Fálkinn


Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 5

Fálkinn - 02.01.1942, Blaðsíða 5
F Á L K I N N I 5 koff, sem átti konu og sex börn, fór meS Dagmar keisaraekkju er hún flýði til Krím, og þangað kom Timofei og fleiri af hirSinni siSar. Timofei hafði veriS i japanska strið- inu og verið gerður hirðkósakki er þvi lauk. Þessir tveir menn fylgdu keisaraekkjunni jafnan, sváfu til skiftis við herbergisdyr hennar á nóttinni og fylgdu henni á öllum ferðalögum. Þegar hún var orðin karlæg og gat ekki gengið, báru þeir hana á gullstól á milli sín. Breytileg æfi. Fáar konur hafa átt jafn breyti- lega og órólega æfi og Dagmar. Hún var aðeins 16 ára gömul þegar hún var heitin rússneska ríkiserfingjan- um Nikolaj. Fæddist árið 1847 og faðir hennar, síðar Kristján IX., var þá hertogi af Sljesvík-Sönder- borg-Beck og var þá reiðmeistari í hernum. Hann var ekki arfleiddur Kornþreskivjel í hinu nýja Rússlandi. að danska ríkinu fyr en með Lund- únasamþyktinni 1850, eftir að Niko- laj keisari I. hafði slept tilkalli til Holsten. Og þegar Kristján varS konungur, 1864, var Dagmar dóttir hans heitin rússneska ríkiserfingj- anum til þess að fá liðveislu Rúss- lands gegn Prússum og Austurríkis- mönnum. Það voru með öðrum orð- um hrossakaup. Nicolaj ríkiserfingi dó i Nissa árið eftir og var þá Dagmar óðar gefin hinum nýja rikiserfingja, sem siðar varð Alexander III. Hún upp- lifði morð tengdaföður síns, Alex- anders II. og var síðan krýnd i Kreml með allri þeirri viðhöfn, sem hið forna Rússland gat i tje látið. Dráttarvjelar annast nú flutningana á steppunnm rússnesku. Alexander III. StjórnartíS Alexanders var með svörtustu blettunum í hinni flekk- óttu sögu rússneskra keisara. Hann kúgaði Finna og ofsótti þá, og eigi síður Pólverja og Gyðinga, svo að það vakti viðbjóð um allan heim. Hann ofsótti ekki aðeins byltinga- sinna og frjálslynda menn heldur lika mentamanna stjettina yfirleitt —aftökur og útlegðardómar keyrðu þá svo úr liófi, aS það var litlu betra en eftir að bolsjevikar tóku völdin. ÞaS verður ekki sagt hve mikil áhrif Dagmar hafði á stjórn- arfarið meðan hún var drotning, en sagt er að þau hafi verið all- mikil, sjerstaklega út á við. Fjand- skapur Rússa við Þjóðverja átti að miklu leyti rót sína að rekja til hennar, segja menn. Drotningin var viðstödd ýms banatilræði sem manni hennar og sonum voru sýnd. Líka voru henni sjálfri sýnd banatilræði og þá var Timofei jafnan hjá henni. Hann fylgdi henni hvar sem liún var, sem lífvörður, meðal annars á hin- um sífeldu ferðalögum liennar á styrjaldarárunum meðan hún ann- aðist lijúkrunarstörf og eins á flótt- anum eftir byltinguna. Engin þjóð misti eins mikið í ófriðnum eins og Rússar. Þeir mistu ellefu miljónir manna. Þær 60.000 hermanna sem týndu lífi i Masuriumýrunum, sukku þar í fenjunum og köfnuðu, voru sumpart illavopnaðir, vegna svika vopnaverksmiðjanna. Dagmar kynt- ist af eigin reynd hörmungum styrj- aldarinnar og hinu svívirðilega tafli valdamannanna með líf saklausra manna. Hún flýði loks til Krímskaga og sat þar þangað til Englendingar náðu henni og fluttu liana burt á herskipi, 1919. Þá fór hún til Dan- merkur og settist að í lítilli sumar- höll á Hvidövre, sem hún átti á- samt Alexöndru Bretadrotningu, systur sinni. Og hún fór ekki frá Danmörku eftir það. Hvar sem hún fór voru lífkósakkarnir tveir með henni, Kaupmannahafnarbúar þektu þá. En þeir voru svo likir að flest- ir þektu þá ekki i sundur og þeg- ar Kirri Poliakoff dó birtu blöðin myndir af Timofei. Þeir voru á- valt í hinum gamla rússneska bún- ingi sínum, síðum kápum með patrónubelti, loðnar astrakanhúfur og blikandi rýtinga. Lífskjör þeirra breyttust þegar þeir mistu húsmóður sína. Timofei settist að í Valby og rekur þar smá- verslun. Hann er mjög orðvar og sagnfár um fortíðina. Poliakoff gekk ver að koma sjer fyrir. Hann lærði Skipið „Sljesvik", sem flutti Dagnmr til Rússlands, árið 1866. aldrei að tala dönsku og svo var hann orðinn heilsulítill. Þessvegna gekk honum illa að fá vinnu. Um tíma var hann dyravörður við næt- urlcnæpu í Kaupmannahöfn en síð- ar fjekk hann vinnu hjá vínkaup- manni, en varð að hætta henni vegna heilsuleysis og fór þá til Timofei fjelaga sins. En hann fjekst ekki til aS leita læknis. Loks voru tekin af honuin ráðin og iiann send- ur á spítala. Sjálfur var hann ekki í vafa um að hann væri kominn að dauSa og bað fjelaga sinn að skrifa ættingjum sinum í Rússlandi og ráðstafa reitum sínum. Fáum klukkutimum eftir að hann var kom- inn á spítalann skildi hann við. •— • Þessir tveir lífkósakkar eru tákn hins gamla Rússlands, sem aldrei ris upp aftur. Þeir sáu ekkert af því endurreisnarstarfi, sem liófst í Rússlandi eftir byltinguna. Á bernskuslóðum þeirra, þar sem áð- ur var steppan, eru nú risnir upp stórir verksmiðjubæir með rjúk- andi reykliáfum og símalandi raf- hreyflum og túrbínum og stórhýsi i funkisstíl eru komin í stað lág- reistu bændabýlanna. Þar sem kó- sakkarnir plægðu áður með trje- plógum ganga nú dráttarvjelar. Smá- býlunum hefir verið slegið saman i sameignarbýli, þar sem búskap- urinn er rekinn með vjelum, eftir nýjustu tísku. Ilin „heilaga mold“ Rússlands, sein áður var vígð af prestunum, fær nú kalí og fosfat. Bændurnir, sem fyrir rúmum tutt- ugu árum sátu að kalla í myrkri allan veturinn og hvorki kunnu að lesa nje skrifa og liöfðu ekki aðra dægradvöl en vodkaflöskuna, lifa nú nýju lífi. Þeir hafa orðið að setjast á skólabekkinn og læra að lesa. Og í þorpunum liafa risið upp klúbbar, leildiús og bókasöfn. Bókafregn. Guðmundur Daníelsson: AF JÖRÐ ERTU KOMINN. — I. ELDUR. Þorst. M. Jónson gaf út. ÞaS eru ekki nema sex ár síðan Guðmundur Danielsson ljet frá sjer fara fyrstu skáldsögu sína, „Bræð- urnir í Grashaga“. Duldist þar eng- um athugulum lesanda, að þarna var nýr maður á ferð, sem eigi að- eins mátti segja um, að „mikils mætti af honum vænta“, eins og venja er að segja um ný skáld, hvort sem þau gefa tilefnið eða eklci, heldur miklu fremur að þarna hefði skáld gert svo mikla frumsmíS, að annað hlyti að fara á eftir ekki ómerkilegra. GuSmundur Danielsson hefir sýnt það síðan, aS jafnvel þeir, sem hrif- ust af fyrstu bók hans og töldu liann þegar meðal góðskálda, hafa eigi þurft að vera fyrir vonbrigð- um af því að treysta honum. Því að nú er svo komið, að síðan nefnd bók kom út hafa komið frá honum þrjár skáldsögur; þar af er sú síð- asta tveggja binda rit. Það er að segja sú síðasta á undan bók þeirfi, sem hjer verður getið. Heiti þesarar bókar er ákveðið með fyrsta bindinu. Þar er heiti söguflokksins; „Af jörð ertu kom- inn“, en heiti fyrsta bindisins er „Eldur‘. Af því má ráða að bygg- ing flokksins sje afmörkuð fyrir- fram að fullu og öllu, svo að þar skuli engu skeika. Enda er það mála sannast, að í þessu fyrsta bindi flokksins, er svo nákvæmlega hnitmiðiað efni og lýsingum, að maður treystir höfundinum vel til, að hafa hugsað allan flokkinn til enda, áður en hann fór að skrifa fyrstu línuna í þesari bók. Þetta er einkenni, sem hefir ver- ið aðalsmerki höf. frá upphafi. Það er sjaldgæft, að frumsmíð höfunda sje með þeim einkennum og „Bræð- urnir i Grashaga“ voru, að sköpun umliverfisins, sem sagan gerist í. Sá sem þetta ritar þykist kannast við umhverfi þessarar sögu og þyk- ir honum, sem þar sje náð — ekki með langorðum náttúrulýsingum eða frásögn um bæjaskipan •— þeirri skipan umhverfis, sem rjettari er, en i fljótu bragði sýnist. Lýsingin kemur fram í viðræðum sögufólks- ins, samtali þess um dagsins strit. — í „eldinum“ kannar Guðmundur Daníelsson, eins og vænta má, miklu meiri víðáttur en i hinni fyrstu skáldsögu sinni. Og auðvitað er frá- sögn hans öll miklu listfengari en í hið fyrsta skiftið. Hann teflir lijer djarfar, leggur fyrir sjálfan sig meiri þrautir, en hann gerði áður. Því að það er sjálfsögð þróun lífsins og andans að láta sjer vaxa þrek. Kraftamaðurinn vil lyfta þyngri steinum, skáldið vill glíma við flóknari gátur. Það er liugsun þeirra, sem ekki vilja standa í stað, þeirra sem vita, að þrátt fyrir alt er heiminum að fara fram, og að þeim, sem standa í slað, miðar í raun rjettri aftur á bak. — Síra Gylfi i Nesi er aðalpersóna „Eldsins‘“. Sagan gerist í rauninni kringum hann, þó að í sjálfu sjer sje hann svo mikið lítilmenni, að honum Sje illa trúandi til að vera uppistaða í sögu. En kringum hann spretta upp einkennilegar persónur, og þó allar sannar. Gerður Sauðdal. ráðskonan lijá prestinum, er mikil- væg, og Jóhanna Jakobsdótir, ekkj- an eftir Sölva, ekki síSur — þegar hún keniur í sveitina til prestsins. og foringinn, sem flytur hana hreppaflutningi, fær ekki afgreiðslu Frh. á bls. 15. i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.