Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 19.03.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N K. G. OSSIANNILSON: Týnda brjefið Það er sagl að menn læri af mistökum annara. — Ef svo er, þá má talsvert af þessari sögu læra AÐ VAIÍ mesti barningur hjá mjólkurvagninum aS komast á- frám á móti bylnum. Lengi hafði verið þurviSri og hlýindi, en núna, fyrst í mars, var kominn verulegur vetur, 'kuldi og snjór. í dag gnauðaði vindurinn og skóf með sjer snjón- um, og jafnframt var talsverður ofanbylur. Vegurinn lá á löngum köflum gegnum greniskóg, og þar var ljett- ara og þægilegra aö komast áfram. Skógurinn skýldi gegn vindinum, og snjórinn JognaSist niður á milli trjánna, l)ó að liann dansaði falda- feyki þarna efra. En þar sem veg- urinn lá um akur og engi, og ekkert skýldi, var ofsaveður, svo að nærri lá að það feykti mjólkurvagninum með öllu saman. En það var bóndasonurinn frá Grýtu, Anders Dalman, stór og sterk- ur maður uin þrílugt, sem hjelt um taumana i dag, og hann var livorki Jiræddur um sig nje hestana. Hann liafði líomist klaklaust í mjólkur- búið með alla brúsana, og nú var liann á heimleið með undanrenn- una Iianda slcepnunum. Nei, þaS var annað en veðriS, sem hann var að hugsa um. Auk mjólkurinnar frá öllum bæjunum meðfram veginum, hafði hann líka póstinn á þessa bæi meSferðis, og mjólkurekillinn var vanur að setja póstinn í kassa, sem til þessa var ætlaður, við afleggjarann frá hverj- um bæ. Kassarnir voru svo tæmdir um leið og brúsarnir voru sóttir. En i dag var þetta ekki neinn hægðarleikur. Vindurinn og snjór- inn gerðu sitt til þess, og það- var ekki að vita, nema liann feykti kassalokunum upp og færi með blöð- in citthvað út í buskann. Þessvegna nam Anders staSar fyr- ir neðan bæina, til þess aS sjá hvorl enginn kæmi til aS vitja um póstinn strax, svo að ekkert væri í hættu. Flestir gerðu þetla, og núna þegar hann var að koma út úr skóginum, var hann að hugsa um, hvort fólkið á Blinkfalla mundi gera þetta líka. Það var vant því, og það veitti ekki af, þvi aS bærinn stóð talsvert langt frá veginum. Bærinn stóð við hliðar- veg, og enginn ætlaðist til þess að mjólkurekillinn krækti þangað lieim í hverri ferð. Mjólkurbrúsarnir voru skildir eftir á .palli við vegamótin, og pósturinn látinn í kassa, sem fest var utan á pallinn. Þetta þorði fólkið að gera í sveitinni, þar sem allir voru lieiðarlegir, enda hafði aldrei horfiS neitt af því, sem látið var í kassana. Ekillinn stöðvaði hestana, þegar hann kom að vegamótunum, og beið til þess að sjá hvort nokkur kæmi. Snjónum kyngdi niður og örlitlar ísnálar festust við augnahárin á Anders. . • Anders bar höndina yfir augun og þóttist sjá einhvern litinn hnokka streitast áfram í storminum. ÞaS mundi vera Algot frá Blinkfalla. Mann var ekki nema tólf ára, og þess vegna varð að sýna honum þolin- mæði, þó hann Ijeti bíða ofurlítið eftir sjer í svona veðri. Eftir nokkrar mínúlur var hann kominn niður á veginn, og þegar hann hafði fengið póstinn sneri hann heim aftur. Anders horfði á eftir honum, og sá að hann var með eitthvað sem líktist pappírsörk i hendinni. Nú var undanhald hjá stráknum, og þessvegna mundi liann liafa farið að lesa. Og ekillin sjálfur gat nú farið sjer liægar en áður. Hann átti aðeins fáa staði eftir, og þeir voru auSveld- astir allra — bæir, sem stóðu alveg við veginn, og það brást aldrei, að gætur væru hafðar á mjólkureklin- um þar, þegar hann kom með póst- inn. Anders Dalman var hugsi. Hann var að brjóta lieilann um, hvað dreng uririn hefði verið að lesa. Auk blað- anna — og það var áreiðanlega ekki blað, sem Algot litli var að lesa — hafði ekki verið nema eitt brjef að Blinkfalla, og Anders hugsaði nú sitt um það brjef. Hann hafði sjeð utan- áskriftina: Ungfrú Elín Svenson, Blinkfalla Norrgard. Og þó að nafn sendanda stæði ekki á umslaginu, þá vissi Anders ofurvel hvaðan það var. — Sendandinn hjet Mar.kús Anderson frá BúSum, hann þorði að veðja um það hverju sem vera skyldi. Einu sinni hafði Anders Dalman þótst viss um, að Elín frá Blinkfalla mundi verSa unnusta hans — en svo liafði Markús komið i spilið, hann Markús með fallegu, brúnu augun og nokkra dropa af fjörugu tatarablóði í æSum. Anders hafði orðið að lúta i lægra haldi fyrir hon- um — hann liafði vist verið full álqitinn við Elinu. Hann kendi oft kvala í hjartastað, þegar hann hugsaði til þess, hvað liann hafði vonaS og hvað hann hafði mist — þvi að Anders var til- finningamaður ekki siður en aðrir. En bóndasonur, sem gerð er í, læt- ur ekki hugfallast, þó hann fái hryggbrot. Hann hafði afhent ástar- brjef keppinautsins jafn rólega og öll önnur brjef, sem hann liafði með- ferðis. Ósjálfrátt stakk liann hend- inni ofan i vasann, til þess að leita að vetlingnum, sem hann hafði tekið af sjer við vegamótin. En nú fann hann hann ekki. Máske hafði hann hrokkiS niður á milli brúsanna í vagninum. Jæja, hann mundi ekki .krókna, þó hann vantaði annan vetl- inginn, og eftir tuttugu mínútur yrði hann kominn heim. Hann tók brúsana af vagninum heima í Grýtu, en hvergi sá hann vetlinginn. Hann hlaut að hafa týnst á veginum og lægi nú grafinn undir snjó og mundi ekki finnast fyrr en í næstu liláku. — Anders gramdist þetta, þvi að hann var mjög hirðu- samur um öll sín plögg. Bylurinn hjelt áfram nokkra næstu daga. Anders skiftist á við bræður sina og vinnumennina um að flytja mjólkina og póstinn, og í næsta skifti, sem hann fór, tók hann gamla skinnvetlinga. Þegar hann stóð við afgreiðslu- borðið i pósthúsinu gaf gamli póst- meistarinn honum bendingu. Hann þurfti að tala við liann um eittlivað og risavaxinn bóndasonurinn laut yfir diskinn til að heyra betur. „Það var brjef til Blinkfalla um daginn,“ sagði gamli maðurinn. —■ „Það liefir ekki komið fram, og það varst þú, sem fluttir póstinn þá.“ „Ekki komið fram?“ svaraði And- ers forviða. „Hvað kemur til þess. Hefir Algot ekki skilað því? Jeg sá ekki beiur, en að hann læsi það.“ „Jæja, þú manst þá hvaða brjef það var?“ Póstmeistarinn andaði ljettar. „Jeg hefi haft heilmikla reki- stefnu út af þvi. Markús Andersson hefir hótað að stefna mjer, og þjer víst líka, fyrir hirðuleysi.“ Gamli maðurinn hló. ÞaS var ekki hlaupið að því að hræða hann, þvi að hann vissi, að lionum hafði ekki yfirsjest. Og hann var ekki hræddur um Anders Dalman heldur. Auðvit- að hafði hann mist brjefið, hugsaði sá gamli, en ef hann vildi þá gæti hann afsakað sig með því, aS veSrið hefði verið svo afleitt þennan dag. Þessliáttar getur komið fyrir bestu menn. Hefði það verið peningabrjef var öðru máli að gegna, en það var eklci hægt að gera veður út af því, þó að almcnnt póstbrjef færi for- görðum. Markús Andersson gæti skrifaS ástarvelluna sína aftur, og þá væri enginn skaði skeSur. „Jeg get ekki sagt hverskonar brjef lietta var,“ sagði Anders þurlega. „En jeg sá að Algot var aS lesa eitt- hvert brjef á lieimleiðinni, og þenn- an dag var ekki nema eitt brjef til Blinkfalla." MaSurinn fyrir innan diskinn glotti. „Jú, Anders mun hafa liaft augun lijá sjer, úr þvi að Blinkfalla var annarsvegar,“ sagSi hann. En nú varð bóndasonurinn frá Grýtu alvarlega reiður. Hann gat ekki fyrirgefið gamla m anninum þessar sífeldu skósur, og óskaði þess eins, að hann liefði verið yngri. „Þjer hafið auðsjáanlega tekið vel eftir líka, Petterson,“ sagði hann hvasst. Gamli Petterson hristist af nið- urbældum hlátri. Hann meinti ekk- ert ilt með þessu, en hafði svo gam- an' af að erta unga fólkið. „Jæja, þú verður aS koma þjer nið- ur á þessu við Blinkfallafólki3,“ sagði hann og sneri frá. Ungi maðurinn gekk út úr póst- liúsinu til hesta sinna. Átti liann, Anders, nú aS gjalda kæruleysisins í stráknum? Það var auðvitað, að Algot hafði týnt brjefinu, sem hann hafði verið að lesa. Eða einhver a bænum hafði stungið því undir stól. Það gat hugsast, að gamla fólkið væri ekki jafn ginkeypt fyrir Mark- úsi og hún Elín var? Anders hnepti að sjer frakkanum og hann stakk þeim í kassana. Það að liann, Anders, týndi brjefum fyr- ir fólki, þótti lionum full smánar- leg. Að visu gat liann játaS með sjáll'- um sjer, að honum fanst enginn skaði skeður, þó að Elín fengi ekki þetta Markúsarspjall. en það kom ekki honum við. Hann» ók eins og vitlaus maður, fanst hann vera i hálfgerðum draumi en sem belur fór þurfti ekki að aka með gætni þennan dag. Það var hætt að snjóa, og vegurinn hafði verið ruddur. Spor eftir hjól og sleðameiða vörpuðu frá sjer glampa í fölu sólskininu, en á vegarbrúnun- um voru háar snjóbryggjur. Áður en Anders vissi af var hann kom- inn að vegamótunum við Blinkfalla. og við póstkassann stóð Sveinn gamli Karlson sjálfur. Hann var móSurfað- ir Elínar, og þó að hann væri á sjötugasta og fimta árinu, var hann hress og brattur eins og maður um fimtugt. „Svo aS þjer eruð þá í póstferð í dag, Anders,“ sagði liann lágt. „Er nokkur póstur bingaS i dag?“ „Blöð,“ svaraði hann stutt, „og svo brjef til sonardóttur yðar, sje jeg.“ „Til Elínar?“ svaraði gamli mað- urinn og kipraði varirnar, eins og hann var vanur að gera, þegar hann talaði. Hann stakk bæði brjefinu og blöðunum á sig áður en hann hjelt áfram. „Það var leiðinlegt, að brjefið, sem kom um daginn skyldi fara for- görðum,“ sagði hann meinleysis- lega. „Það var víst líka til Elinar.1 „Já, það var brjef til hennar, en hann Algot tók við því. Jeg sá sjálf- ur, að hann var að lesa það í byln- um.“ „Nei, þvi var nú ekki svo varið,“ sagði Sveinn Karlson. „Hann var að lesa vinningalista úr happdrættinu, frá eini^m af þessum agentum sem þeir kalla. En Algot sagðist ekki hafa tekið við neinu brjefi.“ „Jæja ekki það?“ sagði Anders með þjósti. „Nei, vist ekki,“ sagði gamli mað- urinn. „Og Algot er eins og fullorð- inn maður. Það er hægt að treysta honum.“ „Jeg hjelt, að það væri hægt að treysta mjer líka,“ sagði Anders móðgaður, „ekki síður en Algot.“ „Þjer getið hafa týnt brjefinu," sagði gamli maðurinn þrár. „Verst var að það voru peningar í því, seg- ir liann Markús.“ „Peningar!" Það lá við að Anders hrópaði, og hann varS fölur. „Já, þrjátíu krónur,“ sagði Sveinn, „sem Markús skuldaði Elínu, eða rjettara sagt mjer. Þrjá------“ „ÆtliS þjer aS saka mig um að opna peningabrjef annara?“ „Ne—nei — eklci segi jeg það, því að jeg get ekki sannað það. En ef þjer hafið týnt brjefinu í snjóinn, þá er það slæmt, því að jeg átti peningana, og---------“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.