Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1941, Blaðsíða 2

Fálkinn - 28.03.1941, Blaðsíða 2
1 2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - TÓNSKÁLDIÐ VICTOR IIERBERT. Victor Hérbert var AmeríkumaSur af írskum ættum, sem gerðist uppá- hald þjóðar sinnar fyrir ástaróða þá, er hann samdi. Vinsælla tónskáld er varla lil vestan hafs, því að liann hitti einmitt þann smekk, sem flestir Ameríkumenn hafa fyrir tónlist. Það er því engin furða, þó að Paramountfjelaginu hugkvæmdist að semja kvikmynd um æfi þessa þjóð- argoðs, mynd sem segir frá hinni margbreytilegu æfi hans og gæfi á- heyrandanum sýnishorn af ástarlög- um hans. Þessi mynd er nú hingað kominn, og verður sýnd innan skamms í Gamla Bíó. Er það Andrew Stone, sem hefir tekið myndina og i lið með sjer hefir hann valið fjölda ágætra leikenda og söngvara, sem gera hlutverkum sínum fylstu skil, bæði í orði og óði óg leik. Walter Conolly hefir tekið að sjer hlutverk Victors Herberts sjálfs, en í helstu sönghlutverkum kvenna eru Mary Martin, sem viðfræg er um alla Ameriku fyrir söng sinn á leik- húsum og í útvarpi, og Susanna Foster, sem leikur 14 ára gamla telpu, er hefir tekið við hlutverki hinnar fyrnefndu i leiknum „Prinv- ess Peggy“ og syngur það þannig, að undrun vekur. Fjórði aðalleikar- inn er Allan Jones, sem leikur og syngur á móti Mary Martin. Er þetta einvalalið, bæði að því er snertir leik og söng, svo að unaðs- legt er á að hlýða. En auk þessara er þarna fjöidinn allur af skemtilegum hlutverkum með afbragðs leikurum. Það er auð- sjeð, að leikstjórinn liefir viljað heiðra hið vinsæla tónskáld með því 'að láta myndina af lífi þess skara fram úr öðrum söngmyndum. Amer- íkumenn hafa komist manna lengst í því, að búa til íburðarmiklar söng- myndir og sýnt i þvi mikla hug- vitssemi, en þessi mynd fer þó feti framar því sem venjulegt er um góðar söngmyndir. Svo að nefnd sjeu nokkur fleiri leikaranöfn úr myndinni, er áður hafa verið talin, er best að byrja með Judith Barret. Þá má nefna John Garrick, Jerome Cowan, Pierre Watkin og Richard Tucker, sem allir liafa stór hlutverk. Lög Victors Herberts munu fæst vera kunn lijer á iandi. En l)að er ekki ólíklegt, að þegar þessi fallega kvikmynd er búin að ganga nokkr- um sinnum muni sum þessara ljóða heyrast rauluð víða. Þau læsa sig inn í meðvitund fólks eins og hin Idjómþýðu lög Schuberts, sem allir eru svo fljótir að læra. Geslur Pálsson og Alda Möller sem Anna og Henry. LEIKHÚSIÐ: Á útleið. Leikfjelagið liefir tekið til sýning- ar gamlan vin, „Á útleið“ eftir enska skáldið Sutton Vane. Var frumsýn- ing á leik þessum árið 1926 og fjekk hann þá afar miklar vinsældir. Aft- ur var leikurinn sýndur árið 1932. Eins og margir muna, gerist leikur þessi á landamærum lífs og dauða, í ferju Karons, sem flytur fólk inn á eilífðarlandið og er efni lians það, að sýna hversu menn verða við breyt- ingunni, er skeður á þeim landa- mærum. Það er nýjast við þessa sýningu, að nú leikur Lárus Pálsson Scrubby, hinn ógleymanlega þjón og bryta á Þóra Borg sem frú Cliveden-Banks. ferju dauðans. Alda Möller og Gest- ur Pálsson leika ungu eiskendurna, sem eru í dauðans kverkum, en vakna aftur af gaseitruninni, Indriði Waage leikur unga drykkjumanninn Tom Prior og Árndís Björnsdóttir frú Midget, I|þra Borg frú Cliveden- Banks, Valur Gíslason heimsmanninn Lingley, en Brynjólfur Jóhannesson og Gunnar Möller prestana William Duke og Frank Thompson. Leikstjór- anum, Indriða Waage, hefir tekist að ná fögru heildarsamræmi á leik- inn og meðferð einstakra leikenda á blutverkunum er yfirleitt ágæt. Brynjólfur Jóhannesson sem sjera William Duke. Lárus Pálsson og V. Gíslason sem Scrubby og Lingley. Indriði Waage sem Tom Prior. Arndís Björnsdóttir sem frú Midget. (V/V(V(V/VíV<VlVlV/V/V<V<VlV/V/VlV/V/V/V/V/V/V(ViV - NÝJA BÍÓ - /» /W/V/V/V(V/V/V/V/V/W/W^»«»/V«/^/V^//V(V(V^//V(W TOWER OF LONDON kallar Universal Film sögukvikmynd sina, er Nýja Bíó sýnir ó næstunni. Tower var forðum eitt hið illræmd- asta fangelsi Englands, þar sem fjöldi manna var geymdur og látinn bíða lífláts á hinum grimmúðu tímum borgarstyrjalda og hermdarverka, þegar illmenni sem einskis svífðusl börðust um völdin. Ýmsir menn hafa lesið liinn lieims- fræga leik Shakespeares um Richard III. Þessi mynd hefir tekið sjer sama sögulega efnið, en höfundur kvik- myndarinnar túlkar það á alt annan liátt en Shakespeare og hefir lagt meiri áherslu á, að gera myndina sögulega rjetta, auk þess sem kvik- myndin á yfir margfalt meiri hjálp- armeðulum að ráða en leikliúsið og getur notað sjer fjölda áhrifaríkra viðburða, sem leikhússýning verður að fara á mis við. Það verður ekki annað sagt en höfundur leiksins og leikstjóri hans, bræðurnir Robert og Rowland Lee, bafi notað sjer efnið vel. Myndin er hvorki meira nje minna en sígilt listaverk, sein ávalt mun verða talin með þvi stórfenglegasta, sem tal- myndin hefir getað framleitt á fyrri helmingi 20. aldarinnar,. Myndirnar, sem brugðið er upp af London 15. aldar og aldarliætti þess tíma, eru svo stórfenglegar og hrikalegar, að þessi þáttur úr sögu hins fornfræga ToWer of London gleymist aldrei þeim sem sjeð hefir. Og alt er fært í form og búning liins liðna tíma — jafnvel hljómlistin er fró 15. öld og leikin á hljóðfærin, sem þá tíðluið- ust. Áliorfandinn er hrifinn á burl frá stund og stað nútimans og kom- inn, eins og í draumi, 500 ár aftur i tímann, sem að flestu var ólíkur okkar tímum nema að grimd og mannvonsku. En hvað myndina sjálfa snertir þá væru liinar ágætu sýningar henn- ar af glysi og prjáli hirðlífsins, or- ustum brynjaðra hermanna og stór- sögulegum atburðum lítils virði, ef ekki færi þar saman alveg frábær leikur þeirra, sem með aðalhlutverk- in fara. Basil Ratlibone og Boris Karloff leika þau tvö hlutverkin, sem flestum mun verða minnisstæðust í myndinni, nefnilega stórglæpamann- inn Richard III., sem sölsar undir sig völdin með morðum og svikum, og böðullinn Mord, sem er andlegur bróðir liins og ótrauður að fram- kvæma öll þau hermdarverk, sem Ricliard skipar honum fyrir um. Gerfi Mords er eitthvert hið fúlmann- legasta, sem nokkur kvikmynd get- ur sýnt. Játvarð konung IV. leikur Jan Hunter, en. drotning hans, Elyzabet, er leikin af Barbara O’Neil. Annað mesta kvenlilutverkið er leik- ið af Rose Hobart. Er það Anne Ncville, konan sem Ricliard fellir óstarhug til og drepur mann liennar til að ná. er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. Sölubörn komið og seljið FÁLKANN.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.