Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1940, Blaðsíða 9

Fálkinn - 11.10.1940, Blaðsíða 9
F Á L Ií I N N 9 Theodór Árnason: Merkir tónlistarmenn lífs og liðnir. Gaetano Donizetti 1797—1848. það, sagði Gaston í vandræðum sínum. — Og svo geymdurðu það hjá þjer, hló Pliilip. — Það.var mjög fallega gert af þjer, en heldurðu ekki að lögreglunni mundi finn- ast það of fallega gert. — Lögreglunni! stamaði Gast- on. — Já, jeg á við, cf þeir nú vissu nokkuð um það! 10.000 frankar eru skemlileg upphæð, og þar að auki er auðvell að skifta henni. Jeg fæ 5.000, og þá getur þú ekki annað sagt en að við höfum skift eins og fje- lagar. Gaslon hugsaði sig um, en sá enga smugu. — Þú ferð til Hotel Imperial, afhendir armbandið og færð þín fundarlaún, hjelt Philip áfram. — Áður en þú ferð, borgarðu mjer 5.000 franka. — Ja — jeg hef ekki 5.000 — áður en jeg liefi fengið fundar- launin, reyndi Gaston að telja honum trú um. — Ekki það ? spurði Philip þur lega. En livað með þessa smá- muni, sem þú hefir sparað sam- an. Heldurðu ekki að það sjeu ríflega 5.000 — ha? Philip varð hlíður á svipinn þegar Gaston borgaði honum út upphæðina i tómum 500 franka seðlum. Hann varð Gaston samferða alla leið- ina niður að Hotel Imperial. Þegar þeir voru komnir þangað, klappaði han á axlir honum og kvaddi. Þó undarlegt mætti virðast fanst honum hann vera yfir- gefinn af guði og mönnum þeg- ar hann kom inn í hin stóru for- dyr hótelsins. Rauðklæddur strák lingur kom á móti lionum og spurði kurteislega við hvern hann vildi tala. — Madame Gregorieff. — Þessa leið, herra minn. Ung svarthærð kona í þröng- um og glæsilegum kjól opnaði fyrir honum. Þegar hún sá Gast- on, hleypti hún brúnum og sagði: — Hvað er yður áhöndum? Gaston dró úrklippuna úr vasa sínum. Það var þetta — armbandið. Madame Gregorieff varð eitt sólskinsbros. — Ó, þjer liafið fundið það! Iíomið þjer inn! Hún klappaði saman höndunum af gleði þeg- ar Gaston sýndi lienni armbandið. — Að hugsa sjer að jeg skyldi sjá það aftur, það er svo sjald- gæft að finnendur sjeu ærlegir. Hún ljet armbandið um úlfnlið- inn og sagði við Gaston: — Þús- undfaldar þakkir. Gaston var mjög lirærður. Honum fanst ákaflega þægilegt að vera hinn heiðarlegi finnandi. Hann hugsaði að það liefði þrátt fyrir alt verið skynsamlegt að skila armbandinu aftur, og um leið datt honum i liug að það hefði ekki verið eins gott að láta hana fá það í gær, þvi þá mundi hún ekki liafa orðið eins fegin! Gerið svo vel, að fá yður sæti á meðan jeg skrifa ávísun, sagði hún við Gaston. Og Gaslon fór frá holelinu eins og liinn heið- arlegi maður, sem hefir skilað því, sem liann liefir fundið. En liann var ekki eins ánægð- ur næsta dag, þegar hankinn sagði að ávísunin ætli ekkert inni og Hotel Imperial gaf þær upplýsingar, að madame Grego- rieff hefði komið með tvær glæsi legar ferðatöskur og skilið þær eftir, en í þeim var ekkert nema gömul dagblöð. Gaston gat aldrei ráðið þá gátu, í hvaða blaði auglýsing Philips hefði komið. Hann leit- aði i öllum blöðum og fann bana ekki, og Pbilip var sjálfur liorf- innn með Madame Gregorieff, platinuarmbandið og 5000 franka. Þrisvar sinnum bafði Gaston vikið út af binni þröngu braut beiðarleikans, og í þriðja sinn bafði það mistekist þannig að bann tapaði meiru lieldur eu bann bafði grætt í tvö undan- farin skifti. Og hann varð að sælta sig við, að lieiðarleikinn borgar sig best — þrátt fyrir alt. Edward VII. og Alexandra. I kviknujjid, sem mjleffa hefir verið gerd í Frakklandi er Ed- ward Englakonungur ein per- sónan oy Alexandra drotning önnur. Hjer sjást þau eins og þau líta út í myndinni. Victor Erancen leikur konunginn og Artette Marchal drotninguna. Þýski prófessorinn Mommsen er svo utan við sig að fáir munu hans líkar. Sje sagan, sem hjer fer á eftir siijin, er þetta ekki svo ótrúleg'c: Dag nokkurn sat prófessorinn í strætisvagni og las í blaði. Á einum viðkomustaðnum ýtti hann gleraugun- um upp á enni' og hann gat ómögu- lega fundið þau þegar hann ætlaði að fara að lesa aftur. Hann leitaði eins og vitlaus maður í öllum vösum, á bekknum og á gólfinu, þar til iítil stúlka við hliðina á honum sagði: „Gleraugun eru á enninu á þjer‘?“ Prófessorinn ýtti gleraugunmn nið- ur á nefið: „Þakka þjer fyrir litla min, livað heitir þú?“ „Ebba Mommsen, pabbi“, sagði lilla stúlkan. Donizetli var l’æddur í Bergamo á ítaliu, 25. nóvember 1797, — eða tæpum sex árum síðar en tónskáldið Rossini. Hugur hans hneigðist snemma til tónlistaiðkana, en til þess mun hafa verið ætlast, að hann yrði lögfræðingur. En tónlistin átti svo mikii ítök í honum, að liann vildi helst ekki öðru sinna og varð ósátl- ur við föður sinn út af þessu. Tók hann þá þann kost, að strjúka að heiman og lil Feneyja. En skömm mun þó hafa verið dvöl lians þar, því að skömmu síðar var hann kom- inn til Neapel og stundar þar nám um hríð á tónlistaskóia. Og 1818 fær hann tekinn til leiks í Feneyjum fyrsta söngleik sinn, Enrico de Borgoffna, sem var straks vel tekið og ári síðar birtist annar söngleik- ur eftir hann í Rómaborg, 11 Faleg- name. Að vísu voru þessi verk, og raunar flest verk Donizettis, að meira eða minna leyti stæling á stil og stefnu Rossinis, hins dáða ópéru-tónskálds. En þó var liinu síðarnefnda verki fagnað mikið í Róm og hið unga tónskáld heiðrað. Rak nú iivert leiksviðs-verkið ann- að næstu árin, og eru það líklega einsdæmi, hversu geysilega Doni- zetti var afkaslamikill á timabili (1822—34, því að þá nmn hann hafa samið að jafnaði 3—4 sönglög á ári hverju. Mörgum þessara verka var þó lítill gaunmr gefinn. En fyrsta verkið, sem fjekk áheyrn „handan við fjöllin og höfin blá“, var söng- leikurinn Anna Bolena, sem fyrst var leikinn í Milano 1830, en fór síðán sigurför um -öll söngleiksvið Norðurálfu, og var lengi talið mest snildarverk tónskáldsins. En vinsæl- asta verk Donizettis nnin þó vera Lucia (li Lammermoor, sem Doni- zetti samdi upphaflega fyrir söng- höllina í Milano (1835). Til gamans má geta hjer um atvik, sem gerðist um þelta leyti og sýnir vel, hversu ljett Donizetti var um að yrkja og hvilíkur afkastamaður liann var. Leikhússtjóri einn í Nea- pel var að verða gjaldþrota og einn söngvarinn við leikhúsið tjáir Doni- zetti þessi vandræði og segir: „Ekki þyrfti nú annað, en að þú ljetir okk- ur fá eitthvað nýstárlegt, — þá yrð- um við ofan á á augabragði“. Og á tæpri viku samdi Donizetti bráð- skemtilega óperettu — tekstann samdi liann líka sjálfur, eða sauð hann upp úr frakkneskum gleðileik, sem hann hafði heyrt einhverntíma. Og á niunda degi eftir að á þetta var minst við hann var þessi óper- etta leikin í leikhúsinu — og fjár- málunum bjargað. í París var einn söngleikja hans, Marino Faliero, leikinn á Théatre des Raliens 1835 og sá Donizetti sjálf ur um þá sýningu. Finmi árum síð- ar kom hann svo aftur til Parísar og undirbjó þá leik á sania leiksviði Lucrezia Borgia, sem liann hafði samið 1834 fyrir sönghöllina í Mil- ano og vel hafði verið tekið þar. Parísarbúar fögnuðu líka þessu verki vel. En þá gerðust þau tíðindi, að sjálfur Victor Hugo, ljet leggja blátt bann við þvi, að haldið yrði áfram sýningum. En tekstinn var að ein- hverju leyti bygður á sjónleik eftir ])að góða skáld. Vakti þetta allmikla athygli, og að vonum. Eh söngleik- urinn varð frægur og hefir notið mikilla vinsæla siðan. Og einmitt í þessum söngleik fer j>ess að gæta, að Donizetti er tekinn að fjarlægjasl stíl Rossinis og er kominn eins og miðja vegu milli hans og Verdis. En i öðrum verkum gætir þess þó enn betur. Þannig segja merkir lónfræðingar, að vel væri liugsanlegt, að ýmislegt í söng- leiknum Maria di Rolrnn eftir Doni- zetti, gæti verið eftir höfund Rigo- 1 etfos. Donizetti dvaldi nú í París um sinn og komu þar fram ýms ný verk hans, svo sem I Martiri, sem hinir opinberu ritskoðendur í Nea- pel höfðu bannað að sýna þar í borg. La fille du régimente, sem D. samdi upphaflega sem gleði-söngleik fyrir Opéra Comique, en ljreylti siðar nokkuð og jók, og varð í því formi lieimsfrægl verk. Og loks rak La Favorila lestina og var strax tekið vel í París. Ekki er óliklegt að nokk- uð liafii stuðlað að því, að sjerstök atliygli var veitt La fille du régi- mente, þegar liún kom fram í hinu endurbætla formi, að þá fóru með aðalhlutverkin ýmsir bestu söngvar- arnir, sem þá voru uppi, svo sem Jenny Lind, Sonntag, Palli og Albani. Árin 1842—43 var Donizetti í Vín- arborg og ávann sjer þar mikla hylli og vinsældir með Lincta di Chamonix, og var þá meðal annars sæmdur heiðurstitlunum „keisaraleg- ur hirðkompónisti og hljómsveitar- stjóri“. Frá Vín brá hann sjer til Rómaborgar og Milano, en kom aft- ur til Parísar 1843 og liafði þá til- búinn gamansöngleikinn Don Pas- cake, sem sýndur var á italska leik- sviðinu þá um haustið. Sungu þá aðalhlutverkin fjögur ágætasta söng- fólkið, sem völ var á: Grisi, Mario, Tamburini og Lablache, enda höfðu hlutverkin beinlínis verið samin fyr- ir þessa ágætu snillinga. Síðasti söngleikurinn sem Doni- zetti samdi, var Catarina Cornaro, og var liann sýndur í Neapel 1844 en var lítill gaumur gefinn. Þetta var 63. söngleikur Donizettis. Og nú var Donizetti að missa starfs þrekið. Hann hafði unnið árum saman af slíku ofurkappi, að ekki var við öðru að búast, en að eitt- hvað yrði undan að láta. Taugarnar voru úr lagi gengnar og hjartað bil- að og að lionum sótti þunglyndi. Síðustu þi’jú æfiárin var hann illa haldinn og átli þá heima í fæðingar- bæ sinum, Bergamo, og þar ljest hann 8. apríl 1848. Er honum skip- að á bekk með merkustu söngleikja- tónskáldum Ítalíu, við hlið þeirra Rossinis og Bellinis. — Viljiff þjer svo segja mjer for■ nafnið yffar? — Lára, Matthildur Leonora. — Og hvaff eriiö þjer kölluff venju■ lcga ? ' — fíulliö mitt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.