Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1941, Blaðsíða 10

Fálkinn - 28.03.1941, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YMGSW LC/&H&yRNlM Fimmbarasystnrnar senn sjo ára. Fimmburasysturnar frægu eru nú bráðum sjö ára gamlar. Þær fæddust í þorpinu Kallander í Ontaríó-fylki í Kanada, og eiga heima ennþá. Er heimili þeirra hinn svonefndi Dafóe- spítali, er nefndur er eftir Dafóe lækni, sem tók á móti þeim, og er það þakkað hans ötulu umsjá, að þær lifðu allar. Dionne-hjónin, sein eru frönsku- mælandi Kanadabúar, áttu fimm börn fyrir, er þau eignuðust fimm- bura-systurnar, og hafa eignast tvö síðan, svo þau eiga nú sjö, auk þeirra. Samt eru þau mjög gröm yfir því að umráðarjetturinn yfir fimmburunum hefir verið tekinn af þeim, og feng- in nefnd í hendur, og hafa mikil málaferli risið út af þessu. Hafði faðir fimmburanna, skömmu eftir fæðingu þeirra, gert samkomulag við mann, er ætlaði að sýna þau á heims- sýningunni i New York, en það þótti með þessu sýnt, að liann væri ekki fær um að sjá þeim farborða, á þann hátt er þeim kæmi best, og var hann og kona hans svift foreldrarjetti fyrst um sinn. En ósamkomulag þetta heldur á- fram, og fjekk Dionne-pabbi þvi fyr- ir skemstu til leiðar komið, að Dafóe læknir, sem hann telur aðal mótstöðu mann sinn, varð að víkja úr forráða- nefndinni. Vildi hann lika koma hon- um frá sem lækni þeirra, en það tókst þó ekki. Enn sem komið er hefir systrum þessum verið haldið alveg sjer, og hafa þær aldrei leikið sjer við önnur börn, en aðeins hver við aðra. Það er líka tiltölulega fátt fólk, sem þær hafa sjeð og talað við. En miljónir manna hafa sjeð þær. Er ógurlegur straumur á sumrin til Kallander, og leikvöllur systrana þannig útbúinn að mörg hundruð manna, geta horft á þær í einu, þar sem þær eru að leika sjér, án þess þær sjái mann- fjöldann. Á hver maður þarna kost á að athuga þessar systur í þrjár mín- útur, og er það ókeypis liverjum sem vill. Hefir fyrir bragðið þyrpst miklu meiri mannfjöldi þarna að þorpinu, en ella mundi, og er sagt að það nemi mörgum miljónum dollara á hverju ári, sem á þennan hátt berast til Ontaro-fylkis með ferðamanna- straumi þessum. En einkum eru það ibúar Kallander-þorps, sem græða á þessu, og er vel skiljanlegt, að þeir sjeu á móti því að Dionne-hjónin fái aftur umráðaréttinn yfir fimm- burunum, og flytji sig svo búferlum á brott með þá. Þess má geta, að mestur hluti þessa fólks, er kemur til þess að sjá fimmburana er frá Bandaríkjunum, og að flest kemur í bifreiðum. Tekjur fimmburasystranna koma aðallega af kvikmyndum af þeim og öðrum myndum af þeim, sem ýmsir, sem búa til vörur, nota við auglýs- ingastarfsemi til þess að auka sölu varningsins. Eru tekjur systranna tim 1 miljón islenskra króna á ári, en um fjórði hluti af þessu fer í kostn- að. Þeim hefir þó safnast töluvert fje, og eiga nú um 6 milj. ísl. króna í sjóði. Ekki eru systurnar eins laglegar \ nú, eins og þær voru, er þær voru minni, en eru þó bæði greindarleg- ar og góðlegar. Ber flestum saman um, sem gert hafa sjer ferð til þess að sjá þær, að það sje undur skemti- leg sjón, að sjá þær leika sjer, enda eru þær svo samrýmdar, að þær leika sjer ekki hver fyrir sig, heldur nær altaf allar sama leikinn. Það liefir verið haft sem helsta refsing, ef einhver þeirra hagaði sjer ekki vel að lofa henni ekki að vera ineð hinum. En þó liefir komið í ljós, að þetta er engu síður hegning á hin- ar fjórar, þvi svo virðist, sem þær kunni ekki við sig, nema þær sjeu allar fimm saman. Þær syngja mik- ið, og leikur ein þeirra undir á slag- hörpu, Anna, en hún er mest söngv- in þeirra systra. Þær kunna fjölda laga, og fjölda franskra barnakvæða, (en þær hafa verið aldar upp við franska tungu, af því að það er mál foreldra þeirra). Systur þessar lieita Sesselja, Anna, Emilía, María og Ivonn. Eru þær svo líkar, að fólkið, sem sjer um þær, þekkir þær ekki að, nema þær sjeu allar viðstaddar. Þó eru tvær og tvær líkastar, það eru ívonn og Anna annars vegar, og Emilía og María hinsvegar, en Sesselja er jafn lík báðum þessum tveim hópum. Hún þykir fríoust þeirra systra, en Emilía þykir síst að þessu leyti. ívonn var áður mest vexti þeirra systra, en er nú minst. Samt lialda flestir,^ sem sjá þær leika sjer, að liún sje einna stærst, og mun það stafa af því, að hún er fyrir þeini í flestu — hefir mest fruinkvæði, lætur mest til sín taka. Maria er minst vexti nú, og minst þroskuð að öllu leyti. Hún er dálítið augn- veik, og er því um kent. Það er sagt, að systur þessar sjeu fult eins vel að sjer sem önnur börn á þeirra aklri, nema hvað þær tali ver. Af því þær leika sjer aldrei við önnur börn, er orðaforði þeirra mjög lítill, og þær nota innbyrðis ýms orð og orðastýttingar, sem fullorðna fólkið, sem þarna er, skilur ekki, og kvað slíkt vera algengt um tvíbura, sem eru samrýmdir. Er eitt slíkt dæmi frægt hjeðan af landi. Ekl<i er eiginlegt skólahald fyrir systurnar nema ein stund á dag, en mestan hluta dagsins eru þær látnar leika sjer við verk, sem kemur í skóla stað. Sjálfráðar eru þær ekki um hvað þær aðhafast, nema þann tíma, sem þær eru á leikvellinum, sem almenningum liefir aðgang að. Maður, sem fjekk að vera viðstadd- ur einn dag, er þessi skólastund var lialdin, segir meðal annars svo frá: „Kenslukonan ritaði sjö orð með prentstöfum á skólaspjaldið, og áttu nú systurnar að rita þau á blað (líka með prentstöfum). Sesselja rit- aði orðin bæði fljótt og vel. Anna ritaði einnig sæmilega, en dreyfði orðunum um alt blaðið. Emilía, sem er örflient, var bæði sein að skrifa og ritaði ógreinilega. María ritaði vandlega, og af mikilli gætni. Strauk liún mörg orðin út og ritaði þau aftur. ívonn (sem venjulega er fyrir þeim) ritaði einna best, en gleymdi einum bókstaf í enda orðs, sem ekki heyrist í framburði. Mjög mikill áKugi er i Ameríku Adamson gefur og gefur — löðrunga! S k r í 11 u r. — Elskast þau heitt? — Skelfing! Þú œttir að sjá hana, þegar hann talar um knattspgrnu — og hann glegpa liana með augun- unum þegar hún talar um ngja kjóla! F Á L KI N N er besta heimilisblaðið Bzrist áskrifendur. um framtíð þessara stúlkubarna, og hvernig best verði hagað uppeldi þeirra á næstunni, því að flestir sjá, að ekki muni gott fyrir þær að vera inikið lengur, úr þessu, einangraðar frá umheiminum, og þó einkum ekki gott fyrir þær að vera ekki með öðrum börnum. Þær hafa ekki komið í liús foreldra sinna, og ekki nema einu sinni út fyrir lóðina kringum húsið, sem þær eiga heima í, síðan þær voru 8 mánaða gamlar. Lesari. Flautuleikarinn og stjörnufræðing- urinn eiga að koma fram i útvarpinu. Lögregluþjónninn. — Ekki munuð þjer hafa sjeð þjóf koma stökkvandi út um þennan glugga? Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.