Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 26.02.1943, Blaðsíða 3
FALKINN 3 tölu, ásamt stjettarbróður sín- um úr næsta prestalcalli. Tutt- ugu og tveir af þeim, sem fórust voru frá Bíldudal, þar af sjö konur og einn drengur, 7 ára. Og við slys þetta urðu 26 börn - föðurleysingjar, en átla mistu móður sína um leið. Og þeir munu tæplega færri, sem mist hafa nánustu ástvini sína, er höfðu sjeð þeim farborða að einhverju leyti eða öllu. — — „Þormóður“ var rúm- lega 100 smálesta vjelslcip, eign Gísla Jónssonar alþingismanns, sem liafði leigt Skipaútgerð rík- isins skipið, til flutninga milli Vestfjarða og Reykjavíkur. 1 síðustu ferð skipsins hafði það farið til Ilvammstanga og tek- ið þar afurðir, en kom við á Bíldudal og Patreksfirði í baka- leiðinni. Lagði „Þormóður” af stað frá Patreksfirði um hádegi þann 16. þ. m. og liefði því átt að koma til Reykjavíkur að morgni hins 17. (miðvikudag), ef veður hefði verið sæmilegt, en þvi fór fjarri, því að á þriðju dagskvöld var komið ofsaveður. Loftskeytastöðin hafði samband við skipið kl. 7 á miðvikudags- kvöld og spurðist fyrir um, hve- nær það væri væntanlegt. Svarið var þannig: „Slóum Faxabugt. Get ekki sagt um það núna.“ — En á ellefta timanum um kvöldið kom svolátandi skeyti frá „Þormóði": „Erum djúpt út af Stafnesi, mikill leki kom- inn að skipinu. Eina vonin að hjálpin komi fljótt.“ En þá var ógerningur að láta hjálpina , koma fljótt, vegna foráttu veðr- áttu, sem var með því versta sem hjer hefir orðið um langt skeið. Þegar slcip komu á vettvang var veðrinu tekið að slota. Og fimtudagsmorgunn fundu leitar- skipin brak úr skipinu um 7 sjómílur undan Garðskaga v og eitt könulík, sem björgunar- skútan „Sæbjörg“ flutti þegar til Reykjavíkur. Var það lik frú Jakobínu Pálsdóttur, konu Ágústs Sigurðssonar verslunar- stjóra. — Skömmu siðar fann norskt skip lík Bjarna Pjeturs- sonar. Á sunnudagsmorguninn fundust tvö lík rekin við Akra- nes, þeirra Lárusar Ágústsson- ar vjelstjóra og frú Salóme Kristjánsdóttur. Fleiri lík hafa elcki fundist þegar þetta er rit- að, en mikið rekald úr skipinu hefir fundist á fjörunum á Garðskaga vestanverðum. Skipshöfnin á „Þormóði“ var sjö manns: Gísli GuÖmundsson skipstjóri, frú 'Bíldudal. Hann var kvæntur dótt- ur Ágústs Sigurðsson&r ’ verslun- * arstjóra og frú Jakobínu Pálsdótt- ur. Átti tvö börn. Dáröur Bjarnason stijrimaöur, frá ísafirSi, fæddur 1904. Kvæntur. Lárus Ágústsson 1. vjelstjóri, Kára- stig 13, Reykjavik. Kvæntur og lætur eftir sig börn. Jóhann Iir. Guömundsson 2. vjel- stjóri, Laugavegi 159 A, fæddur 1904. Lætur eftir sig unnustu, sem áður hefir mist þrjá bræður sína í sjóinn. Gunnlaugur Jóhannsson matsveinn, frá Bíldudal. Fæddur 1914. Kvænt- ur Fjólu Ásgeirsdóttur og sonur Salóme Kristjánsdóttur, sem báð- ar fórust með skipinu. Þau hjónin áttu eitt barn. Djörn Pjetursson háseti, frá Bíldudal, fæddur 1920. Lætur eftir sig unn- ustu. Bróðir Bjarna, sem var far- þegi á skipinu. Ólafur Ögmundsson háseti, frá Flat- eyri, fæddur 1919, sonur Ögmund- ar Ólafssonar bátsmanns á „Súð- inni“. Farþegarnir á „Þormóði“: Agúst Sigurösson verslunarstjóri á Bíldudal, og Jakobína Pálsdóttir kona hans. Þau láta eftir sig sjö börn og tvær uppeldisdætur. Þorvaldur Friöfinnsson verksmiðju- stjóri á Bíldudal. Hann lætur eftir sig ekkju, Ilelgu Sigurbjörnsdótt- ur Þorkelssonar kaupmanns, og tvö börn. Þorkell Jónsson, Bjarnasonar kaup- manns, verkstjóri hraðfrystihúss- ins á Bíldudal og kona lians, Sigr- iður Eyjólfsdóttir og Bjarni son- ur þeirra. Þau láta eftir sig eitt barn. Jón Jakobsson prestur á Bíldudal, sonur Jakobs bónda Jónssonar frá Galtafelli. Lætur eftir sig konu og þrjú börn. Djarni Pjetursson sjómaður. Kvænt- og átti tvö börn. Karl Eiríksson sjómaður. Ókvænt- ur, en átti aldraða foreldra. Áslaug Jensdóttir, kennara Her- mannssonar á Bildudal, 18 ára gömul. Gísli Kristjánsson bifreiðarstjóri. Ókvænlur. Óskar Jónsson, verkamaður. Ókvænt- ur. Kristián GuÖmundsson sjómaður af „Baldri“ og kona hans, Indíana Jónsdóttir. Jón Þ. Jónsson, kvæntur og átti tvö börn. Málfriöur Jónsdóttir, ógift. Fjóla Ásgeirsdóttir, kona Gunnlaugs matsveins á „Þormóði“. Saióme Kristjánsdóltir, móðir Gunn- laugs matsveins. Lætur eftir sig átta börn. Loftur Jónsson kaupfjelagsstjóri. Lætur eftir sig konu og barn. Guöbjörg Eiíasdóttir, ógift stúlka úr Dalahreppi í Barðastrandasýslu. Benedikta Jensdóttir frá Selárdal. Ógift. Síra Þorsteinn Kristjánsson, sóknar- prestur í Sauðlauksdal. Lætur eft- ir sig tvö börn. ÞórÖur Þorsteinsson skipstjóri á tog- aranum „Baldri“. Lætur eftir sig konu og tvö börn. Guömundur Pjetursson frá Súluvöll- um á Vatnsnesi. ókvæntur. Hann kom með skipinu frá Hvamms- tanga. Guðmundur Guðmundsson fyrv. hjeraðslæknir varð 90 ára 23. þ. m. Gísli Sigurgeirsson verkstjóri í Hafnarfirði verður 50 ára 1. mars n. k. GIRALDA f SEVILLA. Dómkirkjan í Sevilla er ein af frægustu kirkjum veraldarinnar. — Hún var upprunalega bygð sem musteri fyrir Mára, en síðar breytt og bygð um, sem kristin kirkja, en þegar hún fór að hrörna tóku bisk- upinn og kórprestarnir þá ályktun, að „við skulum byggja kirkju, sem er svo stórfengleg, að síðari kyn- slóðir halda að við sjeum brjálað- ir.“ Klukkuturninn Giralda, er þó enn frægari en kirkjan sjálf. Er hann 116 metra hár og bygður af máriska byggingameistaranum Geb- er, en um þann er sagt, að hann hafi fyrstur fundið upp bókstafareikning þann, sem við hann er lcendur. Efst á turninum er gylt bronsemynd, sem heldur á pálmagrein i annari hendinni, en fána í hinni. Þegar vind hreyfir þá blaktir fáninn, og er nafn turnsins talið stafa af þessu. Þvi að Giralda þýðir vindhani. Þegar fregnin barst til Reykja- víkur voru fánar dregnir í hálfa stöng um allan bæinn. Og á mánudaginn mintist sameinað Alþingi liinna tveggja sjóslysa. Flutti forsetinn, Haraldur Guð- mundsson, einlear fagra ræðu, en þingmenn heiðruðu minn- ingu þeirra látnu með því að standa upp. Hjer að framan birtast mynd- ir þær, sem til hefir náðst, af þeim, sem fórust með „Þor- móði“. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprení. Skraddarabankar. Iljer í bænum hefir orðið tals- verð deila um, hvort vinda beri bráð- an bug að því, að hefja byggingu Hallgrimskirkjunnar miklu á Skóla- vörðuliæð, þannig að söfnuðurinn geti fengið húsnæði til guðsþjón- ustulialds í fundarsal þeim, sem ætlaður er undir öðrum væng turns þess hins mikla, sem ráðgerður er við kirkjuna, samkvæmt teikningu Guðjóns próf. Samúelssonar. Lista- menn ýmsir hafa snúist gegn því, að kirkjan verði bygð samkvæmt þessari teikningu og heimta að mál- inu verði frestað, og efnt til sam- kepni um nýja kirkjuteikningu, og mundi þá væntanlega fenginn dóm- ur útlendra sjerfræðinga um sam- kepnisteikningarnar. Það hefir stundum viljað brenna við hjer í landi, að um of hefir ver- ið flanað að því, að ráðast í fram- kvæmdir, sem siðan hefir ekki reynst unt að Ijúka við fyr en seint og siðar meir, ýmist vegna ósam- komulags eða vegna þess, að hinni fjárhagslegu hlið málsins hefir eigi verið sjeður tryggilegur farborði. Má þar minnast eins, sem mörgum mun nú gleymt: listasafnshúsi Einars Jónssonar, Hnitbjörgum. Það var lengi i smíðum og mörg oftöluð orð voru látin falla um það mál á Al- þingi í þann tíð. Sundhöllin er ann- að dæmið hinu líkt. En Þjóðleikhúsið er þó hrapaleg- asta dæmið. Það var sagt, að Þjóð- leikhúsnefndin hefði knúð fram að byggingin væri hafin, til þess að Þjóðleikhússjóðurinn yrði ekki að eyðslueyri rikissjóðs. Og svo var þessari fögru byggingu holað nið- ur á stað, þar sem hún nýtur sín engan veginn. Húsið sjálft komst upp og var gert fokhelt, en siðan stóð það, án þess að því yrði lok- ið hið innra, ónotað og óhitað, og öllum til skapraunar, þangað til Bretar tóku það og gerðu það pakkhúsi. En leiklistin er enn jafn lnisnæðislaus og Hallgrímssöfnuður- inn. Nú eru allar horfur á, að rekinn verði út óþokkinn og leikhúsið verði fullgert á næstunni. En til þess eru vítin að varast þau. Væri ekki hollara, að nota yfirstandandi tíma til þess að ganga að fjársöfnuninni til Hallgrimskirkju með oddi og egg, og sjá fjárliagshliðinni borgið, þannig að ganga mætti að kirkju- smíðinni með fullri orku, þegar um hægist með samgöngur?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.