Fálkinn


Fálkinn - 02.01.1942, Síða 12

Fálkinn - 02.01.1942, Síða 12
12 F Á L K I N N LUKKULEITIN ÁSTARSAGA EFTIR LUDWIG BLUMCKE FRAMHALDSSA6A ii- ..... 14. _____ E= I kvöld var Ingibjörg enn einu sinni niður í sandhólunum að horfa á sólarlagið. Iiún vissi ekki, að Königsberg hafði haft gát á henni þegar hún stóð upp þegjandi í stofunni og fór út. Hugur hennar var hjá Walter, eins og alt- af þegar hún var ein. Hún þráði hann svo ósegjanlega mikið og óskaði innilega, að hún vissi livernig honum vegnaði nú. Skyldi liún nokkurntíma fá að upplifa þá fagnaðar- stund, að liann kæmi heim aftur? Hún hvarf aftur til veruleikans frá draumum sínum við að það marraði í sand- inum. Og þarna stóð Königsberg kapteinn hjá lienni, alveg eins og fyrsta kvöldið. Hana langaði mest til þess að reiðast og frábiðja sjer eltingarleik lians. En liann var velgerð- armaður foreidra liennar og hún neyddist til að sýna honum kurteisi. Hann liorfði á hana, alvarlega og með raunasvip. „Jeg þykist geta sjeð á yður, að jeg komi hingað yður til óþæginda, ungfrú Ingi- björg,“ sagði hann angurblitt. „Þjer megið ekki reiðast mjer, en jeg má til að tala við yður. Þjer losnið nú bráðlega við mig — máske fyrir fult og alt. Hversvegna eruð þjer svo lirædd við mig. Og samt er enginn maður til í allri veröldinni, sem vill yður eins vel og jeg geri. Á þessari hljóðu kvöld- stund, þegar við erum kanske saman ó- trufluð í síðasta sinn, má jeg til með að játa fyrir yður, að þjer eruð mjer þúsund sinnum meira virði, en yður grunar. Hjerna á þessum stað sá jeg yður í fyrsta skifti, Ingibjörg. Og þá undir eins fann jeg, að þjer voruð einasta stúlkan, sem jeg gat elsk- að af hug og lijarta. Segið þjer mjer, Ingi- björg — getið þjer ekki endurgoldið þessa ást mína? Þjer megið ekki lialda að þetta sje leikur af minni hálfu, vegna þess að jeg er velstæður maður. Nei, Ingibjörg, jeg tek liimininn til vitnis um, að jeg þrái, að þjer verðið konan mín.“ Þegar hann sagði þessi orð kom svo mikill ástríðuglampi í augu hans, að Ingibjörg varð dauðJirædd. „Herra Königsberg, jeg get ekki gert mjer upp læti,“ sagði hún með öndina í liálsin- um. „Jeg veit vel, að þjer gerið fátæliri stúlku eins og jeg er, heiður með tilboði yð- ar, en það væru mestu ósannindin sem jeg liefi sagt á æfi minni, ef jeg segði, að jeg væri fús til að giftast yður.“ IJann liorfði forviða á hana. „Jeg veit vel, að þjer hafið ekki gleymt til fulls honum, sem hagaði sjer svo sví- virðilega gagnvart yður og foreldrum yðar, en þjer liljótið þó að sjá það sjálfar, að ....“ „Jeg banna yður að tala lítilsvirðandi um Walter Hartwig!“ tók liún fram í og var reið. „Yður skortir öll skilyrði til þess að geta dæmt, því að þjer þekkið hann alls eklci. En þjer Jiafið rjett að mæla í því, að jeg elska liann. Hann og engan annan.“ „Jeg bið yður afsökunar. Auðvitað dettur mjer ekki í hug, að sýna yður ágengni. En sá dagur mun koma, að þjer iðrist sárlega þessarar einþykkni yðar. Þjer vitið það jafn vel og jeg, livað bíður ættarheimkynnis yðar. Þess verður skamt að biða, að þjer og for- eldrar yðar standið uppi án þess að liafa þak yfir höfuðið. Jeg ætlaði að afstýra þeirri ó- gæfu með þvi, að gera yður að eiginkonu minni. Jeg krefst þess ekki, að þjer elsldð mig þegar í stað. Þjer munuð elska mig síð- ar. En þjer lirindið frá yður þeirri lijálpar- hönd, sem jeg ætlaði að rjetta yður.“ Ingibjörg tólc báðum höndum fyrir and- litið og fór að gráta. „Ingibjörg, kæra Ingibjörg!“ sagði liann, „jeg vil eleki kvelja yður, en hugleiðið nú vel það sem jeg. hefi sagt og gefið mjer svarið síðar.“ Þetta kvöld sat Königsberg ekki niðri í stofunni hjá Amrum. Hann þurfti að skrifa brjef, sagði hann, og svo ætlaði hann að taka saman dótið sitt. Amrum þrammaði um stuiid fram og aftur um gólfið lijá sjer. Svo bengdi hann pípuna sína upp á vegg og fór í burt, til að tala við vin sinn Carsten. Þær mæðgurnar sátu einar eftir. Lengi vel þögðu þær báðar. Ekkert heyrðist nema í prjónunum þeirra og tifið í klukkunni. Ingibjörg liafði svo mikinn hjartslátt, að hún bjóst við að móðir hennar mundi heyra það í kyrðinni. Loks lagði Karen frá sjer prjónana, horfði ástúðlega á dóttur sína og spurði ldjóðlega: „Býr þú ekki yfir einhverju, sem þú þarft að trúa mjer fyrir, Ingibjörg mín? Jeg gat sjeð það á þjer þegar þú komst neðan úr sandhólunum, að Iíönigsberg bafði talað við þig-“ „Veistu það, mamma? Hefir hann talað við þig Iika?“ sagði Ingibjörg hrædd. „Nei, hann hefir ekki gert það, en þú veist, að „glögt er móðuraugað.“ Jeg hefi lengi sjeð hvert hugur hans stefndi. En það hefir þú ekki, telpa min, og þessvegna hefir þú líklega gefið honum óyfirvegað svar í fljótræði.“ „Jeg svaraði honum eins og satt var, að jeg elskaði hann ekki og mundi aldrei geta elskað hann.“ „Hefirðu nokkuð út á liann að setja, telpa mín? Hefirðu andstygð á honum?“ „Jeg er svo ókunug honum. Og sennilega býr engin alvara að baki þessu bjá honum. Það virðist ótrúlegt, að jafnríkur maður og hann og sem hefir sjeð jafn mikið af heiminum og hann liefir gert, verði ást- fanginn í mjer í alvöru, og ætli sjer að gift- ast mjer.“ „Jeg veit að lionum er full alvara, annars hefði hann aldrei spurt þig. Herbert Königs- berg er einstaklega vandaður og góður mað- ur og auðæfin bafa ekki stigið honum til höfuðs. Að vísu er hann lieilum tuttugu ár- um eldri en þú ert og jeg get vel hugsað mjer, að liann sje ekki í samræmi við þínar ungu hugsjónir. En nú slcal jeg segja þjer hvernig mjer fór þegar hann faðir þinn bað mín. Jeg var átján ára en hann þrjátíu og fimm, eða um það bil helmingi eldri. Jeg var hrædd við þennan stóra, sterka mann, og mundi aldrei hafa tekið honum, ef for- eldrar mínir hefðu ekki sannfært mig um, að jeg mundi verða hamingjusöm sem kona lians. Og það veit guð, að þetta reyndist rjett. Þessvegna ætla jeg að gefa þjer gott ráð: Prófaðu sjálfa þig og komstu að raun um, bvort þú hefir andúð á honum eða ekki. Það eiga ekki að vera peningarnir hans sem ráða valinu lijá þjer, því að pen- ingarnir einir geta aldrei gert nokkra mann- eskju hamingjusama. Og það má ekki held- ur ráða kjöri þínu, að þú getur bjal’gað olckur úr vandræðum með því að taka boði hans. Líttu á kapteininn sem þann góða og ráðvanda mann sem bann er, líttu á hina mörgu góðu eiginleika hans, en líttu á þetta augum skírleika og greindar en ekki með ástaraaugum ungrar stúlku.“ „Jeg hefi ekkert á móti honum, mamma. Jeg er fús til að trúa því, að hann sje besti og grandyarasti maður í hvívetna. En það er nú annar maður, sem mjer þykir vænt um.“ Það fór skuggi yfir andlit Karenar Amrum. „Jú, þarna kom það. Þjer þykir vænt um Walter ennþá, þrátt fyrir það að liann liafn- aði þjer og kaus aðra. Þetta er alrangt af þjer og þú verður að leitast við, að upp- ræta þessa tilfinningu hjá þjer. Reyndu að temja þjer, að bugsa þjer Walter aðeins sem bróðurlegan vin, eins og hann hefir alt- af verið þjer. Og hugsaðu einnig til þess, að sem kona liins ríka kapteins Köningsberg þá getur þú ef til vill gert ýmislegt til þess að hjálpa Walter áfram í heiminum.“ „Æ, mamma, mjer er ómögulegt að hugsa um þetta meira, og mig verkjar í höfuðið. Jeg ætla að fara að hátta og vita hvort jeg get ekki sofið.“ Röddin var svo angurvær, að Karen fjekk tár í augun og faðmaði dóttur sína að sjer. Ingibjörg kjökraði og þrýsti sjer að brjósti móður sinnar, og Karen liuggaði hana eins vel og liún gat. Ingibjörg lá grátandi alla nóttina. Hafði móðir hennar rjett fyrir sijer? Átti hún að hugsa sjer Walter aðeins sem kæran bróð- ur? Var það skylda hennar að bjarga for- eldrum sinum frá gjaldþroti með því að talca Königsberg? Hún reyndi á allan hátt að hugsa sjer Königsberg sem mann, er væri verður ásta ungrar stúlku. Þetta vantraust, sem liafði fest rætur bjá henni, var líklega ekki annað en ímyndunin tóm. Grátandi bað hún guð um hjálp í þessari bitru raun. Daginn eftir kom kapteinninn ofan til að borða eins og hann var vanur og heilsaði fjölskyldunni á sama liátt og vant var. En

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.