Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 27.09.1940, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Vestur við Hringbraut stendur stórhýsi mikið, grátt að iit, um- kringt blómlegum görðum. í góðu veðri má sjá gamalt fólk, karla og konur, ganga um stígana og sitja í sólskininu. Þetta gamla fólk er íbú- ar hússins, því að þetta er Elliheim- ilið Grund. Á morgun eru liðin 10 ár siðan Elliheimilið var vígt, nokkrum vik- um eftir 'alþingishátíðina miklu. í tilefni þessa afmælis vill Fálkinn flytja helstu drætti úr sögu Elli- heimilisins. Um miðjan ágúst 1922 hófst fjár- söfnun í bænum til að stofna elli- heimili, (Jón Jónsson beykir gaf kr. 1500.00 og fór með gjafalistann um bæinn) og gekk hún svo vel, að húsið Grund við Kaplaskjólsveg var keypt 3 vikum síðar fyrir kr. 35.- 000.00. — Var það endurbætt og geymsluskemma reist fyrir um kr. 10000.00, og vígt 29. október. Voru þá gjafir orðnar nál. kr. 13000.00. Húsið tók 24 vistmenn með því að 4 sváfu í hverri stofu. Aðsókn þangað var svo mikil að mörgum var vísað frá. Alls voru þar i 8 ár 78 vistmenn, um þriðj- ungur á bæjarframfæri. Gjafir hjeldu áfram að berast, á árlegum gamalmennaskemtunum voru þær 8—1500.00 kr., en stærstu gjaf- irnar, hvor um 10000.00 kr. komu frá Brynjólfi barnakennara Eyjólfssyni á Þurá í Ölfusi og Bjarna Jónssyni frá Lágholti í Reykjavík. — Jafn- skjótt og stofnkostnaður var að mestu greiddur, voru allar gjafir lagðar i byggingarsjóð. Fyrir því gat heimilið lagt um kr. 100.000.00 til byggingar hússins við Hringbraut. Lóðina gaf bærinn og sumpart lánaði, sumpart ábyrgðist, alls kr. 260.000.00 til byggingarinn- ar. Byrjað var að byggja nýja húsið í ágúst 1928, en vígt 28. september 1930. Kostaði það alls með innan- stokksmunum — en fyrir utan lóð — kr. 680.000.00. — í fyrstu var ætlunin að byggja aðeins aðalálmu og aðra hliðarálmu, en vegna AI- þingishátíðarinnar 1930 skoruðu ýmsir leiðtogar hennar á stjórn heimilisins að reisa húsið alt og hýsa þar svo alþingishátíðargesti. Aðsókn var ekki nóg af vistmönn- um fyrstu árin, en hin síðari ár hefir hún aukist og allur rekstur gengið betur en fyr. Margar og mikl- ai umbætur hafa verið gerðar inn- an liúss og utan hin síðari ár. 1935, ’36, ’37, ’38 og ’39 komu á heimilið 327 konur og 182 karlar eða samtals 509. — 228 konur og 124 lcarlar fóru eða samtals 352 — en 92 konur og 54 karlar dóu á þessum árum eða samtals 146. — Meðalaldur vistmanna var um sið- ustu áramót 77 ár 2% mán., en með- alaldur kvenna var 77 ár 1% mán. og karla 77 ár 8 mán. — Bæjarsjóður Reykjavíkur sjer um greiðslu fyrir 87 vistmenn, 17 greiða sjálf, vandamenn fyrir 21 og hrepps og bæjarfjelög utan Rvíkur fyrir 10. Starfsfólk stofnunarinnar er venju- lega: yfirhjúkrunarkona og 3 hjúkr- unarkonur, 15 starfsstúlkur, sauma- kona, ráðskona í eldhúsi og 6—7 starfsstúlkur, ráðskona í þvottahúsi liersla á að koma upp góðum görð- um á lóð stofnunarinnar og i Kringlu mýri. Garðyrkjumaðurinn er danskur, Einar Larsen, og hefir hann unnið ágætt starf — enda geta garðarnir sjeð að mestu fyrir kálmeti (blóm- kál, hvítkál, gulrætur, næpur o. fl.) í nokkra mánuði á ári. Þá hefir og verið komið upp svínarækt (20—25 svín) og til þess notaður úrgangur úr mat sem til fellur. Fjárhagur var erfiður fyrstu árin sökum mikilla bygginga-skulda. Hef- ir orðið á þessu mikil breyting síð- ari ár, hafa tekjur aukisl allveru- lega og einnig hcfir borist stórgjöf (um 60000.00 kr.) sem notuð var til greiðslu á skuldum. Bæjarsjóður Rvíkur veitir árlega sókn fór vaxandi og eru vistmenn nú venjulega um 135—140. Af þess- um vistmönnum eru um 60 rúmliggj- andi sjúklingar — en nú rekur stofn unin tvær sjúkradeildir, sem oftast eru fullskipaðar. 31. desember 1939 voru vistmenn samtals 135, þar af 88 konur og 47 karlar. Á árunum Starfsfólk elliheimilisins Grund 1940. og 6—7 starfsstúlkur, vjelagæslumað- ur, garðyrkjumaður, bókhaldari, lækn ir og forstjóri. Yfirhjúkrunarkona er Jakobina Magnússdóttir, heimilis- læknir Karl Sig. Jónasson, forstjóri er Gísli Sigurbjörnsson síðan i októ- ber 1934. Á seinni árum hefir verið lögð á- 8000.00 kr. styrk og úr Ríkissjóði var veittur styrkur til ársins 1934 og svo aftur á þessu ári kr. 4000.00. Yfirleitt hefir reksturinn gengið vel og má það fyrst og fremst þakka góðu starfsfólki, sem hefir unnið störf sin með trúmensku, dugnaði og hagsýni. Elliheimilið Grund. Haraldur Sigurðsson var ráðsmað- ur á eldri Grund, en siðar forstjóri á nýja heimilinu til dánardags, 31. október 1934. Nefndarmenn hafa aldrei tekið neitt fyrir ómök sín fyrir heimilið. Stofnendur voru: Sigurbjörn Á. Gíslason, Flosi Sigurðsson, trje- smíðameistari, Haraldur Sigurðsson, kaupmaður, Júlíus Árnason, kaup- maður og Páll Jónsson, kaupmaður. — í stað þeirra Haraldar og Páls, sem báðir eru dánir, komu þeir Frí- mann Ólafsson, kaupmaður og Hró- bjartur Árnason, burstagerðarmaður í stjórn heimilisins. — — Rekstur heimilisins. Á árunum 1930, 1931, 1932, 1933 og 1934 var tala vistmanna allbreytileg en að- ELLIHEIMILIÐ GRUND 10 ÁRA. Gamalmenni í garði elliheimilisins Pílagrímarnir. Frh. af bls. 5. ingarinnar“, segja þeir. sem koma til Mekka. Málfæri Mekkabúa er talið óþvegnara en annarsstaðar i Vestur-Asíu. Borgin er morandi í sjúkdómum, sem ekki er liægt að lýsa, og bæjarbragurinn er hneykslanlegur. Ferðamenn ltafa lýst siðspillingunni , sjálfu must- erinu þannig, að hún virðist ekki standa að baki því, sem verst gerðist á siðspillingaröldum bnignandi stórþjóða. Drekkiö E g i 1 s - n I o o • -v -v e « -v « «"> ----------, t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.