Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1941, Blaðsíða 4

Fálkinn - 28.03.1941, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N ÁBURÐARVERKSMIÐJA A ISLANDI í þessari grein skýrir Sigurður Jónasson forstjóri frð rannsóknnm viðvikjandi ísienskri ðbnrðarverksmiðjn og kostnaði við hana. Á árunum 1934 og 1935 Ijet íslenska ríkisstjórnin gera ýms- ar athuganir í sambandi við möguleika á þvi að reisa verk- smiðju til þess að framleiða á íslandi köfnunarefnisáburð úr loftinu eins og það venjulega er kallað. Það þótti sýnt þegar búið var að efnagreina skelja- sand þann, sem mikið er af í Patreksfirði og viðar annars- staðar á Vestfjörðum og raun- ar víða á Suðvesturlandi, að kalksandur þessi væri ágætlega nothæfur sem bindiefni, er um framleiðslu kalksaltpjeturs er að ræða. Áður hafði ekki verið gert ráð fyrir þvi, að hjer á landi fyndist hentugt bindiefni til þessarar framleiðslu. Um þetta leyti var verið að undir- búa virkjun Sogsins og var bú- ist við að henni yrði lokið á árinu 1937 sem líka varð. Þess- vegna þótti mega gera ráð fyrir "þvi, að nægileg orka yrði af- gangs í hinni nýju Sogsstöð til þess að unt yrði að byggja á henni framleiðslu á tilbúnum áburði. Til framleiðslu saltpjet- urs þarf lcalk sem bindiefni, en köfnunarefni er náð úr loftinu með rafmagni og breytt i salt- pjeturssýru og hún síðan „mett- uð“ með kalki. Það hafði áður verið um það rætt, að framleiða á Islandi til- búinn áburð í stórum stíl til útflutnings. Þessháttar ráða- gerðir höfðu einkum heyrst í sambandi við fyrirætlanir um stórar vatnsvirkjanir hjer á landi. Bar mest á þessum ráða- gerðum á heimsstyrjaldarárun- um. Dönskum samvinnumonn- um mun t. d. hafa leikið hugur ur á því á síðari heimsstyrjald- ar-árunum að reisa áburðar- verksmiðju hjer á landi og var þá tilætlunin að virkja Lagar- fljót. Var það íslenskur búfræð- ingur, að nafni Karl Sigvalda- son, sem einkum mun hafa vakið athygli dönsku samvinnu- mannanna á þessu máli. Ýmsar orsakir lágu lágu til þess, að ekkert varð úr framkvæmdum, svo sem hið mikla verðfall eftir stríðið og einnig breyttar að- ferðir við að framleiða tilbúinn áburð. Við athuganir þær, sem stjórn in ljet gera 1934 kom brátt í ljós, að það myndi ekki vera kleyft eins og þá stóð á, að framleiða á Islandi, með hagn- aði tilbúin áburð í stórum stíl til útflutnings til Evrópu. Kom ar ýmislegt til greina m. a. það, að stóru áburðarverksmiðjurn- ar í Evrópu gátu þá framleitt árlega þrisvar sinnum meira magn af köfnunarefnisáburði en ársnotkun af þeim áburði var í Evrópu. Voru verksmiðjurnar hafðar svo stórar af því að þeim var ætlað að framleiða sprengiefni á ófriðartímum. Samkeppni á erlendum mark- aði við stóru áburðarhringana var því útilokuð, enda var verð- ið það lágt t. d. í Danmörku að íslensk framleiðsla myndi ekki hafa getað kept þar við þýska. Við það bættist svo að vöru- skiftasamningar milli þjóðanna hindruðu frjálsan innflutning i ýmsum löndum. T. d. keypti Danmörk fyrir stríðið allan köfnunaráburð sinn frá verlc- verksmiðjum sem voru þýsk eign en Þjóðverjar keyptu land- búnaðarafurðir af Dönum í staðinn. Sá möguleiki var ef til vill hugsanlegur að hægt væri að flytja frá Islandi köfnunar- efnisáburð til Norður-Amerilcu t. d. Canada. Hefðu vöruskifti á korni og áburði þannig hugsan- lega getað komið til mála. Þetta mál mun þó aldrei hafa verið rannsakað til hlítar, og máske ekki mikil líldndi til að sú rannsókn hefði borið mikinn árangur. Það verkefni sem lá þá fyrir, var að rannsaka hvort unt mundi vera að framleiða tilbú- inn áburð á íslandi til að full- nægja þörf íslendinga eingöngu. Hvað snerti raforku til slíkrar framleiðslu, kom fljótt í ljós að hana var hægt að fá næga frá hinni nýju Sogsstöð og nægilega ódýra, en myndi hafa kostað það, að eftir svo sem 5—10 ár frá því að áburðarverksmiðjan var reist, hefði þurft að bæta við Sogsstöðina einni rafvjela- samstæðu, sem þá hefði kostað um eina miljón króna. Þessar staðreyndir, að fáanleg myndi næg ódýr raforka og ennfremur lieppilegt íslenskt bindiefni, þar sem skeljasandurinn var, virtust ótvírætt benda í þá átt, að unt væri, á fjárliagslega tryggum grundvelli að fullnægja áburð- arþörf íslendinga með íslenskri framleiðslu á tilbúnum áburði. Með öðrum orðum, að hjer á landi ætti að vera hægt að framleiða svo ódýran köfnun- arefnisáburð að það borgaði sig að reisa áburðarverksmiðju þrátt fyrir það, að vjer þyrftum að flytja inn litilsháttar af efni- vörum til framleiðslunnar og auk þess hráfosfat og kalisalt. Við rannsókn, sem gerð var í Danmörku á því, hvort skelja- sandurinn væri nothæfur sem bindiefni, kom í ljós að í hon- um var um hálfur af hundraði klór og var það talið til nokk- urrar hindrunar í fyrstu og að þurfa myndi að kosta því til aukalega að þvo klórið burt, en síðar þegar gert var ráð fyrir að framl'eiða nær eingöngu kalkammonssaltpjetur, þótti þessa þvotts ekki við þurfa. Svo lítið var talið þurfa af sand- inum, að kostnaðurinn við hann yrði innan við fimm af hundr- aði af framleiðslukostnaði til- búna áburðarins. Árið 1930 hafði innflutningur af tilbúnum áburði verið 3286 tonn, sem kostaði 793 þúsund krónur. Síðan hafði innflutn- ingurinn farið minkandi á kreppuárunum alt niður í hálfa miljón króna. Það var þó viður- lcent af forgöngumönnum land- búnaðarins, að oflitið væri flutt inn af tilbúnum áburði miðað við hina raunverulegu þörf landbúnaðarins og ljet núver- andi búnaðarmálastjóri t. d. þannig ummælt í blaðaviðtali 1935, að þörfin fyrir tilbúinn áburð væri raunverulega um 5000 tonn á ári eða um það bil helmingi meiri en þá var inn- flutt. Þessi ummæli hafa reynst nálægt sanni. Árið 1939 voru seld hjer á landi 4214 tonn af tilbúnum áburði fyrir 1138 þús. kr. Ekki þótti þó ráðlegt að miða fyrirhugaða áburðarverk- smiðju við meiri afköst en 2500 tonna framleiðslu á ári. Snemma á árinu 1935 fjekk ríkisstjórnin svo mjög vel þektan danskan efnafræðing, Bengt Wadsted að nafni til þess að gera nákvæma áætlun um byggingu verksmiðju hjer á landi, sem skyldi vinna 2500 tonn af köfunarefnisá- burði a. m. lc., úr loftinu og nota íslenskan skeljasand sem bindiefni. Wadsted er mjög vel fær og duglegur verkfræðingur og hefir tekið þátt í byggingu fjölda stórra verksmiðja víða um heim*). Verkfræðingur þessi dvaldi hjer á landi lengi sum- ’) Wadsted er nú forstjóri sœnska firmans „Diamantbergborrning-Actie- bolaget í Stokkhólmi. Rekur fjelag þetta starfsemi sina víða um heim og borar aðallega eftir olíu og vatni. ars 1935, rannsakaði allar að- stæður og lauk við áætlun sína um haustið 1935. Hann gekk út frá því að verksmiðjuna skyldi reisa í eða við Reykjavík. Valdi hann verksmiðjuni stað á svo- nefndri Iðunnarlóð þar sem nú er málningarverksmiðja. Annars kvað hann fleiri staði í eða í nánd við Reykjavík geta komið til mála, en vegna raforkunnar frá Sogsstöðinni var verksmiðj- unni valinn staður nálægt Reykjavík. I áætluninni er geng ið út frá að reisa verksmiðju, sem framleiði í byrjun 25000 sekki af kalkammonsaltpjetri með 20.5% af köfnunarefni, sem skyldi svara til 500 tonna af köfnunarefni á ári eða rúmum 4 kílóum á hvern íbúa á íslandi. Til samanburðar má geta þess, að Danir fluttu þá inn köfnunar- efnisáburð sem svaraði 10 kg. á hvern íbúa. Verksmið,jan var ráðgerð þannig að hún gæti framleitt þetta magn á 8—9 mánuðum með þrískiftum vinnutima á sólarhring. Ef verksmiðjan væri rekin alt árið, yrði auðveldlega hægt að auka framleiðsluna um 50% eða framleiða árlega 3700 —3800 tonn af kalkammonsalt- pjetri. Þá var einnig gengið út frá því, að framleiða mætti, ef verksmiðjan væri notuð til fulln- ustu 2500 tonn af lcalkammon- saltpjetri og 1000 tonn af nít- rophoska. Þegar áætlunin var gerð, kostaði kalkammonsalt- pjetur 22.70 pokinn, 100 kg., en áætlunin gerir ráð fyrir, að framleiðslukostnaðurinn yrði kr. 19.70 pr. 100 kg. Var samkvæmt minstu áætluninni því um 75 þúsund króna sparnað að ræða á ári. Væri hinsvegar framleidd 3500 tonn af kalkammonssalt- pjetri, gat framleiðsluverð á 100 kílóa poka af kalkammonssalt- pjetri komist niður í kr. 15.30 100 kg. pokinn og var því um 259 þús. króna árlegan sparnað að ræða. Með því að framleiða 10.000 poka af nítrophoska með kalkammonsaltpjetrinum, hefði hefði verið hægt að komast með verðið niður úr 34 krónum í 25.34 krónur fyrir hvern 100 kílóa poka af nítrophoska. Gert var ráð fyrir að verlc- smiðja þessi myndi kosta þá um 1V2 miljón króna. Var gert ráð fyrir að það tæki 14—16 mánaða tíma að reisa slíka verksmiðju og liefði verið hægt að hafa verksmiðjuna fullbygða á árinu 1938, ef tekin liefði ver- ið sú ákvörðun að hefjast handa um byggingu hennar á árinu eftir að áætlun verkfræðingsins lá fyrir. Framleiðsluaðferð sú, sem

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.