Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 19.03.1943, Blaðsíða 11
falkinn 11 FALL FRAKKLANDS Ummæli HENRI GIRAUD hershöíðingja um ástæðurnar til falls Frakklands vorið 1940. Hverjar eru ástæðurnar til hins ófyrirsjáanlega falls Frakklands, sem ekki á sjer hliöstætt dæmi i sögu landsins? Fyrst er aS nefna hina frumlægu ástæðu: fæðingafækkunina. Jafnvel þó ekki hefði komið neitt strið, var Frakkland á barmi sjálfsmorðsins. Fjölskyldan var að hverfa, en í stað hennar komu barnlaus hjón. í rík- asta landi heimsins, þar sem jörðin gefur öllum ríkulega, sem vilja yrkja hana, voru sveitirnar að tæra sjálfar sig. Það var mikið talað í Frakklandi, fallegar áætlanir voru samdar og mörgum afreksmerkjum útbýtt. — Knattspyrnumót, linefaleikamót, veð- reiðar, lijólreiða- og bifreiðasam- keppni — alt þetta náði meiri og meiri tökum á jijóðinni. Afleiðing- arnar urðu örlagaríkar. Hjá kyn- bálki, sem áður hafði verið þjettur á velli og þolinn i striti, en sem kýli áfengisneyslu og sárasóíttar höfðu náð að festa rætur í, jivarr lifsþrótturinn og mótstöðuafilið hvarf. Hermaðurinn 1940 var ekki sambærilegur við hermanninn 1914, livorki að þvi er snerti þol nje þjálf- un. Það var mjög takmarkað hvað hann þoldi langa hergöngu, liann var ekki eins góður verkmaður og þurfti afarmikinn svefn — þetta vöru einkenni hermannsins 1940. Milli 1914 og 1918 sýndum við yfirmánnlegt þrek. En við komum úr þeirri þrekraun líkamlega og siðferðilega iuppgefnir. Hugsjón okkar var ekki sú, að nota sigurinn til þess gegns að skapa betri heim; við vildum nota hann til að skemta okkur. Allar stjettir jijóðfjelagsins vildu skemta sjer, eða rjettara sagt æra sig. Hvað kendi skólinn þessum ungl- ingum og þessum mönnum? í fyrsta lagi síngirni, eiginhagsmuni og öf- und. Og j)ar næst afneitun hins and- lega, afneitun alls guðdómlegs, af- neitun hugsjónanna. Guðsafneitend- ur voru örfaðir, að maður ekki segi, að guðsafneitunin hafi verið yfir- lýst stefna. Gat lierþjónustan lagfært eða leið- rjett þetta uppeldi? Vissulega ekki, og það því fremur sem eins árs þjónusta var raunverulega stytt í fjóra mánuði, og sumir menn liöfðu ekki einu sinni lært stöðuheiti yfir- boðara sinna, en það komst jeg að raun um. í stuttu máli: nýliðarnir voru ónógir, bæði að fjölda og gæð- um. Þetta var árangurinn af þeim 20 árum, sem við lifðum eftir sig- urinn. Ef við hverfum nú frá æskulýðn- um, sem var aðeins lítill hluti hers- ins, til allrar þjóðarinnar — hvað verður þá fyrir? Fyrst og fremst vöntun stjórnseminnar. Maður kýs sjer ekki yfirvöldin, maður hlýðir þeim. En milli 1919 og 1939 gekk yfirvaldið (authority) sjer til húð- ar i Frakklandi. í framkvæmda- stjórninni, hvers eðlis sem hún var, sáum við aldrei annað en flokkana, við sáum aldrei Frakkland. Skipun hvers ráðuneytis — og þau voru mörg — var hneyxli. Foringjar okkar, starfandi eða í varaliðinu, þorðu ekki að skipa, hvort sem um einfalda smámuni eða alvarlegustu hlutverk var að ræða. Sama er að segja um atvinnumál- in, frá lægsta þrepinu til þess hæsta. Afleiðingin varð rýrnun framleiðsl- unnar, ljeleg skipulagning, fjölgun háttsettra stapfsmanna, ósamrým- anlegt vel stjórnuðu starfi. Hvort sem um var að ræða skrifstofustúlku sem kom stundarfjórðungi of seint, eða byrjaði að bera roðann á varir sjer stundarfjórðungi of snemma, eða um ökumanninn, sem slórði — afleiðingin kom altaf fram i aukn- uin tilkostnaði. En siðferðilega var skaðinn jafn- vel enn meiri en peningalega. Fólk vandist á að hlýða ekki yfirboður- um sínum, vandist þvi að ekki væri skipað fyrir verkum, vandist þvi úr æsku að gera aðeins það, sem þvi sýndist. Og varaliðsmaðurinn, sem kom í herdeild sina hafði ekki hugmynd um að lilýða eða láta lilýða sjer. Og þegar hershöfðingjar og ofurstar eiga að fara að vinna verk korpórala er auðsýnt að eitthváð er bogið við ástandið. Fjögra ára striðið kendi okkur hvernig á að deyja og líða. Það kendi okkur ekki hvernig á að starfa. Fram að 1914 voru franskir bænd- ur og verkamenn duglegir verk- menn. Land okkar var smáborgara- land, hvort heldur var i sveit eða kaupstað, j)ar sem fólk gelck í ullar- sokkum, þar sem ráðdeild — sem sumir kalla nisku — var leiðarsteinn einstaklingsins. Stríðinu 1914—18 tókst ekki að halda þessum anda við . . Ameríku- menn komu, aðferðir þeirra og út- búnaður gerði mikið til þess. að kollvarpa hugmyndum franska smá- borgarans. Hann fór að telja í bilj- ónum eða alls engu. Falsað óhóf fór vaxandi. Ilmvatns- framleiðendur urðu stórgróðamenn. Jarðeigandinn, vinnumaðurinn, verkstjórinn, undirmaðurinn — allir hugsuðu fyrst og fremst um að skemta sjer og að vinna sem allra minst .... Jafnframt gleymdu menn því, að öldum saman hafði kirkjan ákveðið fólki sunnudaginn sem hvíldardag, og besta tryggingin fyr- ir því, að það hvíldi sig eftir vik- una var sú, að þetta ákvæði væri haldið. Fyrst ruddi hin stutta enska vinnuvika sjer braut til meginlands- ins og síðan urðu vinnustundirnar á viku hverri samningsatriði milli vinnuveitenda og vinnuseljenda. — Vinnuvikan lækkaði fyrst úr 48 timum í 45 og síðar ofan í 40. Vinnuveitandinn hafði hundruð yfirvarpa og þúsúnd tækifæri til að stytta vinnutima sinn. Á sumrin þurfti liann að dvelja á baðstöðum, á haustin mátti hann til með að fara í veiðiferðir og síðar varð hann að iðka vetrariþróttir. Starfsmaðurinn horfði á þetta og dró sínar álykt- anir af þvi. ! Það var ekki aðeins vinnutiminn heldur vinnumeðvitundin, sem þvarr. Nú var atvinnan ekki framar aðal- atriðið. Alt, sem áður hafði gengið til þess að auka gæði, prýði og vöndun franskrar framleiðslu, þvarr og hvarf. Amerikanskar aðferðir voru teknar upp, en það gleymdist, að Frakkar höfðu hvorki sama lífs- magn nje mátt sem Ameríka. Það varð auðveldara að komast áfram með refjum en starfi. Stjórn- málagengið bygðist á hrossakaupum og svikum. Fjöldi lögfræðinga, kenn- ara og blaðamanna komst alt i einu að raun um, að þeir mundu vera stjórnmálamenn, undir eins og þeir höfðu lokið lægsta stiginu í námi sinu — en þó umfram alt eftir að þeim hafði tekist að útvega sjer und- irtyllustöðu i stjórnarráðunuin eða komist i móttökusali einhverrar konu sem mátti sin mikils. Þannig fyltust stjórnaráðin, nefndirnar, amtmanna- skrifstofurnar, nýlendustjórnirnar o. s. frv., af ungum mönnurn, sem not- uðu skóna sína eða bensínið hans föður síns til þess að ná kynnum af mikilsráðandi fólki, í stað þess að nota vitið í sjer til þess að ná prófi. Vöntun á útbúnaði til hersins, óafgreiddar pantanir, flugvjelar, sem aldrei voru smíðaðar, hergögn, sem aldrei komu — alt þetta var afleið- ing af starfi, sem var ófullnægjandi bæði að jiví er snerti vinnijtima og vinnuvöndun. Frá 1918 til 1940 lifði Frakkland í vellystingum við allskonar stjórnar- far, sem kalla mætti lýðveldislegt — alt frá bláum sjóndeildarhring til hins rauða sjóndeildarhrings breið- fylkingarinnar. Ráðuneytin ultu um eins og spilahús, hneyxlismálin lilóð- ust i kasir, frönsku blóði var úthelt í uppþotum, jafnveí á götusteina höfuðborgarinnar, en altaf tróðust sömu mennirnir að stallinum. Skað- inn, sem breiðfylkingin gerði Frakk- landi er ómælanlegur, en mesta á- byrgð bakaði hún sjer með þvi að kenna frönsku þjóðinni leti undir nafninu „tómstundir“. Kaffihúsin á götuhornunum voru undirrót hennar. 'Fjörutiu stunda vinnuvikan færði húsmóðurinni ekki meira i aðra liönd en áður„ þvi að heimilisfaðirinn eyddi tvöfalt meira á tveimur dögum en einum. En áfengiskaupmennirnir áttu góða daga. Við skulum vona, að þeir, sem þýski flugherinn marði undir hæli á vigstöðvunum i Norður-Frakklandi, að þeir sem hvorki höfðu loftvarna- byssur nje skotfæri, hrópi hefnd yfir letingjana, sem vanræktu að framleiða þetta, og umfram alt hefnd yfir þá, setn Jiafa komið á óreglu 4g stjórnleysi, ineð glæpsamlegu hugarfari sínu og vöntun á ábyrgðar- tilfinningu. Að prjedika framleiðsluvöntun á þeim tima, sem Þjóðverjar hrópuðu út yfir heiminn að betra væri að eiga fallbyssur en smjer, var ekki aðeins sviksemi við þjóðina heldur og glæpur gegn öllum heiðarleik. Þeir rpenn, sem það gerðu greiddu best götu möndulveldanna og veitlu þeim þá bestu stoð, sem þeir gálu óskað sjer, því að einlægir Frakkar, sem hafa verið herfangar í Þýska- landi geta borið vitni um, að þar blómgast menn vel og skortir hvorki heilbrigði nje hugrekki. Þjóðverjar búa máske ekki við frjálsræði, eli hjá þeim er hvorki sleifarlag nje stjórnleysn Alsstaðar er starfað, en starfið er eina linossið hverri þjóð, sem óskar að lifa gæfusöm. Frakkar ættu að muna það og láta sjer það að kenningu verða. ALEXANDER PUSHKIN. Frh. af bls. Ö. Boris sat að völdum í nokkur ár, en var þó stundum valtur í sessi. En þegar frá leið fór að heyrast pískur um, að hann væri valdur að dauða Dimitris, og barsl þetta til eyrna ungum og valdasjúkum múnki, sem Gregory lijet. Komst hann að raun um, að Dimitri liefði verið á likum aldri og liann sjálfur. Hann vissi einnig, að Pólverjar biðu færis til að ráðast inn í Rússland í land- vinninga skyni. Ákvað hann þvi að hætta lífi sinu til þess að ná völd- unum í Rússlandi með því að segjast vera liinn horfni Dimitri, og þóttist vita, að Boris Godunov mundi ekki þora að segja hið sánna Um, að Dimitri væri dáinn. Tókst nú Gregory að flýja úr klaustrinu. Tólcst honum að komast undan þeim, sem sendir voru að leita hans, og komst yfir pólsku landamærin og á fund pólsku höfð- ingjanna og .tjáðist vera Dimitri. Tóku þeir lionum opnum örmum. Og innan skamms hjelt hann inn í Rússland með fríðu liði pólsku, og gerði tilkall til rikis í Rússlandi. En meðan þessu fór fram liafði Boris Godunov átt við ýmsa erfið- leika að stríða. Hungursneyð og sjúk- dómar fóru eins og logi yfir landið. Og Boris liafði aldrei verið valtari í sessi en nú, vegna þess að margir af liöfðingjunum voru farnir að ger- ast honum þungir i skauti. Boris var og farinn að verða aldurliniginn og ellin og látlausir bardagar liöfðu lamað viljaþrek hans. Þegar hann frjetti um, að óvina lier væri kom- inn inn i landið undir stjórn hins unga prins, er gerði kröfu til rikis- ins, og væri á leið til höfuðborg- arinnar, birtist honum í sýn hinn myrti Dimitri og nú sannfærðist hann um, að komið væri að skulda- dögunum. Þessi sýn var áhrifameiri en svo að hinn aldni maður gæti afborið hana. Hann fjekk taugaáfall og sam- viskubitið bar liann ofurliði. Meðal ráðgjafa sinna hneig hann niður örendur. En pólski herinn og „svika- ríkiserfinginn" átti þá langt ófarið til höfuðborgarinnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.