Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1942, Síða 10

Fálkinn - 29.05.1942, Síða 10
10 F'Á L K I N N VNCt/W LE/eNbUftNIR Pfinsessan með langa hárið. Ykkur þýðir ekkert að spyrjá mig, livernig liafi staðið á því, að prinsessan móðgaði álfadísina, eða hvernig það hafi atvikast. Jeg hefi gleymt þessu og get ómögulega mun- að það aftur. Enda skiftir það eig- inlega engu máli, aðalatriðið var, að prinsessan hafði móðgað álf- konuna, og álfkonan sagði einliver töfraorð um leið og hún hvarf burt úr höllinni. Og á sömu stundu fór hárið á henni Gullbrá að vaxa. Áður hafði hún haft glóbjarta, hrokkna lokka, sem náðu henni niður á mitti, — þetta var fallegt og þjett hár, alveg eins og hár á að vera á prinsessum, sem ganga með kórónu úr eintóm- um perlum. En nú óx hárið og óx og varð lengra og lengra. Loks dróst það við gólfið og enn hjelt það áfram að vaxa. „Komið þið og klippið af mjer hárið!“ sagði prinsessan, og svo lcomu þernurnar hennar með ný- brýnd skær og kliptu og kliptu, en hárið óx jafnóðum, svo að þær urðu aidrei búnar. Túnið fyrir ofan höllina var al- sett einhverju, sem líktist gulnuðum stararlönum, en þetta var nú hárið af prinsessunni, sem var látið þarna i bólstra. Þegar aumingja prins- essan fór eitthvað frá bæ urðu margir sveinar að ganga á eftir henni og halda hárinu uppi, því að hún gat ekki dregið slóðan sjálf. „Þetta var alveg óhafandi," sagði konungurinn. „Við verðum að reyna að bjarga þessu við með einhverju móti.“ Svo voru sendlr út hraðboðar með tilkynningar um það, að sá, sem gæti gert hárvöxtinn á prinsessunni eðlilegan aftur, skyldi þá stóreflis verðlaun. Nú kom fjöldi fólks og reyndi allskonar meðul og aðferðir við prinsessuna, en ekkert dugði. Hárið hjelt áfram að vaxa og það safn- ist svo mikið fyrir af því, að alt fátæka fólkið í horginni fjekk að hirða liárið af prinsessunni, til að stoppa með rúmdýnurnar sínar. Svo var það einn dag, að prins- essan geklc út í skóg, ósköp mædd yfir liárinu á sjer. Hún gat varla komist úr sporunum, því að hárið var altaf að flækjast í greinar og stofna, svo að hún gat alls ekki farið ferða sinna, eins og hana lang- aði. Og hún varð svo hugsjúk yfir þessu að lokum, að hún settist nið- ur á trjerót og fór að gráta. Þá heyrði hún alt í einu ofur veika rödd, sem sagði við hana: „Veslings prinsessa,“ sagði rödd- in, „ef þú vilt fara að mínum ráð- um, þá skal raunum þínum ljett af þjer.“ Gullbrá prinsessa leit upp alveg forviða — og þá kom hún auga á lítið mórautt dýr með langa rófu, líkast rottu. „Þetta er íkorni?“ sagði hún. „Getur þú talað?“ „Já, heyrir þú það -ekki? En ef þú gerir eins og jeg segi þjer, þá er hjálpin þjer vís.“ „Segðu mjer fljótt hvað jeg á að gera, jeg skal gera alt sem mjer er sagt, ef jeg get losnað við þennan óskaplega hárvöxt.“ „Þá skaltu fá þjer bandprjóna og byrja að prjóna lillar treyjur úr hárinu á jyjer, þangað til þú hefir prjónað tólf treyjur. Þær eiga að vera mátulega stórar á tólf lítil börn. En þú verður að gera þetta sjálf. Ef einliver hjálpar þjer þá er alt til ónýtis gert. Þegar þú liefir lokið við allar treyjurnar, verður þú að láta ná i tólf börn og gefa þeim treyjurnar. Og sjáðu svo til hvað gerist.“ Prinsessan varð liiminlifandi j)eg- ar hún heyrði þetta, því að hana langaði umfram alt að losna við hárvöxtinn. Hún flýtti sjer heim og gerði eins og íkorninn hafði sagt henni. Fyrst ætluðu hirðmeyjarnar að fara að hjálpa lienni, en prins- essan þvertók fyrir það. Enginn mátti snerta á þessu nema luin sjálf. Eftir margra daga vinnu frá morgni til kvölds hafði hún loksins lokið við allar treyjurnar, og nú ljet hún sækja börnin og færa þau i þær. Það glampaði á treyjurnar, eins og þær væru úr gullnu silki, og prinsessunni þótti gaman að sjá hve þær fóru börnunum vel. En í sama bili kom íkorninn hoppandi. Han settist á borðið fyr- ir framan prinsessuna og sagði: „Gefðu mjer nú lokk úr hárinu þínu, prinsessa góð!“ „Það skal jeg gera, ikorni minn,“ sagði hún og klipti þykkan lokk úr hárinu á sjer og rjetti ikornanum. Svo batt íkorninn lokkinn utan um rófuna á sjer, sem var olur mjó og pervisaleg, en í sama bili varð liún breið og bústin, eins og öll íkorna- skott eru nú á dögum. Svona stendur á því, að íkorna skottin eru svo stór. Nú skipaði íkorninn svo fyrir, að klippa skyldi hárið á prinsessunni og hafa það eins langt og prinsess- unni þætti mátulegt. Og það hætti að vaxa og var altaf jafn langt upp frá því. Og þið getið nærri, að prins- essan varð glöð, þegar hún upp- götvaði, að hárið á henni var orð- ið eins og í gamla daga. Hún dans- aði um gólfið og þóttist hafa losnað við þunga byrði. Og konungurinn skipaði svo fyrir, að halda skyldi veislu, til þess að fagna tíðindunum. Og alt hárið, sem hafði verið klipt af prinsessunni þyrlaðist út á lún og breiddist þar út eins og slikja. En prinsessan varð svo glöð, að hún tók íkornann og kysti liann. Og þá breyttist lian alt í einu í undur- fagran prins. Svo giftust þau og lifðu lengi, og svo er sagan búin. Langur gistihúsreikningur. Gesturinn: — Og hjerna skrifið þjer: blek og pappír, 50 aura! Jeg hefi ekki skrifað nokkurn staf hjer á gisthúsinu. . .Þjónninn: — Nei, ekki þjer. En jeg varð að skrifa reikninginn. Bókmentasmekkur. Bóksalinn: — Munið þjer nafnið á bókinni, ungfrú? — Nei, en hún var i appelsínu- gulri kápu, með __ svörtum liornum, og hún lítur Jjómandi laglega út þegar maÁur situr með hana undir lampa með blárri silki-1 jóshlíf. Adarnson lærir að báa um sokka. k r í 11 u r. — Já, ]ní liggur og sefur, en hiu/s ar ekki um mig, sem ekki má leggja höfuðið á koddann, þvi að þá af- lagast á mjer hárið. — Þektuð jjjer manninn, scm fjekk einn sinni blóðmörinn hjerna? — Jeg erfði stígvjelin hans. —- Má jeg sýna frúnni nýjustu tegund af flugnabalsami? — Getið jjjer ekki lagt þetta und- ir sætið, svo að farþegarnir detti ekki um það? 9

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.