Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 19.03.1943, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM liitstjóri: Skúli Skúlason. Frcunkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprení. Máltækið segir, að brent barn forðist eldinn. Af þvi barni getum við margt lært. Því að sumir full- orðnir eru seinir til að læra af reynslunni, bæði sinni eigin, og þó enn siður af annara. Vaninn verður oft voldugri en reynslan, og svo hitt, að mörg reynslan er ekki einhlit. Þó eitt reynist svo í dag, er ekki víst að það reynist svo á morgun. Þvi að engin regla er án undantekning- ar. Skilyrðið fyrir þvi að barnið verði að manni, er einmitt þetta, að þvi lærist að forðast eldinn, ef það brennur sig. Annars yrði það altaí óviti eða fábjáni. En allir menn — eða langflestir — hætta einhvern- tíma að vitkast. Þeir gera það þegar þeim sjálfum finst þeir vita orðið nógu mikið. Og þá liætta þeir lika að læra af reynslunni. Þeir þykjast sjálfir orðnir mikilsverðari en hún. En þá fer þeim á samri stundu að fara aftur, eða að minsta kosti að standa i stað. Hinir, sem nota sjer reynsluna fara fram úr þeim. Menn ættu að festa sjer betur i minni, en þeir oftast gera, að lifið krefst þess, að maður sje altaf eilt- hvað að læra «— hætti aldrei að læra. Lífið er eilíft nám, og sá sem hættir að skilja þessa staðreynd, situr eftir i bekknum sínum, vex i njóla og verður að flóni. Þetta á jafnt við um alla, hvort sem þeir stunda líkamleg störf eða andleg, því að alt starf krefst endurnýjun- ar og maðurinn þá um leið. En öll sú endurnýjun byggist á reynslu. Þróún mannkynsins alt frá frum- manninum og til hinna tæknivitru þjóða, sem svo ótrúlega hefir tekist að gera jörðina sjer undirgefna, byggist á reynslu og starfi eldri kyn- slóða. Hitt er annað mál, að mann- kyninu hefir ekki tekist að þroska siðgæðishugsjónina í sama maéli. Það er óefað, að fyrir þúsundum ára liafa verið uppi þjóðir og einstakl- ingar með j/roskaðri siðgæðishug- sjón en nú er. Og þessvegna ganga stórstyrjaldir yfir veröldina á mestu tækniöld mannkynsins. Brent barn forðast eldinn, en þjóðir, sem kalla sig mestu menningarþjóðir heims- ins og þykjast eiga heimtingu á öndvegissessi meðal þjóðanna, kunna ekki enn að forðast heimsbrunann. Og lijer hjá okkur kunna menn ekki enn að forðast þá hættu, sem okkur er næst: sundrungina og úlf- úðina. Hvenær lærum við það? Islensk íþróttakvikmynd íþróttafjelagið Ármann hefir ráð- ist í að láta gera kvikmynd af ýmis- konar íþróttum og æfingum, sem farið hafa fram á vegum fjelagsins. Er það cinkum leikfimi, glíma og sund, sem myndirnar eru af, en á- formað er að láta síðar taka mynd- ir af ýmsum fleiri iþróttum, þannig að úr þessu verði alhliða íþrótta- kvikmynd, sem geti sýnt siðari tím- um þroska íþróttanna um þessar mundir. Myndin hefst með sýningu á alls- konar almennum íþróttaæfingum, sem íþróttamanninum eru nauðsyn- legar sem undirstaða undir iðkanir sjeríþróttanna. Er þessi kafli tek- inn innanhúss og er tekinn á al- menna filmu. Næst koma erfiðar likamsæfingar, svo sem jafnvægisæf- ingar, stökk á dýnu og æfingar í ýms- um áhöldum. Þessi kafli er tekinn undir beru lofti, i fallegu umhverfi í garði Kjartans Thors og er tekinn á litafilmu. Næsti þáttur „fer fram“ i Sundhöllinni og sýnir ýmiskonar sund- og sundknattleik. Loks sýnir síðasti þátturinn islenska glímu og jafnvægisæfingar karla og kvenna á hárri slá. Þessi kafli er tekinn á Þingvöllum og er einnig með eðli- legum litum. Jens Guðbjörnsson hefir ákveðið niðurröðun myndarinnar og sjeð um undirbúning hennar, en Kjartan Ó. Bjarason hefir tekið myndina. Er hún alllöng — sýningin tekur um 1 tíma og 15 mínútur. Er mynd- in sýnd á hverjum sunnudegi i Tjarnarbió .áður en hinar venjulegu sýningar hefjast. Margir kaflar myndarinnar hafa tekist ljómandi vel svo að það er einkar góð skemtun að horfa á myndina. Um nokkra kafla er það að segja, að jiegar myndin lengist og verður fullgerð, ættu þeir að hverfa úr henni, þvi að ljósmyndar- anum mun ekki verða skotaskuld úr að koma með annað betra í stað- inn. Hjer á efri myndinni sjest „eilt augnablik“ úr kvikmyndinni: mað- ur að hlaupa yfir hestinn, en á þeirri neðri fimleikastaðæfingar. ’gmm VINSÆLDIR OG ÁHRIF eftir DALE CARNEGIE Fjallkonuútgáfai* 1943. Höfundur bókar þessarar er ameríkanskur kennari og efni bók- arinnar eru heilræði, sem einkum vita að því, að kenna fóki þau hygg- indi, sem i hag koma, i daglegri umgengni við náungann, eða hvern þann, sem menn hafa einhver skifti við — vísindi daglegrar umgengni, miðandi að því að einstaklingur- inn verði geðþekkur sem flestum og verði vel ágengt í starfi sínu. Undirstaða höf. að þeim vísindum er fyrst og fremst sú, sem felst í orðunum: „Það sem þjer viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þjer þeim gera“ og meðölin, sem nota skal i framkvæmdinni eru fyrst og Efnileg snndsystkini. Knattspyrnufjeíag Reykjaviikur liafði sundmót í Sundliöllinni síð- astliðið mánudagskvöld. Bar það helst til tíðinda, að tvö ný met voru sett — og að það voru systkin, sem þessi afrek unnu, nefnilega Sigrið- ur Jónsdóttir og Sigurður Jónsson, sem bæði eru i K.R. Met sitt setti Sigríður á 50 metra bringusundi og var 43,9 sek. með spölinn. En Sig- urður synti 200 metra bringusund á 2 mín. 57,1 sek. og endurbætti gamla metið (sem hann álti sjálfur) um 0,2 sek. Hjer eru myndir af þess- um afreks-systkinum báðum. Hjer birtast nöfn og tími þeirra fyrstu i öðrum sundgreinum, sem kept var í á mótinu: 100 m. skriðsund: Stefán Jónsson (Ármann) á 65,4 sek. 200 m. bringusund drengja: Halldór Lárusson (Reykh.) 3 m. 16,6 sek 400 m. skriðsund karla: Guðmundur Jónsson (Ægir) 6 mín. 28,5 sek. 50 m. baksund karla: Logi Einarsson (Ægir) 36,3 sek. 50 m. skriðsund drengja: Halldór Bachmann (Ægir) 32,3 sek. 4x50 m. boðsund karla: A-sveit K.R. 2 min. 38,6 sek. í þessari sveit var methafinn Sigurður Jónsson. fremst kurteisi og nærgætni. Af hvorugu eigum við of mikið og er þvi sjálfsagt að lesa bókina, ef mað- ur lieldur, að liægt sje að liafa nokk- uð gagn af henni. En þetta er tví- mælalaust hægt, ef bókin er ekki les- in á sama hátt og skrattinn les Bibliuna og ef skurn þumbarhátt- arins er ekki svo þykk á lesandan- um, að ómögulegt sje að brjóta hana. Bókin er i sex þáttum, sem nefn- ast: Frumatriði umgengninnar, Sex leiðir lil vinsælda, Tólf aðferðir til þess að snúa fólki á sitt mál, Níu ráð til þess að breyta fólki án þess að móðga það eða espa, Brjef, sem gerðu kraftaverk og Sjö ráð til að auka hamingju heimilislífsins. Skift- ist hver þáttur í mismunandi marga stutta kafla. Bók þessi kom fyrst út haustið Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.