Fálkinn - 27.09.1940, Síða 15
F Á L K I N N
15
Fr. af bls. 9.
einungis. Þessu staðfestuleysi verður
þó að undanskilja staðina stóru:
Bessastaði, Garða, Viðey, og Sauð-
lauksdal. — Vafasamt um Seltj. Nes
og Reykjavik. En dugnaðarmaðurinn
mikli, Magnús Ketilsson sýslum.,
sem flutti 'að Búðardal í Dalasýslu
árið 1762, hefir ekki þá verið byrj-
aður á kartöflurœkt, þrátt fyrir
mikla garðyrkju siðar. Og þ. á m.
með þeirri sjerstæðu nýbreytni, að
gera vermireit á fjósþaki, til sán-
ingar þar í aprílmán. Getið er þó
um það 1762, og stöku sinnum oft-
ar, að kartöflur til úlsæðis, hefðu
komið frá útlöndum.
Það mun vera fyrsa tiiraun með
ræktun þessa í Búðardal, sem M. K.
getur um í „Maaneds Tid.“ 1773
(bls. 12). Segisl hann hafa fengið 12
kartöflur og sett þær þá um vorið
25. júní. En síðast í sept. kom norð-
anveður, sem reif þær upp, komu þá
50—60 kar£þflur undan hverju grasi,
en allar örlitlar nema einar 6. Síð-
an lagði hann svo mikið erfiði og
kostnað í kartöflurækt, að hann sagð
isl hafa getað búist við 40 tn. upp-
skeru, en fjekk þó aldrei meira en
10 tunnur.
Finnur biskup í Skálholti gerðist
líka stórtækur i kartöflurækt á þess-
um árum. Ljet t. d. setja eina tn. af
kartöflum eilt vorið, en fjekk þó
ekki nema 3 tn. í uppskeru. Við
sögu garðyrkjunnar kemur fyrsti
lærði garðyrkjumaðurinn innlendi,
Jón Grimsson (ættingi Gríms Thom-
sens). Hann kom út 1764, hafði 80
rd. styrk árlega í 4 ár, úr konungs-
sjóði, til að kenna hjer garðyrkju
m. m. Fór hann viða og livatti marga
til nýyrkju. — En saga lians rúm-
ast ekki hjer. Frh. í næsta blaði.
MUNIÐ!
Við útvegum margskonar vörur.
Vörur jafnan fyrirliggjandi. —
Friðrik Bertelsen & Go. h. f.
Vesturgötu 4.
Símar 1858 og 2872.
O "'lllln
%
f
o
o
i.
O
I
o "'IIIIH" o .................©......... O -'IIIIII." O .......................................... O "'IIII................ mv © O ""llln- O -'illlii" o
Til minnis
við slátrið, niðursuðuna oy sultuna
Rúgmjöl, Salt, leskjað Kalk, Saltpjetur, Slátur-
garn. Rúllupylsugarn, Blöðmörsnálar, Rullu-
pylsunálar, Gulrófur, Niðursuðuglös, Sultuglös,
Niðursuðudósir margar stærðir, Edik, Ediks-
sýra, Strausykur, Púðursykur, Atamon, Beta-
mon, knúsað Engifer, heill og steyttur Pipar,
hvítur og svartur, Sinnepskorn, Vanillesykur,
spanskur Pipar, heill og steyttur Negull, Ávaxta-
litur.
Korktappar
allar stærðir, Pergament, Sellopton, Flöskulakk.
CUUsVZMÍ
<s
o
o
k
o
i
o
I
o
ö -iniiii' o ......... -<1111111" o .......... o ........................ o -'iiiiiii" o -'min"- o -ntiii"- o o -'iuiin" o .......
Verslunin BRTNJA
Laugaveg 29.
Það er leikur
að nota sama
WARDONIA
rakblaðið
15 - 20 sinnum
Reynið Wardonia rak-
vjelar og blöð. — Það
gefur skrautrakstur. —
Sjóránadrotningin fallin.
í fyrra vetur skaut japönsk flota-
deild niður fimtán kinversk skip
milli Iiongkong og Shanghai. Og
má segja um það, að farið liafi fje
betra, þvi að skip þessi voru floti
hinnar alræmdu sjóránakonu, Lai
Cliesan, sem undanfarin 20 ár hefir
verið einn athafnamesti sjóræningi
við strendur Kína. Kínversku skip-
in vörðust meðan þau gátu skot-
hríð Japananna og stjórnaði Lai
Chesan vörninni. Fjell hún og flestir
fylgismenn hennar.
Lai Chesan varð ekki nema fertug,
en var fyrir löngu orðin alræmd
um allan heim fyrir sjórán sín. Á
síðustu tuttugu áruin hefir hún rænt
50 stórskip auk fjölda af smærri
skipum. Og norðurlandaskip hafa
ekki farið varhluta af hermdarverk-
um hennar. Árið 1933 rjeðist hún
á danska skipið „Gustav Dietrich-
sen“, sem var á leið frá Iiongkong
til Bangkong með 49 farþega innan-
horðs. Skipstjórinn, Nielsen að nafni,
var drepinn, og allir farþegarnir
rændir og skipsjóðurinn tæmdur.
Nokkrum mánuðum síðar rændi hún
norska skipið „Prominenl“. Þar
voru 89 farþegar, sem allir urðu
að láta fje sitt og verðmæta muni
af hendi og er ræningjarnir höfðu
látið greipar sópa um skipið, þá
kveiktu þeir i því. Árið 1934 stöðv-
aði Lai Chesan norska skipið „Hir-
undo“ og rændi það, og enska skip-
ið „Hinkon“ rændi hún tvívegis,
1930 og 1932. Lai Chesan átti fjölda
barna með ýmsum og sonur hennar
níu ára gamall, þótti svo efnilegur
i iðn móður sinnar, að honum liafði
verið ætlað að taka við flotanum
eítir hennar dag, ásamt öllum þeim
miljónum króna, sem hún hefir
krækt sjer í um æfina.
Þó að Lai Chesan hefði ávalt full-
ar hendur fjár var hún ákaflega
sparneytin, og svo nísk var hún,
að hún timdi ekki að eyða skotum
á þá, sem hún ljet lifláta. — Hún
liengdi þá eða hjó þá á háls.
Nöfn málmanna.
Menn skifta málmlegundunum í
skira málma. Munurinn á þeim er
sá, að súrefni hefir ekki áhrif á
]iá fyrnefndu — þeir ,,oksyæerast“
ekki. Dýrastur allra skírra inálma
er platínan, sem stundum er kölluð
hvítagull á okkar máli. Evrópumenn
liafa þekt þennan málm síðan um
miðja 16. öld, er hann fanst í Col-
umbia í Suður-Ameríku, en Colum-
hia er enn með mestu platinulönd-
um heimsins. í Úralfjöllum fanst
málmur þessi árið 1819 og síðan
hefir Rússland verið aðal platínu-
framleiðandi heimsins. Ekki var það
fyr en 1740 að menn uppgötvuðu,
að platínan var nýr og sjerstæður
inálmur. Nafnið platína er spánskt,
leitt af orðinu plata, sem þýðir
silfur.
Nöfnin silfur og gull eru æfagöm-
ul. Orðið gull kemur fyrir hæði i
germönskum, slavneskum og ind-
verskum málum og er náskylt lýs-
ingarorðinu gulur. Þessi dýri málm-
ur hefir þannig dregið nafn af litn-
um. Um uppruna silfurnafnsins er
ekki eins ljóst. Homer telur, að silfr-
ið hafi fyrst komið frá bænum
Ahylae — sem áður hjet Sabylae
— á Svartahafsströnd og sje silfur-
nafnið dregið af þvi bæjarnafni.
Kvikasilfrið telst einnig til skírra
málma. Róinverjar kölluðu það ar-
gentum vivum, þ. e. lifandi silfur og
af þýsku þýðingunni á því heiti cr
komið iiafnið kvikasilfur (Quec.k-
silber).
Járnið er merkast allra hinna
óskíru málma. Elsta norræna nafn-
ið á því er iarn. Þjóðverjar kalla
það eisen, sem er dregið af orðinu
isa,rn. Englendingar kalla það iron.
Forsaga orðsins er ekki ljós, en svo
virðist þó, sem Þjóðverjar liafi feng-
ið nafnið frá Keltum, en afkomend-
ur þeirra eru enn i Bretlandi og
Norður-Frakklandi, en áður voru
þeir í Suður-Þýskalandi og Tjekkó-
slóvakíu. Á írsku heitir járnið iar-
ann og iarn.
Kopar er líklega fýrsti niálmur-
inn, sem mennirnir reyndu að hag-
nýta sjer. Það er latneska. nafnið á
þessum málrni, sem komist liefir
inn i norðurlandamálin. Á latinu
lieitir koparinn cuprum eða aes
cyprium — málmurinn frá Kypros.
Þangað sóttu Grikkir og Rómverjar
koparinn.
Tin hafa mennirnir notað afar
lengi, vegna þess hve auðvelt var
að vinna það. Eigi vita menn um
uppruna þess orðs. Hinsvegar er
hronse leitt af staðarnafninu Brun-
disium í Ítalíu. Kölluðu Grikkir það
brontision.