Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1943, Side 4

Fálkinn - 26.02.1943, Side 4
4 F Á L K I N N »Hansard« -- Bresku þingtíðindin AHVERJUM MORGNI uxn líkt leyti og fólk borðar litla skattinn i London, fær hver þingmaður, sem þar dvelur, ofui-lítið kver sent heim til sín, og liefir slríðið engu breytt um þá venju. Kver þetta er í hlárri kápu, og hefir inni að halda frásögn af því, sem gex-st hefir í þinginu daginn áður, og allar ræður, sem haldnar hafa verið þann dag, í neðri deildinni. Sjerstakur hraðboði er sendur með kverið til forsætisráðherr- ans, áður en þingmennirnir fá það, svo og til allra annara'ráð- herra. Þetta eru hin opinberu þingtíðindi, sem ganga venju- lega undir nafninu „Hansard“. Fiestir Englendingar kannast við nafnið „Hansard“, þó að fæstir lesi það til nolckurar lilít- ar. En þó að um fimtíu ár sjeu liðin síðan útgáfa með nafninu Hansard hætti að koma út, þá kallar fólk þingtíðindin ensku Hansard enn þann dag í dag, jafnt þingmenn sjálfir, sem em- bættismenn og allur almenning- ur. — En Hansard er nafnið á prentaranum, sem varð fvrstur til að gefa út þingtíðindi á eig- in ábyrgð og selja þau sjer til ágóða. Það var um líkt leyti og sjóhetjan Nelson sýndi alheimi yfirburði Breta á sjónum. Allir kannast við þá staðhæf- ingu Brights, að England sje móðir þingræðisins. En þó verð- ur ekki sagt, að Bretar hafi átt frumkvæðið að því að gefa út þingtíðindi. I rauninni varð Bretland flestum löndum seinna' til þess að gefa út opinber þing- tíðindi. Það var ekki fyr en árið 1909, að hið fræga rit í bláu kápunni byrjaði að koma út, undir nafninu „Umræður í Parlamentinu - opinber skýrsla" en svo heitir Hansard rjettu nafni. Hið opinbera enska forlag (Stationery Office, sem áður hef ir verið sagt frá hjer í blaðinu), gefur út Hansard og annast af- greiðslu þess. En að öðru leyti skiftir það sjer ekki af útgáfuni. Þegar neðri málstofan fjelst á að gefa út opinber þingtíðindi, var þvi haldið til streitu, að þingið sjálft hefði allan veg og vanda af útgáfunni og bæri á- byrgð á henni. Þetta hefir síðan orðið ófrávíkjanleg regla. — í rauninni er forseti neðri mál- stofunnar ritstjóri þingtíðind- anna. Og þingið gerir þá kröfu að allar ræður sjeu birtar orð- rjettar og óstyttar, hvort sem & aoth COM3VIOWS Ífl^ÍííiSsíiííÍIiisSiSíiIísi: 'íÉlÉÍÍÍi|Í||iÍllPlllÍIII:l lAAíxrS A.Sí) „ ... itttu, t'AU'/MX tU.fcíí.v * t«k,,:u>í>i<. Wtftv > WMMWtiw Á vk :‘<vx ’ rv>** M A j t y ^ R-Y OP3TACK- •4v>.<4Í*v> <,>: O* '**H'Þ* í Englandi getur hver sem vill keypt ofurlítið kver í blárri kápu fyrir sex pence. Þetta kver flytur orðrjettar umræð- ur þær, sem farið hafa fram í enska þinginu daginn áður, og heitir rjettu nafni „Parliamejit Debates — Official Report“. — I eftirfarandi grein segir Christ þingfrjetta- ritari frá því, hvemig þessi útgáfa varð til í upphafi. Þetta er forsíðan af „Hansard“ — ensku þingtlðindunum í bláu kápunni. Af efnisyfirlitinu geta menn sjeð niðurröðun á efninu. þær skifta nolckru máli eða ekki. Ekki má fella úr neinar árásir eða aðfinslur, sem koma fram í ræðum, hver svo sem Iilut á að niáli. En hvaða ræðu- maður sem er getur falið þing- skrifurum að leiðrjetta mál- fræðilegar villur og lagfæra til- vitnanir og því um líkt. En engu má bæta við ræðurnar og ekkert fella úr þeim. skrifararnir farnir að nota heyrnartæki og er það mikil bragarbót frá því, sem skrifar- ar Hansards höfðu forðum daga, þegar þeir sátu í liálfdimmu á öftustu röð áheyrendabekkj- anna, með skrifblokkina sína á hnjenu. I byrjun stríðsins varð stjórn- in að gera sjer ljóst, að Hans- ard hefir verið keypt um allan heim, og að óvinirnir lesa það með mikilli athygli. Þess vegna varð að athuga gaumgæfilega, að ræðurnar hefðu ekki inni að halda neinar upplýsingar viðvík j andi vopnverksmið j um, flugvöllum, styrkleika herliðs á þessum og þessum stað, sigling- um skipa, áhrifum loftárása eða veðrinu. Þegar rædd eru mál af þessu tagi er það jafn- an gert á lokuðum þingfund- um, og þar fá blaðamenn eða þingskrifarar elcki að korna. En þeir eru til taks fyrir utan dyrnar, ef ske kynni að þörf yrði fyrir þá. En það kemur þó aldrei fyrir. í striðinii 1914 —18 var farið svo varlega með þingskrifarana, að þeir urðu að skila skrifbókunum sínum í hvert sinn og voru þær læstar inni í skáp í þinghúsinu. En það er fremur sjaldgæft að lokaðir þingfundir sjeu liald- nir í enska Parlamentinu. En það er brýnt fyrir þingmönn- um, að þeir verði að haga orð- um sínum þannig, að þau geti ekki komið óvinunum að gagni, og^venjulega dugir þetta. En ef einhver brýtur þessa reglu, þá sjer forsetinn um, að hættu- legu orðin komi ekki í Hans- ard. Þetta er eina ritslcoðunin, Þó að þingskrifararnir sitji í blaðamannastúkunni, þá eru þeir embættismenn þingsins. Þeir eru tólf alls. Ritstjóri þing- tíðindanna má sitja í þing- mannastúkunni, þó að eigi sje hann þingmaður. Fáir starfs- menn þingsins liafa meira að gera en liann. Eftir hvert ár liggja um níu þykk bindi af þing- tíðindum, sem innihalda um tíu miljón orð, orð sem eru töluð á mörgum og mjög ólikum mál- lýskum og stundum með 200 orða hraða á mínútunni. Auk þess er fremur vont hljóð í þing- salnum. Síðustu mánuðina eru Sendimaður þingsins að afhenda töskuna með handritunum i blaðið i prentsmiðjuna.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.