Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1943, Síða 10

Fálkinn - 12.03.1943, Síða 10
10 F Á L K I N N VNCS/Vtf LE/CHbURHIR Töfrablýanturinn eftir þeim. Hann var alveg hættu- laus, en það vissu strákarnir ekki, því að þeir lilupu eins og Ijón væri að elta þá. „Við verðum að elta þá!“ sagði Ása. „Setjum svo að þeir liitti önn- ur börn?“ En jjað varð nú ekki, því að bráð- um fór að rigna, og þá liurfu dreng- irnir og drekinn smátt og smátt og urðu að engu, og kínverska stúlkan líka. „Þetta var heppilegt, úr því að þú erl svo mikili bjáni að nota töfra- blýantinn þinn til þes að teikna dreka og trylta stráka!“ sagði Ása hálfreið. „En hvað varð eiginlega af blýantinum?" Ja, hvað varð af blýantinum? — Birgir hafði mist hann þegar hann liljóp á eftir strákunum. Og hvernig sem þau Ása leituðu, þá gátu þau ekki fundið hann. Líklega er hann ekki fundinil enn. ETTA var fyrsti dagurinn í októ- berfríinu og Birgir og Ása liöfðu einsett sjer að fara út í skóg, þvi að hann var svo marglitur og eng- inn snjór kominn. Þau voru í fallegu vetrarfötun- um sínum, en sólin var svo heit og stillilogn í skóginum. Þau sett- ust á trjábol og fóru að borða smurða brauðið, sem hún mamma þeirra* hal'ði gefið þeim í nestið. „Sjáðu, þarna liggur þá blýant- ur!“ sagði Birgir. Þetta var falleg- ur blýantur í silfurhylki, og þeim þótti báðum mikið til hans koma. „Jeg vildi að jeg hefði eitthvað til að teikna á,“ sagði hann og leit í kringum sig. En Ása benti á aug- lýsingu, sem var fest á trje skamt frá þeim. „Teiknaðu á hana,“ sagði hún, ,,og teiknaðu hurð.“ „Hurð? Því ætti jeg að teikna hurð?“ sagði hann forviða. ,Af því að einu sinni las jeg sögu um . ...“ Ása fór lijá sjer og stam- aði, en svo hjelt hún áfram: „Sagan var um hurð, sem einhver börn teiknuðu, og svo kom álfur og . .“ „Heldurðu að það komi álfur út úr dyrunum,' sagði Birgir og hló. En hann fór nú samt að teikna hurð- ina. Enginn álfur kom í ljós, en samt bar nú nokkuð skrítið við. Auglýs- ingablaðið hvarf, en þá kom í ljós hurð í trjenu, þar sem 'Birgir hafði teiknað, en dyrnar voru bara miklu stærri en teikningin. „Líítu á, 'Birgir, eru þetta ekki galdrar?" sagði Ása hrifin. En Birgir starði á dyrnar og blýantinn — hvernig hafði þetta atvikast? „Eigum við að reyna að opna hurðina?“ spurði Ása. Þau tóku i liana og hún lauksl upp. Og inni sáu þau eitthvað, sem Jíktist skáp, fullum af pappír. ,,H|rr er nóg af pappr til að teikna alt á, sem okkur dettur i hug,“ sagði Birg- ir Iirifinn. Og svo byrjaði hann að teikna nokkur löng og hlykkjótt strik, og áður en hann vissi af voru þau orðin að drekamynd! „Vara þú þig!“ sagði Ása hrædd, þegar hún sá hvað hann var að gera. „Hugsaðu þjer að hann lifnaði!“ En Ása gat ekki að sjer gert að líta á myndina við og við, það var svo spennandi, en samt óaði lienni við henni. En sá dreki — þetta var af- ar hættulegt, en þó merkilegt kvik- indi. „Líttu á, nú ætla jeg að skreyta hann,“ sagði Birgir og teiknaði á hann hatt og regnhlif. . „Þetta er hjákátlegt — þú ættir heldur að teikna kínverska stúlku með sólhlíf —“ sagði Ása. „Það get jeg vel,“ svaraði BirgiV. Hann var ekki búinn með drekann ennþá, en hætti við hann og fór að teikna kínversku stúlkuna. „Æ, nú gleymir þú að gefa henni sólhlífina,“ sagði Ása. En Birgir svaraði: „Drekinn á að fá hana líka,“ og svo téiknaði hann sólhlíf og festi hana á skottið á drekanum. En í sama bili lifnuðu þau bæði. Drek- inn tók ofan hattinn og sagði með skýrri röddu: „Góðan daginn, frú. Má jeg biðja yður um að ganga með mjer um skóginn. Eins og þjer sjáið liefi jeg bæði regnhlíf og sólhlíf svo að nú getur komið bæði regn og sól, án þess að það geri nokkuð til.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði sú kín- verska og svo leiddust hún og drek- inn inn í skóginn. „Þetta er taminn dreki,“ sagði Birgir, „en nú ætla jeg að teikna eitthvað annað — sem er miklu vilt- ara.“ „Ænei,“ sagði Ása. Hún var hrædö um, að liann mundi teikna ljón eða úlf, og fanst of hættulegt, ef svoleið- is dýr yrðu lifandi hjá honum. En hún varð rólegri, þegar hún sá, að hann fór að teikna 'krakkamynd- ir — ekki gátu þau verið vilt! “Þau eiga að vera eins og börn á stein- öldinni," sagði Birgir. Hann hafði nefnilega verið að læra um stein- öldina i skólanum og hafði gaman af. Þessvegna voru strákarnir, sem ha'nn leiknaði ekki í neinum fötum heldur með loðskinn um mittið, og höfðu trjekylfur og steinsleggjur í höndunum. Og alt i einu urðu þess- ir krakkar bráðlifandi og fóru að hlaupa um skóginn. Þeir ygldu sig og reiddu vopnin til höggs, þegar þeir lieyrðu eitthvert hljóð, en tóku ekki strax eftir Birgi og Ásu, sem höfðu falið sig bak við trje. En þeir sáu nestið þeirra. Þeir rifu brjefið utan af bögglinum og stungu þvi upp í sig ög fóru að tyggja, en ekki fanst þeim víst gott pappírsbragðið, því að þeir spýttu honum fljótlega út úr sjer. Nú kom Ása fram og sagði: „Þú mátl ekki borða matinn okk- ar!“ Drengirnir mistu nestisböggulinn hörfuðu fljótlega undan en litu svo við, þegar þeir sáu, að þetta var ofurlítil stúlka og ekki liræðileg. Birgir kom nú fram og staðnæmd- ist við hliðina á Ásu. Steinaldar- drengirnir þrír fikruðu sig smám- saman nær, þeir sveifluðu kylfun- um og þá fór Birgi og Ásu nú ekki að verða um sel. „Ertu ekki með blýantinn?“ hvísl- aði Ása fljótmælt. „Geturðu ekki teiknað eitthvað? — Eitthvað til þess að verja okkur með?“ „Hvað ætti það að vera?“ hvísl- aði Birgir. Honum gat ekki dottið neitt sjerstakt i hug alveg svona í snatri, en strákarnir færðu sig nær og nær, og augun í þeim voru eins og í villidýrum og lcylfurnar voru hræðilegar. En þá kom hjálpin, því að nú heyrðu þau skrjáfa í runnunum og þarna var þá kominn drekinn sem áðan. „Hjálp! Hjálp! Dreki!“ hrópuðu allir strákarnir og lögðu á flótta. Drekinn var grafkyr og horfði á Gamla frú McDuff var alvarlega veik og læknirinn liennar ljet hana vita.'að liann yrði að gera holskurð á lienni. Honum ijetti þegar hún maldaði ekki í móinn gegn þvi, en jió setti hún það skilyrði, að hún fengi að liafa prest viðstaddan. „Til hvers viljið þjer það?“ spurði læknirinn. „Ekki getur presturinn hjálpað mjer við uppskurðinn.“ „Ef það á að fara innan í mig á annað borð, jjá dettur mjer ekki i hug að láta gera það bænarlaust," svaraði sú gamla. „Varstu ekki hissa á að heyra, að hann Maclntosh skyldi láta eftir sig fitnm þúsund sterlingspund?“ „Jú, en meira hefði jeg orðið hissa á að lieyra, ef hann hefði far- ið með þau með sjer.“ Englendingur, Walesbúi og Skoti liöfðu gert viðskifti saman og að því loknu kom þeim saman um að að fara út og skemta sjer. Englend- ingurinn eyddi einu pundi og fimtán shillingum, Walesbúinn eyddi nílján shillingum og tíu pence, en Skotinn „eyddi“ mjög skemtilegu kvöldi. Ameríkumaður einn bauð Skota tuttugu pund í hund, en Skotinn hafnaði boðinu og seldi Englend- ingi liundinn fyrir sama verð. Ameríkumaðurinn varð bálvondur og bað um skýringu á þessu. „Hæg- an, hægan, góðurinn minn,“ sagði Skotinn. „Jeg veit að hundurinn minn reynir að komast heim aftur. En liann getur ekki synt yfir At- lantshafið.“ Aberdeenbúi kom til vinar síns, sem var í óðaönn að stinga shill- ingum ofan um rifu á eldhúsgólf- inu. „Ertu orðinn brjálaður, maður?“ spurði hann. „Ónei. En það fór einn shilling niður um rifuna þarna i gærkvöldi,“ svaraði kunninginn, „og mjer fansl það óhæfa að fara að rífa upp gólfið til þess að ná aðeins einum shilling/ Prestur* nokkur var að sækja um pres^akall í Skotlandi og kom á staðinn til þess að láta lieyra til sín. Áður en farið var í kirkjuna, spurði meðhjálparinn prestinn, hvort hann væri vanur að tala blaðalaúst. „Jeg er vanur að lesa ræðuna mina af blöðum,“ svaraði prestur- inn. „Það er ágætt,“ svaraði meðhjálp- arinn. „Þegar prestar flytja ræðuna af blöðum, J)á vitum við að þeir enda lsar sem blöðin enda, en ef þeir tala blaðalaust er óinögulegt að vita hvort þeir enda nokkurn- tima.“ Aberdeenbúar nota armbandsúr til þess að spara sjer að stinga hönd- unum í vasana. lVSaður nokkur liilti kunhingja sinn, sem var ökumaður, hágrátandi og spurði: „Hvað gengur að Jojer, Jón? Af liverju ertu að gráta?“ „Æ, Sandy, hún móðir min er dáin,“ sagði ökumaðurinn með mikl- um ekki. „Er það alt og sumt. — Jeg hjelt að það væri hesturinn þinn.“ Frú McTavish (við manrjinh sinn, sem er veikur): „Heyrðu, §andy, hann McGrabbe er hjerna að spyrjá eftir þjer. Get jeg látið hanh koma hingað inn til þín?“ McTavish: „Já, en taktu eplaskál- ina þarna og settu hana inn í skáp fyrst.“ „Svo þjer hafið sagt fallegu stúlk- unni, sem var lijerna í lyfjabúðinni, upp vistinni.“ Lyfsalinn: „Já, jeg mátti tií. Allir karlmenn, sem komu hingað inn, sögðu að bros frá henni værj betra en nokkrar hressipillur.“ Maður nokkur sendi dreng í búð, með miða, sem þetta var skrifað á: „Gerið svo vel að senda mjer sex tylftir af eggjum; ef þau eru góð þá skal jeg senda ávísun fyrir and- virðinu.“ Matvörukaupmaðurinn vildi ó- gjarnan eiga nok'kur viðskifti með svo tvísýnum kjörum, svo að hann sendi svoliljóðandi miða til baka: „Sendið ávísunina; ef hún er góð, þá skal jeg senda eggin.“

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.