Fálkinn


Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 6

Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN LITLA S A G A N . — Miles flenslov: Oft er flagð undir fögru skinni. A\'NE MEREDITH hallaði sjer upp í klefahornið og and- varpaði, er lestin fór af stað. Hún virti umhverfið fyrir sjer eins og í leiðslu, hún þekti þetta alt — trjen tvö, mylluna með brotna vængnum og reykháfana á gamla óðalssetrinu, sem gægðust upp úr trjátoppunum. Svo lierti lestin á sjer og gamalkunna umhverfið hvarf. Eftir tvo tíma væri hún komin til London, eftir minna en tvo tíma mundi Rapert vera kominn lieim og liafa fundið brjefið, sem liún' hafði skilið eftir. Hún hafði hrent skip sín. Hún hafði yfirvegað þetta skref vel áður en hún steig það. Tiu ára hjónaband — þó ekki hefði nema fimm ár verið hamingjusöm, bind- ur lijón böndum, sem ilt er að slíta. Og svo var það drengurinn þeirra, Davís. — í rauninni hafði John Carter tek- ið ákvörðunina fyrir hana. John var alt það, sem Rupert var ekki — vinalegur, nærgætinn, þolinmóður — hann hafði beðið tvö ár eflir því, að hún tæki ákvörðun. Og jafnvel eftir að hún hafði tekið á- kvörðun liafði hann ráðlagt henni að hugsa sig um tvisvar áður en liún afrækti heimilið -— mann og barn. Anne varð titið á fallegu tösk- urnar sínar í netinu, og brosti. John mundi taka á móti lienni á stöðinni, með farseðlana í vasanum. Þau mundu dvelja yndislegan mán- uð erlendis og þegar mestu gremj- una hefði lægt mundu þau lifa í gæfu og gleði til æfiloka. Anne kom ekki í hug, að hún liafði hugsað nákvæmlega eins áður en hún giftist Rupert fyrir tíu ár- um. Hún var enn að hugsa um John þegar lestin staðnæmdist á stöð hálftíma síðar. Þá vaknaði hún af draumum sínum við að klefan- um var lokið upp og nunna kom inn. Anne liafði aldrei hugleitt áður hvað nunna eiginlega væri. Hún vissi að þær voru til, en það var alt og sumt. En núna þegar þessi hljóðtáta og liæverska kona settist andspænis henni fór hún að hugsa málið. Hún varð forviða á þvi, að nunnan var með dagblað í hend- inni — hún hafði ekki haldið að nunnur læsu hlöð; henni fanst það hálf ótillilýðitegt. Svo rann lestin burt af stöðinni en Anne horfði á nunnuna, hún gat horft á hana ótrufluð því að hún grúfði sig ofan í blaðið. Hvernig gat nokkurri stúlku dottið í hug að verða nunna? Lifa ánægjulausu lífi og án allrar tilhreytinga! Anne fór að vorkenna henni, tiún færi á mis við svo margt — t. d. tilhatd í klæðaburði — það hlaut að vera liræðilegt að ganga altaf í svörtum sloppkjól! Hún teit af svarta slitna kjólnum á Parísarkjótinn sinn. Hún leit á grönnu fæturna á sjer og dýru silkisokkana og gráu, flegnu rú- skinnsskóna. Og liún sá í grófu, siitnu skóna nunnunnar niður und- an svarta pilsinu. Hún fjekk kippi í andlitið —■ það var svo ömurlegt að hugsa sjer liið frábreytilega líf þessarar einstæð- ingskonu i samanburði við glað- værðartilveru hennar sjálfrar. Hana langaði til að tala við nunnuna, spyrja liana um æfi hennar. Hún vissi ekki hvað það var, sem varn- aði henni að gera það — en í stað þess fór liún að hugsa alvarlega í fyrsta skifti á æfinni, reyna að setja sig inn i hugsanir annara. Hverjum augum skyldi nunnan nú títa á hana? Skyldi hún nú líka kenna í brjósti um liana? Skyldi hún telja hana ljettúðugt veraldarbarn? Þessi liugsun var henni ógeðfeld. Hvað skyldi þessi kona hugsa um liana ef hún vissi, að liún hefði í huga að skilja við manninn sinn? Ætlaði að brjóta eina helga loforð- ið, sem hún liafði gcfið. Því meir sem Anne hugsaði um þetta því ógeðfeldara varð henni það. Ilún fór að reyna að finna afsakanir — sagði við sjálfa sig, að luin hefði rjett til að breyta eins og hún gerði. En liún vissi að það var rangt. Jolm var vinalegur og nærgætinn —en Rupert hafði eigi verið það síður, þangað til þau fóru að fjar- lægjast livort' annað. John vildi alt á sig leggja til þess að gera hana hamingjusama, en það hafði Rupert líka gert þegar þau voru nýgift. Hún var svo ærleg að liún viður- kendi það. Ilversvegna höfðu þau fjarlægst? — Það var ekki auðvelt að skýra það, — þau höfðu aðeins byrjað að fara hvort sína leið. Þeg- ar þau liöfðu verið ósammála reyndu þau ekki að jafna það aft- ur. Það liafði komist kuldi á milli þeirra og hvorugt þeirra hirti um, að reka hann á flótta. Þetta var synd og skömm. Anne spenti ósjálfrátt greipar er hún hugsaði um þetta ófarsæla hjóna- band sitt. Hversvegna hafði liún ekki gert þetta áður en það var orðið of seint? Hversvegna hafði Rupert ekki sýnt meiri skilning? Eða var ])etta ein- göngu Rupert að kenna? Hún fjekk sting fyrir hjartað — hún varð að viðurkenna að hún hafði liaft sína galla lika. Hana tangaði ekki til að hugsa um Rupert, en hún gerði það samt. Það greip liana iðrun og samvislcu- bit. Hún vissi hvernig hann mundi lita út þegar hann kæmi heim og ssgj, að liún væri farin. Hún sá i anda hvernig hrukkurnar dýpkuðu i andlitinu á honum, er hann tæki upp umstagið, sem lá á borðinu i anddyrinu. Hún liafði ekki einu sinni haft fyrir að skrifa utan á það. Hann mundi opna það gætilega með vasahnífnum sínum, og svo fengi hann að vita, livað liún hefði gert. Ilvað mundi hann gera? Mundi hann veita henni eftirför? Nei, hann var óheimskari en svo að hann hefði fyrir því. Óheimskari — það var skakt orð — stærilætið mundi halda honum aftur. í brjefinu liafði hún sagt honum alt eins og var uin John — -— — — All í einu ljet nunnan btaðið síga, augu þeirra mættust. Anne leit fljótlega undan en hlóð- ið kom fram í kinnar lienni — fyrsta skifti á æfinni fann hún livað það var að blygðast sín og kenna sig óverðuga. Svo sauð reiðin í lienni — því leyfðist þessari konu að spilla gleðinni og sælunni í hug hennar. Lestin rann áfram. Það fór að rökkva. Umhverfið breyttist, í stað akranna komu dreifð liús, götuljós komu meðfram veginum. Anne leit a klukkuna. Eftir tíu mínútur átti hún að hitta Jolin. Alt i einu varð liún hrædd. Henni varð svo greinilega ljóst, að lnin hafði óliug á að hitta liann — minsta kosti ekki núna. Hún von- aði innilega að hann yrði' ekki á stjettinni. Og hún fann liversvegna hún óskaði þess, — hún hafði gert sig seka í hræðilegum misskilningi. Hún liafði varpað fyrir borð öllu þvi, sem varðaði hana nokkru i lifinu. Hún elskaði Rupert þrátt fyrir galla lians og hún mundi halda á- fram að elska hann löngu eftir að hún hefði gteymt John. Hún hafði verið singjarnt fífl. Lestin hafði hægt á sjer og mjak- aðist inn á stöðina. Burðarmenn komu hlaupandi aftur með lestinni. Hún sá John undir Ijóskerastólpa og hann skimaði inn í vagnglugg- ana. Lestin stöðvaðist. Anne spratt upp. 'Burðarmaður var kominn í dyrnar. — Hjerna viljið þjer taka þessar töskur, sagði hún. Náið í leigubíl og segið bilstjóranum að hiða þangað til jeg kem. Hún vissi varla að hún hafði stungið fimm shillingum að burð- armanninum. Þarna stóð hún og starði á nunnuna og það var þakk- læti og innileg gleði i svip hennar. Tveimur mínútum síðar skaust \ Chrisfian Sinding. Chi-istian Sinding var af lislelsku fólki kominn í báðar ættir (f. í Kongsbergi í Noregi, 1856) og var ungur látinn njóta góðrar tilsagnar í undirstöðuatriðum tónlistar, og jafnframt skólamentun sinni iðkaði hann fiðluleik af mikilli ástundun, hjá góðum kennara, Guðbrandi Böhn að nafni. Það mun liafa verið ætlan hans sjálfs og þá ekki síður aðstandenda hans, að liann myndi gela orðið fiðlusnillingur (virtúós), og fór liann því til liinnar miklu tónlistarborgar Leipzig, tæplega 19 ára gamall til þess að fá þar eins- konar „loka-fágun“, (1875), og gckk hann í hljómlistarskólann þar. En þegar þangað var komið, fanst hon- um verða minna úr sjer en hann tiafði haldið, og sá þá jafnframt, að ekki myndi sjer tjá úr þessu að ætla sjer að keppa við ýmsa aðrn snillinga, sem þá voru „í gangin- um“, — eða öllu heldur, mun liann tiafa fundið, að köllun hans var á öðru sviði og ekki óæðra. Ilann lagði nú alt starfsþrek sitt og hæfi- teika í það, að nema sem ræki- legast og samviskusamlegast hin æðri vísindi tónlistarinnar og afla sjer leikni á því sviði (hljómfræði og komposition) og varði þá jafnframt miklum tíma lil æfinga á píanó, eða öllu meiri en hann helgaði fiðlunni. í Leipzig dvaldi Sinding að þessu sinni fjögur ár samfleytt. Fór þá heim til Noregs og dvaldi þar um tíma, en kom aftur til Leipzig (1879) með tónsmíð, sem tekin var til flutnings við svonefnt „aðalpróf“ (Hauptpriifung tónlistarskólans þar. Ekki hossuðu gagnrýnendur þessu verki mikið. En þetta varð þó til þess, að Sinding fjekk opinberan hún út og inn í símklefa á stöðinni. — Jeg hefi gleymt að skrifa utan á brjefið í anddyrinu, sagði liún við stúlkuna, sem svaraði heima lijá henni. — Það á að fara til frú Brown — Poste restante Hurley. Viljið þjer skrifa utan á það og setja það í póst undir eins. — Al- veg undir eins, skiljið þjer! — Og segið manninum mínum, að jeg hafi liætt við að verða í borginni í nótt. Jeg kem lieim í kvöld. Já, — það er gott. Anne var altaf að liugsa um nunn- una, er liún sat í bílnum, sem rann á fleygiferð út þjóðveginn, — nunn- una, sem hafði bjargað lienni frá mesta glapræðinu, sem lhin gat gert. Hver skyldi hún vera — hvert skyldi hún hafa ætlað? Og þó undarlegt megi virðast hugsaði nunnan líka um Anne, er hún steig upp í ahnenningsvagninn og settist í eitt hornið, álút eins og hún væri á bæn. — En hún var alls ekki í þessháttar hugleiðingum! Maðurinn, sem opnaði fyrir lienni dyrnar fór að sketlihlæja undir eins og hún var komin inn fyrir. „Mikið slcratti ertu vel búin, Sally. Hvernig gekk þetta? — Ágætlega! sagði konan og þreif af sjer höfuðfeldinn. Svo stakk hún liendinni í vasann á svarta pilsinu og tók upp ýmsa skartgripi, sem lnin rjetti manninum. — Hjerna koma djásnin! Lög- regluþjónninn brosti svo lilýlega til mín þegar hann lijálpaði mjer yfir götuna — og svo ljek jeg á unga stúlku í lestinni — hún liarfði beinlínis með lotningu á mig! „listamannastyrk“ að heiman, til þriggja ára dvalar erlen.dis. Þau ár dvaldi liann lengst af í Miinchen. Samdi hann allmargt tónsmíða á þessum árum, en gekk illa að koma þeim á framfæri eða „kveða sjer hljóðs“. Fór Sinding nú enn heim til Noregs og var þar nokkur ár, sí- starfandi og í sifeldri harátlu við skilningsleysi og fjárhagslega örð- ugleika. Þó mun hann hafa þroskast mikið í list sinni á þessum árum, og er bent á, sem órækt vitni þess, kvintett sem hann samdi þá fyrir píanó og fjögur strengjahljóðfæri, sem talinn er eitt heilsteyptasta og glæsilegasta verk hans, og með þess- ari tónsmíð vann hann sinn fyrsta verulega sigur heima fyrir. Þéssi tónsmið og ýmsar minni tónsmíðar frá þessu tímabili (söngvar og pí- anótónsmíðar) vöktu athygli bæði heima og erlendis (í Danm. ög Þýskal.). Og nú var Sinding aftur veittur styrkur til dvalar erlendis (A. C. Hansens Legat). Dvaldi hann nú enn í Leipzig um sinn. Samdi hann þá m. a. „Klaver-konsert“ op. 6. og sýmfóníu í d-moll, og var báðum þessum verkum vel tekið og farið að telja Sinding í flokki liinna merkari tónslcálda, sem þá voru uppi. Þó var erftðleikum hans ekki tokið. Enn átti liann í erjum og kröggum. En hann átti hauk í horni þar sem var fiðlusnillingur- inn Adolph Brodsky, sem dáði mjög tónsmíðar Sindings og kvaddi sjer liljóðs með þær í Leipzig. Og loks varð norska þjóðþingið við áskor- un málsmetandi manna um að veita Sinding árleg laun úr ríkissjóði, svo að hann gæti gefið sig óskiftan að því, sem menn töldu sjálfsagða köll- un hans. Frh. á bls. Í5. Theodor Árnason Herkir tónsnillingar lífs og liðnir: #

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.