Fálkinn


Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 10

Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YN8SW U/fiNftUftNIR Þegar Nói snikkari fjekk verðlaunin. Einu sinni var snikkari, sem hjct Nói. Hanri átti heima í smábæ og enginn taldi liann til neins nýtan. Hann hafði ofurlitla vinnustofu í þröngri götu, sem hjet Kirkjustræti, og þar föndraði hann við það, sem fólk Ijet hann smíða eða gera við fyrir sig. Enginn þorði að trúa honum fyrir vönduðu smíði, þvi að þá fór alt í handskolum. Ef liann átti að smíða ferfætt borð, þá varð ein iöppin aitaf lengri en hinar. Svo sagaði Nói af löngu löppinni, en þá varð hún styttri en hinar, og þegar Nói sagaði svo af hinum löpp- unum, þá urðu þær of stuttar. Og svona hjelt hann áfram að saga af löppunum, þangað til borðið var orðið svo lágt, að ekki var hægt að nota það til neins, nema ef vera skyldi að hægt hefði verið að notast við það sem fótaskemil, en það var nú ekki meiningin. Þessvegna þótti það kraftaverk, þegar Nói fjekk 1. verðlaun á hús- gagnasýningunni. Það er. líka saga að segja frá því, Það átti að halda afar veglega húsgagnasýningu í bænum. Allir snikkarar í bænum og næstu bæj- um áttu að leggja til fallegasta hús- gagnið, sem þeir höfðu smíðað, og sá sem kæmi með það fallegasta, átti að fá þúsund króna verðlaun og lieiðurspening úr gulli, í rauðri öskju, í ofan álag. Og þetta átti helst að vera frumlegt húsgagn, sem ekki hefði sjest fyr. Nói vildi taka þátt í þessari sam- kepni eins og aðrir og nú lagði hann sig í bleyti. Loks afrjeð hann að smíða klæðaskáp. Það var það eina, sem hann þorði að ráðast í, því að á klæðaskápnum eru engar lappir. En þetta átti að vera óvenju- legur klæðaskápur, sem segði sex. Nói klóraði sjer í höfðinu og klór- aði sjer á nefinu og svo datt hon- um gott ráð í hug. Á öllum klæða- skápum, sem hann hafði sjeð, var skráargatið vinstra megin á hurð- inni, en nú afrjeð Nói að hafa það til hægri, svo að liurðin opnaðist öfugt. Þetta hafði víst engum dottið í hug á undan honum og svo æ'laði liann líka að hafa skráargatið á höfði, svo að maður yrði að stinga lyklinum öfugt. Þetta var frum- legt, fanst Nóa, og svo byrjaði hann að smíða. Hvað hann keptist við! „Tjú,“ sagði hefillinn og spænirnir flugu, , Bevv — evv,“ sagði sögin og livein í viðnum; þetta var gömul og góð eik og tinnuhörð. „Pú-ú“, sagði Nói og þurkaði svitann af enninu með skyrtuerminni. Það var meira ves- enið við þennan skáp! En loks var hann fullgerður og það mátti ekki seinna vera. Nóa gafst ekki einu sinni tími til að setja í hann krókana, sem átti að herigja fötin á. En þeir gátu komið seinna, fanst honum. Svq> vafði hann striga utan um skápinn og fór með hann á sýninguna. Öllum húsgögnunum var raðað í slóran sal, meðfram veggjunum, og nú hópaðist fólkið þangað til að skoða þau og frjetta, hver fengi fyrstu verðlaunin. Það höfðu komið þrír höfðingjar úr höfuðstaðnum til þess að dæma um meistaraverkin, því að enginn þarna í bænum hafði nógu gott vit á því. Ja, þetta var nú spennandi! Og hvernig fólkið rýndi og skoð- aði. Lárus á Lækjartorgi var talinn besti smiðurinn í bænum og allir þóttust vissir um, að hann mundi fá verðlaunin. Hann hafði smíðað skenk, gríðarstóran skenk, með út- skornum hurðum að neðan og stórri yfirbyggingu með spegilgleri og tveimur smáskápum til hliðanna með grænu, hrufóttu gleri framan á, eins og smágluggum. Þetta var forláta skenkur, sögðu allir. Svo var það hann Guðgeir á Skólavörðu- stígnum. Hann hafði smíðað palla- borð í sjö hæðum, sem fóru smá- minkandi upp úr. Það var með rendum löppum og allir bakvegg- frnir með smáglerjum, með öllum regnbogans litum. „Þetta er lista- verk,“ sagði fólk, og svo veðjaði það um, hvor fengi fyrstu verð- launin, liann Lárus á Lækjartorgi eða hann Guðgeir á Skólavörðu- stígnum. Það var kliður í salnum og mikið masað, en alt í einu sló öllu í dúnalogn. Formaður dómnefndar- innar liafði barið í bjölluna. Nú átti að tilkynna, hver hlotið hefði verðlaunin. Ja, þetta var nú spenn- andi. Fólk beinlínis svitnaði af for- vitni. Nú barði formaðurinn aftur á klukkuna. „Fyrstu verðlaun .... þúsund krónur — og gullmedalíu,“ sagði hann með hárri röddu, svo að það heyrðist um allan salinn. — „Nói snikkarameistari í Kirkjustræti.“ Hver devirfill! heyrðist nú hvísl- að um allan söfnuðinn .... hann Nói! Var það sem mjer heyrðist — hann Nói? Já, jeg held nú það .... það var enginn annar en hann Nói 'í Kirkjustræti. Það var ekki nema einn Nói i Kirkjustræti, og svo var það ekki nema yæðaskáp- ur, sem liann Nói hafði smíðað. Og þessi klæðaskápur var nú dreginn fram á mitt gólf, svo að allir gætu sjeð hann. Fólkið teygði sig til að gá, og stóð á tánum — bæði á sjer og öðrum, og starði á skápinn .... þarna úti á miðju gólfi. Ja, sem jeg er lifandi maður — þetta er ekki skápurinn hans! Hverskonar nýstíll var jnað, sem hann hafði gert Jjarna? Og samt — jú, það var skápurinn hans! Þarna var kvistur í liurðinni, ætli maður kannist ekki við hann? En hvernig stóð á því, að skápur- inn leit svona út? Jú .... nú sá hann það. Skáp- urinn hafði verið látinn standa á höfði! Botninn stóð upp. Mennirn- ir, sem höfðu komið honum fyrir í salnum, höfðu litið á skráargatið og farið eftir því, þegar þeir settu upp skápinn, svo að skráargatið væri rjettu megin. Og nú var fót- stykkið efst. Formaðurinn hafði enn á ný hringt bjöllunni og nú hlustaði Nói á mjög lærðan fyrirlestur um skáp- inn, sem hann hafði sjálfur smíðað. „Það er alveg nýtt þetta, sem hjer hefir verið gert,“ sagði. formaður- Adamson reynir að steikja egg. S k r í 11 u r. _______________________r Blaðaljósmyndarinn: — Ágættl Veriö þjer í þessum stellingum í 2 sekúndur! inn. „Nýr stíll. Frumlegt verk,“ sagði hann og svo heilmikið af út- lendum orðum, sem enginn vissi, hvað þýddu. Nói skildi bara það, að formaðurinn var að lirósa skápn- um lians. Og þegar ræðunni var lokið, þá var Nói kallaður fram, og formaðurinn rjetti honum þúsund krónurnar og gullpeninginn í rauðu öskjunni. Svo var hrópað húrra í salnum. Fólk hrópaði húrra, þangað til það var orðið hást og svo var Nóa lyft i háa loft og hann borinn í gull- stól, og um kvöldið var haldin stór- veisla í gistihúsinu, og þar var Nói heiðursgestur og borgarstjórinn hjelt ræðu fyrir honum og talaði um, hve mikinn heiður hann hefði gert bæjarfjelaginu. En Nói jafnaði sig ekki eftir þetta alt fyr en hann var kominn heim í litlu stofuna sína í Kirkjustræti. Honum fanst heimurinn standa á höfði. Að minsta kosti liafði skáp- urinn hans gert það. — Heyrðu, Gunnar. GeturÖu ekki skroppiö með mjer og litið á nýjan hatt? — Jeg get sjeð þaÖ á honum Iíaró, aö þú hefir veriö aö æfa þig meöan jeg var úti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.