Fálkinn


Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 15

Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 DJARFLEG BJÖRGUN. Enskur teiknari hefir gert þessa mynd, af atburði sem gerðist á vígstöðv- Unum í Norður-Frakklandi eigi alls fyrir löngu. Þar hafði slegið í bar- daga milli enskra Spitfire- og Hurricanevjela annarsvegar og þýskra Messerschmith-vjela hinsvegar. Ein af ensku flugvjelunum varð óvíg og flugmaðurinn varð að hörfa undan úr bardaganum og hlaupa út i'ir vjel- inni i fallhlíf en vjelin lirapaði brennandi til jarðar. Þarna skamt frá var ensk Lysander-njósnarflugvjel á ferð og afrjeð flugmaðurinn á henni að reyna að bjarga flugmanninum af hröpuðu flugvjelinni, sem ella mundi lenda i óvinahöndum. Lenti Lysandervjelin rjett hjá manninum og hann komst um borð og Ijetti vjelin þá aftur og komst heilu og höldmi til Englands. — Lysandervjetarnar eru einkar snúningaliðugar og hent- ugar til smáferða. Þær komast 230 mílur á klukkustund, en geta haldið sjer á lofti á mjög lítilli ferð og taka sig upp á aðeins 200 metra færi. BERHÁLSA. Frh. af bls. í>. smiðjunni hjá Álfadanz. Sótugur smiðurinn ljet hamarinn síga og liorfði á mig með kuldalegri fyrir- litningu. „ÁifadanzT1 grátbændi jeg. „Haf- ið þjer hjarta?“ „Nei,“ sagði hann illyrmislega. „Ef þjer viljið lijarta þá verðið þjer að fara til slátrarans, en hann lánar engum.“ „Heyrið þjer,“ hrópaði jeg. „Jeg hefi hænu .... hefi tekið að mjer hænu, skiljið þjer .... Hún svaf í kistunni minni skiljið þjer ....‘ „Ha!“ rumdi i Álfadanz. „Og svo brotnaði lykillinn í skránni .... og Berhálsa, hænan ..... æ, komið þjer með mjer, Álfadanz, komið þjer og brjótið upp iásinn . . . .“ Jeg slapp. Hefði hann náð til mín, þá hefði liann drepið mig. Jeg liljóp heim eins og vitlaus maður. Mortensen stóð í ganginum og var var að tala við lieilan tug af kerl- ingum í húsinu og var hin æstasta. Fáum sekúnum síðar þaut jeg með viðaröxina inn í herbergið mitt. Það var engan tíma að missa. Jeg keyrði öxina i kistulokið. Bump! Það ijet ekki undan. Jeg reiddi aftur — og aftur og i fjórða skiftið tók jeg á því, sem jeg átti til. Þá brakaði og sprekin hrukku i allar áttir. „Klúk!“ heyrði jeg neðan úr kist- unni. Svo varð alt hljótt ......... Axarblaðið stók á kafi i kistubotn- inum. En á leiðinni hafði jjað skil- ið hausinn á Berhálsu frá kroppn- um — hafði skorið beran hálsinn sundur. En það hræðilegasta af öllu var (jeg tók eftir þvi þarna sem jeg sal á gólfinu með hinn látna vin minn milli handanna) að kistan hafði alls ekki verið læst. Lykillinn hring- snerist i skránni án joess að læsa. Þegar ógæfan var skeð sýndi Mortensen sig frá alt annari hlið en áður. Hún ljet mig segja sjer alla söguna af Berhálsu og siðan kom hún öll útgrátin inn til mín með aukalegan kaffisopa og lieima- bakaðan kringlubita. Og — livílíkt undur! Álfadanz kom hlaupandi með tengur og dírkara. Þegar Mort- ensen hafði sagt honum alla söguna strauk hann svart tár af hvörmum sjer og sagði að jeg skyldi ekkert hugsa um þessa krónu og 65 .... Um miðdegið lagði jeg Berhálsu í tvennu lagi i pappaöskju og labb- aði út til Samúels. Hann stóð í gat- inu í limgirðingunni og barði úr pipunni sinni. Þegjandi hlustaði hann á sögu mína, sem jeg lauk með þesum orðum: „Heyrðu Samúel — livað er eig- inlega lífið ?“ „Jeg veit það ekki,“ svaraði liann og tók út úr sjer pípuna. „En urð- aðu nú hræið, það er skófla þarna við lcartöfludesið. Og komdu svo inn og fáðu jijer bita. Við eigum að fá steikt flesk með lauksósu og það veit maður hvað er. “ /v/v/v/v/v MERKIR TÓNSNILLINGAR. Frh af bls. 6. Sinding hefir verið mjög afkasta- mikið tónskáld og hefir hann feng- ist við ýmsar greinir tónlistar. Fyrir liljómsveit hefir hann samið 3 sým- fóníur og aulc þess sýmfóniska ,,kviðu“, er hann nefndi „Rondo infinito“, ýmsar tónsiníðar fyrir einleiks-hljóðfæri með hljóðsveitar- eða panó-undirleik, allmikið af „kammer“-tónsmiðum, tónsmiðum fyrir píanó og loks mikinn fjölda sönglaga. Mjög er þetta misjafnt að gæðum, margt talið afburða snjalt og annað í meðallagi, og þá einkum margt píanótónsmíðanna. En flest- ar eru tónsmíðar S. jirungnar þrótti, þar gætir oft mikillar dirfsku og mikillar hugvitssemi, sem mönnum fellur þó misjafnlega að melta. Og flest bera verk hans það með sjer, að Sinding hefir verið afburða mik- ill kunnáttumaður. Hinsvegar þykir nokkuð skorta á hæfileika til þess að miðla að hæfilega jöfnu „skini og skúrum“ eða ljósi og skuggum, °g þykir þetta einkum Ijóður í hljómsveitar-tónsmiðunum. Fjöldi tónsmiða hans hefir hlotið verðuga viðurkenningu jafnt heima í Noregi sem erlendis, og sjálfur fór hann víða um lönd og stjórnaði hljómsveitum, sem tekið höfðu hin stórbrotnari verk lians til meðferð- ar (London, Berlín, Prag, Odessa, Brighton og víðar). Og ýmislegur sómi var honum sýndur. Var hann t. d. kjörinn heiðursfjelagi „Aka- demi der Kúnste“ í Berlín, „Det kgl. svenska Akademi“ og hinu hollenska „Maatschappij voor Toon- kunst“ o. s. frv. Og í tvö ár (1921— 22) var hann prófessor í komposi- tion við „Conservatory of Musie“ í Rochester, U. S. A. i+j r** rmt r+t /*0 BÓKAFREGN. Frh. af bls. 5. í búðinni, sem presturinn á, fyr en presturinn sjálfur — í hempunni — hefir skorist i málið og afgreitt hann sjálfur, úr því að hann varð að gera mesufall! Og þegar líður á söguna gerast margir hlutir „vofeiflegir" en þó jiannig, að lesandinn veit, að ekki er jjetta „quasi una fantasia“. Það er kanske stíll höfundarins, sem ræður jívi, að fæstum dettur í hug að „áminna hann um sannsögli“. Það er sumt lygilegt i þessari sögu, en hver sem les liana, veit þó að það er satt. Það er meira. en meðalvandi skálds, að lýsa þannig óvenjuleg- um viðburðum, að fólk skilji þá við fyrstu sýn. Það er kostur góð skálds, að lýsa algengum viðburð- um þannig, að þeir munist lesand- anum betur, en jafnvel það, sem hann hefir lifað sjálfur. — En livort. tveggja gerir Guðm. Daníelsson jefn vel. Og þessvegna lilakkar maður til næsta hausts, að frjetta nánar af sumum sögupersónunum, sem auðsjáanlega eiga að lifa „Eldinn“ — og kynnast öðrum nýjum. GULLNA HLIÐIÐ. Frh. af bls. 3. ætli að lýsa það með þvi móti, að bera sólskinið inn í hreysið i svuntunni. En þó að þjóðsagan sje lygisaga, þá getur gott skáld eigi að síður notað hana sem mikilsmegandi beinagrind. Beinagrindin er ekki líf, en það er liægt að gera hana lif- ,andi með því að hlaða utan á hana ketinu og spýta svo blóði í alt sam- an. Þetta hefir höfundi „Gullna hiiðsins" tekist mjög prýðilega. — Ilann vefur þjóðsöguna í holdi og blóði annara þjóðsagna, en þó fyrst og fremst í lífrænum klæðum þeirr- ar trúar, er túlkuð var sem kristni á þeim öldum, sem allur þorri þjóð- arinnar var fáfróður og trúgjarn og áleit livert orð, sem hnoðað var í sálmavers eða fyrirbæn, guðs heil- agan sannleika, en ekki ijelegt rím- bögl eða endalaust bænastagl manna, sem höfðu guðræknina að atvinnu og vildu villa lieimildir á sjálfum sjer með ,yfirskini“ hennar. Það er ekki á færi þess, sem þetta ritar, að dæma um hugsunar- hátt liinna „dimmu alda“ í sögu íslendinga, enda liggur það utan hinna gullnu hliða jiessa máls. — Gullnu hliðarnar á „Gullna hliðinu“ eru sem sje þær, að höf. hefir tek- ist að gera leikinn svo lifrænan, að slks eru fá dæmi, en vitanlega renna fleiri stoðir undir þann eiginleika en sjálfs höfundarins og ber þar að nefna fyrst og fremst hið frá- bæra tónverk Páls ísólfssonar, sem sannar að hægt er að endurreisa þjóðlegan raddhreim á þeim grund- velli, að hann hrífi ólærða menn í músik, en veki ekki hjá þeim geisp- ann. Músikin í „Gullna liliðinu11 var unaðsleg, jafnframt því að hún var i ætt við ýmislegt af þvi gamla þunglyndisrauli, sem nú er ekki á borð berandi nema með endurbót- um manns, sem kann að meta það, sem gott er í því gamla, en skilur jafnframt, að hljómeyra þjóðarinn- ar er orðið breytt frá því á 16. öld. Margir þessara tóna sýna, að það er mögulegt íslendingi, að gera eitthvað líkt lijer og Grieg gerði í Noregi. Og þessi tónsmíð Páls ís- ólfssonar mun aldrei gleymast. Leikstjórinn var Lárus Pálsson. Hann hefir sýnt það undanfarið ár, að hann hefir eigi aðeins kunnáttu til að leika og stjórna leik, heldur hefir hann líka sýnt, að liann hefir gáfuna til þess. Hann er samvisku- samur um leið og ann er hugkvæm- ur, hann er hógvær um leið og hann er stórbrotinn. Ýmsir leikhúsgestir mundu máske hafa hugsað sjer í djöfulinn — sem hann leikur þarna — djöfullegri en liann reynist — i rómi, (í gerfi var hann svo „dras- tiskur“, sem nokkur djöfull- getur verið). Fólk, sem hefir komið i leik- húsið, þekkir Lárus, og eins lieir, sem hafa heyrt liann lesa upp, ým- ist á samkomum eða í útvarpi. Hann þarf aldrei að gripa til þeirra bragða að liafa hátt eða öskra og gina •— hann notar raddbrigði síns þjálfaða róms til þess að láta það skiljast, sem bak við býr orðin, — án þess að hafa hátt. Og hugkvæmni hans lýsir sjer ekki einungis í því, sem. maðu- heyrir, því að leikstjórnin er þann- ig, að enginn leikandinn er utan gátta, — heldur líka í því, sem mað- ur sjer. Leikurinn er þaul-samæfð- ur, og leiksviðin eru, á islenskan mælikvarða, aðdáanleg. Lárus Ing- ólfsson, sem sjeð hefir um það, er auganu mætir utan um og utanvið leikendurna, liefir ef til vill unnið stærsta sigur sinn að svo komnu með sviðum og búningum þessa leiks. í leiknum eru það misyndismað- urinn Jón (sauðaþjófur, brennivins- berserkur og hórkarl) (Brynjólfur Jóhannesson) og Iverlingin hans (Arndís Björnsdóttir), ásamt „Ó- vininum", j). e. djöflinum (Lárus Pálsson), sem eru rauði þráðurinn — einkum þau tvö fyrnefndu, þvi að Óvininum skýtur ekki upp nema endrum og eins framan af, þó að höfundurinn hinsvegar leggi honum dýrara mál í munn en veslings kot- ungsgreyunum, eins og vera ber. Brynjólfur hefir fengið i sinn hlut að tala meiri hluta þess, sem hann hefir að segja, úr skjóðunni, þ. e. a. s. sem ósýnilegur búktalari. Hann gerir jietta ágætlega. Arndís Björns- dóttir er hinsvegar altaf inni á leik- sviðinu — bæði með líkama og sál. Og það verður að segjast þeim, sem ekki hafa sjeð jiað áður, hvílikum ágætum í list hún hefir á að skipa, að hjá henni er sú snild i þessu hlutverki, sem stærri þjóðir mættu öfunda okkur af. En lil þess að setja eitthvað út á hana, mætti benda á, að málrómurinn hennar — einkum i I. þætti, — er unglegri en vænta mætti af konu, sem hefir sofið hjá hrottanum honum Jóni i 40 ár. Hitt er aðalatriðið, að hún sýnir —• jafnvel þegar henni verður á að bölva — liá mildi, sem er i góðu samræmi við gæskuna, ástina og umburðarlyndið, sem býr í brjósti þessarar merku og sönnu kvenpersónu Davíðs Stefánssonar. Eins og áður er að vikið hefir fögnuður áhorfenda í leikhúsinu aldrei hirst ríkari en á þessari leik- sýningu i mörg herrans ár.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.