Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1941, Side 5

Fálkinn - 18.04.1941, Side 5
F Á L K I N N 5 Rennibraut hcmda börnum, sem Þór- hildur Ólafsdóttir safnaði fje til og Ijet gera við Aust- urborg (Málleys- ingjaskólann). fult meðlag barna 40 kr. á mán- uði en flestir foreldrar greiddu ekki nema 8—25 krónur — hitt var styrkur frá fjelaginu. Heim- ilin voru starfrækt nálségt tíu mánuði af árinu, 413 börn dvÖldu þar samtals 18363 daga. Reksturskostnaður heimilanna varð alls 31.578 kr. en þaraf var endurgreitt af foreldrum og aðstandendum barnanna 14.754 kr. eða 46% af kostnaðinum, en hitt tók fjelagið á sig. Þessar tölur sýna lauslega, hve um- fangsmikil starfsemi fjelagsins er orðin. Gera má ráð fyrir, að vegna aukins brottflutnings barna úr bænum verði rekstur heimil- anna með öðrum hætti en áður var, á komandi sumri. Og hjer skal einkum bent á eina mikils- verða breytingu viðvíkjandi fjársöfnuninni, sem vert er að festa sjer í minni: Stjórn „Sumargjafar“ hefir nú eins og áður forgöngu um fjársöfnunina núna um sumar- málin. En það fje sem safnast gengur ekki til „Sumargjafar“ einnar heldur til sameiginlegra þarfa málefnisins, sem áður- nefndir þrír aðilar starfa að: sem sje að koma börnurn í sveit. Þessvegna verða allir að gera sjer ljóst, að nú er nauðsyn á miklu rifari framlögum en áð- ur. Blaðið hefir haft stutt við- tal við ísak Jónsson, sem stjórn- ar fjársöfnuninni f. h. „Sumar- gjafar“ og beðið hann um að upplýsa i stuttu máli hvernig fjársöfnuninni verði hagað. — Við gefum út tvö rit. Barnabóldna „Sólskin“ , sem kemur út núna á miðvikudag. Þessi bók hefir eingöngu að geyma ritsmíðar, sem börnin hafa samið sjálf. Og þau selja hana sjálf — ganga með hana til vina og kunningja núna næstu daga. — Barnadagsblaðið kemur út næstkomandi mánu- dag. Það var prentað í 12.000 síðast og e*igi verður upplagið minna nú. Vegna aukins prent- kostnaðar og verðfalls peninga er ólijákvæmilegt að liafa verð- ið nokkru liærra en i fyrra. — Hvað sumardeginum fyrsta viðvíkur þá verður fyrirkomu- lagið líkt og í fyrra, að þvi und- anteknu, að útiskemtanirnar, sem áður liafa sett svip á dag- inn verða að falla niður, sam- lcvæmt fyrirmælum loftvarnar- nefndarinnar. En fjársöfnunin með merkjasölu verður eins og áður. Og innihússkemtanir sömuleiðis, eftir því sem sam- komuhúsin leyfa. T. d. verða margar sýningar í báðum kvik- myndahúsunum. Tekjur af slcemtunum urðu síðastliþinn sumardaginn fyrsta yfir 5.500 krónur og tekjur af barnadeg- inum alls 7.272 krónur, auk tekna af útgáfu bókar og blaðs. Nú er þess vænst, að þessar tekjur verði tífalt meiri. Ekki mun af veita. En til þess að svo verði, og að margar hendur vinni hið mikla verk sem hjer er um að ræða, ætti fólk að festa sjer þetta í minni núna um sumarmálin: 1. Gerist meðlimir Rauða Krossins og Sumargjafar. Til- lögin eru mjög lág (en vitanlega er gott að sem flestir ákveði árstillög sin hærri en lágmarkið segir til um). 2. Kaupið „Sólskin“ og „Barna dagsblaðið“. 3. Kaupið merkin og sækið skemtanir Bai’nadagsins, og 4. Látið gjafir af hendi rakna til starfseminnar i sumar. — Ef hver og einn gerir þetta eftir efnum og ástæðum, þarf ekki að kviða því, að sú hjálp sem Reykvíkingar veita málefn- inu, verði til þess, að fjöldi 1760—1842. Það þykir fara vel á því, að nefna þá samtímis, þessa tvo merku tón- snillinga. Með þeim var margt líkt, skapgerðin svipuð, stefna og afrek á sviði tónlistar mjög á sömu lund hjá báðum, — og loks áttu þeir báðir í talsverðum brösum við Napoleon mikla. Cherubini fjell í ónáð hjá hinum volduga lceisara, svo að segja strax eftir að hann lcom til Parísar og far- ið var að leika söngleiki hans þar. Keisarinn lýsti vanþóknnn sinni bæði á textunum og músik Clierubini og vildi láta hann breyta um stefnu. En Cherubini vildi ékki þola, að sjer væri settar neinar reglur' sem Iista- manni, jafnvel þó að það væri keis- arinn sjálfur, sem það vildi gera, og neitaði alveg að láta kúgast af hon- um. Þetta olli honum nokkurra erf- iðleika þau ár, sem Napoleon átti eftir að hafa völd. Nú var það svo, að flestra dómi, að á þessum árum var Cherubini langsamlega atkvæðamesti tónlistar- maður í París, og liefði því verið eðli legt að hann yrði hljómsveitarstjóri fyrir hljómsveit hirðarinnar, — en það embælti losnaði um þessar mund- ir. Keisarinn leitaði þó ekki til lians, heldur til Méhuls og bauð honum em- bættið. Og hann varð alveg forviða, þegar Méliul hafnaði þvi hispurs- laust. En þegar frekar var á hann gengið, kvaðst liann skyldi taka að sjer starfið með þvi skilyrði, að Cherubini gegndi því með sjer, — eða að þeim væri falið það báðum. „Cherubini er og verður meistari okk- ar og fyrirmynd í hinni andlegu tónlist," sagði Méhul i einkasamtali við Napoleon. „Hann á auk þess við þröngan kost að búa, og jeg myndi aldrei geta fyrirgefið sjálfum mjer það, ef jeg tæki við stöðu, sem hon- um ber með rjettu, liinum mikla meistara.“ En þetta hafði engin áhrif. Napo- leon vildi fara sínu frain, eins og hann var vanur, og liann vildi hvorki sjá nje heyra Cherubini. En Méhul var þá líka einbeittur og vildi ekk- ert með embættið hafa. Varð Napole- on þá að fela það öðrum manni, sem ekki liafði samviskuhit af að taka við því. Maria Luigi Cherubini var fæddur í Florenze 1760. Undirstöðumentun i slaghörpuleik og tónlistarfræðum fjeklc liann hjá föður sinum, en var siðan komið fyrir til náms hjá merk- um tónfræðingi, Giuseppe Sarte að nafni , og hjá honum stundaði hann nám í fjögur ár. Hann var aðeins þrettán ára gamall, þegar liann samdi hina fyrstu tónsiníð sína í „stóru broti“, en það var kirkjutónsmið (messa), sem kunnáttumenn luku miklu lofsorði. En fyrsti söngleikur lians Quinto Fabio birtist 1780, — en þá var Cherubini rjett tvítugur. Til Parísar fluttist liann 1788. Vakti hann brátt á sjer athygli þar í borginni. Hann samdi allmarga söng leiki, sem fengu ágæta dóma, og margar kirkjutónsmiðar. En auk þess barna komisi í sveit, sem ami- ars hefði ekki komist þangað. Allir eru sammála um nauðsyn þess máls. Það þarf ekki annað en verknað, sem enginn þarf að taka nærri sjer, til þess að koma þeirri nauðsyn í fram- kvæmd. 1763—1817. fjöldann allan af minni tónverkum hæði fyrir slaghörpu og slrengja- hljóðfæri. Það var brátt einróma álit þeirra, sem dómbæra mátti telja um slíka liluti, að Cherubini væri merkasta og mentaðasta tónskáldið, sem þá var uppi i Frakklandi, enda kemur þetta fram í ummælum Méhuls, sem tilfærð eru lijer að framan. Hann átti að vísu allörðugt updráttar á meðan Napóleon var við völd, en eftir fall keisarans, voru honum ail- ar leiðir opnar. Hann var heiðraður á ýmsa lund, m. a. varð hann for- stjóri hins fræga tónlistaskóla í París 1821 og gegndi því starfi í tuttugi' ár. Hann var ákaflega vandlátur og vandvirkur, stíll hans með afbrigðum lireinn og fágaður og snildar liragur á allri framsetningu, hvað raddsetn- ingar og „instrumenlation" snerti, og sómir liann sjer prýðilega á bekk með hinum gömlu meisturum. Merk- astir söngleikir hans eru: Ifigenia, Lodoiska Médée, Les denx journées og Anacreon. Cherubini ljest í París árið 1842. Hann var að vísu ítalskuf að ætl og uppruna, en er jafnan talinn með frakknesku tónskáldunum. Éti enne Nicholas 'Méhul, var fædd- ur í Givet i Ardennafjöllunum,' árið 1763. Aðeins ellefu ára að aldri var hann, þegar lionum var falið organ- leikarastarf í kirkjunni í Givet. Hann var innan við tvitugt, þcgar hann kom til Parísar fyrst. Leitaði hann þegar á fund Glucks gamla, spilaði fyrir hann og sýndi honum eitthvað af tónsmíðum, sem liann liatði sam- ið. Leist Gluck vel á hinn unga mann og tók hann að sjer. Reyndist Gluck honum ákaflega vel. Méhul var að mestu sjálfmentaður í tónlistarfræð- um, en furðu vel að sjer, tónsmið- arnar báru það með sjer, að liann var tónskáld meira en í meðallagi. Gluck veiti honum ókeypis tilsögn í þeim atriðum tónfræði, sem lielst var ábótavant hjá Méhul, og greiddi annars fyrir honum á ýmsa lund. Méhul gaf sig* aðallega að því að semja söngleiki, og samdi alls um 40 slikra verka, sem flest voru leik- in jafnliarðan og fengu góða dóma. En ekki urðu þau langlif, og nú orð- ið lcannast menn aðeins við. einn þessara söngleikja, Jósef, sem öðru hvoru er leikinn, með nokkrum breytingum frá því sem hann var, er Méhul gekk frá honum. Textinn er andlegs eða trúarlegs eðlis og músikin mjög i samræmi við hann, og þykir afburða fögur. Annað verk Méhulu er og öðru hvoru tekið til meðferðar á hljómleikum, en það er snildarleg- ur forleikur (ouverture) að söng- leiknum Le jeune Henri. Méhul sýktist af lungnaberklum, þegar hann var kominn undir fert- ugt, og siðasta áratuginn sem liann lifði, var liann oft illa haldinn, og varð þessi sjúkdómur honum að bana. Ljest hann í París árið 1817. Méhul er lýst svo, að liann hafi verið hið mesta ljúfmenni og göfug- menni og frábærilega samviskusam- ur í smáu og stóru. Nokkuð má ráða af frásögninni um viðskifli lians við Napoleon, hvern mann liann hafði að geyma. En tónsmíðarnar eru þó ó- rækust vitni um skapgerð ]iessa ágæta tónsnillings. Barnaheimilið Vestarborg.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.