Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1941, Blaðsíða 3

Fálkinn - 28.03.1941, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 V<TT Þrettán manns fórust með „Reykjabors En tveir bjðrguðnst særðir ð fieka. Ásmundur Sigurðsson, skipstjóri. Guðjón S. Jónsson, 2. stýrimaður. Óskar Þorsteinsson, X. vjelstjóri. Gunnlaugur Ketilsson, Daníel K. Oddsson, Jón Lárusson, 2. vjelstjóri. Ioftskeytamaður. ’ matsveinn. Hávarður Jónsson, háseti. Þorstcinn Ivarlsson, háseti. Árclíus Guðmundsson, háseti. Óskar Vigfússon, kyndari. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út hvern föstudag. kr. 6.00 á ársfj. og 24 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprent. Skraddarabankar. Það vill oft bera við, þegar stór- tíðindi gerast, livort þau eru góð eða ill, að flugufregnir komast á kreik, sem gera alt meira og slórfeldara en satt er og rjett. Það er eins og sumir finni.hjá sjer skyldu til að „trompa yfir“ sannleikann. Þannig var það þegar liver hörmungatíðindin ráku önnur núna fyrir skemstu. Þá mátti heyra það, að skip voru talin af, sem ekki var ástæða til að óttast um. Ef menn gerðu sjer grein fyrir hví- líkur þorparaskapur þetta er, þá mundu þeir leggja niður þennan ó- sóma, svo framarlega sem þeir eru ekki þrælmenni. Því að liver sem vill hugsa hlýtur að sjá og finna, að það veldur hugarkvöl margra i hvert skifti, sem bornar eru út fregnir al' slysum. Það má víst svo heita, að naumast sje nokkurt lieimili svo hjer í Reykjavík, að ekki eigi það vini á liafinu. Og í fjölda húsa húa nán- ustu ástvinir mannanna á sjónum, konur, börn eða mæður. Nógu víða hefir arinur dauðans lostið íslenska farmenn í vetur og nógan harm hef- ir hann bakað eftirlifandi ástvinum, þó eigi sje fleirum gerður harmur og skelfing með ósönnum fregnum um slys, sem eigi hafa orðið. Yfirleitt ætti almenningur að reyna að setja sig i s,por þeirra, sem eiga vini sína á sjónum, á- þessum skelf- ingatimum. Setja sig í spor kvenn- anna, sem eiga margar og langar and- vökunætur út af umliugsuninni um eiginmanninn, soninn eða unnust- ann og jafnvel föðurinn. Börnin eru iíka næm og tilfinningar þeirra óhert- ar og það er vitanlegt, að kviði barna og unglinga getur mótað alt sálarlíf þeirra og truflað það. Það er því þung ábyrgð, sem hvílir á þeim, er gera sjer leik að því, að koma á loft getgátum, sem þeir hafa engar sannánir nje jafnvel líkur fyr- ir. Það er meira að segja ábyrgðar- hluti að taka slikar sögur trúanleg- ar að órannsökuðu máli og gerast verkfæri til að koma þeim í fleiri eyru. Á svona tímum er þögnin mik- ilsverðust — vond tíðindi koma alt- af nógu snemma. íslenska þjóðin hefir á þessum vetri goldið meira afhroð og grimmi- legra en nokkru sinni fyr. Þeir ótrú- legu viðburðir liafa gerst, að erlend þjóð liefir skotið á varnarlausa sjó- menn, eftir að þeir liöfðu yfirgefið skip sitt út á reginhafi. En þó að slik tíðindi sjeu ijót þá er engin ástæða til að flýta sjer að skapa meiri hörm- ungatíðindi. Það ber vott um æðru- skap eða ilt innræti. I síðasta hlaði Fálkans voru taldar líkur til þess, að hinn glæsilegi togari „Rgykjaborg“ hefði orðið fyrir árás líkt og „Fróði“ og mundi ekki vera ofan sjávar. Studdist þetta við það, að sundurskotinn fleki af skipinu hafði fundist vestur af St. Kilda, mannlaus, en bar þess þó merki, að menn hefðu komist á liann. En á fimtudaginn var barst hingað sú fregn, að enskt her- skip hefði bjargað tveimur mönnunt af Reykjaborg og lægju þeir nú á „Royal Infirm- ary“, sjúkrahúsi i Greenock í Skotlandi. Þessir menn, sem björguðust, eru Eyjólfur Jóns- son háseti, Hverfisgötu 90 og Sigurður Hansson kyndari á Framnesvegi 16. Sigursteinn Magnússon ræðismaður hefir nú átt tal við þá og sömuleiðis frjettamaður frá United Press og bárust nánari fregnir af slysinu hingað á mánudaginn. Að kvöldi þess 10. þ. m. eftir að dimt var orðið rjeðist kaf- bátur á Reykjaborg með lát- Runólfur Sigurðsson, skrifstofustjóri. \ lausri skothiáð, sem særði skipsmenn og varð þeim að bana. Skipið sökk, er þessi ó- fagri leikur liafði staðið heila klukkustund og aðeins þrír menn komust lifandi frá borði Óskar Ingimundarson, kyndari. á flekann, nfl. þeir Eyjólfur og Sigurður, ásamt þriðja manni, sem enn er eigi kunnugt um nafn á. Yar skotið .á þá er þeir voru að komast út á flekann Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.