Fálkinn - 03.10.1941, Qupperneq 3
FÁLKINN
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjóri: Skúli Skúlason.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6.
BlaðiS kemur út hvern föstudag.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Augtýsingaverð: 30 aura millim.
HERBERTSprent.
Skraddaraþankar.
Margt af þvi böli, sem mest er fár-
ast yfir núna, er þjóðinni sjálfri að
kenna — flónshætti einstaklingsins
og vanþroska, og ófullkomleika
starfsmanna, sem mikið veltur á.
Hjer í sumar var afarmikiö rælt
um kvennabölið svonefnda. Ekki
pútnaböi eða kynsjúkdóma heldur
einkum það, að börn og unglingar
niður að tólf ára aldri liefðu sam-
farir við útlenda hermenn. I skýrslu
nefndar einnar, sem skipuð var í
þetta mál, eru sagðar ferlegar sögur
af þessu hátterni, og þær hljóta að
vera sannar, því að þær eru bygðar
á rjettaryfirheyrslum lögreglunnar.
Af þessum skýrslum vérður meðal
annars bert, að stúlkúbörn á aldr-
inum 12—15 ára hafa haft.náin mök
við hermenn (og víst óbreytta íslend-
inga líka, en þó einkum við hermenn,
því að þeir áttu meira af áfengi og
appelsínum). Það er ennfremur upp-
lýst, að sumir þessir ástafundir liafa
verið haldnir á opinberum gistihúsum
og pörin stundum fleiri en eitt á
sama herbergi samtímis. En nú mun
það i Jögum, að það varðar tugthúsi,
að liafa lioldlegt samræði við börn
innan 16 ára. og í öðru lagi varðar
það sektum og sennilega tugthúsi
líka, að leigja út herbergi lianda
körhun og konum til lauslætis.
Það er sannað, að lögreglunni hef-
ir verið kunnugt um þessa „trafik"
langa lengi. Hún kannast við um 500
af stúlkunum og börnunum. En hvað
hefir hún gert? Og hvað hefir hin
ötula barnaverndarnefnd gert? Er
ekki eðlilegt að fólk spyrji svo?
Hafa stúlkurnar verið „teknar úr
umferð.“ Hafa börnin verið sett i
umsjá áreiðanlegs fólks, sem treyst-
andi er til að forða þeim frá glap-
stigum, sem liggja rakleitt til æfi-
iangrár óhamingju. Og hvað liefir
verið gert við gistihúsin, þessi sem
nefnd eru X eða eitthvað annað úr
stafrófinu? Ekki hafa blöðin sagt frá
þvi, að gistihúsinu X eða Y eða Z
hafi verið lokað fyrir „rufferi“ og að
eigandinn sje kominn i svartholið og
eigi fyrir hendi tanga gistihúsdvöl á
Hotel Litla-Hraun pr. Eyrarbakka.
Það er að vísu gott að fá skýrslu
þá, sem blöðin fluttu ágrip af síðla í
ágúst. En hitt er eigi að siður nauð-
synlegt að fá skýrslu um, hvað lög-
reglan hefir gert, hvernig hún hefir
framfylgt lögununTT Og hvað lmn
liefir látið ógert — hvernig hún hefir
framfylgt lögunum!
(v/vi^/wiv
Nítján dagar á björgunarfleka
Enn mun flestum í fersku minni afdrif danska skipsins
„Sessa“, er skotið var tundurskeyti 300 sjómílur af ís-
landi 17. ágúst, á leið hingað til lands. Aðeins 6 menn
af 27 komust lifandi á fleka, en af þeim dóu þrír áður
en björgun kom. Hinum þremur eftirlifandi var bjargað
af ameríkönskum tundurspilli, sem flutti þá hingað til
lands. Hafa þeir dvalið hjer síðan, tveir lengst af á spítala,
en einn þeirra jafnan haft ferlivist. Er það Henrik
Bjerregaard 1. stýrimaður. Fálkinn hefir náð tali af
Bjerregaard, sem síðustu vikurnar hefir verið gestur á
heimili dr. Fr. de Fontenay sendiherra.
Rjerregaarcl stýrimaður með „almanakið“ sitt.
Beint á móti mjer silur maður,
frekar lágvaxinn, en herðibreiður
og samanrekinn. Hann talar ekki
hátt og lætur Htið yfir sjer, þó að
hann sje að segja mjer einhverja
mestu karhnenskusöguna, sem jeg
liefi heyrt lengi — af hrakningum
þriggja klæðlítilla manna, sem velkt-
ust nær tuttugu daga á litlum fleka
á hafinu milli íslands og Grænlands.
Þeir fengu sem svaraði einum munn-
sopa af vatni tvisvar á dag og mat-
arkyns höfðu þeir ekkert nema þurt
liarðbrauð.
Maðurinn er Henrik Bjerregaard
frá Odense. Hann var fyrsti stýri-
maður á „Sessu“, einu af dönsku
skipunum, sem Eimskipafjelagið
hafði leigt til íslandsferða, en öll
þessi skip átti J. Lauritzen skipa-
eigandi í Kaupmannahöfn. Höfðu
þau öll verið skráð í Panama og'
sigldu undir fána þess lands. Eitt
þeirra, „Alcedo“ komst hingað heilu
og höldnu, en tvö iiggja nú á mar-
arbotni.
Bjerregaard stýrimaður segir ró-
lega og skipulega frá liinni geig-
vænlegu ferð, sem kostaði líf 24
manna, þar á meðal tveggja .ungra
íslendinga. Mennirnir hafa ótrúlega
hæfni til að laga sig eftir kringum-
stæðunum, viðhorf mannsins, sem
sjálfur hefir sjeð hættur og staðið
í mannraunum, verður annað en
liins, sem aðeins þekkir þetta af
afspurn.
— Jeg vil síður að þjer spyrjið,
— hekl það sje betra, að jeg segi
yður frá þessu, eins og það hefir
geymst í minni mínu, segir Bjerre-
gaard stýrimaður. Svo getið þjer
vinsað úr það, sem þjer hirðið
ekki um.
En meðan jeg er að hlusta á mál
mannsins, þá finst mjer eins og
iit sje að sleppa nokkru. Ýmsu verð-
ur þó að sleppa, m. a. vegna tak-
markaðs rúms. En kaflar úr frásögn
stýrimannsins, einkum frásögn hans
af því, sem gerðist eftir að skip-
brotsmennirnir komust á flekann,
er tekin nærfelt orðrjett.
— Við fórum frá New York 7.
ágúst og segir ekki af ferðalagi okk-
ar fyr en að kvöldi þess 17. s.m.
Þá var sunnudagur. Klukkan 8 um
kvöldið reiknaðist okkur svo til, að
við ættum 320 sjómílur ófarnar til
Reykjavíkur. Við höfðum verið að
jgera upp ýmsa reikninga skipsins
um kvöldið, brytinn, I. vjelstjóri
og jeg og liöfðum lokið því klukkan
undir níu. Þóttumst við hafa unnið
til þess að fá okkur glas af öli eftir
vel unnið verk og sátum því stund-
arkorn. En þessi hvíldarstund varð
stutt. Alt í einu heyrðum við liögg,
eins og barið i skipshliðina og nær
samtímis heyrðist brak og brestir.
Tundurskeyti hafði hitt skipið á
stjórnborða. Við þutum út og var þá
mikil slagsíða komin á skipið, en
menn sem óðast að þyrpast upp á
bátaþilfarið. Jeg sneri við og ætlaði
að ná í ýms plögg í skúffu inni
hjá mjer, en þegar jeg var að draga
út skúffuna var sjór kominn inn í
klefann. Flýtti jeg injer þá út. Skip-
ið var að sökkva og jeg fleygði mjer
fyrir borð og var lengi i kafi, vegna
sogsins frá skipinu. En er jeg hafði
verið nokkra stund ofansjávar og
synt góðan spöl, rakst jeg á sima-
staur og flaut á lionum.
Þarna marraði jeg lengi uns jeg
koma auga á annan mann, sem líka
hafði náð í simastaur. Það var Svíi,
og heitir Ljunggren. Við gátum
mjakað okkur saman og komum
öðrum staurnum þversum yfir hinn,
sátum við svo livor á móti öðrum
á neðri staurnum og höfðum þver-
staurinn milli okkar. Þá valt hann
minna, staurinn sem við sátum á.
En nú komum við auga á einn bát-
inn frá skipinu. Hann var að vísu
á hvolfi, gn samt þótti okkur hann
Þorvaldur Aðils.
tryggari farkostur en staurarnir, og
tókst okkur að komast á kjöl á bátn-
um. Innan skamms sáum við hvar
uiaður kom rekandi í björgunar-
belti; það var II. vjelstjóri. Komst
hann til okkar og upp á bátinn.
Loks náðum við í fjórða manninn,
það var Canadamaður. En vjelstjór-
ann, sem var mjög þjakaður, þegar
hann náðist, tók út skömmu síðar
og sáum við hann ckki framar.
Við vorum allir klukknlausir, svo
að jeg get ekki giskað á, live lengi
við vorum þarna á kili á björgunar-
Látnum. En í öllu falli hafa liðið
nokkrir klukkutímar þangað til við
sáum fleka á reki skamt frá okkur.
Voru þrír Portúgalar á honum. Við
gátum mjakað okkur nær þeim og
köiluðum til þeirra að taka á móti
fangalínu. Köstuðum við livað eftir
annað, en þeir höfðu ekki rænu á
að laka á móti. Þeir lágu hljóðandi
á hnjánum og ákölluðu Mariu mey.
Loks afrjeð jeg að synda með
fangalínuna út í flekann og tókst
okkur þannig að draga bátinn að
flekanum. Og við komumst allir þrir
upp á flekann.
Nú fór að rofa fyrir degi. Þeir
íjelagar inínir vildu láta mig fara
úr og vinda mig, en jeg sinti jivi
ekki þá þegar, því að jeg bjó yfir
ráðagerð. Jeg vildi ekki skilja svo
við bátinn, að við gætum ekki náð
einhverju úr honum, sem okkur
mætti verða að gagni. Rjett áður
en við fórum frá New York liöfð-
um við sett tjaldþak á þennan bát,
úr sterku boldangi. Það var lauslega
fest á bátinn og bundið með snæri
undir þóptuna. Báturinn lá hátl
vegna lofthylkjanna, sem i honum
Frh. á bls. 14.
Steinþór Wendel Jónsson.