Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1940, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.10.1940, Blaðsíða 4
 4 FÁLRINN Hertogahjónin af Windsor, skömmu eftir brúðkaupið. ÞEGAR JÁTVARÐUR VIII HRÖKKIAIIST FRÁ VÖLDUM. Var það Anthony Eden, sem mestan þátt átti í því? Margar bækur hafa verið skrif- aðar um öll þau ósköp, sem á gengu þegar Játvarður VIII. Englakonungur veltist úr völd- um út af kvennamálum. Einn þeirra, sem um þetta liafa skrifað, er Somton Mac- kenzie, frægur enskur ritliöfund- ur. Hann gaf út í fyrra bók, sem heitir „The Windsor Tapestry“, og fjallar hún um vandamál ensku krúnunnar, þegar Edward VIII. lagði niður völd og gerðist hertogi af Windsor. í bókinni skýrir höf. frá ýmsu, sem ekki hefir áður verið kunnugt, og kennir hann Anthony Eden, þá- verandi utanríkisráðlierra, að mestu leyti um hvernig fór. 1 framtíðinni mun mest verða um það rætt, af hve fúsum vilja Edward VIII. hafi lagt niður völd Voru það e. t. v. fleiri orsakir en frú Simpson, sem ollu því? Meðan Edward var prins af Wales naut hann mikillar alþýðu hylli, og utan Stóra-Bretlands virtist hann því vinsælli sem f jær dró. Það reyndust verða við- sjárverðar vinsældir. Heima í Bretlandi fengu menn að vissu leyti nóg af honum. Meðan menn stældu hann kostgæfilega í klæða Anthony Eden. burði í útlandinu, vakti liann iðulega hneykslum heima l'yrir lijá liástjettunum. Hann var ó- breskur í klæðaburði og sundur- gerðarmaður mikill og nánustu vinir hans fylgdu dæmi hans. Eftir því, sem Mackenzie segir braut liann fyrst alvarlega í bág við breskar venjur í fyrstu út- varpsræðunni, sem hann hjelt eftir að hann var orðinn kon- ungur, fáum mánuðum eftir krýninguna. Sú setning, sem mestu varðaði þar og sem kon- ungur lagði mesta áherslu á, var þessi: „Þótt jeg tali nú hjer sem konungur, er jeg þó sami mað- urinn, sem áheyrendur mínir þekkja svo vel undir titlinum Prinsinn af Wales.“ — Sökum þess að liinn fyrvér- andi konungur neitað Mackenzie um nauðsynleg gögn og sann- anir, sem hann vildi kynnast, verður bókin enn hatramari á- rás á andstæðinga konungs en ella mundi hafa orðið, því að víða verður liöfundurinn að láta sjer nægja að fara með ágiskanir og dylgjur. Vinátta frú Simpson og Ed- wards hófst meðan liann var prins af Wales, og segir liöfund- ur, að það hafi frá upphafi ver- ið mjög innileg og heiðarleg vinátta. En frú Simpson var ekki aðeins fráskilin, hún var annars manns kona, þegar Edward á- kvað, að liún skyldi verða eigin- kona hans. Og svo lýsti hann yfir því, þegar hann var orðinn konung- ur, að hann væri nákvæmlega sami maðurinn og þegar liann var prins af Wales. Átti það að þýða það, að hættir yrðu þeir sömu og vinir lians þeir sömu? Edward fjell það illa að láta stilla sjer á stall eins og til til- beiðslu. Enda sá alþýða manna það skjótt, að hjer var maður, er fæddur var í pelli og purpura, en hafði sína galla eins og aðrir menn, — og það sem meira var: liann gerði sjer sjálfur ekkert far um að leyna þeim. Alþýðuhylli lians bygðist því meir á veik- leika en styrk, fremur á sjer- visku en lundfestu. Fyrsti áreksturinn milli kon- ungsins annarsvegar og Edens og utanríkisráðuneytisins hins- vegar var mjög ómerkilegt at- riði. Hann snerist um fyrsta sum- arleyfi konungsins. Kóngur vildi fara ferða sinna óhindraður eins og meðan liann var prins af Wales, en ráðuneytinu þótti ekki ráðlegt að senda hann án traustr- ar fylgdar til Rivierunnar og frönsku stjórninni þótti heldur ekki ráðlegt eða fýsilegt að á- byrgjast líf hans á þeim slóðum. Loks fengu Baldwin og Edcn því til leiðar komið, að konung- ur hagaði ferðum sínum þannig, að hann sigldi um Miðjarðarliaf- ið á lystisnekkjunni „Nahlin“. En í hæfilegri fjarlægð þræddi enskur herbátur vandlega í kjöl- far snekkjunnar og líkaði kóngi það hið versta. Auk þess hafði franska stjórnin sent spæjara sína á stúfana til að njósna um frú Simpson, um skoðanir herin- ar á stjórnmáluin aðallega, og þeir komust að fremur hvimleið- um niðúrstöðum. í kunningahóp frúarinnar voru menn, sem höfðu opinberlega látið í ljós að- dáun sína á Hitler og jafnvel mátti líka finna meðal þeirra menn, sem voru persónulegir vinir þessa einræðisherra. Og það sem var allra verst: konung- urinn var sjálfur vinveittiir Þjóð- verjum og fús til þess að ving- ast við Hitler, þeir væru livort sem væri báðir uppgjafaher- menn! 1 þessum Miðjarðarhafs leið- angri konungs komu lílca fyrir mjög óvæntir atburðir. Konung- ur steig á land í Tyrklandi, heim- sótti Mustafa Kemal, lofaði hoiir um samningum og tók af lionum loforð um að lieimsækja sig og gista Stóra-Bretland. En fyrir ó- varlega stjórnmálastefnu i tíð Lloyd Georges, var slofnað til regin óvináttu með Mustafa Kem- al og Bretlandi, út af gríska frelsisstríðinu eftir heimsstyrj- öldina. Utanríkisráðuneytið breska virti þennan stjórnmálasigur kon ungs yettugi. Fregnir voru að vísu birtar um þetta, en síðan var ekki minst á það. Þetta hátta- lag kóngs var alls ekki í sam- ræmi við þáverandi stjórnmála- stefnu Bretlands. Hertogafrúin af Windsor. Einu sinni ætlaði konungur lika að veita Haile Selassie við- töku og eiga tal við hann. En það ,var hindrað til að stofna ekki hlutleysinu í voða.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.