Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1940, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.10.1940, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Jeanne N. Lemaire: EINS HEIÐARLEGUR — Rauðan eða hvítan, ungfrú ? spurði Gaston. Ungfrúin virti hann ekki viðlits. — Rauðan, sagði hún kæruleysislega. Gaston lielti i glasið, sem hún tæmdi straks og lijelt síðan áfram inn salinn. Gaston horfði á eftir henni og stundi. Hún var ung og lagleg, en það var livorki hið fíngerða andlit hennar eða hinn granni vöxtur, sem vakti aðallega að- dáun hans. Nei, það var smaragð- hárspenna, sem var fést i lokka hennar, armbandið hennar, sem var alsett smarögðum og hin dýr- mæta næla, sem hjelt saman kjólnum hennar. — Laglegur böggull! sagði rödd við hliðina á honum. — Og ekki eru umbúðirnar leiðin- legar. Það var Philip, einn af aukaþjónunum. Gaston hafði al- drei unnið með honum áður. Hann góndi á eftir henni. Gaston horfði á hann með vanþóknun. — Ungfrúin er fög- ur, sagði liann stuttlega. Philip glotti. — Já, en mjer þætti nú skemtilegast að fikta dálítið við umbúðirnar — þótt ekki væri nema að ná í þessa nælu sem hún er með á öxlinni! Hjer verður maður að hlaupa af sjer tærnar til þess eins að urga saman nokkrum skildingum, en svona stelpukría getur hengt heila fjársjóði utan á sig. — Gaston blíðkaðist. Philip sagði það dálítið ruddalega, en það var þó nokkurnveginn hið sama sem liann liafði sjálfur verið að hugsa. — Já, sagði hann armæðulega og strauk hendinni yfir hárstrí- ið sem varla liuldi skallann. — 1 kvöld eru það rjett 20 ár síðan jeg varð aukaþjónn í fyrsta sinn, og hvað hefir mjer tekist að spara saman á þeim tíma? Hrein asta hjegóma! Ef jeg bara ætti einn af gimsteinum ungfrúarinn- ar væri það nóg til þess að jeg gæti keypt hús í fæðingarbæ mínum í Auvergne. Nú eru það að minsta kosti fimm, ef ekki tiu ár, áður en jeg næ svo langt. IJann andvarpaði aftur. — Já, manni liggur hreint og beint við að verða fingralangur í öllu þesu. Philip kinkaði kolli í áttina til nokkurra glæsilegra klæddra kvenna sem glóðu allar í gimsteinum og skartgripum. — Heiðarleikurinn heldur best, svaraði Gaston ströngum rómi og varð um leið hugsað til þess þegar hann tvívegis hafði stigið eitt stutt skref út fyrir hinn þrönga stig heiðarleikans. — OG HÆGT ER. - í bæði skiptin hafði það verið þegar hann var að hjálpa ungri landeyðu heim, og notaði hið meðvitundarlausa ástand náung- ans, ásamt peningaveski, sem af tilviljun barst upp í hendur hans, til þess að slá eign sinni á einn eða tvo þúsund franka seðla, sem hann svo innlagði i peningasafn sitt. Safnið hafði auðgast meira við þau tækifæri heldur en við margra kvölda vinnu. Nú var beðið um Kampavín inn i græna salinn, og þegar Gaston var að hella i glösin, kom liann auga á armbandið. Það lá á þykka teppinu rjett við hægri fót hans — það var glitrandi, ljómandi djásn, samsett af fer- liyrndum platínuplötum, ígreypt demöntum. Flaskan tók til að skjálfa í hendinni á Gaston. Hann fann sig gagntekinn af einhverjum sólt- heitum æsingi, þótt það væri eng- in ástæða til að æðrast. Auðvitað átti hann að beygja sig niður rólega og blátt áfram, taka upp dýrgripinn og fá hann í hendur húsfreyjunni. Eftirá miindi liann fá dálítil fundarlaun — kanske hundrað franka! Hundrað franka! Það var eins og eldur hlypi frain í kinnarnar á Gaston. Næstum því án þess að vita af sjer, hafði hann ýtt við armband- inu með fætinum, svo að það mjakaðist inn undir hin þungu silkigluggatjöld. Svo dró hann andann djúpt og andlit hans fjekk eðlilegan litarhátt, og hann hjelt áfram að liella í glösin með sínum venjulega sleingerða and- litssvip. Það virtist enginn ætla að sakna armbandsins. Margir gest- anna voru þegar farnir, og þeir sem eftir voru, voru smám saman að hverfa, án þess neitt kæmi fyrir. Þegar þjónarnir voru að taka til i herbergunum, sá Gaston sjer fæi'i á því að ná armband- inu, vefja þvi inn í vasaklútinn sinn og stinga því í vasann. Svitinn spratt fram á enni lians, og liann hafði ákafan lijart- slátt, og honum fanst að liann næði fyrst andanum þegar hann liann var kominn framhjá dyra- verðinum og út á götuna. Hann lieyrði einhvern kalla á sig, og sá Philip bregða fyrir í myrkr- inu, en hann ljet sem hann heyrði ekki neitt, og flýtti sjer burt. Djásnið varð honum þungt í vasa, hann hafði á tilfinningunni að allir sem komu nálægt honum gætu sjeð það í gegnum hinn þykka frakka. Næsta dag, þegar liann sat með armbandið á borðinu fyrir fram- an sig í herbergiskytrunni sinni, þá varð honum ljóst að dýrmæt- ur og fásjeður skartgripur er ekki liið sama og reiðir peningar. Hvernig skyldi nú eiga að fara að þvi að koma þessu i peninga? Hann var einmana maður, af þvi það kostaði peninga að eiga vini. Ef hann fengi það einhverj- um í hendur til sölu, þá gat liann átt það á liættu að sá hinn sami sneri sjer beint til lögreglunnar. Gaslon strauk varlega með einum fingri yfir hina geislandi demanta, og það lá við sjálft að hann iðraðist eftir að hafa ekki látið sjer nægja þessa liundrað franka. Hvað hafði hann ekki sjálfur sagt við Philip — heið- arleikinn er haldbestur? Það var þannig - heiðarleikinn borgaði sig best. Hann hrökk við að harið var á dyrnar. í flýti fleygði hann arm- bandinu niður í papírskörfuna, dagblaði þar ofan á, og sagði: — Kom inn, eins rólega og hann gat. Philip stakk vatnskembdum hausnum inn fvrir gættina. —- Góðan daginn, sagði liann vin- gjarnlega. — Er yður nokkuð a móti skapi að fá heimsókn Gaston fann lil ógurlegs ljettis þegar hann sá að það var bara Philip, og sagði brosandi: — Nei, gerðu svo vel, komdu bara inn. Philip gekk inn i lierbergið og slengdist makindalega niður í stól og teygði frá sjer lappirnar úl á gólfið, með liendur í vösum eins og hann væri daglegur gest- ur í liúsinu. — Jæja, sagði hann yfirlætislega, og fjekk sjer vind- ling. — ,Þá er víst alt í lagi með húsið í Auvergne. Það fór um Gaston, hann spurði hastri röddu: — Hvað meinarðu ? — Laglega af sjer vikið þetta í gærlcvöldi. Hann liallaði höfð- inu aftur á hak, og bljes langri röð af bláum hringjum upp i loftið. — Og jeg sem hjelt að þú værir hara gamall apaköttur. Gaston kom ekki upp nokkru orði. Hann góndi bara opnum munni á Philip. — Jeg hefi dálítið handa þjer lijerna. Philip dró pappirslappa upp úr vasanum, og ýtti honum til Gaston, sem las eftirfarandi eins og í draumi: Platínuarmband með demönl- um, tapaðist miðvikudagskvöld, líklega milli Boulevard Mele- cherbes ,og Hotel Imperial. Skil- vís finnandi er beðinn að skila því tit madame Gregorieff, Ilotel Imperial, gegn tíu þúsund franka verðlaunum. Gaston varð að lesa það þrisv- ai sinnum áður en lionum skild- ist hve heppinn liann var. Kon- an sem hafði týnt armbandinu lijelt að hún liefði týnt því á leiðinni til Hotel Imperial. Hann þurfti ekki annað heldur en að fara á hotelið og segja að hann hefði fundið armbandið í rennu- steininum á Roulevard Male- cherbes og taka við sínum tíu þúsund frönkum. Það fæi’ðist stórt bi-os yfir hið feita andlil hans. Philip horfði á hann liálflukt- um augum. — Nú, sagði hann, hvað sýnist þjer? Á sama augnabliki varð Gast- on eins og freðýsa í framan. — Hvað vai’ðar mig um þetta? sagði hann þurlega. — Það hlýtur að vera notalegt að vera finnandinn — hinn skil- vísi finnandi. Rödd Philips varð næstum því malandi af ástúð, en alt í einu breyttist liún og varð liörð eins og stál. — Eigum við svo ekki að hætta að láta eins og fífl. Jeg sá þig vefja því inn í vasaklútinn og stinga því í vasann. Hvernig þú náðir því, það veit jeg ekki, en þú hlýtur að hafa gert það laglega fyrst kvens- an ekki tók eftir því. Áður en jeg barði á dyrnar hjá þjer, leyfði jeg mjer að gæjast inn um skrá- argatið, svo þú getur eins vel tek- ið dótið upp úr pappírsköi-funni og hætt að láta eins og kjáni. — Jeg stal því ekki, jeg fann Heimavarnarsveit í London hefir tekið brgnvarða bíla í þjönustu sína. Á þeim eru 3 menn, skytta, ökumaður og eftirlitsmaður. Á vögnunum er skotturn og Vickers- vjelbyssa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.