Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1941, Blaðsíða 13

Fálkinn - 28.03.1941, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 KROSSGÁTA NR. 371 Skýringar. Láfjeit. 1. hvata, 6. óðari, 12. reiðtýgi, 13. hlaupa, 15. hrylla, 10. danskur bær, 18. fara illa um, 19. titill, 20. tíu, 22. breytti, 24. rifrildi, 25. sáðland, 27. kyrðinni, 28. vgrslun, nú hætt, 29. borg í Belgíu, 31. fornt viður- nefni, 32. slá, 33. líkamshluta, $3. sarg, 36. marflötum, 38. leyndar, 39. gáleysi, 42. þynna, 44. skjól, 40. lygna, 48. skagi, 49. ris, 51. venur, 52. magn, 53. á beislum, 55. amboð, 56. frumefni, 57. skemt, 58. óhreink- ir, 60. frumefni, 61. lyktaði, 63. treð- ur, 65. veiðitækinu, 66. blaðinu. Skýringar. Lóörjett. 1. strita, 2. frumefni, 3. hóp, 4. hár, 5. horfir, 7. skinn, 8. dragi, 9. mann, 10. uppskrift, 11. eyjar, 12. ógnana, 14. viðskifti, 17. vitringur, 18. vandi, 21. maður, 23. duglegann, 24. sár, 26. tóbakið, 28. tíma, 30. fikti, 32. grafar, 34. ryks, 35. eld- færi, 37. ólána, 38. gæfur, 40. ný- lenda, 41. nauðsynlegar, 43. húsið, 44. friðsamt, 45. sláa, 47. skjöldur- inn, 49. ílátin, 50. beina, 53. semiti, 54. mynt, 57. ilát, 59. lofther, 62. frumefni, 64. frumefni. LAUSN KROSSGÁTU NR.370 Lárjett. Ráöning. 1. gandur, 6. bellin, 12. haförn, 13. feilin, 15. an, 16. pint, 18. Kant, 19. Po, 20. ugg, 22. firmanu, 24. Mrs., 25. keip, 27. reika, 28. veit, 29. aspar, 31. gló, 32. Geiru, 33. slen, 35. arfs, 36. línditrén, 38. Riga, 39. atar, 42. krans, 44. S.G.T., 46. aðili, 48. jöfn, 49. skaut, 51. stál, 52.asi, 53. linerr- ar, 55. att, 56. Ru. 57. óræð, 58. núir, 60. Ra, 61. sleðar, 63. gnúpar, 65. listin, 66. ragnir. Lóörjett. Ráöning. 1. Ganges, 2. af, 3. nöp, 4. dríf, 5. unnir, 7 efana, 8. Lenu, 9 lit, 10. il, 11. niprir, 12. liaukar, 14. nostur, 17. treg, 18. kakó, 21. gips, 23. mildingar, 24. meis, 26. pallinn, 28. vefnaðs, 30. reigs, 32. Gréta, 34. NNA, 35. ara, 37. skjars, 38. rafi, 40. rita, 41. pilt- ar, 43. rösull, 44. skeð, 45. turn, 47. Látrar, 49. snæri, 50. tauga, 53. hrat, 54. ring, 57. óðs, 59. rún, 62. ei, 64. pi. Jack gramdist, er hann fann að hann roðnaði. „Jú, lítið þjer á, ef manneskja lendir i vandræðum, get jeg ekkPannað sjeð, en að það sje skylda manns að hjálpa,“ svaraði hann, án þess að gefa frekari skýringar. „Annað er ekki um það að segja. Ef þjer treystið mjer ekki, skal jeg ekki fást frek- ar um þetta mál. En jeg kem beint úr „Yardinum“ og ætla aðeins að gefa eina bendingu. Segið ungfrú Page, að hún skuli forðast að koma til móður yðar, og segið móður yðar, að hún skuli ekki skrifa Evli Page.“ Grace starði á hann, svo brosti hún. „Hvar eigið þjer heima?“ Hann liripaði heimilisfang á blað og ljet það renna í lófann á henni. „Látið þjer mjer fá reikninginn“, sagði hann í viðskiftatón, og hún skrifaði upp það, sem hann hafði fengið, og hvað það kostaði. Þegar hún var farinn, tók hann tiu shill- inga seðil upp úr vasanum og lagði undir diskinn sinn. En svo hnýklaði hann brún- irnar og tók seðilinn og stakk honum í vas- ann aftur. Hann vissi ekki, þegar liann fór fram til gjaldkerans til að borga, að Grace Jenkins hafði staðið bak við stoð og veitt honum athygli. „Hann er fínn maður,“ muldraði hún. „Ef hann hefði gefið mjer drykkjupeninga, hefði jeg aldrei opnað munninn framar honum til þægðar.“ . En þessi viðurkenning um göfugmensku hans, barst honum aldrei til eyrna. Hann fór heim til sin, á Russel Square og fór beint upp i vinnustofuna og settist þar í djúpum hugleiðingum og fór að skoða myndina af Evu Page. Hann komst að þeirri niðurstöðu um sjálfan sig, að hann væri fífl í mörgum greinum og asni í öðr- um. Hann hafði tekið trúnaði Blyths og síðan farið að vinna á móti honum eftir bestu getu, með því að aðvará stúlkuna, sem var undir mjög eðlilegum grun af hálfu Scotland Yard. Og hver var ástæðan til þessarar ráða- breytni hans? Áhrifin frá fallegu andliti, jörpu hári og dökkum augum — var það svarið? Hann neitaði því. Skratta korninu — hans var alls ekki ástfanginn af stelpunni, liann hafði ekki sjeð Evu Page nemar tvisvar á æfinni, og aðeins fáeinar sekúndur í hvort skifti. Það var fásinna að tala mn ást. En hún var i klípu og hversvegna ekki að hjálpa henni, eins og hann hefði reynt að hjálpa kunningja sínum? Hún mundi eflaust vera ágætur kunningi. Og hvilikt lif hún liefði átt hjá Cluddam. Aumingja barnið. Og nú voru þessir asnar frá „Yard- inum“ eftir henni með lafandi tungur, eins og hundar á tóuveiðum. Og þó var Jack alls ekki viðkvæmur fyrir dýraveiðum. Hann var nægilega góð skytta til þess að hitta fugl, án þess að skaðskjóta hann, og hnefaleikshanska kunni hann líka að nota sæmilega. Hann hafði gefið hrapp einum á málaraskólan- um i París maklega ráðningu. En refa- veiðar höfðu aldrei verið lionum að skapi, þær voru afleit íþrótt — fyrir refinn. En hvað kom þetta þessu máli við ? Ekki var Eva Page tófa — hún var mannleg vera. „Herrann ætti að fara að hafa fata- slcifti fyrir miðdegisverðinn,“ heyrði hann, að Parker sagði fyrir utan dyrnar. „Jeg hafði steingleymt því,“ sagði Jack. „Þakka yður fyrir, Parker. Er mamma heima?“ „Já, hún er það, sir.“ „Koma gestir í ketkatlana?“ „Nei, það verða engir gestir í miðdegis- verðinum,“ sagði Parker. „En frú Vane á víst von á einhverjum á eftir. — Jeg hefi lagt fötin yðar fram.“ „Guð blessi yður, Parker,“ svaraði hann og hló. „Jeg hjelt að þjer ætluðuð að gefa mjer bað fyrir tvo pence. Var það ekki?“ „Jeg hefi stungið yður í baðkerið hjer fyrrum, þegar þjer voruð lítill, master Jack,“ sagði Parker og það kom bros á alvarlegt andlitið. Hann klappaði henni á hrukkótta kinn- ina og flýtti sjer inn í svefnherbergið, til að hafa fataskifti. Við miðdegisborðið var hann kátur að vanda, og hafi móðir hans tekið eftir, að hann var óþolnari en hann átti að sjer, þá hafði hún að minsta kosti ekki orð á því. Þegar þau höfðu matast fór hann afí- ur upp á vinnustofuna og lofaði að koma bráðum aftur. Hann sat og var að láta í pípuna sína, þegar Parker kom inn. „Hjerna er brjef til yðar,“ sagði liún. „Það ljet einhver það detta ofan i brjefa- kassann og hringdi um leið, en þegar jeg opnaði dyrnar, þá var hann farinn.“ Jack tók umslagið og stóð „einkamál“ í horninu á þvi, og ritliöndin fremur óreglu- leg. Hann opnaði umslagið og dró út úr því hálförk af ódýrum pappir. Þar stóð: „Þjer getið hitt mig á neöanjaröarstööinni i Piccadillg klukkan 9 %, ef þjer viljiÖ. Grace J.“ Jack stakk brjefinu í vasann og hugsaði málið augnablik. „Parker,“ sagði liann, „segið henni mömmu, að jeg verði að fara út, í erindagerðum, sem jeg vissi ekki um. En jeg kem bráðum aftur.“ Hann leit á klukkuna, þegar Parker var farinn. Hún var ekki nema liálfníu. Hann fór í þunnan yfirfrakka yfir smokingfötin, setti upp mjúkan flókahatt og hljóp ofan stigann. Hann nam staðar við útidyrnar til að kveikja sjer i sígareltu, og leit kringum sig á meðan. Hvergi var mann að sjá, en hann ákvað að eiga ekkert á hættu um eftirför, hann liafði ekki fest trúnað á, að nærvera Martins á veitingahúsinu um morguninn hefði verið tilviljun ein, eins og yfirlög- regluþjónninn vildi vera láta. Svo gekk hann yfir torgið og hóaði í leigubifreið. „Café Royal“, sagði hann hált og bifreiðin rann af stað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.