Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 26.02.1943, Blaðsíða 2
2 F Á L K i N N Ágúst Sigurðsson Jnkobína Pálsdóttir tíunnl. Jóhannsson Fjóla Ásgeirsdóttir Salome Kristjánsd. Pórður Þorsteinsson Áslaug Jensdóttir Sr. Jón Jakobsson Sr. Þorst. Kristjánss. Þorvaldur Friðf.sson Bárður Bjarnason tíisli tíuðmundsson Lárus Ágústsson Jóh. K. Guðmundsson Ólafur Ögmundsson Loftur Jónsson lndíana Jónsdóttir og Kristján Guðmundss. Þorkell Jónsson = Hörmulegar slysfarir = Mestu mannskaðar við ísland síðan Halaslysin og „Pourquoi Pas“ F ebrúar m ánuðar 1943 mun lengi verða minst sem eins sorg- legasta slysamánaðar, sem yfir ísland hefir gengið, og vonandi verður þess langt að bíða, að Ægir krefjist líkra fórna og hann gerði aðfaranótt fimtu- dagsins i síðustu viku, er vjel- skipið „Þormóður“ frá Bíldu- dal sökk út af Stafnesi, á leið frá Bíldudal til Reykjavikur og tók með sjer líf þau öll, sem innanborðs voru, 31 talsins, en þar af voru 9 konur og eitt barn og margt af þessu fólki venslað og langflest úr einu fániennu kauptúni. Tæpri viku áður hafði vjelbáturinn „Draupnir“ frá Súðavík við ísafjarðardjúp far- ist með allri áhöfn, 5 inönnum. Þannig hefir sjórinn tekið 36 íslensk mannslíf sömu vikuna. Maður les oft um stærri sjóslys með erlendum þjóðum, en þeg- ar hlutfallið er athugað, þá verður slys sem þetta ærið stór- vaxið. Þrjátíu og sex manns samsvarar missi þúsund manna í Danmörku eða Noregi, og slys- ið á Halanum fvrir 18 árum, samsvarar manntjóni Norð- manna af völdum ófriðarins 1914—18, en það þótti þó gífur- legt. Af völdum ófriðarins hef- ir ísland orðið fyrir manntjóni, sem eigi stendur að haki því, sem ýmsar ófriðarþjóðir hafa orðið fyrir i núverandi styrjöld. En islensk skammdegisveðr- átta liefir löngum' verið kröfu- frek til mannslífa, þó að mjög hafi skift um til hins hetra síð- an Slysavarnafjelagið hóf starf sill fyrir 15 árum, og síðan liægt varð að nota loftskeytin og aðra nýja tækni í baráttunni við Ægi. Þeir menn, sem hafa sigling- ar og sjómennsku að lífsstarfi, gera jafnan ráð fyrir því, að Iivenær sem er geti þann háska borið að höndum, sem kostar Útsýn frú Bíldudal yfir voginn til Byltu og Arnarfjarðar. þá lifið. Þeir liafa tamið sjer þessa tilhugsun, en samt sem áð- ur sigla þeir og kunna ekki að hræðast. Og því miður verður öll þjóðin að temja sjer þá lil- hugsun líka, og hefir vanist því áratugum saman, að verða að líeyra fregnir af slysum, sem hafa kostað nánustu vandamenn og góða vini lífið. — Hitt er óvenjulegra og sem betur fer afar sjaldgæft, að ferðafólk tíni lífi á stuttum ferðum milli ís- lenskra hafna. En við Þormóðs- slysið farast 24 farþegar, þar af níu konur og eitt barn. Fyrir þá sök verður slys þetta enn eftirminnilegra en ella. -— Og hjer við hætist, að flest af þessu fólki er úr sama kauptúninu, Bíldudal, og margt af því fólk, sem stóð framarlega i málum heimkynnis sins, bæði um at- vinnnmál og annað. Presturinn á Bíldudal gat ekki fært að- standendum hinna dánu hugg- unarorð eða huglireystingar i lilefni af ástvinamissiniim. Því að hann var sjálfur einn þeirra, sem nú var horfinn úr lifenda

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.