Fálkinn - 03.10.1941, Blaðsíða 14
14
F Á L K 1 N N
19 daga á björgunarfleka
Frh. af bls. 3.
voru, svo að mjer (latt í hug, að
nóg loft mundi vera inni í bátnuni
til þess að athafna sig þar.
Þárna vorum við nú sex saman
komnir: Ljuhggren háseti, sænskur,
32 ára gamáll, Joao Carreia frá
Portúgal, ljettmatrós 25 ára, Can-
adamaðurinn, sem var 22 ára,
portugalskir kyndarar tveir, José
38 ára og Bernadino Berissimo 48
ára og jeg. Portúgálarnir þrír höfðu
tekið peysurnar þrjár og olíukáp-
urnar, sem voru á flekanum, en af
því að hinir voru klæðlillir líka, þá
skiftum við fötunum sem jafnast
milli okkar.
Þannig var ástatt um klæðaburð
okkar: Canadamaðurinn var kaki-
treyju og stuttum nærbuxum. Ljung-
gren hafði kakiskyrtu og síðar nær-
brækur. Einn Portúgalinn hafði að-
eins sumarnærföt (ermalausa nær-
skyrtu og nærbuxur niður að linje),
hinir tveir Portúgalarnir voru i
venjulegum utanliafnar nærhrókum
og nærskyrtu. Jeg var hest klæddur:
hafði öll nærfötin á mjer, auk
þess skyrtu, buxur, prjónaduggu og
tvenna sokka og var með skó á
fótunum. Jeg Ijet af hendi, undir
eins og jeg fór að vinda úr mjer,
það nauðsynlegasta af fatnaði mín-
um — þvi að allir áttum við að
lifa. En það er erfitt að segja það
stundum. Lil'ið er sem skar, þegar
kveikurinn er tómur, og eiginlega
veit jeg ekki, hversvegna nokkur
okkar varð að deyja.
— Nú vikur sögunni aftur að
viðskiftum oklcar við björgunarbát-
inn hvolfda, eftir að við liöfðum all-
ir sest þar að. Jeg hafði fest fanga-
linuna úr hvolfda björgunarbátnum
okkar í flekann, en sat eigi að síð-
ur með „bugtinn“ i hendinni, til
þess að slaka og herða að, eftir
því sem á þyrfti að halda, því að
sjór var talsvert mikill. En þegar
hetur birti af degi sá jeg, að gatið
á aftanverðum björgunarbátnum var
svo stórt, að ekki væri hann til
neins nýtandi lil sjóferðar. Meðan
við sótum skjálfandi og horfðum á
þetta, datt mjer í hug, livort okkur
gæti ekki komið að gagni að ná í
hlífðarþakið (kalesjen) af björgun-
arbátnum, sem við höfðum fest nið-
ur í þópturnar tvær áður en við
fórum frá New York. Jeg sá, að
báturinn lá hátt í sjó, þó að kjölur-
inn sneri upp — það voru loft-
þjettu rúmin í bátnum, sem hjeldu
honum svo hátt uppi. Þessvegna
hlaut að vera loftrými inni undir
bátnum, þannig að maður kafnaði
ekki, þó að komist væri undir hann.
Jeg þóttist viss um, vegna þess, hve
báíurinn ló hátt, að hægt væri að
draga andann, þó að maður væri
undir honum miðjum. Þá sagði jeg
við Svíann, að nú yrði hann að
duga mjer vel, af því að jeg væri
að liugsa um að komast undir bát-
inn og ná í hlífina, sem ó honum
væri. Nú drógum við bátinn nær,
upp að flekanum og ljetum striðka
á fangalínunni. Jeg reyrði línu um
bringuna á mjer og liljóp útbyrðis
og komst inn undir bátinn. Svo
tókst mjer að leysa seglþak bátsins
og iosa það við luinn og batt svo
með sömu snærum seglþakið við
sjálfan mig, og línuna, sem jeg hafði
úr flekanum, en ekki ]>á, sem jeg
hafði haft um sjálfan mig. Línurn-
ar voru nefnilega tvær, sem jeg fór
niður með: önnur um mig, en hin
um það, sem jeg ætlaði að sækja.
Þegar jeg hafði fundið og fengið
það, sem jeg ætlaði línunni mikil-
vægari: þ. e. línunni með seglþakið
(kaleschen), festi jeg mig við þann
sama farm og skar á „einkalinuna"
mina. —
— Þjer unnuð sigur þar, hr.
Bjerregaard! segi jeg.
— Nei, nei, — þetta var aðeins
viðleitni. Nei, nei, jeg vissi, að við
vorum ekki byrjaðir ennþá. Stansið
þjer mig, þegar jeg segi yður hve-
nær við hjeldum, aö við værum
hálfnaðir. •
Og svo heldúr hann áfram sög-
unni sinni.
— Þegar jeg losnaði við bátinn, i
sama strengnum og seglið með járn-
slánum, sem í því voru, soguðust
niður i djúpið, fanst mjer þetta ó-
notalegt. En þá fann jeg herpast á
fangalínunni, og vonaði, að þeir á
flekanum mundu draga í.
Þegar jeg og seglhlífin voru kom-
in upp ó flekann, ætlaði Svíinn að
fara að hjálpa mjer. Hann ætlaði
að fara að færa mig úr fötunum,
til að vinda úr þeim. En jeg sagði:
við skulum búa um okkur betur
fyrst — til dæmis að setja upp
seglhlífina yfir bátinn, svo að við
fáum hlje fyrir storminum. Svo fór-
um við að ganga frá segldúkstjald-
inu af bátnum, settum það upp á
flekann og reyndist þá svo, að þetta
tjald náði yfir flekann svo til all-
an. Þegar ])essu var lokið, fór jeg úr
fötunum og vatt þau. Jeg var best
klæddur af öllum þeim, sem þarna
voru, og þessvegna var það, að þeg-
ar jeg fór að klæða mig aftur, eftir
„vindinguna", Ijet jeg hina fá skyrt-
una mína og tvenna sokka.
Um kvöldið tók jeg tvo pakka af
kexi upp úr dunkinum í flekanum
og átum við þá. Jeg vildi ekki opna
vatnsdunkinn ]>á, því að sjórinn
gekk í sífellu yfir flekann og jeg
vildi ekki, að valnið spiltist. En
þriðjudagsmorgun náði jeg upp fjöl-
unum, sem voru yfir yatnsduhknum
og tók Iiann upp úr hólfinu og batt
hann ofan ó flekann. Jeg úthlutaði
nú kexi, og þegar við höfðum etið
það, fjekk hver maður ofurlitla lögg
af vatni, jeg skamtaði naumt þegar
í stað, því að vatnsforðinn var lítill,
á að giska 15 íítrar alls. Síðdegis
úthlutaði jeg aftur brauði og vatni
jafnstórum skamti.
í báða enda á seglþakinu höfðum
við gert rifu, um 6 þumlunga langa,
lil þess að horfa út um og halda
vörð. En dagur leið eftir dag og
aldrei sáum við neitt. Þegar við
höfðum verið tvo daga á flekanum
só jeg fram á, að einhvernveginn
yrðum við að halda tölu á dögun-
um. Eitt borðið i öðrum flekaend-
anum hafði rifnað og náði jeg þar í
spítu, og tegldi hana til. Öðrumegin
'á hana skar jeg „300 SM K53
BEYKJAVÍK „SESSA“ og hinumeg-
in „17—8 KL. 22“ en í brúnina
gerði jeg skoru fyrir hvern dag.
Þegar við höfðum verið viku á
flekanum var vatnið komið að þrot-
um, en ])á kom rigning. Við losuð-
um um hornin ó seglþakinu og sett-
um árarnar undir þau, svo að lægð
myndaðist í mitt seglið og vatnið
safnaðist fyrir þar. Gerði jeg gat
í botninn og lijelt bolla þar undir
lekann og helti á dunkinn jafnóð-
uni.
— —- Eitthvað 5—6 dögum eftir
að við komum á flekann fór Can-
adamaðurinn að verða blár á fól-
unum og hafði hann miklar kvalir
í þeim. Jeg reyndi að koma hlýju
í fæturna á honum sumpart með því
að nudda þá og sumpart með því
að láta hann liggja með þá fast upp
að mjer, en samt versnaði honum
og drepið breiddist upp eftir fót-
unum. Svíinn liafði björgunarvesti,
stoppað með kapok og hafði gert
sjer skó úr því og tveir af Portú-
gölunum liöfðu gert eins. Sjálfur
nuddaði jeg á mjer fæturna oft á
dag og reyndi að fá hina til að gera
eins, en það voru ekki aðrir en Sví-
inn, sem gerðu það að staðaldri.
Þann 27. ágúst tók jeg eftir, að
Portúgalinn Bernadino var ekki eins
og liann átti að sjer. Hann var altaf
að flytja sig til og einu sinni fór
liann ofan í flekaholið og lagðist
þar ó hnje ofan í sjóinn. Náði jeg
i hann og tjet hann leggjast hjó
mjer þar sem jeg sat. Um kvöldið
þegar orðið var liálfdimt, lá liann
við fæturna á mjer og var mjög
órólegur, en eftir svolitla stund varð
hann grafkyr alt í einu. Þegar jeg
hafði beðið svolitla stund, tók jeg
vasaljósið og lýsti á liann og só þá,
að hann átti skamt ólifað. Hann
hafði hniprað sig saman. Jeg rjelti
úr honum og setti eitthvað undir
höfuð honuni, en rjett á eftir tók
hann andvörpin. Jeg skar kross í
spítuna mína við dagskoruna.
Morguninn eftir færðum við hann
úr treyjunni, peysunni og buxunum.
Garreia spurði, hvort hann mætti
ekki taka hringinn af fingrinum á
honum, hann þekti nefnilega konu
Bernadino heima í Portúgal og lang-
aði til að geta fært lienni hringinn.
Jeg leyfði honum það og síðan jörð-
uðum við Bernadino Berissimo. —
Canadamaðurinn fjekk peysuna háns
og Portúgalinn Jose fjekk buxurnar,
Snemma morguns þann 30. ágúst
var rigning og jeg kallaði á Svíann
ög Joao. Losuðum við seglþakið og
fórum að safna vatni. Meðan jeg
sat við að hella vatni á dunkinn,
kom Portúgalinn José skriðandi til
mín og settist fast upp að bakinu
á mjer. Jeg lxjelt, að hann gerði
þetta sjer lil hita, vegna þess að
þarna var ekki skjól meðan tjald-
þakið var opið í báða enda. En þeg-
ar hætti að rigna og jeg ætlaði að
flytja mig til, só jeg að liann var
dáinn. Við lögðum hann til i ann-
an enda flekans. Jeg tagðist fyrir
við hliðina á Canadamanninum;
hann var ekki með fullu ráði og
var altaf að tala um, að hann þyrfti
að fara að kaupa sjer sígarettur.
Hann dó um hádegisbilið. Jeg skar
tvöfaldan kross á spituna. Síðdegis,
þegar við ætluðum að fara að jarða
])á dánu, flaug flugvjel mjög lágt
yfir okkur og stefndi til norðurs.
Sagði jeg þá við Svíann og Portú-
galann, sem var eftir, að nú gætum
við átt von á, að okluir yrði bjargað
á morgun. Daginn eftir vorum við
sífelt á verði, en engin skip sóust,
svo að skapið dofnaði talsvert mik-
ið hjá okkur, en jeg tmggaði fjelaga
inína með því, að okkur mundi sí-
felt vera að reka í áttina til Is-
lands og þar mundum við sennilega
rekast á fiskiskip.
Þann 3. september uppgötvaði jeg,
að við áttum ekki nema þrjá vatns-
skamta eftir. Síðdegis þann dag sá-
um við reyk af mörgum skipum i
norðri og vindurinn var NÖ 2. Þeg-
ar við liöfðum horft á þetta lengi,
segi jeg við Svíann, að jeg lialdi,
að þetta sjeu togarar og að við skul-
um taka seglþakið ofan og reyna
að róa áleiðis til þeirra. Jeg vissi,
að við gætum að vísu aldrei róið
svona langt, en gerði ráð fyrir, að
þeir mundu kanske sigla í áttina til
okkar, ef þeir væru að toga. Jeg
rjeri annari árinn, en Svíinn og
Portúgalinn skiftust um hina. Þegar
við höfðum róið um stund sagði
jeg: „Nú hvílum við okkur og fáum
okkur vatnssopa.“ Og svo drukk-
um við síðasta lekann, sem var i
dunkinum. Við hjeldum svo áfram
að róa,en áður en dimt var orðið,
sáum við skipsreykina hverfa út í
sjóndeildarhringinn. Tjölduðum við
þó aftur, undir nóttina. Jeg reyndi
að sofa, en gat ekki, og settist upp
og horfði út um rifuna á tjaldinu
alla nóttina. Morguninn eftir var
heiðríkja og sátum við og góndum
eftir skipum allan daginn, en sáum
ekkert. Og vörð lijeldum við alla
næstu nótt.
Fyrri part dags þ. 5. september
segi jeg við Ljunggren: „Nú verðið
þjer að taka vel eftir, því að jeg
ætla að reyna að sofna svolilla
slund. En þegar jeg liafði komið
mjer fyrir heyrum við tvo stutta
eimpípublástra. Jeg rýk upp og út i
útsýnisrifuna og sje ameríkanskan
tundurspilli, sein siglir í áttina til
okkar. Jeg veifa og það er veifað
á móti. Tundúrspíllirinn siglir fram-
hjá okkur, snýr við og kemur svo
upp að okkur; við fáum kastlínu
tit að halda í og net er hengt út á
skipsíðuna og þrír menn koma nið-
ur til að hjólpa okkur um borð.
Portúgalinn fær línu um mittið og
er dreginn upp, næst Svíinn og
meðan verið er að draga liann upp
brölti jeg upp á þilfarið. En þegar
þangað kom vildu fæturnir ekki
hlýða mjer og jeg varð að grípa
utan um liálsinn á þeim, sem næstur
stóð, til að styðja mig. Þetta var ])á
varaforinginn á skipinu. — Hann
studdi mig niður i „banjann" og
jeg settist þar á borð. Nú komu
þeir ofan með fjelaga mína. Við
fengum nú þrjú glös af vatni hver
og báðum um meira, en var svarað,
að það „kæmi bráðum“. Nú feng-
um við hlý föt og hreina nærskyrtu
og var vísað á rúm að leggjast i,
með svellþykkum værðarvoðuuv.
Það var blátt áfram yndistegt! Þeg-
ar við höfðum hvílst um stund, feng-
um við disk af tómatsúpu, glóð-
heitri. Og svei mjer ef það var ekki
gaman að bragða eitthvað heitt aft-
ur — eftir tuttugu daga! Síðan feng-
um við ýmsan fljótandi mat í smá-
skömtum með úm hálftíma millibili.
Við fengum kaffi, svo toddy og síð-
an súpu aftur og um kvöldið tvö
linsoðin egg. Varaforinginn kom of-
an lil okkar og sagði okkur, að
hann hefði fengið fyrirskipun um
að leita að norsku skipi þarna, sem
hafði tilkynt að það væri nákvæm-
lega á sömu slóðum sem við fund-
umst á. Var leitinni haldið áfram
um sinn. Laugardag árdégis vorum
við fluttir upp i stórt herbergi beint
undir brúnni: þar var eilt fast rúm
og fjekk Portúgalinn það, því að
hann var verst útleikinn, en við
hinir láum i beddum. Þarna var
baðherbergi og snyrtiklefi, svo að
])að fór bærilega um okkur. Við
Svíinn fengum okkur steypibað og
rökuðum okkur, svo að útlitið fór
lieldur en ekki að lagast! Þarna lág-
um við og nutum tilverunnar og
reyktum sígarettur og drukkum
kaffi. Við fengum eins og við vild-
um af ávöxtum og ávaxtasúpum
og það hafði sín áhrif, því að um
kvöldið þurfti jeg að hægja mjer
— í fyrsta sinn í þrjár vikur. Við-
víkjandi leytinni að norska skip-
inu er það að segja, að það liafði
gefið upp skakkan stað og fann
annað skip það, eða þá, sem lifðu
það.
Og svo lýkur Jiessari sögu. Eftir
tvo daga komum við til Reykjavik-
ur. Fjelagar mínir voru báðir lagð-
ir á spítala og Pörtúgalinn er á
hatavegi. Svíinn væri kominn á fæt-
ur fyrir meira en liálfum mánuði,
ef hann hefði ekki tekið upp á því
að fá inflúensu, einmitt þegar hann
átti að fara að fara út.
íslendingarnir, sem fórust með
skipinu, voru Þorvaldur Aðils, fædd-
ur 20. mars 1907 og Steinþór Wen-
del Jónsson, fæddur 1921. Þeir voru
háðir á heimleið til vina og vanda-
manna og höfðu ekki ætlað sjer að
verða á „Sessu“ lengra en til Reykja-
víkur.
Takmarkið er:
FÁLKINN
inn á hvert heimili.
w ~/•*/+//+//>*'/^//+s/+//*//+//^//*//*m>/+//+s/+//%//+//*./