Fálkinn


Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 13

Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 KROSSGÁTA NR. 402 Lárjett. Skýring. 1. líkamshluti, 7. hannyrða, 11. Asíubúi, 13. tónstigi, 15. enskur titill, 17. atviksorð, 18. hróp, 19. sam- tenging, 20. bæjarnafn, 22. athuga- semd, 24. tveir samliljóðar, 25. ösl- uðu, 26. kvikar, 28. svæla, 31. mjólk, 32. sargs, 34. púki, 35. kollótt, 36. gömul mynt, 37. tveir eins, 39. þyngdareining, 40. halli, 41. menta- stofnun, 42. fuglakvak, 45. goð, 46. málfræðisskammstöfun, 47. vitr- un, 49. leggja af stað, 51. drykkur, 53. vegglim, 55. deyfð, 56. Ijær, 58. gælunafn, 60. yfirgefin, 61. barna- mál, 62. úttekið, 64. skvettur, 65. bogi, 66. ganga, 68. kvennagull, 70. látinn merkismaður, 71. hrista, 72. ófjeti, 74. úrgangurinn, 75. fullkom- inn. Lóðrjett. Skýring. 1. mötuneyti, 2. mentastofnun, 3. óróleiki (danskt), 4. karlmannsnafn, 5. taug, 6. löngun, 7. líffæri, 8. vond, 9. tónn, 10. fornkona, 12. óþægindi, 14. sleikja, 16. sjóferð, 19. hlutaðeig- andi, 21. bit, 23. húð, 25. hrakför, 27. upphafsstafir, 29. slá, 30. frum- efni, 31. læknir, 33. vilpa, 35. tíma- mót, 38. samtenging, 39. gláp, 43. veiðir, 44. kaup, 47. sjúkdómur, 48. öfgar, 50. einkennisstafir, 51. horfa, 52. sagnbeying, 54. •—í, 55. sjóða niður, 56. innsigli, 57. skora, 59. steinefnið, 61. hýði, 63. aflvana, 66. keyra, 67. jjrír eins, 68. nöldur, 69. oddhvöss, 71. þingmaður, 73. upp- liafsstafir. Fálkinn inn á Iivert lieiinili. GERIST ÁSKRIFENDUR FÍLKAN8 HRINGIÐ í 2210 liann var svo innilega raunalegur, að Ingi- björg kendi í brjósti um hann og í fvrsta skifti varð hún vör við samúð með honum í hjarta sínu. Síðar um daginn, er hún sat efn í garðin- um með handavinnu sína og hann kom þang- að, stóð hún ekk'i upp og fór á hurt, eins og hún var vön. Hann varp öndinni og setl- ist beint á móti henni og fór að tala um daginn og veginn. Hann mintist ekki einu orði á það, sem liafði farið þeim á milli daginn áður. En alt í einu leit hann bænaraugum til hennar og sagði: „Ungfrú Ingibjörg, hafið þjer nokkuð á móti því, að jeg lengi dvöl mína hjerna á heimilinu í hálfan mánuð? Jeg bið yður um, að svara þessu hreinskilnislega. Jeg sár- kvíði þeim degi er jeg verð að fara hjeðan og langar mikið til að mega verða lijerna nokkurn tíma áfram, því að mjer hefir lið- ið svo vel hjerna. En ef þjer hafið nokkuð á móti því, að jeg verði hjer áfram þá fer jeg vitanlega.“ .... Rnúð af meðaumkun svaraði liún: „Þegar þjer komið fram við mig eins og þjer gerið núna, hr. Königsberg, hefi jeg vitanlega ekki neitt á móti því.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði hann lágt og snerti aðeins hendina á henni. „Jeg er yður þakklátur fyrir að hafa fyrirgefið mjer. Jeg skal aldrei kvelja yður framar. En jeg vildi óska, að þjer lærðuð að þekkja mig eins og jeg er, Ingibjörg.“ Og nú fór hann að segja henni frá æsku- lieimili sínu og bernsku. Og honum tókst það sem hann vildi. Hann ljek meistara- höndum á þá strengi, sem bljúgastir voru í hjartá stúlkunnar. IX. KAPÍTULI. AMRUMSHJÓNUNUM þótti auðvitað afar vænt um, að gestur þeirra hafði ákveðið að verða lengur hjá þeim. Borgunin, sem liann bauð að fyrra hragði fyrir næsta mánuð var svo há, að þau kveinkuðu sín við að taka við henni, og ljetu ekki undan fyr en liann neyddi þau til þess. Amrum varð rórra. Nú gat liann borgað Wentzel renturnar á rjettum gjalddaga og meira að segja ofurlitla afborgun. Og einn- ig gat hann borgað ýmsar smáskuldir hjer og livar. Bara að Wentzel segði nú ekki upp veðdeildarláninu, sem var tíu þúsund mörk! Snemma morguns þann 1. október spenti Amrum svo nýju liestana sína fyrir vagninn og ók í bæinn með fulla peninga- budduna. Hann var varla kominn út af hlaðinu þegar hann sá mann koma lilaup- andi á Iiarða spretti út á veg og baða báð- um höndunum eins og hann rjeri lífróður. Og upp úr vasanum stóð rauður snýtuklút- uy, eins og merkjaflagg. Bert Amrum varð bilt við. Hver gat þetta verið annar en Wentzel? Og livað vildi hann hingað svona snemma dags? Jú, þetta var lánardottininn ægilegi. Heil- mánaandlitið með kartöflunefið og augun, sem aldrei gátu liorft fram, var í hátíðleg- um fellingum. Þegar hann sá bóndann vott- aði fyrir grettum um munninn, eins og liann reyndi að brosa, og nú kallaði hann — baðandi út öllum öngum, eins og hann væri að reyna að fljúga: „Snúið þjer við, vinur minn. Þjer þurfið ekki að koma til mín, því að jeg er á leið- inn til yðar.“ „Þjer eruð víst hræddur um, að jeg geti ekki borgað yður renturnar,“ sagði Amrum ofur rólega. „ En þjer skuluð ekki gera yður áhyggjur út af því.“ „Við skulum koma inn og tala um það.“ Wentzel henti á húsið. Amruin ljet vinnumanninn spenna hest- ana frá og bauð hinum óvelkomna gesti inn. Karen hafði skroppið að lieiman, svo að Ingibjörg sat ein í stofunni. Wentzel heilsaði henni með klunnalegum tilburðum og bað hana um að lofa sjer að tala við föður hennar undir fjögur augu. Hræðslan skein út úr henni þegar hún fór út úr stof- unni, inn í næsta herbergi. Okrarinn lilammaði sjer á djúpan hæg- indastól við gluggann. „Hversvegna jeg er kominn hingað til yðar, Amrum minn sæll? Það skal jeg segja yður. Jeg get að vísu hugsað nijer, að þjer getið borgað vextina, úr því að þjer liafið haft jafn ríkan leigjanda og Königsberg kaptein. Og jeg veit, að þjer ætlið yður ekki að hafa af mjer. Þjer eruð heiðarlegur mað- ur, herra Amrum, og hafið altaf verið. Og það sama getur maður sagt um hann föður yðar sáluga. Og iðjusamur eruð þjer líka, enginn getur neitað því. Það er ekki yður að kenna, að jörðin er veðsett og aftur veð- sett. En jeg verð að leysa frá skjóðunni, hvort sem mjer líkar betur eða ver. Jeg er kominn liingað til að segja upp veðláninu. Fyrsta janúar verð jeg að fá peningana mina. Jeg þarf á þeim að halda handa syni minum í Hamborg, sem er að verða gjald- þrota.“ Amrum varð öskugrár í andlitinu og fór allur að skjálfa. „Herra Wentzel! Þjer hafið lofað mjer því, að þjer skylduð ekki segja upp láninu svo lengi sem jeg borgaði renturnar skil- víslega og á rjettum tímá.“ „Já, en með þessari viðbót: „Ef ekki eru knýjandi ástæður fyrir hendi.“ Og eru þetta kanske ekki knýjandi ástæður? Á jeg að láta mitt eigið barn sökkva? Nei, Amrum, jeg get ekki hlíft yður, hversu sárt sem það tekur mig, að verða að ganga að yður. Þjer getið ekki gert að því, þó að faðir yðar lenti í braski, sem fór með eignirnar hans. Hann var of auðtrúa og þessvegna er ekki hægt að bjarga Bólstaðnum núna.“ Lengra komst liann ekki, því að nú stóð Ingibjörg í dyrunum, föl og með starandi augu. Hún hafði heyrt hvert orð af sam- talinu. „Þjer getið ekki verið svo liarðdrægur, hr. Wentzel, sagði hún biðjandi. „Þjer fáið vextina yðar. Hafið þjer gleymt að þjer hafið sjálfur lofað föður mínum, að segja ekki upp veðláninu? Það er ekki vegna son- ar yðar, sem þjer krefjist greiðslu á láninu, heldur vegna þess, að þjer viljið ná í jörð- ina. Þjer ætlið yður að reisa gistihús hjerna. Það veit hvert mannsbarn.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.