Fálkinn - 26.02.1943, Page 5
F Á L K I N N
5
Myndin er úr einu horninu í prentsmiðjunni, sem prentar
„Hansard“. Prentsmiðjan notar Linotype-setjaravjelar.
sem kemur til greina á þing-
tíðindunum, en mjög sjaldan
kemur það fyrir að beita þurfi
henni.
Áður en þingið tók útgáfu
þingtíðindanna í sínar liendur,
árið 1909, var það venja, að
rekja ræður ráðherranna ítar-
legar en annara þingmanna. En
þirigið hefir brugðið frá þeirri
venju, og ræðurnar eru birtar
í heild, liver sem í hlut á.
Upphafsmaður ensku þingtíð-
indanna, eða „Hansard“ lijet
William Cobbett og liggja eftir
hann merkilegar lýsingar enskra
sveita, eins og þær voru á sið-
ustu öld. Árið 1803 fór hann að
taka saman ágrip af helstu þing-
frjettum, sem hann náði frá
ýmsum heimildum. Maðurinn,
sem prentaði þessi þingtíðinda-
ágrip fyrir liann hjet Thomas
Curzon Hansard, og var prent-
ari í London. Hjelst þessi út-
gáfustarfsemi í ætt hans í ná-
lægt níutíu ár. Vann ritið fljótt
álit og þótti flytja áreiðanleg-
ustu þingfrjettirnar, sem völ
var á, og taka mjög fram þing-
frjettum blaðanna. Sigraði það
í samkepninni við þau. sem þó
var hörð, þvi að mörg blöðin
höfðu valda menn sem þing-
frjettaritara. Einn þeirra var
skáldið Charles Dickens.
Á þann mælikvarða, sem nú
er lagður á prentað mál, var
„Hansard“ fremur ljelegt rit,
alla nítjándu öldina. Það kom
seint út og tólc mikið af efni
sinu upp úr blöðunum. Og þó
það fengi síðar 3000 sterlings-
punda ársstyrk úr ríkissjóði,
þá batnaði það litið fyrir það.
Voru oft settar nefndir í þing-
inu til þess að liafa eftirlit með
þessari útgáfustarfsemi. Á síð-
asta áratug aldarinnar skifti
útgáfan um eigendur, en engum
tólcst að láta ritið bera sig. Sum-
ir útgefendurnir fóru á hausinn,
einn þeirra komst í bölvun fyrir
það að taka auglýsingar í rit-
ið. Og loks kom svo, að þingið
tók sjálft að sjer útgáfuna, og
hefir aldrei þurft að iðrast eftir
það.
Það kom i ljós í loftár^sun-
um í London í ágúst 1940 að
„Hansard“ er vel skipulagt fyr-
irtæki. Það kom út liverju sem
tautaði, því að rödd Parla-
mentsins mátti ekki þagna. 1
einni af fyrstu árásunum beið
sendimaður, er var á leið í prent
srniðjuna með handrit, bana.
Eftir það voru öll handrit skrif-
uð í fleiri en einu eintaki og
send í tvennu lagi. Eina nóttina
kom sprengja í prentsmiðjuna
meðan verið var að prenta blað-
ið. Var þá flutt í aðra prent-
smiðju, og blaðið kom út með
öðru letri en vant var, en aðeins
fáum klukkutímum seinna, en
vant var.
SIGURBOGINN f PARÍS.
Á Place de 1’ Etoile (Stjörnutorg-
inu) i París, en þaðan ganga tólf
stórgötur Parísar, þar á meðal hin
fræga Champs Elysées, stendur
stærsti sigurbogi heimsins. Er hann
reistur til minningar um sigra
Frakka, og það var hinn mesti af
öllum sigurvegurum Frakka, Napo-
leon mikli, sem ljet byrja á smiði
hans. En fullgerður varð boginn
ekki fyr en i stjórnartíð Lúðvíks
Filippusar, „borgarakonungsins“.
Hann er 49 metra hár og nær 45
metra breiður, alsettur lágmyndum,
sem eiga að tákna ýmsa franska
sigra. Venjulega er hliðið í bogan-
um ekki opið fyrir umferð, og ekki*
opnað nema við hátiðleg tækifæri,
svo sem eins og eftir síðustu heims-
styrjöld þegar þeir Joffre og Foch
marskálkur riðu gegnum hliðið i
STÆRSTA INNRÁS VERALDARINNAR AF SJÓ
er innrás Bandaríkjamanna og Breta i Tripolis og Marokko
kölluð. Margir mánuðir fóru í undirbúninginn og hinn mikli
floti, um 500 skip, sem flutti leiðangurinn og allan farangur
hans komst upp að Afrikuströndum, án þess að herskip Mönd-
ulveldanna yrðu vör við. En þessum 500 flutningaskipum
fylgdu um 350 herskip, smærri og stærri. Þessi mynd er af
hermönnum, sem gengu á land við Arzou, skamt frá Oran, en
annars var landgangan gerð á fjöldamörgum stöðum samtímis.
►
Honey-skriðdreki úr 8. hernum fer framhjá yfirgefnum
þýskum Mark-Ill skriðdreka. Enskur hermaður hefir komið
sjer fyrir með hlustunarlæki bak við skriðdrekann.
fararbroddi franska hersins. Undir
boganum er jarðsettur hinn „ókunni
liermaður“ Frakka, en flest önnur
lönd ljetu jarðsetja sinn ókunna
hermann í aðalkirkju landsins.
Þannig er t. d. ókunni hermaður-
inn enski jarðsettur i Westminster
Abbey.
Læknirinn haföi ráðlagt Wac-
Pherson að hætta að drekka whisky,
því að það mundi lengja lífið.
„Þetta er víst alveg rjett, læknir.
Einu sinni drakk jeg ekkert i heil-
an sólarhring, og það er lengsti dag-
urinn, sem jeg hefi lifað.“
/VlVWlVM
Dæmi um ofmikla bjartsýni er það
þegar atvinnulausi Gyðingurinn
keypti sjer farmiða til Aberdeen,
en engan til baka.