Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 11.10.1940, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Hvernig Lundúnabúar taka loftárásunum Sprcngja hitti þessa kirkju, en krossmarkið gfir altarinu skemdist ekki. Það hallast ofurlítið, eins og myndin sýnir. Húsin hrynja, en kjarkurinn er óbugaður. Eftir T. A. Raman. Jeg hefi verið á ferli i allan dag, akandi og gangandi um götur Lund- unaborgar til að kynna mjer tjónið af loftárásunum. Jeg hefi skoðað nœstum þvi hvern stað, þar sem sprengja hefir fallið og jeg hefi haft tal af hundruðum manna, alt frá forstjórum mikilla fyrirtækja og til verkamanna og farandsala. Tjónið er óneitanlega mikið að vöxtum. Víða eru götur lokaðar, vegna viðgerða. Sumstaðar er tæp- lega óbrotin rúða í nokkrum glugga í heilum götum. Lögregla og her- menn vinna að björgunarstarfi, á- samt fjölda sjálfboðaiiða og slökkvi- liðið hefir í mörg horn að líta. 1 City er tjónið ekki eins mikið og i austur-hverfunum, en þó hafa margar fornfrægar byggingar orðið fyrir skemdum og margar gamlar og góðar götur eru lokaöar fyrir um- ferð i bili. En mesta tjónið, bæði að vöxtum og hlutfallslega, er i austur- hverfunum, þar sem fiestir fátækl- ingarnir búa. Margar smálestir af sprengjum hafa fallið niður á þenn- an hluta borgarinnar og það mjög langt frá höfn og hafnarmannvirkj- um. Það er auðskilið mál, hvers- vegna árásirnar eru viljandi gerðar á fátækrahverfin. Óvinir vorir von- ast til að geta kveikt óánægju í brjóstum verkamanna í East-End. Það þekkja allir hernaðaraðferðir Þjóð- verja. Þær beinast ekki hvað sist að þvi að skapa ótta meðal almennings. En í þetta sinn hafa þeir farið húsa- vilt. Hjer hræðist þá enginn. Fátæka fólkið í East-End hefir tekið þessar árásir á sig með hinu eina rjetta svari: Aukinni andúð gegn Þjóðverjum og með hinum mesta kjarki og karlmensku, en það er hið eina svar, sem Þjóð- verjar óttast. Því að hvers virði eru allar tilraunir til að vekja ótta, ef þær mistakast? 1 þessu tilfelli hafa þær kostað gífurlegt tjón á flugvjel- um og æfðum flugmönnum og það er það tjón, sem Hitler á erfiðast með að bæta sjer upp. Jeg tala lijer ekki út í loftið, þvi að jeg kynti mjer liugsunarhátt fólks ins eins og jeg hafði frekast tök á. Á einum stað sýndi varðmaður mjer hús, þar sem nokkrar konur og börn höfðu farist af sprengingu. „Það er ekkert við þvi að gera,“ bætti hann við, „nema að slá þá aftur og slá þá fastar.“ í veitingahúsi einu var jeg stadd- ur, þegar blöðin komu út um nón- leytið. Fyrirsagnirnar voru bæði um loftárásir Þjóðverja á London og árásir breska flughersins á Ber- lín. Allir byrjuðu á að lesa tilkynn- ingarnar um árásirnar á Berlín. Seinna gerði jeg tilraun með að stinga upp á því i samtali við nokkra menn, að leita yrði samkonni lags við Hitler. Fólkið leit reiðilega á mig, en svaraði engu. Siðan tínd- ist það þegjandi burtu. Það er ekk- ert grín fyrir fimtu hersveitina að eiga við þetta fóik. Jeg spurði lítinn dreng, hvort hann hefði orðið hræddur. „Hvað? Jeg?“ spurði hann. „Nei, maður lirekkur náttúrlega við til að byrja með, en svo venst maður þessu undir eins.“ Bæði City og East-End eru farin að venjast hinu nýja lífi. Búðirnar eru opnar, þó að gluggarn- ir sjeu brotnir og mjólkursendillinn setur flöskurnar niður þar, sem hann álitur að dyrnar iiafi verið, ef hurðin er á bak og burt. Lundúnabúar hafa ekki gleymt sínu venjulega glensi. „Allir vel- komnir, nema gluggahreinsarar,“ stóð á skilti fyrir utan matsöluhús. Gluggarnir voru auðvitað brotnir. „Nýjar rósir,“ lirópaði blómasal- inn á götunni. En þegar jeg benti honum á, að rósirnar væru fremur gamlar, svaraði hann: „O, þær standa í öllu falli lengur en húsin.“ „Jeg lenti ofan í loftvarnaskýli í stóru verslunarhúsi. Gamall forstjóri kom þangað niður og hjelt áfram að lesa hraðritara fyrir langt brjef. Aðrir reyndu að nota tímann sem best. Sumir komu með matarpakkann sinn með sjer, til að nota tímann tii borðhalds. Aðrir skröfuðu og hlóu. En lífið gengur að mestu leyti sinn vana-gang, þrátt fyrir alt. Og hvað sem öðru liður, þá hefir Þjóð- verjum ekki tekist að koma neinum Lundúnabúa út úr jafnvægi. f Þessi maður er sir Frederick Pile foringi hresku loftvarn- anna, byssur þeirra hcifa skot- ið svo margar þýskar flugvjel- ar niður úr skýjunum að jafn- vel Bretland er undrandi. Georg Bretakonungur var jafnan fljótur að bregða við að loftárásum loknum. Skoðaði hann allsstaðar tjónið Lundúnabúar brosa. Nokkru áður en myndin var tekin, og reyndi eftir mætti að hugga þá. sem mist höfðu ást- fjell þýsk sprengja niður í þennan borgarhluta. Brakið vini sína. úr húsunum sjest greinilega á myndinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.