Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1941, Blaðsíða 12

Fálkinn - 28.03.1941, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN QBÍQÍBB Francis D. Grierson: Framhaldssaga. Tóma hú§ið. Lej' nilögregl usaga. 1 J „Þjer eruð afglapi, Martin,“ sagði Blyth. „Þessi stelpa, Jenkins, hefir gint yður eins og þurs.“ „Já, jeg veit það,“ sagði Martin daufur í dálkinn. „Jeg hefi verið að naga mig i handarbökin síðan.“ „Þjer höfðuð fulla ástæðu til þess. En að vísu erum við ekki ver á vegi staddir en við vorum áður.“ Jack leit á þá á víxl. „Hafið þið nokkuð á móti, að trúa mjer fyrir, hvað þið eruð að segja hvor öðrum?“ sagði hann ofur eymslalega, og Barry hló. „Það er ofur einfalt mál. Þegar þjer þektuð Evu Page, rauk hún til Grace Jen- kins og sagði henni alla söguna. Grace vissi, að hún mundi verða yfirheyrð um Evu og var svörul og masmikil, til að tefja tímann. Þegar Martin baðst þess, að Grace fylgdi sjer heim til móður sinnar, fann hún sjer til átyllu, að hafa fataskifti, og jeg er ekki í vafa um, að hún hefir notað tæki- færið til að ná í hana í síma og aðvara móður sína um, að vera á verði. Martin hagaði sjer eins og flón, að sjá ekki við þessu.“ Yfirlögregluþjónninn sagði lúðulakaleg- ur: „Mjer datt ekki í hug, að svona fólk hefði síma, en þegar jeg kom þangað sá jeg simaleiðslu á þakinu, og þegar jeg frjetti, að það átti veðmálamiðlari heima í húsinu, var málið ofur ljóst.“ „Auðvitað. Það er sjaldgæft, að þjer hlaupið svona á yður, það verð jeg að segja,“ sagði Barry. „Hvað var um her- bergi stúlkunnár?“ „Það voru hvorki hárburstar nje annað á snyrtiborðinu,“ svaraði Martin. „For- hengið á hornhillunni var dregið frá, svo að þar sáust nokkrir gamlir kjólar og fleira. Á gólfinu var opin handtaska. Þessu var öllu prýðilega fyrir komið, undir vænt- anlega lögregluheimsókn. Koffortið var annars gamalt.“ „Það er eðlilegt,“ sagði Barry. „Ungfrú Page er sniðugri en svo, að hún kaupi nýtt ferðakoffort." Svo hugsaði hann sig um augnablik. „Fáið mann til að safna upplýs- ingum um frá Jenkins," sagði hann svo. „Það er auðsjeð, að þær eru gamalkunn- ugar, líklega hefir frúin verið vinnukona hjá fjölskyldu Evu Page, ef dæma skal eftir stjettarmuninum, sem á þeim er. — Segið manninum, að hann verði að fara varlega og megi ekki vekja grun hjá frú Jenkins. Látið hana halda, að við höfum ginið við flugunni hennar.“ „Ætti ekki að hafa gát á brjefaskriftum hennar, sir?“ „Það skaðar ekki, en jeg held nú ekki, að hún skrifi. Eva Page hefir eflaust sagt henni, að liún megi ekki gera það. Meðal annara orða — hún heitir sama nafninu og fyrverandi húsmóðir ungfrú Page, er ekki svo? Reynið að finna, hvort þessar tvær konur. eru skyldar. Og hafið nánar gætur á Grace Jenkins. Þetta er lield jeg alt og sumt, sem hægt er að gera í augnablikinu.“ „Er þessi meðferð á Evu Page ekki nærri því eins og hún væri glæpamaður?“ dirfð- ist Jack Vane nú að spyrja. „Þvi ekki það,“ svaraði Barry kuldalega. „Við höfum ekki sannanir fyrir, að hún sje það ekki.“ „En við vitum ekki heldur, hvort hún er það.“ „Við vitum, að henni hefir með kynleg- um hætti skotið upp í húsi, þar sem mað- ur hafði nýlega verið myrtur, og hún flúði eins og hræddur hjeri og hefir gætt sín að fara leynigötur síðan. Þetta er mjer nóg í augnablikinu. Jeg uppástend ekki, að hún hafi drýgt glæp, en hinsvegar segi jeg, að hún hafi hagað sjer svo grunsamlega, að jeg þarf að ræða það mál við hana, undir eins og mjer tekst að hafa tal af henni.“ Jack stóð upp til að fara. „Vitanlega hafið þjer rjett fyrir yður,“ sagði hann. „Og þakka yður fyrir, að þjer veittuð mjer viðtal. Jeg vona, að fá að sjá yður bráðum aftur. Líði yður vel.“ Svo kinkaði hann kolli og fór út, ásamt skrifara, sem Barry hafði hringt á til að fylgja honum út, og lögreglumennirnir tveir glottu hvor til annars. „Hann gengur upp í þessu“, sagði Barry. „Hafið gát á honum. Og í öllum bænum, Martin, ef hann kemur yður aftur á sporið eftir stúlkunni, þá megið þjer ekki láta hana sleppa.“ „Jeg skal reyna, að láta það ekki koma fyrir,“ sagði yfirlögregluþjónninn. VI. KAPÍTULL Jack ólc aftur . til Bloomsbury, kom vagninum sinum fyrir i skýlinu og fór svo aftur á veitingahúsið. Richards yfir- þjónn kom þegar til hans, og spurði hann frjetta. „Ekkert í frjettum,“ svaraði Jack án frekari skýringa. „Ungfrú Page er horf- in.“ Af því að hann vildi láta blanda Grace Jenkins s§m minst í þetta mál, hætti hann við: „Meðan jeg man, Grace Jenkins veit ekki — eða við höldum að minsta kosti, að hún viti ekki; að Alice Dean og Eva Page er sama manneskjan. Svo að það er ekki vert að þjer hafið orð á þvi.“ „Vitanlega, mr. Vane.“ „Ágætt. Og gefið þjer mjer svo te. Er Grace Jenkins komin aftur?“ „Já, hún er nýkomin.“ „Látið þjer mig hafa eitt af borðun- um, sem hún þjónar við. Mig langar til að tala yið hana.“ Svo settist hann við horð, sem Richard vísaði honum á, og Grace kom innan stundar. Hún hrökk við er hún sá hann, en þegar hún kom að borðinu ljet hún ekki á neinu bera. „Þjer óskið ....?“ spurði hún. „Ekta kínverskt te og glóðarbakað brauð og smjer,“ svaraði hann og svo leið hún á burt með þessum merkilegu, slöngukendu hreyfingum, sem eru sjer- kennilegar fyrir þjóna, frammistöðustúlkur og öldur hafsins. Jack fór að lesa i nónblaði, sem fræddi hann um, að þó að enginn hefði verið tekinn fastur ennþá í Hampstead-morð- málinu, sæi blaðið sjer þó fært að til- kynna, að Scotland Yard hefði aflað sjer upplýsinga, sem gæfu ákveðnar bending- ar, svo að vænta mætti tíðinda á næst- unni. Þetta þýddi auðvitað ekki annað en það, að blaðið vissi jafn lítið og Barry Blyth og Jack. Hann leit kringum sig í salnum, þar var fátt fólk og við næstu horðin sat enginn. „Ungfrú Jenkins,“ sagði hann þegar unga stúlkan kom með teið, „látið eins og þjer sjeuð eitthvað að gera hjerna, jeg þarf að segja yður nokkuð. Þjer göbbuðuð okkur laglega í dag.“ „Jeg skil ekki hvað þjer eigið við,“ sagði liún afundin. „Jú, þjer vitið það vel. Komið þjer hing- að, þá skal jeg segja yður nokkuð, sem þjer vitið ekki. Jeg er að reyna að hjálpa Evu Page, en ekki að spilla fyrir henni.“ „Það er kannske þessvegna, sem þjer siguðuð lögreglunni á hana,“ svaraði stúlk- an hvast og reiðilega og svipurinn varð eins og hún væri reiðubúin til, að bíta úr sjer tunguna. „Þarna komuð þjer upp um yður,“ svar- aðiaði Jack. „Jeg fullvissa yður um, að það var ekki jeg, sem sigaði lögreglunni á hana. Þessi yfirlögregluþjónn — Martin — hafði gætur á mjer og elti mig inn til forstjói’ans. Hlustið þjer nú á það, sem jeg sagði. Jeg veit ekki, hve mikið þjer vitið, en jeg er sannfærður um, að þjer vitið, hvar Eva Page er niðurkomin. Alt, sem jeg óska af yður, er þetta: að þjer segið lienni, að mjer hafi aldrei komið til hugar, að hún væri nokkuð bendluð við morð Cluddams, og að mín hæsta ósk sje að hjálpa henni. Ef liún að- eins vill veita mjer fárra mínútna viðtal — hún ræður þvi sjálf — þá væri mögulegl, að jeg gæti sagt henni nokkuð, sem gæti komið henni að góðu haldi.“ „Bíðið þjer augnablik,“ tók Grace fram í. „Richard er á höttunum hjerna. Jeg kem aftur að vörmu spori með könnu með heilu vatni.“ Svo leið hún í hurt og Jack tók til við teið og dagblaðið, þangað til hún kom aft- ur, og bað um nokkrar smákökur, eftir kortinu, sem hann hjelt í hendinni. „Jæja, hvað segið þjer?“ Hún svaraði samstundis: „Jeg veit ekki — jeg verð að hugsa um þetta fyrst. Hver er ástæðan til, að þjer eruð að sletta yður fram i hagi Evu — Alice meina jeg?“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.