eru full af fjársjóðum. En það er ekki
íyrirhafnarlaust að ná þessum auð-
æfum og hreyta þeim í frjó og arð-
hær verðmæti. Án iðni og atorku
verður þjóðin altaf jafn snauð. Og
atorkan er jafnvel ekki nóg ef hag-
sýnina vantar og næmleika fyrir því,
hvað er fyrir bestu, auga fyrir þvi,
hvar mestu auðæfin eru fólgin. Það
verður að gæta þess, að því sem
græðist, sje varið til þess að skapa
ný verðmæti, áframhaldandi atvinnu-
möguleika og starl'.
Raun má oss íslendingum vera
að þvi, hve oss gengur hægt og seint
að nytja sumar náttúruauðlindir
vorar, svo sem hveraliita og fossa.
Dálitið hefir miðað áfram síðustu
áratugina, sem betur fer, en oft
hljótum vjer að finna til þess, að
vort ferðalag gengur svo grátlega
seint, að vjer sjeum sífelt að reyna
gaufið og krókana. Slíkt lilýtur til
dæmis að hvarfla að manni, sem
stendur í góðu tómi hjá straum-
harðri á, við tígulegan, hvítan foss,
sem endalaust þyrlar krafti sínum
til einskis, engum að gagni. En ör-
skamt frá standa allfjölmenn fiski-
þorp, fátæk og hrörleg, öll hús i
niðurníðslu, atvinnu- og verslunar-
líf i kaldakoli. Góð höfn, íshús og
rafstöð eða einhver önnur fyrir-
tæki gætu á skömmum tíma gert
þessi þorp að blómlegum bygðar-
lögum, rjett fólkið úr kúlnum, ef
rjett er á haldið. Annars hlasir eyði-
leg og vonlítil framtið við. En foss-
inn, sem dynur þarna andspænis
oss, ónotaður og óbeislaður, gæti lagt
til nægt afl til að knýja fram stór-
virki tryggjá framtíð bygðarlaganna,
hæta og fegra líf Iifandi hundraða,
ófæddra þúsunda. Hryggilegt er að
sjá þarna hlið við hlið hina brýnu
þörf og kraftinn, sem bætt getur úr
henni, en engin tengsl þar á milli.
— Vjer erum fátækir og smáir, víst
cr um það. En góð samtök, vakandi
áhugi og traustur, óbilandi vilji geta
lvft grettistökum. S;e fólkið, sem
nauðsyn ber til að hagnýti sjer gæði
lí.ndsins, einn vilji og ein sál, sann-
fært um rjett sinn o.g mátt sinn, þá
getur það komist í framkvæmd á
fáum árum, sem aldirnar ljetu ógert.
Þá kemur sú tið, að fossinn, sem nú
fellur ónotaður og gasnslaus hiá ör-
snauðum þornum, verður aflgiafi
þeirra og auðgjafi. Þessvegna verð-
Konungur Islands og Dan-
merkur, hs. hátign líristján tí-
undi, á 26. þ. m. sjötugsafmæli.
Mjer er til efs, hvort nokkur af
Danakonungum hefir verið jafn
ástsæll þegnum sínum og hann
er og hefir verið síðan er liann
tók konungdóm fyrir rúmum
28 árum. Hver feikna ítök kon-
ungur á í hjörtum þegna sinna
heima fyrir, má m. a. ráða af
því, að þrátt fyrir alvöru ná-
lægra tíma, þar sem hin þyngsta
raun hefir sótt hina dönsku þjóð
heim við hernámið 9. apríl, skuli
alt að einu, eftir því sem frjesl
hefir, vera efnt til stórfeldra
hátiðahalda um land alt í tilefni
afmælisins. Þessar óvenju al-
mennu vinsældir konungs her
auðvitað fyrst og fremst að
þakka viturleika hans og stefnu-
festu í stjórn landsins, rjettsýni
og drengskap og óbrigðulli trú-
mensku hans við þær konungs-
hugsjónir, sem fyrir honum
vöktu við ríkistöku hans! og við
hið fagra kjörorð, sem hann þá
um vjer öll að reyna að skerpa sjón-
ina með vökumönnum allra alda og
sjá „i anda knör og vagna knúða
krafti, sem vanst úr fossa þinna
skrúða.“
tók sjer: „Min Gud, mit Land,
min Ære!“ En jafnframl á kon-
ungur vor þjóðhylli sína að
þakka þeirri staðreynd, hve
danskur hann er í hugsun og
hjarta, hve þjóðlegur hann er
og hve innilega hann hefir látið
sjer ani um að kynnast sem besi
landi sínu og þjóð og komast í
sem persónulegast samband við
þegna sína. Með alþýðlegu við-
móti við hvern, sem í hlut á,
yfirlætislausri framkomu og
græskulausri gamansemi í við-
tali við menn, hefir honum á
ferðalögum sínum um landið
lánast að ná vinsældum manna
af öllum stjettum. Loks hefir
aldrei borið skugga á einkalíf
hans, og hjúskaparlif hans hefir
frá fyrstu verið sannkallað fyrir
myndarlíf. Þjóðhylli hans lieima
fyrir á því ekkert skylt við kon-
ungadýrkun fyrri tíma, en er
sprottin af tifandi tilfinningu
fyrir mannkostum hans og við-
leitni í að gera kjörorðið fagra:
„Guði mínum, landi mínu og
heiðri minum!" að sannleika í
öllu lífi sínu.
Einnig vjer íslendingar höf-
um fylstu ástæðu til að minnast
með hlýjum hug konungs vors
á þessu afmæli hans. Enginn
þeirra konunga, sem yfir oss
hafa ríkt, hafa reynst þjóð vorri
betur en hann. Hvað sem um oss
verður á ókominni tíð, má það
aldrei og mun vonandi aldrei
gleymast þjóð vorri, að Kristján
konungur X. verður fyrstur allra
konungavorra til að unnaossfull
lcomins sjálfforræðis um öll vor
mál, tekur fyrstur allra konunga
nafn lslands upp í konungstitil
sinn, fullkomlega hliðstætt nafni
Danmerkur, og gefur oss fyrstur
allra konunga vorra sjerstakan
þjóðarfána, sem tákn þjóðernis
vors og sjálfstæðis. Með þessu
hefir hann skráð nafn sitt óaf-
máanlegu letri á söguspjöld
þjóðar vorrar, svo að það geym-
ist þar í heiðri og kærleika með-
an íslensk tunga er töluð. Loks
er þess að minnast, hvílíkt far
Kristján konungur X. hefir á
fjórum ferðum sínum hingað
gert sjer um að kynnast af eigin
sjón og reynd högufn þegna
sinna úli hjer, lifnaðarháttum
þeirra og skilyrðunum, sem þeir
eiga við að búa, og hve alúðleg
og hispurslaus öll framkoma
hans hjer hefir verið að ó-
gleymdu margvíslegu örlæti
hans og fjárhagslegum stuðn-
ingi, sem hann með því hefir
látið ýmsum þjóðlegum fyrir-
tækjum úti hjer i tje. Alls yfir
verður það aldrei oflof talið,
að Kristjáni X. hefir sem kon-
ungi Islands farist svo vel við
land vort og þjóð, sem best má
verða og sýnt þá huglátssemi í
vorn garð og þann áhuga á vel-
farnan þjóðar vorrar, sem verð-
skuldar hjartfólgnar þakkir. —
Fyrir því hefir þjóð vor ekki
síður en sambandsþjóðin fylstu
ástæðu til að samfagna konungi
sínum á sjötugsafmæli hans i
þakklátri viðurkenningu þess
velvildarþels til lands vörs og
þjóðar, sem öll afskifti hans af
málum vorum bera fegurstan
vott um, og óska honum náðar
og blessunar guðs um ólifða
æfidaga.
Dr. J. H.
Bjarni Jónsson, f ramkv.stjóri,
Galtafelli, verður 60 ára 3. okt.
næstkomandi.