Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1940, Síða 4

Fálkinn - 27.09.1940, Síða 4
4 FÁLKINN Pílagrímarnir í Mekka Pilaqrimar fara yfir Nil. Flestir þeirra hundraða þúsunda af pílagrímum, sem gera sjer ferð til Mekka til þess að öðlast eilífa sáluhjálp, koma sjóleiðis í hafnarbæinn Jeddah. Þaðan er stutt til Mekka. Eftirfarandi lýsing á þessum borgum er úr bókinni „With Lawrence in Araby.“ T) EGAR þú litur í land ? Jeddah, þá deplar þú aug- unum og klípur þig í liandlegg- inn til að vita hvort þú ert vak- andi. Kóraninn hannar áfenga drykki, en annaðhvort hafa smið- irnir, sem reistu Jedda, ekki ver- ið strangir í trúnni eða húsin hafa verið smíðuð áður en Múh- ameð lögleiddi bannið í Arahíu. Göturnar í Jeddah eru samfeld- ur hrærigrautur af þröngum krákustigum milli hárra skjögr- andi húsa, sem líta út eins og þau hefðu verið skekin af sí- feldum jarðskjálftum. Mörg hús- in eru fimm til sex hæðir og eru notuð til að hýsa pílagríma á leiðinni til Mekka um Ramadam- hátíðina,og þá daga vex íbúatala hæjarins úr tuttugu upp í liundr- að þúsund manns. Rjettasta lýs- ingin á þessum afkáralega ara- biska hafnarbæ er sú, að hann verki eins og aðrir austurlanda- hæir mundu gera á þann, sem hefði fengið deliríum tremens. Skakki turninn í Písa væri í góð- um fjelagsskap, ef hann kæmist til Jeddah. Samræmi virðist vera óþekt liugtak í þessum liluta Yestur- Asíu. Það er sagt, að arabiskur málari geti ómögulega teiknað rjett horn, og arabiskur þjónn leggur aldrei dúk rjett á borðið. Á hinu helga skríni Múhameðs- manna í Mekka, sem gengur und ir nafninu „kaabe“ en það þýð- ir teningur), er ekkert liornið rjett og engar tvær hliðar jafn- langar. Arabisk stræti eru sjald- an jafnhliða og jafnvel „beina strætið i Damaskus“ er alls ekki beint. Hrörlegu húsin í Jeddah, með uppilafandi veggsvölum, skökkum trjónuturnum, letileg- um arabiskum kaupmöngurum húkandi með krosslagðar lappir uppi á borðinu fyrir framan varninginn sinn, skriflabúðunum undir svo stagbættu segldúksþaki, að það er líkast segli í kínverskri djunku — alt þetta er eins og það sje komið undir í fylliríi, cg líkist paradís fútúrismans meira en nokkur annar bær í heimi. Sannarlega er Arabía umsnú- ið land, — öfugmælaland. Við mælum alla vökva en vegum flest það, sem fast er, en Arabar vega alt sem fljótandi er en mæla það sem fast er. Þar sem við notum hnífa og gaffla þá nota þeir liendurnar. Við notum borð og stóla en þeir kjósa gólf- ið. Við stígum á bak vinstra megin, en þeir fara á balc úlföld- um sínum og hestum hægra megin. Við lesum frá vinstri til liægri en þeir frá liægri til vinstri. Öræfabúinn gengur með reifað höfuð bæði sumar og vet- ur, en gengur að jafnaði ber- fættur. Við tökum ofan hattinn þegar við komum gestir í hús, en þeir taka af sjer skóna. Auk arabisku íbúanna í Jeddali eru þar líka eftirhreytur þúsunda af pílagrímum, afkomendum þeirra, sein áttu fyrir fari sínu til Mekka, en ekkert til lieimferðar- innar. Margir þeirra eru bláfá- tækir og hafa ofan af fyrir sjer með því, sem þeir vinna sjer inn þann stutta tíma, sem pílagrímar eru á ferðinni. í þessum sultar- liópi eru Javabúar, Filippseyja- menn, Malajar, sýnisliorn af heilum tug indverskra ættkvísla, Kúrdar, Tyrkir, Egyptar, Súdan- negrar, Abessiníumenn, Senegal- negrar, Saharanegrar, Zansibar- ítar, Yemenbúar, Somalínegrar og fjöldi annara afbrigða úr mannríkinu. Síðdegis einn daginn reið jeg með Goldie majór, í ensku her- stjórnarnefndinni í Jeddali, aust- um að Mekkaliliðinu þangað sem Abessiniumenn hafa bækistöð sína. Þetta frumstæða fólk hefst við í hringmynduðum kofum með keilumynduðu stráþaki og eru girðingar kringum kofana, gerðar úr bensíndunkum og ryðg uðum niðursuðudósum. Við stöðv uðum liesla fyrir framan kofa, þar sem svört kerling var að elta skinn. Undir eins og hún sá okkur fór hún að æpa: „Æ, hversvegna ætlið þið að eyði- leggja bæinn minn? Ilversvegna ætlið þið að ræna króunum mín- um? Hvað hefi jeg til saka unn- ið, fyrst þið ætlið að skjóta mig?“ Goldie gerði sitt til að sann færa hana um, að við ætluðum ekki að gera henni mein, en samt heyrðum við ópin eftir okkur langt í fjarska. Bæði sunnan og norðan við Jeddah eru smáþorp í nokkurra mílna fjarlægð, sem útlendingar ingar forðast samviskusamlega að heimsækja ferðamenn hafa aldrei verið velkomnir þangað, því að þar hafa þrælasalar bæki- stöð sína. Þarna keyptu ríkir Arabar þræla, sem smyglað liafði verið yfir Rauðahaf frá Afríku. Tyrkjastjórnin sá gegnum fingur með þrælasölunum, en Hussein konungur og synir lians reyndu að ganga milli bols og höfuðs henni. Vegna þessara „innflutn- ingshafta“ þeirra liefir verðið á hraustlegum ungum negra, sem lcostaði 50 pund fyrir stríð, liækk að upp í 300 og jafnvel 500 pund. Þessi leyniverslun mun lialdast áfram enn um liríð, en Amir Ali, liinn núverandi konungur gerir það sem hann getur til að afstýra henni. Fyrir utan norðurhlið horgar- múranna í Jeddah sýndi Goldie majór mjer stað, sem þúsundir Múhamedsmanna lialda, að sje gröf ættmóður okkar allra. Það er margra alda gömul trú Múha- meðsmanna, að það liafi verið rjett fyrir norðan Jeddah, sem örkin hans Nóa strandaði eftir syndaflóðið. Ein útgáfan af sög- unni segir, að þegar Nói var að ganga þarna á fjörukampinum, ásamt Sem, Kam og Jafet, komu þeir að dæld í sandinum. Virtist þeim dældin vera með mannslög- un. Hún var um þrjú liundruð feta löng. Kam spurði föður sinn hvað þetta mundi geta verið, og Nói gamli svaraði: „Þetta er nú síðasti hvíldarstaður Evu móður vorrar, Kam litli.“ Þetta gerðist á afmælisdegi Nóa þegar hann varð 600 ára! Vitanlega hlæja margir ment- aðir Múhameðsmenn að þessari sögu, en eigi að síður hefir nú verið hlaðinn garður kringum „gröfina“ og hvítt musteri reist inni í girðingunni og þar biðjast þúsundir kvenna fyrir á hverju ári. Þær trúa því, að Eva gamla liafi verið þrjú liundruð fet á lengd. Mikið erum við orðin úr- kynja á lifsleiðinni! En bærinn ber nafn þessarar grafar, því að orðið „Jeddah“ þýðir langamma eða ættmóðir (sbr. íslenska orð- ið Edda). Síðan á dögum Múbameðs liafa Gyðingar, Kristnir, Zóroaster- trúarmenn og aðrir „villutrúar- menn“ verið illa sjeðir gestir í Hedjaz nema aðeins með strönd- um fram í landinu. Engir aðrir en sanntrúaðir menn rnega ganga um austurborgarhliðið í Jeddali, því að leiðin til Mekka liggur um það. Bresku liðsforingjarn- ir, sem liöfðu setur í Jeddali frá því að Arababyltingin hófst og til stríðsloka gæltu þess sam- viskusamlega að fara aldrei um þetta lilið. Og meðan á stríðinu stóð kom enginn umhoðsmaður bandamanna nokkru sinni til lconungsborgarinnar Mekka, að minsta kosti ekki svo, að upp- víst yrði eða opinbert. Hussein konungur var meira að segja svo strangar, að hann varaði Breta við að láta flugmenn enska hersins saurga liina lielgu borg með því að fljúga yfir liana. Og þeir flugu hvorki yfir Mekka nje Medina. Enn þann dag í dag snúa milj- ónir Múhameðsmanna sjer í áttina til Mekka fimm sinnum á dag og þilja í sifellu: „Lci i aha Allah wa Muhammad-ar-rasul Allah!“ — Aðeins einn guð, Allali, er til. og Múhameð er spá- maður hans.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.