Fálkinn


Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 2

Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - KITTY FOYLE. RKO Radio Picture hefir tekið á kvikmynd alkunna sögu með ])essu nafni eftir Christopher Morley og falið Sam Wood leikstjórnina. En aðalhlutverkið ieikur Ginger Rogers, sem kunnust er úr glys- og dans- myndum hingað til. Er þetta 42. kvikmyndin, sem hún leikur aðal- hlutverkið í, og gefst henni tæifæri til að sýna það hjer, að henni er fleira gefið en að dansa vel og leika grunnskreið „sýningaleikrit". Hjer sýnir liún, að hún getur líka túlk- djúpar tilfinningar og sýnt geðlirif, eigi siður en ágætir „karakter“- leikarar. > Hún leikur þarna 26 ára gamla stúlku, Kitty Foyle, sem starfar í fegrunarlyfjabúð. Hún er falleg og karlmennirnir draga sig eftir henni. Þegar myndin hefst hefir hún lofað ungum lækni, Mark Eisen (James Craig) að lieimsækja hann á spítal- ann lians um miðnætti og fara með ■honum til Connectitut til að giftast bonum. En rjett áður en hún ætlar af stað kemur Wyn Strafford (Denn- is Morgan) lieim til hennar. Hann er kvæntur, en hefir lengi unnað Kitty hugástum og hún honum, en hann liefir ekki getað fengið skiln- að frá konu sinni. Nú er hann þarna kominn til að segja henni, að hann liafi afráðið að strjúka til Suður- Ameríku og biður hana að koma með sjer. Hin gamla ást hennar blossar þá upp aftur og liún heitir honum að koma, og þegar hann er farinn, þá fer hún að búa sig undir ferðina. En nú rifjast upp eins og í draumi alt lif hennar, frá því að liún var lítil telpa í Philadelphia. Öll bar- áttan milli holdsins og andans, milli þess að skemta sjer með ungu ríkis- mönnunum og liins, að skapa sjer lífvænlega stöðu með markvissu lifsstarfi. Þessi saga er sögð og sýnd á iistrænan og sannan hátt og Ginger Rogers tekst svo vel upp, að maður fylgir ferli hennar með óskiftri athygli og mikilli eftirvænt- ingu. Og liver verður svo ákvörðunin, sem hún tekur? Giftist hún læknin- um eða Wyn Strafford? Því verður ekki ijóstað upp hjer. En aðdrag- andinn að lausn þessarar gátu er einkar lærdómsríkur og heillandi. Mynd þessi verður sýnd á Gam'a Bíó, þegar hætt verður að sýna „Balalaika“. En það getur orðið bið á því, vegna þess að sú mynd hefir fengið sjerslaklega góðar viðtökur. Sigurður Þorsteinsson verslm. verður 60 ára 7. þ. m. ♦ í Sleðaferðir barna \ © i o * -"niiin" -*»*- © © -**i- o -HS&- o -"iiiiii'' o -'Hinii- o \ ♦ o \ o \ o * o \ Eftirtaldir staðir eru leyfðir fyrir sleðaferðir barna: AUSTURBÆR: 1. Arnarhóll. 2. Torgið fyrir vestan Bjarnaborg milli Hverfisgötu og Lindargötu. 3. Grettisgata, milli Barónsstígs og Hringbrautar. 4. Bragagata frá Laufásvegi að Sóleyjargötu. 5. Liljugata. 6. Túnblettir við Háteigsveg beggja megin við Sunnuhvolthúsið. VESTURBÆR: 1. Bráðræðistún sunnan Grandavegs. 2. Vesturvallagata milli Holtsgötu og Sellandsstígs. 3. Blómvallagata milli Holtsgötu og Hávallagötu. Bifreiðaumferð um þessar götur er jafnframt bönnuð. \ « \ o í o ♦ á T O LÖGREGLUSTJÓRI O ‘*m>’ O -«■*- O '’VHr O O -«b- O -“Wta- -"'Böi*- O -"TOi'- O O -H«h- O o-Rau.'O-oo'O-'Oti-o o-toj>-o-"«iii- -"iiiiiii' -TOb-o-«t&-o-‘:a»-o-<ia»'0 -TOui-o-*TOt-o I o i o \ o \ © \ o \ o \ o \ o \ o A. B. Jönköping Motorfabrik, Disponent Birger Ekdahl og Gísli J. Johnsen óska öllum viðskiftavinum sínum góðs og gleðilegs - afiasæls nýárs - með þökk fyrir viðskiftin á iiðnum árum * o o o-TOiu'O-'KfliJ' o-twt-o-xyik- o-TOto* o-<>«ii- •“•iiiiiii' -to*- o o q ->iss*- o —iiiti'' o -<10— o - Fálkinn er besta heiiniliisblaðið. - BRESKIR KAFBÁTAR f MIÐJARÐ ARHAFI. í nóvember gerðu bresk herskip og kafbátar harða hrið að skipa- lestum Itala og Þjóðverja í Miðjarðarhafi og söktu fjölda skipa. M. a. var tveimar skipum\ með um 10.000 hermönnum sökt, en alls var sökt 158.000 smálestum í þessari hrinu. Teikningin sýnir viðureign enskra kafbáta við ítölsku skipin. Bókafregn. Óskar Aðalsteinn Guðjónss.: GRJÓT OG GRÓÐUR. Prentstofan ísrún 1941. Höfundur bókar þessarar hefir áður gefið út bókina „Ljósið í kot- inu“ en þessari nýju bók hans fylgir 'mðmundur Hagalín skáld úr hláð'' með nokkrum orðum og segir þar nokkuð frá liöfundinum, sem er daglaunamaður og hefir einkum mentast af eigin ramleik. Hagalín segir þar að „Þetta er í rauninni fyrsta verkamannasagan í bókment- um okkar, sem borið geti það nafn með fullum rjetti. Hún lýsir ekki lífi verkafólksins eins og það virð- ist manni úr annari stjett, manni, sem hefir vakist til gremju eða hrærst lil meðaumkunar yfir lífi verkalýðsins, heldur lýsir hún því eins og það lítur út í augum þessa manns, sem er sjálfur uppalinn á verkamannsheimili og gengur engra erinda annara én þeirra að sýna líf verkafólksins eins og það lifir i honum sjálfum, í hverri æð hans og taug og í hverri hræringu hugans.“ Þetta munu þeir skrifa undir, sem lesa bókina. En því má bæta við að höf. hefir frumlegan og sjer- kennilegan stíl og er sýnt um fallega áferð í frásögn allii. Að vísu er sumt það í bókinni, sem mættl fara betur, en þá er þess að minnast, að hjer er um ungan höfund að ræða, sem eflaust á eftir að þroslc- ast og taka miklum framförum. — Jmja, frú Hansen, nú verð jeg vist að faru að líta eftir straujárn- inu. — Ænei, það er engu meiri fyrir- liöfn að hirða um tvíbura cn eitt barn. Annar þeirra öskrar altaf svo hátt, að maður heyrir ekki til hins! Gesturinn: — Það segi jeg yður satt, frú, að jeg smakka sjaldan eins góðan mat og þennan. Húsbóndinn (varlega og litur til konunnar): — Það geri jeg ekki lieldur. Prófessorinn (kemur inn í kenslu- stofuna og þar situr aðeins einn stúdent): — Hvað er þetta, hvar eru allir hinir slæpingjarnir? Stúdentinn: — Jeg veit ekki, herra prófessor. Það ætla vist ekki að koma aðrir en við.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.