Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1941, Blaðsíða 14

Fálkinn - 28.03.1941, Blaðsíða 14
0 14 F Á L K I N N Þessir tveir menn komnst af Sigurður Hansson, kyndari. Eyjólfur Jónsson, háseti. Frh. af bls. 3. og særðirst þeir þá báðir, Eyj- ólfur og Sigurður, en hinn þriðji særðist svo — hafi hann ekki fengið sár sín áður — að hann ljest að 36 klukkustundum liðn- um. Að kvöldi þess 13. mars fann svo enskt herskip mennina, eft- ir þeir höfðu velkst særðir á flekanum í þrjá sólarhringa. Hafa það verið langir dagar og nætur, sem þessir tveir íslend- ingar áttu uns hjálpin barst. — Að því er fregnin segir eru sár þeirra ekki alvarleg og er talin von um að þeir komist heim innan skamms. Þetta er i þriðja skifti í röð sem Fálkinn birtir hörmunga- fregnir af sjóslysum, sem ís- lendingar liafa orðið fyrir i þessum mánuði. Og enn eitt skip er nú talið af, línuveiðar- inn Pjetursey. Er það Jjriðja slcipið, sem telja má líklegt, að farist hafi af völdum kaf- báta. En áður höfðu farist í ofviðri togarinn Gullfoss og Siglufjarðarbáturinn „Hjörtur Pjetursson“, en 5 menn drukn- að í lendingu í Vík í Mýrdal. Línuveiðarinn „Pjetursey“ kom ekki fram. Um hádegi þ. 10. mars lagði línu- veiðarinn „Pjetursey" úr höfn i Vestmannaeyjum, hlaðinn ísfiski, sem skipið átti að flytja til Engiands. Síðan hefir ekkert til skipsins spurt, og af því að veður hefir verið stilt síðan má óttast um, að samskonar óvinir hafi orðið skipi og áhöfn að aldurtila og „Reykjaborginni“ og „Fróða“. Eru því líkur til, að þarna hafi farist -af völdum stríðsins tíu menn og hefir þjóðin þannig mist af völdum striðsins 28 menn alls, því að þrettán fórust af „Reykjaborg" og fimm af „Fróða“. „Pjetursey" var gerð út frá Suður- eyri í Súgandafirði og flestir af á- höfninni Vestfirðingar. Var skipið 39 ára gamalt og 91 smálest að stærð. Hjer fara á eftir nöfn hinna tíu skip- verja: Þorsteinn Magnússon skipstjóri frá Þingeyri, 27 ára. Ókvæntur. Hallgrímur Pjetursson stýrimaður, frá Flateyri, 24 ára. Ókvæntur. Guðjón Vigfússon vjelstjóri, Lind- argötu 20, 42 ára. Ókvæntur. Hann var bróðir Óskars, sem fórst með „Reykjaborg“. Sigurður Jónsson vjelstjóri frá Þingeyri. Theodór Jónsson matsveinn, frá Aðalvík, 27 ára. Kvæntur og átti 4 börn. Kristján Kristjánsson kyndari, frá ísafirði, 29 ára. Ókvæntur. Ólafur Óskar Gíslason, frá ísafirði, 31 árs. Kvæntur og átti 3 börn. Óíi Kjartansson háseti, frá ísafirði, 32 ára. ókvæntur. Halldór Magnússon liáseti, frá Suð- ureyri 22 ára. Ókvæntur. Hrólfur Þorsteinsson háseti frá Hvammstanga, 34 ára. Kvæntur. Eigandi „Pjeturseyjar“ var hluta- fjelagið „Vísir“ á Súgandafirði, en framkvæmdastjóri fjelagsins er Jón Grímsson útgerðarmaður á Isafirði. OSCAR CLAUSEN. Frh. af bls. 11. beinssyni var Hnausa-Bjarni i eins- konar húsmensku veturinn 1820. — Bjarni var þá orðinn gamall og hafð- ist við i kofa í Tangatúninu skamt fyrir sunnan Kolbeinsens, en svo var Jón kallaður. — Hjá Boga verslunar- stjóra voru tveir gamlir próvcntu- karlar, sem báðir höfðu verið hrepp- stjórar og hjetu Steindór og Teitur. Bjarni rak talsverð smáviðskifti við ýmsa menn og átti í talsverðu braski. Einn þeirra,. sem hann átti i skuldaskiftum við, var Þorsteinn nokkur Gunnlaugsson í Bjarnarhafn- arkoti. Einu sinni hittust þeir Bjarni og Þorsteinn og varð þá þras á milli þeirra út af peningamálum, en báðir voru druknir, en þó eink- um Bjarni. Það lenti þá í hörkurifr- ildi og skammaði Bjarni Þorstein óbótaskömmum, en þá fauk svo í Þorstein að hann spyrnti fætinum í „gumpinn" á Bjarna og sagði um leið nokkur vel valin orð. Þorsteinn liafði harða leðurskó á fótunum og þóttist Bjarni því hafa fengið mikið högg á sitjandann, og krafðist skaða- bóta fyrir sársaukann. — Kolbeinsen tók upp málið fyrir Bjarna og heimt- aði af Boga Benediktssyni, sem var hreppstjóri, að áverkinn á „gump“ Bjarna yrði skoðaður af „þar til kvöddum heiðvirðum mönnum“. Það vildi nú svo vel til að Boga var nærtækt um lieiðvirða menn, þar sem voru fyrnefndir próventukarlar, af- dankaðir hreppstjórar, sem taldir voru „valinkunnir sæmdarmenn" og titlaðir Signorar. — Þessir karlar voru nú útnefndir til þess að gera skoðun á óæðri enda Bjarna, og settu þeir eflaust upp betri gler- augun sin þann daginn, en svo kom heiðursmönnunum ekki saman um, live áverkinn væri mikill og varð því ekkert samkomulag við Bjarna um bæturnar. Hann vildi halda máli sínu til laga og var hvergi smeikur um málstað sinn. — * Þessi hátíðlega skoðunargerð fór fram í sölubúðinni hjá Boga og var Bjarni látinn leysa þar niður um sig í viðurvist Signoranna, en að þessari athöfn var gert talsvert skop. — Flestir töldu þetta hrekki hjá Bjarna gamla og að hann hefði ekki meitt sig neitt, en þetta væri geH til þess að hafa fje út úr Þorsteini. — Karlinn hafði borið sig aumlega, þegar hann gekk til skoðunarinnar, og var kengboginn og studdist við stafprik. Þegar svo skoðuninni var lokið og Bjarni hafði þjarkað lengi um súrabæturnar, var hann ekki aumari en það, að liann gleymdi prikinu í krambúðinni hjá Boga, enda fór hann þaðan í fússi og gekk „ó- hrumur" leið sína. — Um þetta mál Bjarna kvað Jón Hákonarson á Narfeyri skoprímu, sem er 77 vísur og er hún til enn.*) Ríma þessi flaug um allar sveitir og smeigði sjer inn í verbúðirnar undir Jökli, og hendingar úr henni eru jafnvel enn á vörum gamla fólks- ins. — *) I. B. 427». LISTERS PRJÓNADÁLKAR I. Vrh. af bls. 11. 10. pr.: 1 br., 1 1. tekin óprjónuð upp á pr., 1 r., óprjónaða 1. er dregin yfir prjónuðu 1. Svo prjónað rjett og brugðið pr. á enda. 11. pr.: 1 br., 1 r. Prjónið þessa fjóra pr., þar til eftir eru 16 1. Haldið áfram með r. og br. 4 cm. í viðbót. Síðan er felt af. «r Peysan sett saman. Stykkin eru þanin liæfilega út og pressuð varlega með votum klút. Síð- an eru þau saumuð saman. Hnappa- gatalistinn er saumaður á hægra boð- unginn og hinn listinn á þann vinstri. Iíraginn er saumaður saman að aftan. — Síðan eru saumarnir pressaðir, hnapparnir festir á og peysan er full- gerð. — ABESSINÍUMENN BERJAST með nýtísku vopnum í þetta sinn. Þegar ítalir höfu árásarstrið sitt á Abessiniu og lögðu undir sig landið, höfðu Abessiníumenn nær engin vopn sem voru sæmileg. Liðið, sem Abess- iníumenn tefla fram nú, gegn ítöl- um í Abessiníu, er æft af enskum herforingjum og hefir gnægð ný- tísku vopna og útbúnað. Hjer á myndinni sjást Abessiníumenn i livít- um khaki-einkennisbúningum og með sólhjálma, vera að skjóta af sprengjuvarpara. Aðstaða þeirra er gerólík nú því sem hún var í síðustu styrjöld.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.