Fálkinn - 27.09.1940, Page 11
F Á L Ií I N N
11
Frú Churchill. Maðar hennar hefir nóg að starfa um
þessar mundir, en sagt er að frúin liggi heldur ekki í
iðjuleysi, heldur taki líka virkan þátt í baráttu fíret-
lands. Hjer sjest frú Churchill ivið skrifborð sitt.
Einnig kvenfólkið. Þessar stúlkur, sem þarna eru að
stæla líkama sinn með leikfimi, eru í lijálparsveitum
etxska flugftotans. Kvenfólkið vill ekki láta sitt eftir
Uggja.
Fyrirlitna uppgötvunin,
sem varð upphaf grammofóns og útvarps.
Stórblöðin í Evrópu og Ameríku
láta blaðamenn sína viðsvegar um
lönd tala frjettirnar til sín og eru
þær teknar jafnóðum á vaxplötu á
talvjel, sem sett er í samband við
símtólið. Síðan er frjettin afrituð
eftir vaxplötunni. Á þennan hátt
komast frjettirnar fljótast áleiðis og
með ódýrustu móti. Enginn tími fer
i að taka á móti skeytinu og afrita
það á símstöðinni og blaðamaðurinn
getur talað mörg orð á mínútunni,
þegar hann má tala eins hratt og
hann vill.
Talvjel og grannnoíónn, útvarp og
talmynd eru systkini og öll þau
hlunnindin, sem þau veita mann-
kyninu i dag eru árangur af GO
ára starfi margra hugvitsmanna. Það
eru margir, sem hafa unnið að þvi
að fuilkomna fyrsta hljóðritann frá
árinu 1877.
í þá daga trúðu menn ekki á tal-
vjelina. Eðlisfræðingurinn Charles
Cross fjekk að kenna á þvi þegar
hann kom fram á fund franska vís-
indafjelagsins í ársbyrjun 1877 li!
þess að skýra frá uppgötvun sinni.
Hún var „áhald, sem gat skrifað
niður hljóð og tóna og látið þá heyr-
ast aftur.“ Hann lagði fyrir vísinda-
mennina teikningar að þessu áhaldi
og þeir litu á teikningarnar en svo
ekki meira. Og þær gleymdust.
Hálfu ári síðar kom Edison fram
á sjónarsviðið með „fónógrafinn“
sinn, en — eins og flestir vita, var
bann þá stimplaður sem sjónhverf-
ingamaður og búktalari af hinum
lærðu áheyrendum sinum. Þessi
uppgötvun hans var argasta „hum-
bug“, sögðu menn.
Nú á tímum er Cross talinn liöf-
undur hljóðritans en ekki Edison.
Og Frökkum dettur ekki í bug að
viðurkenna Edison sem höfundinn.
Þeir hafa heiðrað Cross með því að
setja töflu á húsið sem hann dó í
á Rue Mattignole i París.
En undirstöðuna að uppgötvun
jjeirra Cross og Edisons er að finna
hjá Englendingnum. Scott og liljóð-
rita hans eða „phonoautograph frá
1859, því að áhöld bæði Edisons
og Cross eru mjög lik hljóðrita
Scotts. —
Fyrstu Edisons-fónarnir sem komu
á markaðinn notuðu vaxkefli. En
það leið ekki á löngu áður en fleiri
komu til sögunnar og næstu árin
voru ógrynni af einkaleyfum tekin
í þessari grein. Edison sjálfur og
„Edison Phonograpli Company" tók
um 25 einkaleyfi í öllum stærri lönd-
um. En þó gat ameríkanska „Colum-
bia Phonogroph“-fjelagið farið að
keppa við það og selja talvjelar i
stórum stil árið 1881 og þessar vjelar
voru í engu síðri en vjelar Edisons.
Brátt varð mönnum ljóst, að það
mátti nota fónografana til þess að
lesa þeim fyrir brjef og fyrstu „dikta-
fónarnir“ voru i rauninin fónógraf-
ar með útbúnaði til að hreyfa nálina
eftir ákveðnum reglum. Fram yfir
1890 varð söngvari að syngja hverja
píötu fyrir sig, sem framleidd var,
og þótti það mikil framför er hann
gat sungið tólf plötur í einu. í þá
daga stóðu söngvararnir stundum og
sungu sama lagið frá morgni til
lcvölds ef eftirspurn var mikil eftir
plötunni, enda græddu þeir mikið
fje. Þetta breyttist ekki fyr en Am-
’erikumenn fundu upp „gullvalsinn"
en eftir honum mátti taka upp svo
margar plötur, sem maður vildi.
Margar tilraunir voru gerðar til
þess að gera áhöldin svo hljómsterk
að haagt væri að nota þau á hljóm-
leikum eða dansleikjum. Þau tæki
sem lengst komust í þessa áttina voru
„kínetophon" Edisons og þrýstilofts-
fótógraf Gaumonts. Áhald Edisons
var notað við hinar fyrstu talmynd-
ir, skömmu eftir aldamótin. Er
gaman að sjá hvernig þessar tal-
myndir urðu til. Hijóðið —- söngur
eða tal —• var fyrst tekið á kefli,
sem voru 20 cm. löng og 19 cm. í
þvermál. Svo var myndin tekin.
Hljóðritinn var settur bak við leik-
sviðið og látinn ganga og leikend-
urnir reyndu að endurtaka söng sinn
eða tal svo að kvikmyndin yrði i
samræmi við hljóminn. En allir
mundu fussa og sveia, sem sæju þær
myndir núna.
Útvarpslampinn hefir fullkomnað
töku grammófónplatanna meira en
nokkuð annað. Áður var ómögulegt
að ná hljóði, sem hafði mikla tíðni,
á grammofónplötu, en nú er það leik-
ur einn. Og hreimurinn varðveitist
stórum betur en áður. Grammófónn
nútímans er orðinn fullkomið áhald,
sem geymir mannsröddina svo vel,
sem á verður kosið. Og þó eiga sjálf-
sagt eftir að koma ýmsar umbætur
á þessu furðutæki ennþá. Það er tal-
ið, að allar raddir endurhljómi ekki
jafn vel í grammófóni, en úr því
verður sjálfsagt bætt með timanum.
Varð óvart kvikmyndaleikkona.
Irene von Meyendorff er ein af
nýrri kvikmyndaleikkonum Þýská-
lands og gera menn sjer miklar
vonir um hana. Hún er rússnesk að
ætl, faðir hennar var liðsforingi,
og varð fjlöskyldan að flýja frá
Reval til Þýskalands 1918. Það var
á þessum árum þrenginganna, sem
Irene datt fyrst í hug að leggja
stund á listir. Fyrst fjekk lhin at-
vinnu í kvikmyndaverksmiðju, og
vann að því stundum að klippa
filmur. Einn góðan veðurdag, þeg-
ar hún afhenti nokkrar myndir, kom
einn af forstjórum Ufa auga á hana
og' bauð lienni góð kjör. Mærin varð
auðvitað himinlifandi yfir því að fá
slikt upp í hendurnar og Ijek nú í
nokkrum myndum. En þeim finst
að aldrei hafi þeir haft svo dugleg-
an nemanda og segja, að hún hljóti
að ráða niðurlögum fleslra kvik-
myndaleikara i Hollywood, ef í hart
fer.