Fálkinn - 11.07.1941, Page 12
12
F Á L K I N N
Francis D. Grierson:
Framhaldssaga.
L
Toma hú§ið.
Leynilögreglimga.
tt—* 26.
J
„Þakka yður fyrir, en þjer verðið að af-
saka niig, jeg er einn af þeim mönnum,
sem hafa mikið að tgera . . .
„Það skil jeg vel. Jeg liefi aðeins drepið
á þetta, svo að þjer sjáið, að jeg er kunn-
ugur öllum hnútum. En þjer hafið aðra
starfsemi, sem við megum ekki missa sjón-
ar á.“
Rowland ræksti sig aftur, það var eins
og flibbinn hans væri að hengja hann.
Marrible hjelt áfram: „Fornsalan tekur
líklega ekki allan yðar tíma, ef þjer hal'ið
fólk, sem liægt er að reiða sig á. Að minsta
kosti hafið þjer liaft svigrúm til, að verða
stærsti rekandi ódýrra gistihúsa fyrir sjó-
menn, i London. Bíðið þjer hægur, jeg veit
ofur vel, að þetta gengur ekki undir yðar
nafni, opinberlega. Það mundi ekki liæfa
forngripaversluninni. En sjáið þjer, mr.
Rowland, jeg álít nú, að þetta tvent geli
ol'ur vel farið saman. Það eru ekki fáir
eftirtektarverðir menn, sem rata á þessi
gistihús, og þeir finna stundum ýmsa sjald-
gæfa gripi, sem forngripasalan gæti sell
með laglegum ágóða.“
Andlitið á mr. Rowland fór nú að gerast
blárautt. Dr. Marrible horfði á liann með
augum læknisins og taldist svo til, að maðJ
urinn mundi deyja af slagi, ef hann lenti
ekki í gálganum áður.
„Jeg' skil ekki Iivað þjer eigið við taut-
aði fornsalinn.
„Jú, þjer vitið einmitt vel, hvað jeg á
við,“ sagði Marrible og gerðist nú berorður:
„Þjer eruð hilmari í stórum stíl, þjer hafið
aðstoðað við að koma út fölskum pening-
um, þjer hafið látið fremja að minsta kosti
tvö morð, og þjer eigið sennilega á hættu
að vera myrtur sjálfur, ef að ákveðinn
maður slyppi úr fangelsinu í Dartmoor,
sem liann situr i núna.“
Mr. Rowland tók skjálfandi fingrum um
skeggið.
„Þjer getið ekki sannað þetta,“ sagði
hann.
Dr. Marrible ypti öxlum. „Jeg verð að
viðurkenna, að þjer bakið mjer vonbrigði.
Dettur yður i hug, að jeg mundi koma
hingað og segja þetta við hinn prúða mr.
Júlíus Rowland, án þess að liafa sannanir
i bakhendinni?“
Rowland spratt upp úr stólnum, snarar
en maður skyldi lmfa trúað manni með
hans vaxtarlagi til, kipti fram skúffu i
skrifborði sínu og greip'skammbyssu, sem
þar lá. En áður en hann gat miðað byss-
unni fjelst honum lmgur, er hann heyrði
rólega og kalda rödd mr. Marrible.
„Enga flónsku," sagði Marrible, „Það
virðist svo, sem þjer hafið ekki athugað, að
jeg liefi auðvitað haft viðbúnað. í banka-
hólfinu mínu er undirskrifuð yfirlýsing
með nægilegum sönnunum til að fá yður
dæpidan fyrir tólf mismunandi glæpi.
Tuttugu og fjórum tímum eftir dauða minn
eru þessi plögg komin i hendur Scotland
Yard.“
Forngripasaiinn fleygði byssunni ofan i
skúffuna aftur og fleygði sjer í stól. Svo
spurði hann eins og í leiðslu: „Hvað ætlið
þjer að gera?“
„Ekkert, ef þjer liagi'ð yður skynsam-
lega,“ svaraði Marrible og það mátti sjá
vonarneista í augum mannsins, er hann leit
upp.
„Þjer verðið að gera svo vel að muna, að
jeg er ekki í Iögregluliðinu,“ íijelt hann á-
fram. „Jeg hjálpa lögreglunni þegar jeg
fæ borgun fyrir það. Annars læt jeg hana
um sín mál sjálfa. Jeg stend yfir lögunum,
því að jeg hefi kosið mjer það hlutskifti,
að skrifa lögin sjálfur. Það er þessvegna,
sem jeg stend fremstur allra í starfi mínu,
án þess að jeg vilji gorta af því.“
Rowland góndi undrandi á hann. „Þjer
eruð merkilegasti maðurinn, sem jeg hefi
nokkurntima liitt.“
Marribjé lmeigði sig til að þakka lofið
og hjelt áfram: „Takið nú vel eftir því,
sem jeg segi. Þjer eruð slóttugur, maður
minn, en nögu slóttugur eruð þjer ekki.
Þjer getið rekið viðskifti yðar eins og yð-
ur sýnist — það kemur mjer ekkert við.
Mjer getur staðið á sama um, livort þjer
verðið hengdur á morgun fyrir óaðgætni,
sem jafnvel ekki lögreglan getur orðið óaf-
vitandi um. En nú eigið þjer að vinna fyr-
ir mig, og jeg sætti mig ekki við, að sam-
verkamenn mínir geri skissur. Þjer verðið
að ,gera nákvæmlega eins og jeg segi yður,
að þjer eigið að gera, og ef þjer látið nokk-
urt orð eða bendingu falla um það, sem
jeg ætla að segja yður nú, þá mun yður
iðra þess þann tíma, sem þjer eigið ólif-
aðan, sem að vísu verður ekki langur, er
jeg hræddur um. Hafið þjer skilið mig?“
Ilann laut áfram og augnaráð hans var
svo ógnandi, að forngripasalinn skalf eins
og hrísla meðan hann svaraði:
„Jú, jeg skil yður.“
„Það er gott. Viljið þjer nú taka vel eft-
ir,“ lijelt Marrible áfram og tók saman-
brotið blað upp úr vasanum. „Jeg er um
þessar mundir að rannsaka morðmál. Jeg
geri ráð fyrir, að maður, sem heitir Page,
muni koma til London, hvenær sem vera
skal. Á þetla blað hefi jeg skrifað ýmislegt
lionum viðvíkjandi. Jeg veit, að þjer hafið
skipulagt athafnamestu leyninjósnastarf-
semina í hinum svonefndu undirheimum
boygarinnar. Nú verðið þjer, að láta alla
umboðsmenn yðar vita um þennan mann
og segja mjer tafarlaust til, ef þjer frjettir
eitthvað af honum.“
„Jeg skil það,“ sagði forngripasalinn.
„Gott. Það var það fyrsta. í öðru lagi
verðið þjer að hafa gát á stúlku, sem heitir
Eva Page. Heimilisfang hennar stendur
þarna á blaðinu.“
„Það er með öðrum orðum „Carriscol“-
málið‘“ tautaði Rowland.
„Þektuð þjer Cluddam?“ spurði Marrible
höstugur og hinn kinkaði kolli: „Já, jeg
hafði stundum skifti við hann.“
„Jeg giska á hverskonar skifti það liafi
verið,“ sagði Marrible napurt. “En hlustið
þjer nú á og gleymið ekki því, sem jeg segi
yður.“
Og svo talaði hann í nokkrar minútur
áður en hann stóð upp. „Þetta er all og
sumt, i augnablikinu,“ sagði hann. „Gerið
nákvæmlega eins og jeg hefi sagt yður, þá
er alt i lagi. En ef þjer svíkið mig —“
hann drap hendinni á öxlina á Rowland,
— „Jeg held nú ekki, að þjer reynið það,“
sag'ði liann og fór út í bifreiðina.
Marrible ók frá íornsalanum í einn
klúbbinn sinn, og borðaði liádegisverðinn
með svo góðri lyst, að ofursti með maga-
kvef, sem sal við næsla borð komst í ólund-
arskap. Síðan fór hann inn í spilasalinn og'
spilaði bridge þangað til tími var kominn
til að hafa fataskifti fyrir miðdegisverðinn.
Þegar liann kom heim í Maide Yale,
sagði Durand honum, að maður að nafni
mr. Rowland hefði liringt og beðið um, að
dr. Marrible hringdi til sín er hann kæmi
heim. Marrible náði sambandi undir eins
og talaði stutta stund við forngripasalann.
Síðan hringdi hann á „Yardinn" og fjekk
samband við Blyth.
„Jeg hefi frjettir handa yður,“ sagði
hann.
„Ákveðin persóna, sem yður og mjer er
ekki sama um, er komin hingað til lands.
Hann kom yfir sundið á fiskiskipi og er
eins og stendur í East End.“
„Hann skulum við ná í —“
„Augnablik — það er engin ástæða til,
að þjer gerið yður fyrirhöfn. Við missum
ekki af honum, því að hann verður í nótt
á gestahæli, sem jeg þekki. En í kvöld á
liann að hitta ákveðna stúlku klukkan
ellefu, við Mark Lane Stalion. Je'g hefi
liugsað mjer, að ef þjer og jeg tækjum þátt
í þessu stefnumóti, þá inætti það merkilegt
heita, ef við fengjum liann ekki til, að taka
á móti fæði og húsnæði upp á kostnað hins
opinbera.“
Barry ldó. „Það var vel að orði komisl,*
svaraði hann. „Þetta var svei mjer vel af
sjer vikið hjá yður, Marrible. Jeg liefi ver-
ið í sambandi við Paris, og á Sureté sögðu
þeir, að liann væri farinn til Boidogne. En
hvernig liafið þjer komist að þessum á-
formum hans fyrir kvöldið?“
„Það megið þjer ekki spyrja mig um,“
svaraði Marrible. „Jeg umgengst ýmsa, sem
mundu mundu hneyksla ykkur, fínu menn-
ina á „Yardinum.“ en þeir geta nú komið
að góðu lialdi fyrir því.“
„Verið þjer ekki að afsaka það,“ svaraði
Barry mjög þurt, „sumir af kunningjum
mínum njóta sín líka, best í skugganum. En
hvað leggið þjer svo til málanna?“
„Að jeg komi til yðar klukkan tíu. Þá
getum við komist i Mark Lane i tæka tíð
og fundið okkur skúmaskot, þar sem eng-