Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1940, Blaðsíða 2

Fálkinn - 11.10.1940, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - (V/V/V^VíV/V/VíV/VíVíV/VlVíVlV/V/VlV/V/V/V/V^/VIV Innan skamms verður sýndur i Gamla Bíó gamansöngleikurinn lrene. Gamanleikur þessi var sýndur á Broadway i nálega tvö ár, auk þess sem feröaleikflokk- ar sýndu ‘hann samtimis víðs- vegar um Ameríku. Naut hann framúrskarandi vinsælda. Nú hefir gamanleikur þessi verið kvikmyndaður, og kvikmyndin lítur út fyrir að ætla að verða jafnvel vinsælli en leikurinn. Helslu söngvarnir i mynd- inni eru: Alice blue gown, Castle of dreams, Irene, There is some- thing in the air og You have got me out on a limb. Kvikmyndin fjallar um írska sölustúlku, sem vegna fegurðar sinnar hækkar í tigninni og kemst inn í samkvæmislífið. Aðalhlutverkið i þesari mynd, eða irsku sölustúlkuna Irene, leikur enska leikkonan Anna Neagle, hún hefir áður leikið hlutverlc alvarlegs eðlis í Amer- íkönskum kvikmyndum, t. d. Victorie og Edith Cawell. Biðla hennar leika þeir Roy Milland og Alan Marshal auk annara þektra leikara svo sem Roland Young, Mag Robson og Billie Burke. Myndin er frá R K 0 Radio studios í Hollywood og hefir Herbert Wilcox verið leikstjóri og sjeð um töku myndarinn- ar. Leikinn hefir Alice Duer Miller samið eftir skáldsögu James Montgomery, en ljóð og lög eru eftir Harrg Tierneg og Joseph McCarthy. Solnborn komið od seljið FÁLKANN. Revýan 1940 Forðum í Flosaporti Ástands-útgáfa í breyttri mynd með nýjum söngvum, verður leikin í fyrsta sinn í Iðnó föstudaginn 11. þ. m. kl. 8 y2. Aðgöngumiðar seldir fimtud. kl. 4—7 og föstud. kl. 1—8. Sími 3191. Tveir merkir samtíðcu-menn (Bjarni Björnsson og Lárus Ingóljss.) Höfundar revýunnar „ForSum í Flosaporti" hafa unnið að þvi í sumar að endurbæta texta hennar og ljóð, og mun hún hafa tekið all- miklum staklcaskiftum síðan i vor. Langflestir af söngvunum eru nú r.ýir og samdir við ný lög, og sam- tölunum liefir verið breylt, auk þess sem ýms heil atriði eru ný. Þráður leiksins er þó að mestu leyti ó- skertur. Enda þótt aðsókn að revý- Ark Roijal og dóttir hennar Dódó. (Emilía Borg og Sigrún Magnúsd.) unni væri ekki farin að rjena, þeg- ar hætt var við sýningar hennar i sumar, þóttu þessar breytingar nauð- synlegar, þar sem leikurinn var saminn fyrir hernámið, og viðhorfið hefir því orðið nokkuð annað síðan. Leikendur eru flestir þeir sömu og í vor, m. a. Emilia Borg, Sigrún Magnúsdóttir, Gunnar Bjarnason, Gunnar Stefánsson, Alfreð Andrés- son, Jón Aðils, Lórus Ingólfsson o. fl. /V/V(V/VMM/VM'/VA/l%'/VM/VA/A//%'A'M'M//«/A//V/«//V - NÝJA BÍÓ - /V /V/V/V/V/V/V/V/V/V/V/V/V/V/V/V/V/V/V/V/V/V^//V/V Bráðlega verður sýnd í Nýja Bíó ameríkanska kvikmyndin Hetjur strandgæslunnar (Coast Guard). Aðalhlutverkin i mynd þessari leika hinar þektu kvik- myndastjörnur Randolph Scott, Frances Dee, Ralph Bellamg og Walter Connollg. Myndin gerist meðal björgun- arsveita Bandaríkjanna og sýnir einlcanlega hrausta menn og hug- djarfa, sem aldrei hugsa um hættuna, sem ætíð er samfara björgun úr sjávarháska. Menn þessir eru þó að öðru leyti mjög misjafnlega gerðir. Rag Dower (Ralph Bellamy) ér liðsforingi í strandgæsluliðinu, traustur og staðfastur í hverri raun. Thomas Bradshaw (Randolph Scott), sem annars er kallaður Speed, er flugmaður í þjónustu strandgæsl- unnar. Hann er ólíkur Dower, kærulaus flughani. Samt eru þeir tengdir sterkum vináttuböndum. Ray hjargar lifi skipstjóra eins (Walter Connolly) og at- vikin haga því svo, að þeir Ray og Speed kynnast dóttur hans (Frances Dee). Eins og við er að húast veldur það alvarlegum á- rekstri i bili, að báðir verða ástfangnir í skipstjóradótturinni, en þar verður Speed hlutskarp- ari. Speed reynist þó enginn fyrir- myndar eiginmaður, og það er fyrst eftir mörg og hættuleg ævintýri, að kona hans sann- færist um að hann er búinn meiri mannkostum en hún hafði áður gert sjer grein fyrir. Mynd þessi er ekki einungis þáttur úr hinni miklu sögu strandgæslunnar heldur er það víða líkt hugðnæmu æfinýri. Edward Ludwig hefir stjórnað myndatökunni. Forðum í Flosaporti i nýrri útgáfn. Starfið er margt, - en vellíðan, afköst og vinnuþol er háð því að fatnaðurinn sé hagkvœmur - °g traustur VDNNUIfATrA©ILin® OSILANIDS Roykiavlk Elxto t'œrsto oq tullkomnasto verksmldjo slnnor grclnor 6 Islondl Halldór Slmptason, fgrv. síma- stjóri, verður 60 ára 20. þ. m. Arni Thorsteinsson, tónskáld, verður 70 ára 15. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.