Fálkinn - 12.03.1943, Síða 4
4
F Á L K I N N
ÁRSÆLL ÁRNASON:
0
HREIN-
DÝR
Hreindýrahjörð í Norður-Kanada.
Heimkynni hreindýra eru
nyrstu lönd jarðarinnar, alt um-
hverfis Norður-íshafið. Fyrir
atbeina mannsins eru þau á
sumum norðlægum eyjum, eins
og t. d. hjer á Islandi, en þar,
sem sund eru frosin á vissum
tíma árs, leita þau sjálf norður
á hinar nyrstu eyjar, þar sem
nokkur gróður er, eins og t. d.
eyjarnar norður af Kanada. —
Kuldann óttast þau ekki nje
heldur vetrarmyrkrið, sem á
hinum norðlægustu eyjum, þar
sem þau halda til, er alt upp í
3—4 mánuði samfleytt að vetr-
inum. Annars flytja þau sig oft
til eftir árstíðum, stundum lang-
ar leiðir og j stórum hjörðum,
eins og sumsstaðar í Kanada,
en það virðist þó vera meira
af rásgirni en eiginlegri þörf,
eða arfur frá eldri forfeðrum,
sem hafa búið við aðrar ástæð-
ur. Skemtileg lýsing á slíkum
flutningi er hjá Vilhjálmi Stef-
ánssyni í bókinni „Meöal Eski-
móa“. jHann segir þar meðal
annars:
„Þrjá daga samfleytt liafði
straumurinn legið í suður, vest-
anmegin við fiskivatnið okkai',
og þegar jeg kom þangað nolckr-
um dögum síðar, sá jeg að alt
var troðið niður á nokkurra
kílómetra breiðu svæði, eins
og röðin hefði verið svona breið
og lestin þó óslitin. Þó að jeg
hefði verið þarna við, tel jeg
óvíst að jeg hefði getað farið
nokkuð nálægt því, hve mikið
þarna hefði farið um af dýr-.
um. Eins og á stóð verð jeg að-
eins að samþykkja það, sem
Eskimóarnir sögðu, að mergðin
hefði verið ótrúlega mikil.“
Á þessum ferðum sínum
leggja þau út í allskonar tor-
færur, synda yfir breiðar ár,
jafnvel firði, eins og t. d. á
Grænlandi norðvestanverðu.
fískimóar notfæra sjer þetta,
ráðast að þeim á húðkeipum
sínum, stínga þau með spjótum
og afla sjer vetrarforða af keti,
þar sem svo hagar til. Á sund-
inu eru þau varnarlaus, þar
eru Eskimóarnir fljótari á hin-
um Ijettu húðkeipum sínum.
Annars er helsta vörn þeirra
flóttinn, þau eru mjög frá á fæti
og eiga þau víst oft fótum sín-
um fjör að launa undan erki-
óvinum þeirra, úlfunum. Þó ná
þeir þeim, því að á hinum norð-
lægu slóðum eru hreindýr aðal-
fæða úlfanna.
Hreindýrin teljalst til kvísl-
Hreindýramæðgur i Arnarfelli.
hyrninga, eða nánara tiltekið
hjartaættarinnar. Þau hafa þá
sjerstöðu meðal kvíslhyrninga,
að kvendýrin hafa horn eins og
karldýrin, að visu heldur minni,
en hjá frændum þeirra eru
kvendýrin kollótt. Hjá slíður-
hyrningum (t. d. kúm og kind-
um) vex slóin út frá hauskúp-
unni, en hornið sjálft er úr alt
öðru efni og skilst fljótlega frá
eftir að dýrið er dautt. — Hjá
hreindýrum er þetta á alt ann-
an veg. Þar er alt hornið bein,
en niðri við hauskúpuna er of-
urlítill stallur eða bryggja og
einn góðan veðurdag fellur
hornið þar í sundur og dýrið,
sem áður var með hið mikla
höfuðskrúð sitt, verður kollótt.
Þetta gerist á hverju ári, venju-
lega í apríl. En hornin fara að
vaxa strax á ný og eru orðin
fullvaxin í ágúst. Á þessum
tíma, meðan þau eru að vaxa,
eru þau þakin einkennilega fall-
egri, svartri, floskendri húð, en
eftir að hornin eru fullvaxin,
dettur liúðin snögglega af og
eru þau ber eftir það.
Þeir, sem sjeð hafa hrein-
bjálfa (gærur af hreindýri),
munu hafa veitt því eftirtekt, að
hárin eru með nokkuð öðrum
haetti, en á þeim dýrum, sem
við þekkjum. Þar er ekki þel
og tog, eins og á kindum, eða
undirhár og vindhár (eða hvað
það nú heitir), eins og á refum,
heldur er hárið þar samfelt,
þjett og nokkurnveginn jafn-
langt (nema neðan á hálsinum).
Nú hefir dýrið ekki samfelt fitu-
lag, eins og t. d. selir, sjer til
varnar gegn kuldanum. Þetta
tiltölulega þunna hár-lag verð-
ur að verja það. Og, viti menn,
náttúran hefir sjeð fyrir þvi á
sinn hátt. Hárin eru nefnilega
hol að innan, nokkurskonar píp-
ur, þau sitja þjett í húðinni og
hefir þvi dýrið að segj a má loft-
hjúp utan um sig, sem ver það
gegn öllum hamförum kulda-
beltisins.
Vegna þessa eiginleika síns
þykja hreinbjálfar betri, en önn-
ur loðskinn til varnar kulda i
pólferðum, í fatnað, hvílupoka
o. s. frv., en einn ókostur fylgir
þeim, sem margir kvarta undan.
Vegna loftsins, sem i hárunum
er, vilja þau brotna, alt verður
„loðið“ í kringum þá menn, sem
hafa þessi ágætu skinn, þó að
ekkert detti uj)p úr þeim. Lík-
lega skiftir það miklu máli, á
hvaða tíma árs dýrið er felt.
Vilhjálmur Stefánsson getur
þess viða í Ferðabókum sínum,
að til þess að nota skinn af
hreindýrum til fatnaðar, verði
að fella þau í ágústmánuði, þá
hafa þau fyrir nokkru skift um
hár, skordýralirfur, sem hreiðra
urp sig inni við hársræturnar
(að minsta kosti í Kandada)
og eflaust há dýrunum mjög
mikið, eru þá farnar, húðin gró-
in eftir ból þeirra, en hárin ekki
orðin eins löng og þau verða
undir veturinn og er þeim þá
líklega ekki eins hætt við að
brotna.
Jeg hefi ekki átt þess kost að
kynnast hreindýrum annars-
staðar en í Arnarfelli við Þing-
vallavatn, þar sem Matthias
læknir Einarsson hefir gert
merkilega tilraun með ræktun
þeirra. Hreindýr eru annars
víða ræktuð eða tamin, sem
lcallað er, en þó er það með
nokkuð öðrum hætti en húsdýr
okkar hjer. Kunnust okkur af
afspurn er hreindýrarækt lapp-
anna („Finnar“ voru þeir nefnd-
ir i fornöld), sem eiga heima á
Finnmörk í Svíþjóð og Noregi.
Frá hreinunum hafa þeir alt
það, er þeir þarfnast, ekki að
eins til „klæðis og skæðis“, eins
og sagt var, heldur til lífsins
viðurhalds yfirleitt. Meira að