Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 19.03.1943, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN Skíðalanðsmót Í.S.Í. 1943 NorJlenfliDBar bera a! Snnlendinoiun - eins og tyr. SkíSafjelagi Reykjavíkur hafði ver- ið falið að sjá um Skíðalandsmótið i ár og var joað haldið dagana 12.— 15. mars á slóðum fjelagsins við Skíðaskálann i Hveradölum. í þetta skifti þurfti ekki að kvarta undan snjóleysi, þvi að hvergi sá í dökk- an díl, en hinsvegar var veður leið- inlegt og með snjógangi framan af degi tvo fyrslu dagana. Þá varð heið- skírt en mikið frost. Fannkyngið nú undanfarið varð þess valdandi, að miklu fœrri áhorfendur sóttu mótið en ella mundi. Var það flesta (iuömundur Guðmundsson, sklða- kongur Islands. dagana, að ekki varð komist milli Reykjavíkur og Skíðaskálans nema með herkjubrögðum, og um einn bil er þess getið, að hann flutti fólk til Reykjavikur á föstudagskvöldið og var 15 — fimtán tíma — á leiðinni. Morguninn eftir var svo ófært upp í Skiðaskála. Áhorfendur á mótinu voru þvi aðaliega þeir, sem lágu við í Skíðaskála og Kolviðarhóli meðan á mótinu stóð. Skráðir þátttakendur i mótinu voru alls 94 og skiftust þannig á hin þátttakandi fjelög: Glímufjelag- ið Ármann (Á.) 16, íþróttafjelag Há- skólans (Í.H.) 6, íþróltafjelag Reykjavíkur (Í.R.) 13, íþróttafjelag Menntaskólans á Akureyri (M.A.) 3, íþróttafjelagið Sameining, Ól- afsfirði (Sam.) 1, íþróltafjelag Þing- eyinga (Í.Þ.) 2, íþróttaráð Akureyr- ar (f.R.A. 9, íþróttaráð Vestfjarða (Í.R.V.F.) 10, Knattspyrnufélag Reykjavíkur (K.R.) 19, Skiðafjelag Siglufjarðar (Sk.Sf.) 8, Skíðafjelagið S.kíðaborg, Siglufirði (SKb.) 6, og Skíða- og Skautafjelag Hafnarfjarð- ar (S.S.H.) 1. — En nokkuð hellist úr lestinni af þessum þátttakendum. Skal nú greint nokkuð frá úrslit- Hegnir lijartansson sigurvegari l gngra kappgöngujlokki. um mótsins og byrjað með skíða- göngunni, sem var háð Föstudaginn 12. mars. Eldri sveit- in skiftist í tvo flokka, A og B og voru þátttakendur fleiri í þeim síð- ari, en alls voru skráðir 24 kepp- endur. Hófst gangan kl. 3 og hjeldu keppendur af stað með % mínútu millibili. Einn af þeim sem síðastur ran úr hlaði var Guðmundur Guð- mundsson (Sk.Sf.). Varð hann fyrst- ur í göngunni, 66 mín. 26 sek., en næstur Erl. Stefánsson frá Skíðaborg (69 mín. 14 sek.). Þessi fjelög höfðu áður unnið Thulebikarinn tvisvar hvort, en nú varð sveit Skiðafjelags Siglufjarðar hlutskarpari og vann því Thule-bikarinn til fullrar eign- ar. Samanlagður tími sveitar þessa fjelags (4 keppendur) varð 4 tímar 40 mín. 38 sek, Timi Skiðaborgar var um 10 mínútum lakari, en hálfri annari minútu á eftir henni komu Vestfirðingarnir. Gönguslóðin var um 16 km. og lá í þremur hringum, sem allir snertu Skíðaskálann, svo að áhorf- endur gátu sjeð keppendurna tvisv- ar meðan á göngunni stóð. Var fyrsti hringurinn um 3 km., annar um 7% og sá þriðji um bVs. km. í yngra aldurflokki (17—19 ára) keptu fáir. Brautin var þar um 10% km. Fyrstur varð Reynir Kjartans- son (Í.Þ.) á 47 mín. 35 sek. Annar og þriðji keppandinn voru báðir frá Skíðafjelagi Siglufjarðar, Laugardaginn 13. mars. Þessi dagur var helgaður svig-kepninni, en þó Svigmaöur beygir inn i hlið. ekki A-flokknum, sem kepti daginn eftir. í svigi keptu fyrst þennan dag C-flokkur, þá B-flokkur, þá kvenna- flokkur og loks var sveitasamkepni um bikar Litla Skíðafjelagsins. Hrið var framan af degi á laugardaginn og tafðist því mótið yfir tvo tíma. í C-flokki urðu fyrstir Sigurður Þórðarson (Í.R.A.) á 69.6 sek., Hreinn ólafsson (Í.R.A. á 70,7 sek. og Helgi óskarsson (Sk.Sf.) á 71,7 sek. I B-flokki Gunnar Karlsson (l.R.A.) 74 sek., Haraldur Ámason (Í.R.) 74,5 sek. og Haraldur Pálsson (Sk. Sf.) 74,7 sek. Sveitarsamkepnina vann l.R. á 240,4 sek. en næst varð M.A. á 273J9 sek. Svigkepni B-fiokks- ins fór fram i Lakahnúk og var brautin 450 metra löng, með 80 metra hæðarmun. Fiokkakepnin um bikar Litla Skiðafjelagsins fór fram á sömu braut, sem gerð hafði verið erfiðari. Svig kvenna fór fram á braut við Skíðaskálann. Þar varð fyrst Maja Kappgöngumenn í návígi. örvar (K.R.) á 49 sek., næst Ragn- hildur Ólafsdóttir (K.R.) á 49,9 sek. og þriðja Hallfríður Bjarnadóttir (K.R.) á 50 sek. Loks er að geta kepninnar um Bik- ar Litla Sldðafjelagsins. Þar voru skráðir 32 keppendur frá átta fje- lögum. Skíðafjelag Siglufjarðar bar sigur úr býtum, eins og í kappgöng- unni; sveit þess (fjögra manna) hafði samanlagðan tíma 272 sek., næst varð Í.R.A. með 272,6 sek., Þá Vestfirðingar með 302,8 sek., íþrótta- fjelag Háskólans með 305,7 sek. Ak- ureyringar höfðu í rauninni bestan tima, en einn þeirra feldi hlið og kostaði það 4 sek. frádrátt. Sunnudagur 14. mars. Nú var kom- ið hreinviðri en grimdarfrost. Þenn- an dag átti að fara fram svig karla í A-flokki og síðan aðalviðburður hvers skíðamóts: stökkið, enda kom nú talsvert gesta á mótið, þrátt fyr- ir færðina, eitthvað 400—500 manns. Stökkin fóru fram í Flengingar- brekku. í stökki yngri flokksins (17—19 ára) stökk Gunnar Karlsson (Í.R.A.) 22 og 23,5 metra (221 stig), næstur varð Sig. Þórðarson (Í.R.A.) með 22 og 22,5 m. (218,4 stig) en þriðji Haraldur Pálsson (Sk.Sf.) 22 og 22,5 m. (203,9 stig). í eldra flokki B vann Erlendur Stef- ánsson (Skíðaborg). Hann stökk 23 og 23,5 m. (194,1 stig). — í eklra flokki A stökk Jónas Ásgeirsson (SKb.) 25,5, og 26 metra (222,1 stig). Guðmundur Guðmundsson var ]>riðji og stökk 25,5 og 23 m. (204,8 stig). Fyrir gönguna fjekk hann 240.8 stig og hafði því samtals 444,8 fyrir tvikepni, en það varð besti á- rangurinn. Vann hann Skíðabikar íslands og kappa- eða konungsheitið. En næst honuin varð Jónas Ásgeirs- son (Skíðaborg) með 435,1 stig, sem áður hefir unnið þessa sæmd þríveg- is. Hann vann nú Andvökubikarinn, sem er hliðstæður Konungsbikarn- um norska á mótunum við Holmen- kollen. — — Akureyringar unnu svig- kepnina í A-flokki og Svigbikar KEA á samanlögðum tíma 341,8 sek. En einstaklingsverðlaunin vann Ás- grímur Stefánsson (Skíðafjelagi Siglufjarðar). Var nú lokið mótinu í Hveradölum en Mánudag 15. mars stóð síðasti þátt- ur mótsins,óríim'<?. Fór það fram í Skálafelli, og keptu þrír flokkar, A, B og C. Gísli Ólafsson (íþr. Háskól- ans) gekk með sigur af hólmi í A- flokki og rann brekkuna á 2 mín. 6.8 sek. Næstur varð Júlíus B. Magnússon (Í.R.A.) á 2 mín. 7,1 sek. en þriðji Jónas Ásgeirsson á 2 mín. 10,4 sek. í B-flokki varð fyrstur Haraldtir Pálsson (1 mín. 54,7 sek.) og í C- flokki Björn Röed á 1 min. 58,1 sek. Yfir leitt má segja að mótið tækist handarkrika CREAM DEODORANT stöðvar svitan örugglega 1. Skaðar ekki föt eða kart- mannaskyrtur. Meiðir ekki hörundið. 2. Þornar samstundis. Not- ast undir eins eftirrakstur 3. Stöðvar þegar svita, næstu 1-3 daga. Eyðir svitalykt, heldur handar- krikunum þurrum. 4. Hreint, hvítt, fitulaust. ómengað snyrti-krem. 5. Arrid hefir fengið vott orð alþjóðlegrar þvottar- rannsóknarstofu fyrir þv; að vera skaðlaust fatnaði A p'p I d’ep svitastööv- unapmeðalið sam' selst mest . . . peynið dós ( dag ARRID / Fæst i öllum betri búöum J hið besta. Þó að veðráttan væri nokkuð stirð og stúrin þá gaf hún í ríkum mæli það, sem mest er um vert — nógan snjó. Og af hálfu Skíðafjelags Reykjavíkur var undir- ingur allur svo góður, sem föng voru á. Fimleikameistari K. R. Anton B. Björnsson Síðastliðinn sunnudag hjelt K.R. innanfjelagssamkepni i fimleikum i leikfimishúsi Austurbæjarskólans. — Þetta var einmenningskepni og kepp- endurnir tíu. Vignir Andrjesson leik- fimiskennari stjórnaði samkepninni, en dómendur voru Hallsteinn Hin- riksson, Valdimar Sveinbjörnsson og Viggó Natanaelsson. Svo fóru leikar að Anton B. Björnsson ba‘r af öllum keppendun- um og vann K.R.-skjöldinn í fjórða sinn. Næstir urðu Kristinn Einars- son og Snorri Guðmundsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.