Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 12.03.1943, Blaðsíða 11
fálkinn li VOLGA SLAGÆÐ VOLGA «r lengst fljótið i Rúss- landi. Öldum saman hefir hún verið aðalsamgönguæð Rússlands. Fyrir styrjöldina fór meira en helm- ingur af öllum vöruflutningum Rúss- lands um Volga, en nú lilýtur það að vera miklu meira, sem liún flytur staða á milli. Hún sprettur upp í Valdai-hæð- um, á svæðinu milli Smolensk og Kalinin, skamt frá Rzhev, og nokkru fyrir vestan Moskva, og rennur fyrst til norðausturs. Úr fljótinu hefir verið gerður 125 kíómetra langur skipgengur skurður til Moskva. Við Rybinsk, nær 300 kilómetrum fyrir norðan Moskva, beygir Volga til austurs, framhjá Jaroslav, og renn- ur lygn um liin miklu skóglendi kringum Gorki (Nishni Novgorod), en Gorki er mikil verksmiðjuborg, þar sem drunurnar heyrast frá stál- smiðjum, klæðaverksmiðjum ög korn- myllum. Þar smiða Rússar og diesel- vjelar og loftskeytatæki, og' fram- leiða efnasambandsvörur og pappír. Þar eru og smíðuð fljótaskip og hafskip og þar eru hinar risavöxnu Gorki-bifreiðasmiðjur. Árið 1937 framleiddu þær fleiri bifreiðar, en allar bifreiðasmiður Englands til samans. Fast að 500 kiómetrum fyrir vest- an Gorki fundust olíulindir árið 1929, og árið 1937 í Kuibyshev. En það sem þessi tvö olíusvæði gefa af sjer — árið 1938 var framleiðslan ein miljón smálestir — nemur ekki nema 4% af því, sem Rússar nota af oliu. Frá Gorki rennur Volga enn aust- ur á bóginn til Kazan, um láglend- ar sveitir, en þar eru samyrkjubúin miklu. En Kazan er mikil loðskinna- borg og þar er verkaður um helm- ingur allra þeirra skinna, sem fást af loðdýrunum i rússnesku skógunum. Þar er og margskonar annar iðnað- ur: mjólkurniðursuða, sápugerð, rit- vjelasmíð, gerfigúmmíframleiðsla og asfaltframleiðsla. Þar eru sögunar- myllur og skipasmiðastöðvar. Þegar hjer er komið er Volga orð- in um 1600 kílómetra löng og hefir áðallega runnið til austurs. Á þessu svæði hefir fljótið runnið um Ev- rópuhluta Rússlands. En við Kazan snarbeygir fljótið til suðurs og breikkar mjög. Frá Kazan og suður til Kaspiahafs nær sá hluti fljótsins, sem í daglegu tali er kallaður Volga og Volgasvæðið. Þetta mikla landssvæði er einskon- ar riki út af fyrir sig, hefir sína siði og sina sögu. Fyrsti stórbærinn sem fyrir hitt- ist á Volgabökkum á þessari suður- leið fljótsins er Kuibyshev, sem nú undanfarið hefir verið stjórnarset- ur Rússlands. Áður heyrðist þetta nafn sjaldan nefnt í Vestur-Evrópu, en nú vita allir hvar Kubishev er. Þar eru miklar kornmyllur og vjela- smiðjur. En það, sem mun gera þennan garð frægastan í framtið- inni er, að þar er nú verið að byggja stærstu raforkustöð heimsins, en RÚSSLANDS hún á að framleiða 3.400.000 kiló- vatt. Til samanburðár má nefna, að ameríkanska stórstöðin Grand Coulee framleiðir ekki nema 1.900- 000 kíóvatt. Þessi mikla stöð verður ekki aðeins orkuver, en í sambandi við hana verður gerð áveita, sem sjer hinum regnlitlu svæðum á aust- urbakka Volgu, alla leið til Kuibysh- ev suður á móts við Stalingrad, fyr- ir nægu vatni. Kubishev er staður, þar sem allir og alt er viðbúið hinu algera striði. Þar er urmull af verkamönnum og flóttamönnum, sem þangað eru komnir til að vinna í vopnaverk- smiðjunum. Og herflutningaskip sigla daglega um fljótið framhjá Kuibyshev. Fyrir sunnan Kuibyshev líður Volga fram til suðurs um frjósöm bændalönd til Saratov. Saratov var miðbik lijeraða þeirra, sem bygt var um 400.000 afkomendum þýskra verkamanna, sem settust þarna að á 18. öld. Árið 1941, eftir að Þjóð- verjar rjeðust á Rússa, þóttist rúss- neska stjórnin ekki ugglaus um holl- ustu þessara 400.000 afkomenda Þjóð- verja, og voru því allir Volga-Þjóð- verjarnir, svonefndu, fluttir til Sí- beriu. Meðfram Volga, frá Saratov lil Stalingrad, er krökt af dráttarvjela- og málmsmiðjum, niðursuðuverk- smiðjum, olíuhreinsunarstöðvum, sögunarmyllum, raforkustöðvum, skipasmíðastöðvum, bryggjum og vöruskemmum. Fyrir sunnan Stalingrad beygir fljótið til suðausturs og rennur nú um saltlendur og sandhóla til Astra- kan, uns þetta mikla fljót fellur út í Kaspiahaf. í Astrakan er mikil fiskverslun og fiskiðnaður. Volga þýðir fljótið helga. Finnar gáfu því þetta nafn i fyrstu, en þeir bjuggu við upptök þess á 17. öld. En frá því á 8. öld og fram á þá elleftu fluttist fólk í sifellu i Volga- hjeruðin og barðist um þau — Tart- arar, Tyrkir, Mongólar, Persar, Ar- abar og Húnar. Og Búlgarar komu suðvestan úr Dónárdal til þess að setjast að við Volga fyrir norðan Kuibyshev. Austan að komu hirðingjar, sem gengu undir nafninu kazarar og settust að í Astrakan-hjeraði. Á 9. öld fluttust slavneskir menn frá hjeruðunum við Ðniepr og Dniester austur á bóginn og reistu bú við Volga. Þeir urðu ættfeður hinna eiginlegu Rússa nútimans. Þessir sundurleitu þjóðflokkar blönduðu blóði og úr þeim graut varð liinn eiginlegi Volga-Rússi, blóðheitur, villur, óróagjarn og frels- iselskandi. Volga var það eina, sem hann bar lotningu fyrir, enda var hún lífgjafi hans og lífsuppspretta. Volga-Rússarnir dáðu fljótið sitt í söng og sögum, á sama hátt og svertingjarnir Mississippi. Volgadal- inn kölluðu þeir „bikar með grænu vini“, hamrarnir, sem lágu að daln- um að vestan voru „stóðhestar á leið í ána, til þess að fá sjer að drekka“. • Frá elstu tímum hefir þetta fólk kallað fljótið „móður Volgu“ og tilbeðið það sem gyðju frjósem- innar. Konur við Volga, sem þráðu að verða barnshafandi, lögðust á magann á grynningarnar við árbakk- ann og gerðu bænir sinar, og stúlk- urnar slitu hausa af hænsnum og lientu þeim í fljótið, i von um að þá gengi þeim betur að eignast mann. Þegar Ivan ægilegi sameinaði mestan liluta Rússlands á 16. öld, tókst honum ekki að leggja Volga- búa undir sig. Þeir hjeldu áfram að vera jafn óstýrilátir, trylltir og uppreisnargjarnir og þeir höfðu verið frá öndverðu. Þarna var heim- kynni liinna grimmu Kósakka, þar gerðust bændauppreisnir og þarna, var ræningjabæli. Þarna var griða- staður allra þeirra, sem urðu að flýja refsingu laganna eða kirkj- unnar. Þegar þrælahald var lög- helgað, árið 1597, flýðu þúsundir bænda til Volga til þess að njóta frelsis sins, alveg eins og svert- ingjarnir úr suðurríkjum Banda- ríkjanna flýðu til norðurríkjanna áiin fyrir þrælastyrjöldina. í byltingunni 1905 og 1917 varð Volga heimkynni fjölda manns, sem róttækir voru í skoðunum. Vesturþjóðirnar kannast lítið við þessa þjóð, nema lielst sem ræðar- ana á Volga. Öldum saman, áður en gufuvjelin kom til sögunnar, rjeru þessir sóðalegu en geðslegu báta- menn Volgu skipum sínum gegn ólgandi straumi fljótsins og rauluðu hinar raunalegu vísur sinar. Þegar fyrsta eimskipið buslaði niður Volga árið 1821 horfði fólk á fljótsbakkanum á þetta með skelf- ingu. Víða sungu prestar bænir í þeim tilgangi að reka út þennan reykspúandi skratt«, sem þeir hjeldu að væri geymdur undir þiljum. En 20 árum síðar voru eimskipin orðin algeng á öllu fljótinu, og rendu hratt fram hjá hinum einkennilegu fley- um, sem þar höfðu verið áður, og eru enda enn. Fyrir byltinguna 1917 voru svæð- in meðfram Volga nálega eingöngu landbúnaðarhjeruð. En í dag er þar hvarvetna iðnaður og stóriðja i upp- gagni. Volga er Rússum nauðsynlegri en hún hefir verið nokkurn tima áður. Ef Þjóðverjar hefðu getað búið um sig í Stalingrad og heft samgöng- urnar á fljótinu, hefðu þeir um leið skorið á lifæð Rússlands. Þessvegna er hetjudáð Rússa við Stalingrad ofur skiljanleg. I’ar var um líf þjóð- arinnar að tefla. YSAYE. Frh. af bls. 6. hinn frægi Nikisch stjórnaði. 1 París var hann mjög dáður og ljek þar oft á hljómleikum. Til Ameríku fór hann nokkru síðar og efndi til hljómleika viðs- vegar í borgum. Þeir Vestmenn tóku honum strax fagnandi og varð liann ákaflega vinsæll vestra. Til dæmis um það, hve mjög hann var virtur þar er það, að honum er boðin staðan sem hjómsveitarstjóri fíl- harmónisku hljómsveitarinnar í New York (New York Philharm- onic) annarar merkustu hljómsveit- arinnar í U. S. A., en hann hafn- aði því boði. Á 'Bretlandi var hann i miklu uppáhaldi og kom þangað oft. Auk þess að koma þar fram, sem sólisti, gerði hann talsvert að þvi að kynna hina nýrri „kammermúsik“ bæði i kvartettum og tríó-leik. Kom liann t. d. eitt sinn til Lundúna með „sína menn“, frá Brussel — Ysaye kvart- cttinn, sem um þær mundir var orð- inn frægur á meginlandinu. Það þótti nokkuð við hrenna hjá lionum i slíkum samleik, að hans eigin per- sónulegu einkenni Ijeti til sin taka á áberandi hátt, að áheyrendum fanst, sem það göfgaði tónsmíðarnar. Meðan á fyrri lieimsstyrjöldinni stóð hjelt Ysaye kyrru fyrir í Bruss- el, í vinahóp og aðdáenda. Sinti liann þá störfum sínum af miklum áliuga, bæði kenslu og hljómsveitár- stjórn. En að styrjöldinni lokinni hvarf hann enn til Vesturheims og tókst nú á hendur (í árslok 1918) hljóm- sveitarstjórn i Cincinnati og gegndi því starfi um nokkurra ára slceið. Fór hann í marga hljómleikaleið- angra á þeim árum, og var nokkuð svipað um vinsældir lians og Kreisl- ers. Hann var borinn á höndum, en undi sjer þó ekki vestra, og hvarf heim til ættjarðar sinnar og and- aðist í Brussel 12. maí 1931, tæpra 73 ára gamall. Mun heyrnin þá liafa verið farin að bila fyrir nokkru, þó að liann ljeti ekki á því bera. En lítið hafði hann sig frammi sið- ustu árin. Ysaye samdi fjölda fiðlu-tónsmiða, sem flestar eru til i handriti. Nokkr- ar liinnar stnábrotnari voru gefnar út og þykja ærið strembnar, t. d. 3 mazúrkar og „Poéme élégiaque“. Mörgum heiðursmerkjum var hann særndur, þar á meðal hinu frakkn- eska lieiðursmerki heiðurfylkingar- innar (Légion d’honneur). Skotskur prestur var að setja ofan i við einn af sóknarbændum sínum fyrir það, að hann kæmi þráfaldlega fullur heim til sín á kvöldin. „Þú veist það, Jolin, að jeg kem við og við á livern einasta bæ i sveitinni en aldrei skaltu hafa sjeð mig koma fullan heim, eins og þú gerir,“ sagði presturinn. „Ójá, prestur ntinn. En þá eruð þjer likast til ekki eins vinsæll hjerna i sveitinni og jeg er.“ „Af hverju ertu að gráta, drengur ntinn?“ sagði gamli ntaðurinn. „Jeg skrópaði í dag,“ svaraði strákurinn, „og svo uppgötvaði jeg að það var mánaðarfri.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.